Stöðugleikaframlög slitabúa gætu numið á bilinu 300 til 400 milljörðum króna

Auglýsing

Samn­ingar milli stjórn­valda og kröfu­hafa gætu skilað rík­inu á bil­inu 300 og 400 millj­örðum króna, miðað við þau skil­yrði sem liggja til grund­vallar samn­ing­unum í dag og hafa verið birt á heima­síðu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Um er að ræða þá ramma­samn­inga, eða svoköllið „er­ind­i“, milli hluta kröfu­hafa Kaup­þings, Glitnis og LBI ann­ars vegar og fram­kvæmda­hóp um losun fjár­magns­hafta hins veg­ar. Samn­ings­drögin voru und­ir­rituð dag­ana 7. og 8. júní, skömmu áður en áætlun um losun fjár­magns­hafta var kynnt í Hörpu. Það er mat fram­kvæmda­hóps­ins að sam­þykkja eigi samn­ing­ana.

Samn­ings­drög fyrir hvert þrotabú eru marg­þætt. Þau sam­an­standa af svoköll­uðu stöð­ug­leika­fram­lagi þrota­bús til stjórn­valda og frek­ari stöð­ug­leika­skil­yrð­um, meðal ann­ars um fjár­mögnun nýju bank­anna og rík­is­ins, auk skil­yrða sem er ætlað að koma í veg fyrir útflæði erlends fjár­magns og gætu ógnað efna­hags­stöð­ug­leika.

Auglýsing


Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði þegar los­un­ar­á­ætlun fjár­magns­hafta var kynnt síð­asta mánu­dag að fjár­hæð til rík­is­ins vegna hennar gæti numið um 500 millj­örðum króna. Taka skal fram að í þess­ari umfjöllun er ein­göngu litið til mögu­legra stöð­ug­leika­fram­laga í tengslum við upp­gjör slita­búa gömlu bank­anna, en ekki ávinn­ing rík­is­ins af fyr­ir­hug­uðum gjald­eyr­is­út­boðum fyr­irr aflandskrónu­eig­end­ur.Hér fyrir neðan má sjá hvað stöð­ug­leika­fram­lög þrota­bú­anna gætu skilað rík­inu, miðað við stöð­ug­leika­skil­yrðin eins og þau birt­ast á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Stöð­ug­leika­fram­lög Glitnis

Stöð­ug­leika­skil­yrði Glitnis fela í sér 58 millj­arða greiðslu reiðu­fjár til stjórn­valda. Hluti af millj­örð­unum 58 eru 37 millj­arða arð­greiðsla frá Íslands­banka, sem myndu renna úr bank­anum til Glitnis og þaðan til stjórn­valda. Stefnt er að því að lækka eigið fé Íslands­banka fyrir sölu hans í um 119 millj­arða, en það er í dag rúm­lega 180 millj­arð­ar. Eftir arð­greiðslu á eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans að vera 23 pró­esnt, að fengnu leyfi FME og Seðla­bank­ans.Auk þess fram­selur Glitnir kröfur og önnur rétt­indi að and­virði um 59 millj­arðar á bók­færðu virði til rík­is­ins. Nafn­virði þess­ara krafna og rétt­inda er um 200 millj­arðar króna. Til við­bótar bæt­ast við kröfur á inn­lenda aðila að virði um 14 millj­arðar króna.Tvennt er í stöðu Glitnis er varðar sölu 95% eign­ar­hlutar í Íslands­banka og skipt­ingu sölu­verðs­ins milli kröfu­hafa og stjórn­valda. Ef bank­inn verður seldur erlendum aðilum fyrir gjald­eyri þá mun ríkið fá 60% sölu­and­virð­is, en þó eigi meira en 60% af bók­færði virði eigin fjár sem yrði um 119 millj­arðar við söl­una. Það myndi þýða að ríkið fengi um 71 millj­arð í gjald­eyri ef bank­inn er seldur erlendum aðil­um.Sam­kvæmt erindi kröfu­haf­anna lítur málið öðru­vísi út ef bank­inn er seldur inn­lendum aðil­um. Þá yrði gefið út 119 millj­arða veð­tryggt skulda­bréf á 5,5 pró­sent vöxtum til stjórn­valda, greitt við sölu 95% hlutar Glitnis í Íslands­banka. End­ur­heimtur bréfs­ins yrðu jafn­miklar og sölu­and­virði bank­ans, upp að 119 millj­örðum króna. Sölu­and­virði hærra en 119 millj­arðar og upp að 136 millj­örðum myndi skipt­ast til helm­inga milli kröfu­hafa og rík­is­ins. Sölu­and­virði hærra en 136 millj­arðar króna myndi renna að 75% hluta til rík­is­ins.Sam­an­dregið þá færa þessi stöð­ug­leika­fram­lög kröfu­hafa Glitnis rík­inu á bil­inu um 200 til 250 millj­arða króna. Lægri talan gerir ráð fyrir sölu Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri að jafn­virði 119 millj­arðar króna (jafnt bók­færðu virði eigin fjár). Hærri talan gerir ráð fyrir sölu bank­ans fyrir krónur á 119 millj­arða króna.Vert er að taka fram að greiðsla sölu­and­virðis í erlendum gjald­eyri myndi ein­falda stjórn­völdum að greiða niður opin­berar skuld­ir, eins og áform standa til.

Stöð­ug­leika­fram­lög Kaup­þings

Erindi kröfu­hafa Kaup­þings gagn­vart fram­kvæmda­hópnum um losun hafta kveður á um útgáfu skulda­bréfs að and­virði 84 millj­arðar króna. Skulda­bréf­ið, útgefið til íslenskra stjórn­valda, er til þriggja ára, ber 5,5 pró­sent vexti og er veð­tryggt. Heim­ilt er að draga frá allt að fimm millj­arða af skulda­bréf­inu á líf­tíma þess vegna kostn­aðar sem stofnað er til á Íslandi við rekstur Kaup­þings og vegna lág­marks­greiðslna til inn­lendra kröfu­hafa. Undir ákvæðið falla ekki hvata­greiðsl­ur. Gert er ráð fyrir að fimm millj­arðar verði dregnir frá stöð­ug­leika­fram­lögum hjá öllum slita­bú­un­um, til að standa undir kostn­aði við þau á Íslandi.Þá fram­selur Kaup­þing kröfur á hendur inn­lendum aðilum og eign­ar­hluti í inn­lendum félögum og öðrum eign­um. Nafn­verð þess­ara krafna og eign­ar­hluta er 114,8 millj­arðar króna en bók­fært virði er um 14,4 millj­arð­ar. Hluti upp­hæð­ar­innar verður end­ur­greiddur í erlendri mynt.Stefnt er að sölu Arion banka fyrir árs­lok 2016, að því gefnu að mark­aðs­að­stæður séu ákjós­an­leg­ar. Hlutur rík­is­ins af sölu­and­virð­inu er mis­mun­andi eftir hvað fæst fyrir bank­ann. Ríkið fær þriðj­ung af sölu­and­virði umfram 100 millj­arðar og upp að 140 millj­örð­um, helm­ing af sölu­and­virði á bil­inu 140 til 160 millj­arðar og 75 pró­sent af fjár­hæð umfram 160 millj­arð­ar. Miðað við að sölu­and­virði sé 120 millj­arð­ar, 150 millj­arðar eða 170 millj­arðar þá getur hlutur stjórn­valda verið á bil­inu 6,6 til 30,7 millj­arð­ar.Miðað við að sölu­and­virði Arion banka gæti verið jafnt 80% af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag, þá myndu samn­ingar sem þessir skila rík­inu ríf­lega 100 millj­örðum króna í stöð­ug­leika­fram­lagi frá Kaup­þingi.

Stöð­ug­leika­fram­lög Gamla Lands­bank­ans (LBI)

Sam­kvæmt erindi kröfu­hafa LBI verður lausafé bús­ins í krónum afhent stjórn­völd­um, að frá­dregnum krónum sem standa til trygg­ingar ágrein­ings­kröfum og eru í dag tæp­lega 50 millj­arðar króna, auk inn­lends rekstr­ar­kostn­aðar að und­an­skildum hvað­tagreiðsl­um. Fjár­hæðin sem send verður íslenska rík­inu úr þrota­búi LBI yrði með þessu um 20 millj­arðar króna. Auk þess yrði inn­lendar kröfur að upp­hæð um 10 millj­arðar króna fram­seld til stjórn­valda. Sam­tals væru það því um 30 millj­arðar sem rynnu til rík­is­ins frá LBI.Hluti frétta­skýr­ing­ar­innar sem snýr að Glitni hefur verið upp­færður frá fyrstu útgáfu. Í fyrstu útgáfu vant­aði inn­lendar kröfur metnar á um 14 millj­arða króna ­sem Glitnir myndi sam­kvæmt erindi kröfu­hafa fram­selja til rík­is­ins. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None