Sérleyfishafar á happdrættismarkaði neituðu að skrifa undir skýrslu starfshóps

Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil sem dómsmálaráðherra skipaði í apríl í fyrra hefur skilað inn tillögum, tæpu einu og hálfu ári á eftir áætlun. Sérleyfishafar á happdrættismarkaði reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.

Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Íslandsspil, Happdrætti Háskóla Íslands, Happdrætti SÍBS, Happdrætti DAS, Getspá og Getraunir áttu fulltrúa í starfshópi um happdrætti og fjárhættuspil og mynduðu þannig meirihluta í hópnum. Fulltrúarnir reyndu að gera sérálit sitt að aðalskýrslu hópsins.
Auglýsing

Starfs­hópur um happ­drætti og fjár­hættu­spil sem Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, skip­aði í apríl 2021, hefur skilað til­lögum til Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra, nærri einu og hálfu ári eftir að hóp­ur­inn átti fyrst að skila til­lög­um.

Hóp­ur­inn var skip­aður eftir að umræða um fjár­hættu­spil sem tekju­öfl­un­ar­leið Happ­drættis Háskóla Íslands og þar með háskól­ans varð áber­andi í sam­fé­lags­um­ræð­unni, og ekki í fyrsta sinn. Hóp­ur­inn átti upp­haf­lega að skila til­lögum í júní 2021 en var veittur ótil­greindur frestur þegar ljóst var að það myndi ekki nást. Klofn­ingur var í starfs­hópnum og neit­uðu sér­leyf­is­hafar á happ­drætt­is­mark­aði að skrifa undir skýrslu hóps­ins og skil­uðu inn sér­á­liti.

Hlut­verk starfs­hóps­ins var að kanna mögu­legar rétt­ar­bætur á sviði happ­drætt­is­mála og var hópnum ætlað að gera til­lögur til ráð­herra um breyt­ingar á lögum og reglu­gerðum um happ­drætti, telj­ist þær nauð­syn­leg­ar, og eftir atvikum að greina fjár­þörf til þess að tryggja að mögu­legar breyt­ingar geti átt sér stað.

Auglýsing

Ell­efu skip­uðu hóp­inn. Þau eru:

  • Sig­urður Kári Krist­jáns­son, lög­maður og jafn­framt for­mað­ur, án til­nefn­ing­ar,
  • Fanney Ósk­ars­dótt­ir, lög­fræð­ingur á skrif­stofu rétt­inda ein­stak­linga, án til­nefn­ing­ar,
  • Sveinn M. Braga­son, sér­fræð­ingur á skrif­stofu fjár­mála og rekstr­ar, án til­nefn­ing­ar,
  • Auður Cela Sig­rún­ar­dótt­ir, starfs­maður Íslands­spila, til­nefnd af Íslands­spil­um,
  • Lárus Blön­dal, lög­maður og for­seti Íþrótta- og Ólymp­íu­sam­bands Íslands, til­nefndur af Get­spá/­Get­raun­um,
  • Guðni Bergs­son, lög­maður og for­maður Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, til­nefndur af Get­spá/­Get­raun­um,
  • Anna Lilja Ragn­ars­dótt­ir, lög­lærður full­trúi hjá sýslu­manns­emb­ætt­inu á Höfn, til­nefnd af sýslu­mann­inum á Suð­ur­landi,
  • Guð­mundur Löve, fram­kvæmda­stjóri, til­nefndur af happ­drætti SÍBS,
  • Bryn­dís Hrafn­kels­dótt­ir, for­stjóri, til­nefnd af happ­drætti HHÍ,
  • Sig­urður Ágúst Sig­urðs­son, for­stjóri, til­nefndur af happ­drætti DAS.
  • Alma Björk Haf­steins­dótt­ir, fíkni- og fjöl­skyldu­mark­þjálfi, til­nefnd af Sam­tökum áhuga­fólks um spilafíkn.

Sér­leyf­is­hafar á happ­drætt­is­mark­aði reyndu að taka yfir vinnu hóps­ins

Sex þeirra sem skipa starfs­hóp­inn starfa hjá happ­drætt­is­fyr­ir­tækjum sem eru sér­leyf­is­hafar á happ­drætt­is­mark­aði og hafa því ákveð­inna hags­muna að gæta. Þessir hags­muna­að­ilar eru Íslands­spil, Happ­drætti Háskóla Íslands, Happ­drætti SÍBS, Happ­drætti DAS, Get­spá og Get­raun­ir.

Við vinnu hóps­ins mynd­að­ist klofn­ingur milli hags­muna­að­il­anna og ann­arra í starfs­hópnum og neit­uðu hags­muna­að­il­arnir að standa að skýrslu starfs­hóps­ins og skil­uðu sér­á­liti. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans reyndu aðil­arnir að nýta meiri­hluta sinn í nefnd­inni til að gera sér­á­litið að aðal­skýrslu starfs­hóps­ins en það gekk ekki eft­ir.

Sam­tök áhuga­fólks um spilafíkn (SÁS) skil­uðu einnig inn sér­á­liti. Alma Björk Haf­steins­dótt­ir, for­maður sam­tak­anna, gagn­rýndi strax í upp­hafi vinnu starfs­hóps­ins að honum hafi ekki verið ætlað að fjalla um þá kröfu sam­tak­anna að spila­kössum verði lokað til fram­búð­ar.

Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi og formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Mynd: Aðsend

Alma segir í sam­tali við Kjarn­ann að sér­á­lit­inu hafi meðal ann­ars verið skilað inn þar sem hug­myndir og óskir hennar um gesti og álits­gjafa hafi fengið dræmar und­ir­tekt­ir. „Eng­inn af þeim gestum sem við óskuðum eftir voru kall­aðir til. Eng­inn,“ segir Alma. Meðal þeirra sem SÁS lagði til að kæmu fyrir hóp­inn eru Natasha Schüll, dós­ent við New York háskóla, sem hefur sér­hæft sig í rann­sóknum á sviði spila­víta og spila­kassa. SÁS óskaði einnig eftir að fá Ögmund Jón­as­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, á fund starfs­hóps­ins en hann tal­aði fyrir end­ur­skoðun á lögum og reglu­gerðum sem gilda um starf­semi sem stuðlar að spilafíkn í ráð­herra­tíð sinni. Auk þess óskaði SÁS eftir að fá full­trúa frá land­lækn­is­emb­ætt­inu og Neyt­enda­sam­tök­unum en ekki var orðið við þeirri beiðni.

Alma gagn­rýnir einnig að heil­brigð­is­ráðu­enytið hafi ekki átt full­trúa í starfs­hópn­um. „Það þarf að kort­leggja mark­að­inn en það er ekki hægt án þess að taka til­lit til lýð­heilsu­sjón­ar­miða. Það sem ég átta mig ekki á og við reynum að koma til skila í okkar áliti er að það er engin eft­ir­spurn eftir erlendri veð­mála­starf­semi á Íslandi. Það er eng­inn að kalla eftir því opin­ber­lega. Einu aðil­arnir sem eru stöðugt að tönnlast á þess­ari starf­semi eru rekstr­ar­að­ilar á happ­drætt­is­mark­aði á Íslandi í dag, eng­inn ann­ar,“ segir Alma.

Engin áform um spila­víti í til­lögum eða sér­á­litum

Skýrsla starfs­hóps­ins, auk sér­á­lit­anna er nú komin til dóms­mála­ráð­herra, sem honum verður falið að meta.

Til­lögur hóps­ins hafa ekki verið gerðar opin­berar en sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er ekk­ert þar að finna um til­lögur að sér­leyf­is­höfum verði veitt leyfi til að reka spila­víti líkt og Bryn­dís Hrafn­kels­dótt­ir, for­stjóri HHÍ, lagði til í minn­is­blaði sem hún sendi for­manni starfs­hóps­ins í maí, þegar drög að til­lögum starfs­hóps­ins höfðu verið kynnt­ar.

Breski mið­ill­inn Times Hig­her Education, sem fjallar sér­­stak­­lega um mál­efni háskóla, greindi frá inn­i­haldi minn­is­­blaðs­ins í síð­­­ustu viku, þar sem kemur meðal ann­­ars fram að HHÍ leggur fram til­­lögu um að núver­andi sér­­­leyf­­is­höfum skjá­v­éla og söfn­un­­ar­­kassa verði heim­ilt að opna spila­víti. Í minn­is­­blað­inu er þó not­­ast við annað orða­lag en spila­víti og lagt til að leyfi verði veitt til að opna „spila­höll (Casínó)“.

Um til­­lögu er að ræða og rétt er að taka fram að for­m­­leg beiðni um leyfi til að opna spila­víti hefur ekki borist dóms­­mála­ráðu­­neyt­inu og ljóst er að beiðnin er ekki hluti af til­lögum starfs­hóps­ins sem nú hefur skilað til­lögum til ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent