Skellurinn af makrílbanni ekki eins stór og ætla mætti

kjarninn_makrill.jpg
Auglýsing

Skell­ur­inn sem útgerðin varð fyrir vegna þess að Rússar bönn­uðu sölu á íslenskum mak­ríl og fleiri afurðum nýlega er stór en langt í frá eins stór og ætla mætti af opin­berri umræðu. Verð á mjöli og þó einkum lýsi vegur þar þungt á móti. Raunar má gróf­lega reikna það úr að skell­ur­inn sé ­ná­lægt tíu millj­örðum króna en ekki 30 millj­örðum eins og oft hefur verið nefnt.

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra jók hlut­fall mak­ríls sem má fara í bræðslu í kjöl­far inn­flutn­ings­banns Rússa úr 30 pró­sent og í 50 pró­sent í síð­asta mán­uði. Heims­mark­aðs­verð á mjöli liggur nú í um 1.700 Banda­ríkja­döl­u­m á tonnið og hefur farið hríð­lækk­andi frá ára­mótum þegar það stóð í um 2.400 Banda­ríkja­döl­um. Sér­fræð­ingar spá því að þetta verð verði stöðugt næstu tvo árs­fjórð­unga.

Verð á lýsi hefur hins­vegar farið stöðugt hækk­andi und­an­farin miss­eri og stendur nú í um 2.500 doll­urum tonn­ið. Búist er við að það haldi áfram að hækka. Til sam­an­burðar feng­ust um 1.450 til 1.500 doll­arar fyrir frystan mak­ríl í Rúss­landi þegar bannið skall á. Hafði mak­ríl­verðið þá lækkað nokkuð frá því í fyrra þegar besti mak­ríll­inn seld­ist á vel yfir 2.000 doll­ara á tonnið og algengt verð var hátt í 1.700 doll­arar per tonn.

Auglýsing

Nýt­ing­ar­stuðlar fyrir mjöl og lýsi hvað mak­ríl varðar eru 22,5 pró­sent í mjöl­inu og 21,5 pró­sent í lýs­inu. Það er úr hverju tonni af veiddum mak­ríl má vinna 225 kíló af mjöli og 215 kíló af lýsi. Miðað við fyrr­greind verð skilar mak­ríll í bræðslu í heild tæpum 1.000 Banda­ríkja­döl­u­m á tonn­ið. Því má gróf­lega áætla að fjár­hags­legt tjón útgerð­ar­innar sé nær 10 millj­örðum krón en þeim 30 millj­örðum króna sem voru mikið í umræð­unni í sumar og byggði á árlegum inn­flutn­ingi mak­ríls á Rúss­lands­mark­að.

Kreppan hefur lítil áhrif



Við vinnslu þess­arar greinar var haft sam­band við menn sem reynslu hafa af sölu á mak­ríl inn á Rúss­lands­mark­að. Þeir segja að sem stendur selji Fær­ey­ingar sinn mak­ríl til Rúss­lands á verði sem liggur í kringum 1.650 doll­arar á tonnið og kannski væri nær að miða við það verð þegar tjón af völdum mak­ríl­banns­ins er met­ið.  Á hitt ber að líta að Fæey­ingar eru eina þjóðin í Evr­ópu sem getur selt mak­ríl til Rúss­lands í dag og þeir eru örugg­lega að kreista eins mikið úr þeim við­skiptum og þeir geta.

Brott­hvarf Rúss­lands­mark­að­ar­ins er þó erf­iður fyrir Íslend­inga því að þrátt fyrir efna­hags­þreng­ingar þar í landi með hruni olíu­verðs á heims­mark­aði hélt mak­ríll­inn verði sínu betur en flestar aðrar inn­flutn­ings­vörur í lands­inu. „Rússar borg­uðu ætíð bestu verðið fyrir stærsta fisk­inn,“ eins og einn sölu­stjóri útgerðar orð­aði það í sam­tal­i.  Þess vegna eru útgerð­ar­menn ekki að setja markríl­inn í bræðslu til hægri og vinstri. Enn er hægt að selja mak­ríl, einkum til Afr­íku­ríkja, á verði sem liggur á bil­inu 1.200 til 1.300 Banda­ríkja­döl­u­m á tonn­ið. Og menn horfa nokkuð til þess að þann 31. jan­úar n.k. ætla Rússar að end­ur­skoða bann­ið.

Björt fram­tíð í bræðsl­unni



Grein­ing Rabo­bank í Hollandi sendi frá sér viða­mikla skýrslu í sumar um ástand og horfur á mjöl- og lýs­is­mörk­uðum heims­ins. Þar kemur m.a. fram að lang­tíma­horfur hvað báðar afurðir eru góðar og þó einkum hvað lýsið varð­ar.

Helstu ástæður fyrir spáum um áfram­hald­andi hækkun á lýs­inu eru einkum sökum þess að æ stærri hluti þess fer til mann­eld­is. Lýsið er m.a. und­ir­staðan undir sívax­andi fram­leiðslu á heilsu­af­urðum sem inni­halda omega 3 fitu­sýr­ur. Hvað varðar fiski­mjöl mun verð á því fara hækk­andi í fram­tíð­inni af tveimur ástæð­um. Sú fyrri er að fisk­eldi getur ekki án þess ver­ið. Sem stendur er mjölið á bil­inu 7 til 9% af fóðri fisk­eld­is­stöðva. Rabo­bank telur að hugs­an­lega sé hægt að ná því hlut­falli niður í 6% en alls ekki neðar því þá sé hætta á að fisk­eldið mis­farist.

Hin ástæðan er ört minnk­andi fram­boð af mjöli í heim­inum því æ hærra hlut­fall af þeim fiski sem fór í bræðslu er nú not­aður beint til mann­eld­is. Við Íslend­ingar þekkjum Þetta vel t.d.  hvað loðnu­veið­arnar varð­ar. Í upp­hafi fór nær allur loðnu­afl­inn í bræðslu. Síðan kom hrogna­takan fyrir Jap­ans­markað og fleiri. Enn síð­ar­var byrjað að heilfrysta  loðnu til mann­eldis en þar hefur Rúss­land einnig verið stór mark­aður fyrir Íslend­inga.

Lýsið spólar framúr jurta­olíu



Í grein­ingu Rabo­bank er að finna sam­an­burð á verð­þróun á lýsi og jurta­olíu á und­an­förnum árum.

Heimild/Mynd: Bloomberg. Heim­ild/­Mynd: Bloomberg.

 

Þar kemur fram að allt til árs­loka 2012 var verð fyrir lýsi nær hið sama og fyrir soja­ol­íu. Frá árinu 2013 hefur verð á lýsi hins­vegar rokið upp á meðan verð á soja­olíu hefur farið lækk­and­i.  Í dag er verð á tonn­inu af soja­olíu ekki nema rúm­lega fjórð­ungur af lýs­is­verð­inu. Hér er miðað við lýsi frá Perú sem er stærsti fram­leið­andi þess í dag. Reikna má með að íslenska lýsið sé verð­mæt­ara þar sem prótein­inni­hald þess er hærra.

Svip­aða þróun má sjá hvað mjölið varðar frá árinu í fyrra. Fram til þess tíma var verð á fiski­möli á pari við verð á soja­mjöli en síðan hefur þró­unin verið í sitt­hvora átt­ina. Fiski­mjölið hefur hækkað í verði meðan að soja­mjölið hefur lækkað í verði og er orðið tæp­lega tvö­falt ódýr­ara í dag en fiski­mjöl. Rabo­bank reiknar með að sá munur fari vax­andi.

Olíu­verðið hjálpar til



Annað sem mildar skell­inn sem útgerðin varð fyrir með mak­ríl­bann­inu í Rúss­landi er þróun olíu­verðs. Frá því í fyrra­sumar hefur heims­mark­aðs­verð á olíu lækkað úr nokkuð yfir 100 Banda­ríkja­döl­u­m á tunn­una og niður í undir 50 Banda­ríkja­dali í dag eða um meira en helm­ing.  Spár gera ráð fyrir að olíu­verðið hækki ekki mikið í náinni fram­tíð.

Olíu­kostn­aður útgerð­ar­innar er stærsti útgjald­póstur hennar á eftir launum eða um tutt­ugu pró­sent.  Þar sem þessi kostn­aður hefur lækkað um helm­ing sam­kvæmt þessum tölum og að teknu til­liti til fram­an­greinds má jafn­vel gefa sér að hagn­að­ur­inn af mak­ríl­veiðum þessa árs sé næstum á pari við síð­asta ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None