Seðlabankinn búinn að samþykkja tillögur slitabúa um stöðugleikaframlag

Már seðlabankinn
Auglýsing

Seðla­banki Íslands er búinn að sam­þykkja til­ögur Glitn­is, Kaup­þings og gamla Lands­bank­ans um stöð­ug­leika­fram­lag. Það þýðir að nauða­samn­ingar þeirra ógna ekki greiðslu­jöfn­uði og fjár­mála­stöð­ug­leika að mati bank­ans og því ættu slita­búin að fá und­an­þágu frá fjár­magns­höftum til að ljúka slitum sín­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu.

Mik­ill spenna hefur verið í loft­inu und­an­farnar vikur eftir að ljóst var að upp­gjör slita­bú­anna var ekki að ganga jafn smurt og lagt var upp með. Upp­haf­lega höfðu stjórn­völd, með fyr­ir­vara, sam­þykkt til­boð allra þeirra um stöð­ug­leika­fram­lög og talið að þau mættu svoköll­uðum stöð­ug­leika­skil­yrð­um, sem vernda eiga greiðslu­jöfnuð og fjár­mála­stöð­ug­leika. Í afhend­ingu stöð­ug­leika­fram­laga fel­st, í ein­földu máli, að slitabú föllnu bank­anna afhenda íslenskum stjórn­völdum tölu­vert magn eigna til að mega greiða það sem eftir er út til kröfu­hafa sinna. Virði þeirra fram­laga, umreiknuð í krón­ur, eru mörg hund­ruð millj­arðar króna. 

Ljóst hefur verið í nokkurn tíma að Seðla­bank­inn var langt kom­inn með grein­ingu sína. Upp­haf­lega ætl­aði hann að birta hana opin­ber­lega snemma í októ­ber, en hætti skyndi­lega við það. Á þeim tíma hermdu heim­ildir Kjarn­ans að Seðla­bank­inn teldi að bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn væru að upp­fylla stöð­ug­leika­skil­yrðin með til­lögum sín­um, en að Glitnir þyrfti að breyta sínu fram­lag­i. 

Auglýsing

Það kom á dag­inn í síð­ustu viku þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu um miðja nótt. Í henni stóð að Glitnir hefði breytt fram­lagi sínu til að stand­ast skil­yrð­in. Stærsta breyt­ingin var sú að slita­búið færir íslenska rík­inu allt hlutafé í Íslands­banka, einum af þremur stærstu við­skipta­bönkum lands­ins. 

Lengri frestur kemur til greina

Seðla­bank­inn virð­ist loks hafa lokið við mat sitt á áhrifum slita búanna á greiðslu­jöfnuð á síð­ustu dög­um. Matið var kynnt fyrir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í byrjun viku og hann kynnti nið­ur­stöð­urnar síðan á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær. Í dag verður matið kynnt efna­hags- og við­skipta­nefnd, þing­flokkum og loks almenn­ingi á blaða­manna­fund­i. 

Bjarni Benediktsson hefur látið hafa eftir sér að það komi til greina að gefa slitabúunum lengri frest.

Bjarni Bene­dikts­son lét hafa eftir sér í gær að hann hafi rætt þann mögu­leika við efna­hags- og við­skipta­nefnd að veita slita­bú­unum lengri frest en þeir hafa nú sam­kvæmt lögum til að ljúka slit­un­um. Sam­kvæmt áætlun sem kynnt var í byrjun júní áttu búin að ljúka slitum sínum með greiðslu stöð­ug­leika­fram­lags og sam­þykkt nauða­samn­ings fyrir árs­lok. Tæk­ist það ekki myndi falla á 39 pró­sent stöð­ug­leika­skattur á allar eignir þeirra. Hann átti að geta skilað allt að 850 millj­örðum króna til rík­is­ins, sam­kvæmt kynn­ing­unn­i. 

Ljóst er að slita­búin eru að brenna inni á tíma. Bæði Kaup­þing og gamli Lands­bank­inn hafa boðað kröfu­hafa sína á fundi síð­ari hluta nóv­em­ber­mán­aðar til að greiða atkvæði um nauða­samn­ing­inn og búist er við því að Glitnis geri slíkt hið sama strax í dag. Þegar slíkt sam­þykki kröfu­hafa liggur fyrir ,en það er búist við því að það fáist, verður að leggja nauða­samn­ing­inn fyrir dóm­stóla til sam­þykkt­ar. 

Titr­ingur í stjórn­mál­unum

Það hefur ekki bara gætt titr­ings í her­búðum kröfu­hafa und­an­farnar vik­ur. Sá titr­ingur hefur einnig náð inn í íslensk stjórn­mál og íslenskt sam­fé­lag. Margir hafa lýst efa­semd­ar­röddum um hvort ætluð stöð­ug­leika­fram­lög nái því mark­miði sínu að verja íslenskan almenn­ing fyrir áhrifum slit­ana. Þar hafa farið fremst í flokki InDefence-hóp­ur­inn sem hefur sagt tals­verða áhættu á því að svig­rúm til að aflétta höftum á almenn­ing verði lítið næstu árin, að stöð­ug­leika­skil­yrðin séu ódýr leið fyrir kröfu­hafa slita­búa föllnu bank­anna úr gjald­eyr­is­höftum og að greiðsla stöð­ug­leika­skil­yrða muni skerða lífs­kjör almenn­ings. Þessi skoðun hefur einnig náð inn í raðir stjórn­mála­flokk­anna, bæði þeirra sem sitja í stjórn og þeirra sem sitja í stjórn­ar­and­stöðu.

Seðla­bank­inn hefur hafnað þess­ari grein­ingu InDefence til þessa en ekki viljað birta mat sitt á greiðslu­jöfn­uði því til stuðn­ings. Auk þess hefur komið fram í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra og Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að sam­komu­lag tryggi skað­leysi rík­is­ins gagn­vart kröfu­höfum og komi í veg fyrir að þeir láti reyna á álagn­ingu stöð­ug­leika­skatts fyrir dóm­stól­um. Skiptar skoð­anir eru um her nið­ur­staða slíkra dóms­mála yrðu en þau myndu hið minnsta tefja áætlun um losun hafta á almenn­ing.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None