Sænskir hægri flokkar herða stefnuna í innflytjendamálum

h_99283814-1.jpg
Auglýsing

Mið­alda­borgin Visby á Gotlandi á sér langa og merki­lega sögu. Hún var þegar orðin mið­stöð versl­unar í Eystra­salti um það leyti sem Ingólfur tók sér vet­ur­setu á Íslandi og enn má skoða borg­ar­múr­ana sem eru ríf­lega 700 ára gaml­ir. Vegna stað­setn­ing­ar­innar hafa fjöl­margir bar­dagar verið háðir á eynni og bæði Danir og Rússar réðu yfir henni um tíma.

Eftir mikið hnign­un­ar­skeið frá sext­ándu öld hefur borgin byggst upp á síð­ustu ára­tugum og er nú einn vin­sæl­asti áfanga­staður Svía sem fylla hana á hverju sumri. Fyrsta vikan í júlí er hins vegar afar sér­stök því þá sam­ein­ast í Visby bók­staf­lega allir sem fara með ein­hver völd í Sví­þjóð.

Almedalsvikan er merki­legur við­burður þar sem stjórn­mála­menn, for­svars­menn fyr­ir­tækja og stofn­ana, full­trúar sam­taka og eig­in­lega bara allir sem vija hafa áhrif í Sví­þjóð hitt­ast á form­legum og óform­legum fund­um. Sagan segir að sala á rósa­víni nái óþekktum hæðum þessa vik­una og víst er að kok­teil­boðin eru bæði mörg og glæsi­leg.

Auglýsing

Bærinn Visby á Gotlandi. Bær­inn Visby á Gotlandi. Mynd: Wiki­media Comm­ons

 

Það var Olof Palme sem var í raun upp­hafs­maður vik­unnar en fjöl­skylda hans dvald­ist í sum­ar­húsi á Fjárey sem liggur rétt fyrir utan Gotland. Reyndar var það ekki fyrr en í byrjun níunda ára­tug­ar­ins sem vikan fékk þá mynd sem hún hefur í dag og þótt þá hafi það bara verið Jafn­að­ar­menn sem skipu­lögðu við­burð­inn fylgdu hinir flokk­arnir í kjöl­farið og hafa nær óslitið tekið þátt síðan þá. Nú fær hver stjórn­mála­flokkur á sænska þing­inu einn dag til að láta ljós sitt skína í Almeda­len og setja fram stefnu fyrir næsta ár.

Vinstri flokk­ur­inn í harðari stjórn­ar­andstöðu



Staðan í sænskum stjórn­málum er óvenju flókin því bæði hefur stjórnin ekki meiri­hluta á þingi og þar að auki brutu Sví­þjóð­ar­demókratar ára­tuga hefð með því að fella fjár­lög stjórn­ar­inn­ar. For­sæt­is­ráð­herr­ann Stefan Löf­ven þarf því að semja um hvert ein­asta mál sem mun reyn­ast þrautin þyngri. Hann mynd­aði stjórn með Umhverf­is­flokknum en getur hins vegar alls ekki reitt sig á stuðn­ing Vinstri flokks­ins, syst­ur­flokks VG, sem í ára­tugi varði minni­huta­stjórnir Jafn­að­ar­manna falli.

Leið­togi Vinstri flokks­ins var harð­orður í gagn­rýni sinni á stjórn­ina þegar hann tal­aði í Almeda­len í gær. Hann hét því að reka rót­tæka stjórn­ar­and­stöðu þar sem sér­stak­lega yrði lögð áhersla á vel­ferð­ar­mál og umhverf­is­mál. Hann lýsti jafn­framt yfir stuðn­ingi við grísku stjórn­ina og sagði ekki við hæfi að styðja stofn­anir Evr­ópu­sam­bands­ins í bar­áttu gegn því að lýð­ræð­is­legur vilji þjóð­ar­innar næði fram að ganga.

 

Á þessu fyrsta ári nýrrar stjórnar hefur í raun ekki margt gerst. Engar koll­steypur hafa orðið og ljóst að veik staða mun þýða að færri rót­tækar breyt­ingar nái fram að ganga.

Jonas Sjöstedt formaður Vinstri flokksins. Mynd: EPA Jonas Sjö­stedt leið­togi Vinstri flokks­ins. Mynd: EPA

 

Svíþjóðar­demókratar í öku­mannssætinu



Stuðn­ingur við Sví­þjóð­ar­demókrata hefur aldrei mælst meiri en í nýj­ustu könn­un­unum og ljóst að hvert hneyksl­is­málið á fætur öðrum hefur ekki hrakið kjós­endur frá flokkn­um. Hér áður fyrr vildu fáir við­ur­kenna að þeir styddu flokk­inn eða stefnu­mál hans en það hefur breyst. Í Nor­egi er syst­ur­flokkur Sví­þjóð­ar­demókrata í stjórn og Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn er orð­inn stærsti flokk­ur­inn á borg­ara­lega vængn­um.

Hingað til hafa hinir sænsku flokk­arnir farið þá leið að hafna allri sam­vinnu við flokk­inn en margt bendir til að það sé að breyt­ast. Í Almeda­len kom reyndar í ljós að flokk­ur­inn hefur í raun þegar unnið stóran sigur því Kristi­legir demókratar hafa tekið upp mörg stefnu­mál hans.

Kristi­legir demókratar hafa verið í til­vist­ar­kreppu um langa hríð en eftir for­manns­skiptin í vor varð ljóst að flokk­ur­inn vildi flytja sig lengra til hægri. Ebba Busch Thor er aðeins 28 ára gömul en hefur gert sig gild­andi í umræðu um skatta­lækk­an­ir, fóst­ur­eyð­ingar og nú síð­ast um inn­flytj­enda­mál. Ræða hennar í Almeda­len snérist að miklu leyti um inn­flytj­endur og íslams­trú. Hún sagði meðal ann­ars að hinu opna lýð­ræð­is­lega sam­fé­lagi væri hótað af öfga­mönnum og lagði meðal ann­ars til að dæma mætti þá sem færu frá Sví­þjóð til að berj­ast með ISIS fyrir föð­ur­lands­svik. Tónn­inn í ræð­unni var harður og hingað til hafa aðeins Sví­þjóð­ar­demókratar talað á slíkan hátt.

 

Vilja auka kröfur sem gerðar eru til inn­flytj­enda



Nýr for­maður stærsta stjórn­ar­and­stöðu­flokks­ins Modera­terna, Anna King­berg Batra, hélt sína fyrstu Almedals­ræðu í vik­unni og þar var aðal­á­herslan á atvinnu­mál. Flokk­ur­inn leiddi rík­is­stjórn­ina síð­ustu átta ár en fékk harðan skell í kosn­ing­unum í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið góð ummæli fyrir stjórn efna­hags­mála á krísu­ár­un­um.

King­berg Batra sagði að for­senda fram­fara væri að sem flestir hefðu vinnu, ekki aðeins með til­liti til efna­hags­mála heldur vís­aði hún mikið til þess að fólki þyrfti að finn­ast það hluti af sam­fé­lag­inu. Um leið og tæki­færi fólks til að fá vinnu væru bætt þyrfti hins vegar að gera auknar kröfur til þeirra. Harð­ari inn­flytj­enda­stefna felst meðal ann­ars í því að fólk fái aðeins tíma­bundin dval­ar­leyfi og að auknar kröfur verði gerðar um fram­færslu þeirra sem flytja til lands­ins vegna fjöl­skyldu­tengsla við ein­hvern sem þegar hefur fengið dval­ar­leyfi. Í raun minnir mál­flutn­ingur þessa syst­ur­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á stefnu danskra Jafn­að­ar­manna sem hertu sína inn­flytj­enda­stefnu fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Anna Kingberg Batra formaður Moderatarna. Mynd: EPA Anna King­berg Batra for­maður Moder­atarna. Mynd: EPA

 

Hingað til hafa for­menn Modera­terna algjör­lega úti­lokað alla sam­vinnu við Sví­þjóð­ar­demókrata. Innan flokks­ins eru þó sífellt hávær­ari raddir sem vilja breyta þeirri stefnu og á Skáni segja for­svars­menn Modera­terna að flokk­arnir hafi sömu stefnu í átta málum af hverjum tíu. King­berg Batra er hins vegar ekki spennt fyrir sam­starfi og tal­aði í ræðu sinni um Sví­þjóð­ar­demókrata sem vinstri flokk sem myndu þenja út rík­is­bákn­ið.

 

Sænska þjóðin virðist einnig vilja harðari inn­flytj­enda­stefnu



Í raun kemur ekki á óvart að flokk­arnir fari þessa leið. Sví­þjóð­ar­demókratar hafa náð miklum árangri og margt bendir til að sam­bæri­legur mál­flutn­ingur skili atkvæðum í kass­ann. Nýjasta dæmið er frá Bret­landi þar sem að Íhalds­flokk­ur­inn náði óvæntum meiri­hluta, meðal ann­ars vegna harð­ari tóns í inn­flytj­enda­mál­um. Þá hefur einnig verið bent á að stór hluti sænsku þjóð­ar­innar virð­ist ein­fald­lega vera þeirrar skoð­unar að breyta þurfi áherslu þegar kemur að inn­flytj­enda­mál­um.

 

Í könnun sem gerð var fyrir SVT kom í ljós að 65 pró­sent sögð­ust óánægð með það hvernig staðið væri að mál­efnum inn­flytj­enda, þar af voru 40 pró­sent mjög óánægð. Könn­un­ar­fyr­ir­tækið ræddi við ríf­lega þús­und Svía sem sögðu að þeir væru bæði ósáttir við fjölda inn­flytj­enda og að þeir teldu að aðlögun inn­flytj­enda væri ekki full­nægj­and­i. Ríf­lega helm­ingur vill nú að stjórn­mála­flokkar vinni með Sví­þjóð­ar­demókrötum en sam­svar­andi tala í febr­úar var 43 pró­sent. Um leið eru nú mun færri and­vígir því að unnið sé með Sví­þjóð­ar­demókrötum eða 33 pró­sent í stað 41 pró­sent í febr­ú­ar.

Miðað við þró­un­ina í Nor­egi, Finn­landi og Dan­mörku má ætla að Sví­þjóð­ar­demókratar þurfi ekki að bíða í mjög mörg ár eftir sæti í betri stof­unni. Sænsk stjórn­mál hafa breyst mikið á síð­ustu árum. Lík­legt má telja að frek­ari breyt­inga sé að vænta og að sama þróun verði þar eins og í nágranna­lönd­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None