Spá því að útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis nánast tvöfaldist til 2030

Árið 2019 var útflutningsverðmæti sjávarútvegs, fiskeldis og öðrum tengdum greinum 332 milljarðar króna. Virði þessara greina gæti aukist í 615 milljarða króna innan áratugar, eða um 85 prósent.

Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Auglýsing

Virði fram­leiðslu sjáv­ar­út­vegs, fisk­eldis og tengdra greina gæti auk­ist um 85 pró­sent frá því sem hún var árið 2019 og fram til árs­ins 2030, ef ýmsar for­sendur ganga eft­ir. 

Útflutn­ings­verð­mæti grein­anna var 332 millj­arðar króna í byrjun þessa tíma­bils sem spáð er að það gæti orðið 440 millj­arðar króna árið 2025 og 615 millj­arðar króna árið 2030. 

Þetta kemur fram í ítar­legri skýrslu sem unnin var að beiðni Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, og birt var opin­ber­lega fyrr í dag .

Rit­stjóri hennar var Sveinn Agn­ars­son, pró­fessor við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands. Í skýrsl­unni er að finna ítar­lega umfjöllun um núver­andi stöðu sjáv­ar­út­vegs og fisk­eldis og áskor­anir og tæki­færi til fram­tíð.

Spáin um aukin útflutn­ings­verð­mæti byggir meðal ann­ars á því að verð­mæti hrá­efnis auk­ist um 24 pró­sent á tíu ára tíma­bili, en gerir ekki ráð fyrir miklum breyt­ingum í aflasam­setn­ingu eða aukn­ingu í afla. Þessi aukn­ing myndi skila því að verð­mæti hrá­efnis í sjáv­ar­út­vegi færi úr 145 millj­örðum króna í 180 millj­arða króna á ell­efu ára tíma­bil­i. 

Þá gerir spáin ráð fyrir að verð­mæti vinnslu geti auk­ist um 48 pró­sent og fari í 170 millj­arða króna næsta tæpa ára­tug­inn. Það myndi þýða að verð­mæti vinnslu myndi aukast um 55 millj­arða króna á tíma­bil­inu sem spáin nær yfir­.  

Auglýsing
Mesta aukn­ingin í útflutn­ings­verð­mætum á hins vegar að verða í fisk­eldi. Útflutn­ings­verð­mæti þeirrar greinar hefur auk­ist mikið á síð­ustu árum sam­hliða því að fram­leiðsla hennar átt­fald­að­ist á ára­tug. Árið 2019 var verð­mæti fisk­eld­is­af­urða 25 millj­arðar króna en í spá skýrslu­höf­unda er gert ráð fyrir að það auk­ist um 100 millj­arða króna á næsta tæpa ára­tug, og verði 125 millj­arðar króna. Gangi sú spá eftir mun umfang fisk­eldis mælt í útflutn­ings­verð­mætum fimm­fald­ast á ára­tug.

Þá er búist við að líf­tækni, betri bún­aður og þekk­ing, nýt­ing hlið­ar­af­urða og vöxtur í tekjum af þör­ungum og örþör­ungum fari úr því að vera metið á 47 millj­arða króna árið 2019 í að vera metið á 140 millj­arða króna árið 2030.

Segja auð­linda­gjaldið til marks um styrk grein­ar­innar

Skýrslan er umfangs­mik­il, alls 270 blað­síð­ur, og í henni er rakin jafnt, saga, umfang og mögu­leikar sjáv­ar­út­vegs, fisk­eldis og tengdra greina. 

Þar er íslenskur sjáv­ar­út­vegur meðal ann­ars borin saman við ýmis lönd OECD og á það bent að á meðal sam­an­burð­ar­land sé Ísland það eina þar sem ekki sé hreinn stuðn­ingur við sjáv­ar­út­veg. Þess í stað greiði atvinnu­veg­ur­inn veiði­gjald fyrir aðgengi að auð­lind­inn­i. 

Í skýrsl­unni er sagt að veiði­gjald veiki sam­keppn­is­stöðu íslensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna en að það end­ur­spegli jafn­framt styrk grein­ar­inn­ar, sem byggi meðal ann­ars á því fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem Ísland styðst við. Mun­ur­inn á arð­greiðslum sem hlut­fall af hagn­aði var þó mjög lít­ill hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og öðrum fyr­ir­tækjum á árunum 2014-2018. 

Brim er sú útgerð sem heldur beint á mestum afla. Guðmundur Kristjánsson er forstjóri og helsti eigandi Brims. Mynd: Skjáskot/RÚVs

Vert er að taka fram að mörg stór sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki eða í eigu fámennra hópa ein­stak­linga. Þessi fyr­ir­tæki hafa mörg hver fjár­fest í öðrum geirum án þess að hagn­aður af nýt­ingu fisk­veiði­auð­lindar sé greiddur út sem arður fyrst. Þau hafa auk þess fjár­fest í nýjum eign­um, eins og end­ur­nýjun á fisk­veiði­flot­an­um, og greitt niður skuldir á síð­ast­liðnum árum.

Fjár­fest­ing í skipum og bátum hjá íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum nam til dæmis 108 millj­örðum króna á árunum 2008-2019 og fjár­fest­ingar þeirra í fisk­vinnslu um 95 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar nam heild­ar­fjár­fest­ing í fisk­eldi, sem er að hluta úr ranni íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, 25 millj­örðum króna á tíma­bil­in­u. 

Afkoman batni ekki nema að frek­ari sam­þjöppun sé leyfð

Í skýrsl­unni er vitn­að  í aðra úttekt þar sem bent er á að ekki megi gera ráð fyri að afkoma í sjáv­ar­út­vegi batni nema að frek­ari sam­þjöppun sé leyfð og að hlut­fall af kvóta sem hver og einn megi halda á verði leyft að verða meira en 12 pró­sent. „Þessar breyt­ingar gætu aukið hagnað í sjáv­ar­út­vegi um 9 pró­sent og aukið ábata sam­fé­lags­ins um 4-7 pró­sent, auk þess sem losna myndi um fjár­magn sem er bundið í atvinnu­grein­inni sem gæti nýst ann­ars staðar í hag­kerf­inu með arð­bær­ari hætti. Hins vegar gætu breyt­ing­arnar jafn­framt leitt til mun meiri sam­þjöpp­unar í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og jafn­vel til þess að til­tölu­lega fá fyr­ir­tæki yrðu alls­ráð­andi í grein­inni og gengið þvert gegn byggð­ar­mark­miðum stjórnar fisk­veiða. Óvíst sé því að póli­tískur vilji væri til að ráð­ast í slíkar breyt­ing­ar.“

Kjarn­inn greindi nýverið frá því í frétta­skýr­ingu að þrjár blokkir innan íslensks sjáv­ar­út­vegs: sú sem hverf­ist í kringum Sam­herja, sú sem hverf­ist í kringum Brim og sú sem hverf­ist í kringum útgerð Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, haldi sam­tals á 45,6 pró­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. Sam­an­lagt mark­aðsvirði hans er um 544,8 millj­arðar króna miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með afla­hlut­deildir hér­lend­is. 

Duldar og van­metnar eignir

Skýrslu­höf­undar greina frá því að eig­in­fjár­hlut­fall sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hafi verið 43,2 pró­sent árið 2018, en til sam­an­burðar hafi það verið 43,2 pró­sent hjá öðrum fyr­ir­tækjum i við­skipta­hag­kerf­in­u. 

Þar er þó ekki tekið til­lit til þess að bók­fært eigið fé getur oft á tíðum verið veru­lega van­metið þar sem duldar eignir geta verið til stað­ar. Það á við í sjáv­ar­út­vegi umfram aðrar atvinnu­greinar þar sem afla­heim­ildir eru færðar á mun lægra virði en mark­aðsvirði þeirra segir til um. 

Auglýsing
Dæmi um þetta má finna í bók­haldi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem nú er á leið á mark­að. Miðað við síð­asta birta lista Fiski­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­ar­vinnslan, ásamt dótt­ur­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 7,7 pró­sent hans. 

Í októ­ber 2020 var greint frá því að útgerð­ar­fé­lagið Berg­ur-Hug­inn, að öllu leyti í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hefði keypt útgerð­ar­fé­lagið Berg ehf. í Vest­manna­eyj­um. Þegar kaupin voru opin­beruð var ekki sagt frá því hvert kaup­verðið var. Í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar fyrir síð­asta ár er kaup­verðið hins vegar til­greint. Það var tæpir 4,9 millj­arðar króna.

Miðað við það sem var greitt fyrir afla­heim­ildir Bergs ætti virði þess kvóta sem Síld­ar­vinnslan heldur á að vera um 92 millj­arðar króna. Afla­heim­ildir Síld­ar­vinnsl­unnar eru hins vegar bók­færðar á um 30 millj­arða króna. 

Heild­ar­virði afla­heim­ilda er 1.195 millj­arðar króna miðað við það sem Berg­ur-Hug­inn greiddi fyrir útgerð­ar­fé­lagið Berg í fyrra.

Ráð­herra baðst afsök­unar

Skýrslan var kynnt og birt klukkan 14 í dag. Kjarn­inn sendi upp­lýs­inga­full­trúa atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins fyr­ir­spurn í gær þar sem blaða­maður óskaði eftir því að fá skýrsl­una afhenda fyrir fund­inn.

Í svari ráðu­neyt­is­ins kom fram að skýrslan lægi ekki fyrir á þeim tíma­punkti en yrði aðgengi­leg eftir kynn­ing­ar­fund­inn. Óskaði blaða­maður eftir því í fram­hald­inu að fá skýrsl­una gegn lof­orði um að segja ekk­ert frá henni fyrr en að fundi lokn­um. „Mér heyr­ist ekki því mið­ur,“ var svarið frá ráðu­neyt­inu.

Umfjöllun um skýrsl­una birt­ist aftur á móti í morgun á for­síðu Morg­un­blaðs­ins og í við­skipta­kálfi Frétta­blaðs­ins. Krist­ján Þór baðst afsök­unar á því að hún hefði lekið út með þeim hætti í upp­hafi kynn­ing­ar­fund­ar­ins í dag.

Rit­stjóri skýrsl­unn­ar, Sveinn Agn­ars­son, hélt erindi á opn­um fundi Sam­­taka fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi í Sjó­minja­safn­inu í morg­un. Þar sagði hann, sam­kvæmt end­ur­sögn mbl.is, að umræða um að gera um­fangs­­mikl­ar breyt­ing­ar á fisk­veiði­stjórn­­un­­ar­­kerf­inu sem byggi al­farið á af­komu sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja get­i bein­lín­is verið hætt­u­­leg fyr­ir grein­ina. Hann sagði enn fremur það vera á ábyrgð fyr­ir­tækja í grein­inni að koma fram með þeim hætti að fyrr­­nefnd umræða skap­ist ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar