Schengen –  Hvers vegna er Ísland aðili?

schengenmynd.jpg
Auglýsing

Schengen er sam­starf 26 Evr­ópu­ríkja um afnám eft­ir­lits með fólki á innri landa­mærum ríkj­anna. Jafn­framt kveður samn­ing­ur­inn á um sam­starf lög­reglu- og tolla­yf­ir­valda – og hert eft­ir­lit á ytri landa­mærum ríkj­anna sem standa að sam­komu­lag­inu.

Um leið og þátt­taka Íslands í Schengen tryggir íslenskum borg­urum hindr­un­ar­lausa för um nán­ast öll ríki EES opn­ast landa­mærin til Evr­ópu. Það getur skapað ákveðin vanda­mál þar sem fólk sem telja má óæski­legt á greið­ari leið til lands­ins. Á móti kemur að eft­ir­lit á ytri landa­mærum svæð­is­ins er hert til muna, m.a. með auknum og greið­ari aðgangi að upp­lýs­ingum um meinta brota­menn.

Hér verður látið hjá líða að ræða hvort og hvernig samn­ing­ur­inn vegur að full­veld­inu enda er það flókið mál með margar hliðar sem lítið hefur borið á í umræð­unni. Mest áber­andi er umræðan að Ísland ætti að hætta, eða að minnsta kosti draga úr þátt­töku í Schengen sem kalli ein­ungis á flæði óæski­legs fólks til lands­ins, afbrota­manna með til­heyr­andi auk­inni glæp­a­starf­semi – en er það svo?

Auglýsing

Hvernig virkar Schengen og hvers vegna fór Ísland inn í sam­starf­ið?Ljóst er að aðstæður á meg­in­landi Evr­ópu, með þeim sam­runa sem þar hefur orð­ið, kalla á frjálsar ferðir fólks milli ríkja. Hugs­an­lega er erfitt fyrir eyþjóð­ina Íslend­inga að setja sig í þessi spor en hag­ræðið sem hlýst af Schen­gen-­sam­starf­inu er umtals­vert. Auð­velt er að gera sér í hug­ar­lund hversu þungt það væri í vöfum ef sinna þyrfti eft­ir­liti á landa­mærum milli ríkja um ger­valla Evr­ópu.

Þetta krefst auk­ins sam­starfs lög­reglu meðal ríkj­anna. Stór þáttur í því er rekstur á mið­lægum gagna­banka – SIS grunni – sem til dæmis hefur að geyma upp­lýs­ingar um eft­ir­lýsta ein­stak­linga sem óskað er eftir hand­töku á vegna gruns um afbrot, eða til að afplána fang­els­is­refs­ingu. Kerfið geymir einnig upp­lýs­ingar um týnda ein­stak­linga, þá sem stefna á fyrir dóm svo og þá sem ekki eiga aðgang vísan að Schen­gen-­svæð­inu. Einnig eru þar upp­lýs­ingar um stolna muni eins og bif­reið­ar, skot­vopn og skil­ríki.

Stór þáttur í Schengen-samstarfinu er rekstur á miðlægum gagnabanka – SIS grunni – sem til dæmis hefur að geyma upplýsingar um eftirlýsta einstaklinga sem óskað er eftir handtöku á vegna gruns um afbrot, eða til að afplána fangelsisrefsingu. Stór þáttur í Schen­gen-­sam­starf­inu er rekstur á mið­lægum gagna­banka – SIS grunni – sem til dæmis hefur að geyma upp­lýs­ingar um eft­ir­lýsta ein­stak­linga sem óskað er eftir hand­töku á vegna gruns um afbrot, eða til að afplána fang­els­is­refs­ing­u.

Aðild að Schengen stó­r­eykur jafn­framt mögu­leika á milli­ríkja­sam­vinnu gegn auk­inni alþjóð­legri glæp­a­starf­semi. Geta lög­reglu­yf­ir­völd þannig fengið heim­ild, sem þó er háð ströngum skil­yrð­um, til að elta og hand­taka meinta brota­menn yfir landa­mæri.

En hvað þá með Ísland? Við erum hér á eyju þar sem nán­ast allir fara um einn og sama flug­völl­inn, hvers vegna fóru Íslend­ingar inn í Schen­gen? Ástæðan var að miklu leyti varð­veisla hins nor­ræna vega­bréfa­sam­bands sem hefur verið við lýði í ára­tugi og er tal­inn einn þýð­ing­ar­mesti ávinn­ingur nor­ræns sam­starfs. Þar sem Dan­ir, Finnar og Svíar voru þátt­tak­endur í Schengen í gegnum ESB og Norð­menn voru á leið inn, þótti ekki stætt á öðru en Íslend­ingar fylgdu þeim að mál­um.

Hefðu Íslend­ingar ekki verið með þyrftu íslenskir rík­is­borg­arar að fara í gegnum vega­bréfa­eft­ir­lit á landa­mærum Schen­gen-­ríkj­anna, þ.á.m. Norð­ur­land­anna, með til­heyr­andi fyr­ir­höfn og bið­röðum á flug­völl­um. Þetta kann að vera létt­vægt í augum ein­hverra en er mik­il­væg­ara en virð­ast má í fyrstu.

Er Schengen ávísun á frjálst flæði afbrota­manna og aukna glæp­a­starf­semi?Óheft koma afbrota­manna með auk­inni skipu­lagðri glæp­a­starf­semi hér á landi er eitt af því sem hefur verið nefnt sem ástæða fyrir úrsögn úr Schengen. Þessi skoðun virð­ist ekki vera á rökum reist því sam­kvæmt skýrslu inn­an­rík­is­ráð­herra til Alþingis frá árinu 2012 er ekki hægt að sjá að sam­hengi sé á milli veru Íslands í Schengen og aukn­ingar á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra þekkir vel til Schen­gen-­sam­starfs­ins og gagn­rýnir ummæli um að ekki sé unnt að hafa eft­ir­lit með – og gera bak­grunns­rann­sóknir á þeim sem koma til lands­ins. Björn bendir á þá mik­il­vægu stað­reynd að um 98% allra sem koma til Íslands fari um Kefla­vík­ur­flug­völl og lög­regla hafi aðgang að öllum far­þega­skrám, sem hægt sé að bera saman við Schen­gen-­gagna­grunn­inn.

98% allra sem koma til Íslands fara um Keflavíkurflugvöll og lögregla hefur aðgang að öllum farþegaskrám, sem hægt sé að bera saman við Schengen-gagnagrunninn. 98% allra sem koma til Íslands fara um Kefla­vík­ur­flug­völl og lög­regla hefur aðgang að öllum far­þega­skrám, sem hægt sé að bera saman við Schen­gen-­gagna­grunn­inn.

En hvað felst raun­veru­lega í landamæra­eft­ir­liti? Þar segir vega­bréf, landamæra­verði í raun ekki neitt nema hægt sé að fletta ein­stak­lingi upp í gagna­grunni til að bera saman upp­lýs­ing­ar—eins og þeim sem Schengen býr yfir.

Upp­taka landamæra­eft­ir­lits og úrsögn úr Schengen myndi þýða að lög­reglan nyti ekki lengur aðgangs að þessu öfl­uga upp­lýs­inga­kerfi og þyrfti að styðj­ast ein­göngu við tak­mark­aðan gagna­banka Inter­pol. Þá myndi reyna enn frekar á greiðan aðgang að upp­lýs­ingum um þá ein­stak­linga sem telja mætti grun­sam­lega sem yrði þess í stað mun tor­veld­ari.

Núver­andi kerfi gefur mögu­leika á að bregð­ast við og gera við­eig­andi ráð­staf­anir áður en far­þegar sem taldir eru grun­sam­legir koma til lands­ins. Yfir­völdum er jafn­framt heim­ilt að loka landa­mærum og taka upp tíma­bundið eft­ir­lit þegar alls­herj­ar­reglu eða þjóðar­ör­yggi er talið vera ógn­að, að hámarki 30 dög­um. Íslensk stjórn­völd hafa tví­vegis beitt þess­ari heim­ild í skamman tíma og vörð­uðu bæði til­vik komu með­lima Hells Ang­els hingað til lands.

Ólíkum hlutum ruglað saman – vanda­málin hverfa ekkiMik­il­vægt er að árétta að Schen­gen-­sam­starfið tekur ein­ungis til frjálsra ferða yfir landa­mæri innan aðild­ar­ríkja sam­starfs­ins. Úrsögn úr Schengen myndi engu breyta um fjölda útlend­inga í land­inu því rétt­indi fólks innan ESB/EES til búsetu og dvalar hald­ast óbreytt vegna ákvæða fjór­frels­is­ins svo­kall­aða.

Jafn­framt ber að hafa í huga að ekki er sjálf­gefið að afbrota­menn finn­ist við landamæra­eft­ir­lit, því fólk ber slíkt ekki utan á sér né heldur er það skráð í vega­bréf þess. Auk þess er afbrota­mönnum ekki bannað að ferð­ast á meðan þeir eru ekki eft­ir­lýstir – og ekki voru mörg til­vik þar sem afbrota­menn voru stöðv­aðir við kom­una til Íslands, áður en Schengen kom til.

Að sama skapi virð­ist gæta mis­skiln­ings þegar ruglað er saman vega­bréfa­skoðun og toll­eft­ir­liti því ekk­ert í Schen­gen-­samn­ingnum hindrar íslensk yfir­völd að sinna toll­gæslu eins og þurfa þyk­ir, hvað sem Schen­gen-að­ild líð­ur.

Þegar Schen­gen-að­ild er gagn­rýnd á fólk einnig til að rugla saman mis­mun­andi hlut­um. Fundið er að veru fólks hér sem kemur frá ESB/EES svæð­inu til að setj­ast hér að—en þar geta auð­vitað slæðst með afbrota­menn. Þessir ein­stak­lingar eiga allir búsetu­rétt hér burt séð frá Schen­gen-að­ild, hinir meintu afbrota­menn einnig á meðan þeir eru ekki eft­ir­lýst­ir. Í sömu andrá eru nefndir hæl­is­leit­endur sem hér koma og vilja raun­veru­lega setj­ast hér að – en einnig þeir sem ætla sér ekki að setj­ast hér að heldur nota Ísland sem við­komu­stað til að kom­ast vestur um haf.

Þetta er baga­legt því þegar vanda­mál koma upp, t.a.m. hung­ur­verk­föll, til­raunir til að kom­ast ólög­lega úr landi með skipum eða önnur afbrot, er skuld­inni stundum skellt á Schen­gen-að­ild­ina. Á það hefur hins vegar verið bent að þessi vanda­mál hverfa ekki þó Ísland hætti aðild að Schengen. Málið snýst ein­fald­lega um hvernig íslensk yfir­völd vilja tryggja öryggi innan landamæra sinna og hvaða ráðum þau beita til þess. Sú gæsla yrði ekki auð­veld­ari stæði Ísland utan Schen­gen, að öllum lík­indum erf­ið­ari.

Einnig hefur Schen­gen-­sam­starfið verið gagn­rýnt vegna þess kostn­aðar sem íslenska ríkið hefur þurft að leggja út í. Þó ekki hafi farið fram útreikn­ingar á því hver sá kostn­aður er nákvæm­lega er ljóst hann hyrfi ekki við úrsögn úr sam­starf­inu, heldur myndi fær­ast til, því taka þyrfti upp ann­ars konar starf­semi við landamæra­eft­ir­lit, mögu­lega kostn­að­ar­sam­ari.

Ljóst er að hin opnu landa­mæri vegna Schen­gen-­sam­starfs­ins hafa ein­hverja galla. Hins vegar er einnig ljóst að eðli landamæra­eft­ir­lits hefur breyst og hefð­bundið vega­bréfa­eft­ir­lit kemur ekki í veg fyrir að skipu­lögð glæp­a­starf­semi auk­ist, eins og í Bret­landi sem stendur fyrir utan Schengen. Að fram­an­sögðu virð­ist nið­ur­staðan því vera afger­andi, að kostir Schen­gen-að­ildar séu fleiri og vegi þyngra en gall­arn­ir.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None