Stöðugleikaframlög slitabúa gætu numið á bilinu 300 til 400 milljörðum króna

Auglýsing

Samn­ingar milli stjórn­valda og kröfu­hafa gætu skilað rík­inu á bil­inu 300 og 400 millj­örðum króna, miðað við þau skil­yrði sem liggja til grund­vallar samn­ing­unum í dag og hafa verið birt á heima­síðu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins. Um er að ræða þá ramma­samn­inga, eða svoköllið „er­ind­i“, milli hluta kröfu­hafa Kaup­þings, Glitnis og LBI ann­ars vegar og fram­kvæmda­hóp um losun fjár­magns­hafta hins veg­ar. Samn­ings­drögin voru und­ir­rituð dag­ana 7. og 8. júní, skömmu áður en áætlun um losun fjár­magns­hafta var kynnt í Hörpu. Það er mat fram­kvæmda­hóps­ins að sam­þykkja eigi samn­ing­ana.

Samn­ings­drög fyrir hvert þrotabú eru marg­þætt. Þau sam­an­standa af svoköll­uðu stöð­ug­leika­fram­lagi þrota­bús til stjórn­valda og frek­ari stöð­ug­leika­skil­yrð­um, meðal ann­ars um fjár­mögnun nýju bank­anna og rík­is­ins, auk skil­yrða sem er ætlað að koma í veg fyrir útflæði erlends fjár­magns og gætu ógnað efna­hags­stöð­ug­leika.

Auglýsing


Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra sagði þegar los­un­ar­á­ætlun fjár­magns­hafta var kynnt síð­asta mánu­dag að fjár­hæð til rík­is­ins vegna hennar gæti numið um 500 millj­örðum króna. Taka skal fram að í þess­ari umfjöllun er ein­göngu litið til mögu­legra stöð­ug­leika­fram­laga í tengslum við upp­gjör slita­búa gömlu bank­anna, en ekki ávinn­ing rík­is­ins af fyr­ir­hug­uðum gjald­eyr­is­út­boðum fyr­irr aflandskrónu­eig­end­ur.Hér fyrir neðan má sjá hvað stöð­ug­leika­fram­lög þrota­bú­anna gætu skilað rík­inu, miðað við stöð­ug­leika­skil­yrðin eins og þau birt­ast á vef fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Stöð­ug­leika­fram­lög Glitnis

Stöð­ug­leika­skil­yrði Glitnis fela í sér 58 millj­arða greiðslu reiðu­fjár til stjórn­valda. Hluti af millj­örð­unum 58 eru 37 millj­arða arð­greiðsla frá Íslands­banka, sem myndu renna úr bank­anum til Glitnis og þaðan til stjórn­valda. Stefnt er að því að lækka eigið fé Íslands­banka fyrir sölu hans í um 119 millj­arða, en það er í dag rúm­lega 180 millj­arð­ar. Eftir arð­greiðslu á eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans að vera 23 pró­esnt, að fengnu leyfi FME og Seðla­bank­ans.Auk þess fram­selur Glitnir kröfur og önnur rétt­indi að and­virði um 59 millj­arðar á bók­færðu virði til rík­is­ins. Nafn­virði þess­ara krafna og rétt­inda er um 200 millj­arðar króna. Til við­bótar bæt­ast við kröfur á inn­lenda aðila að virði um 14 millj­arðar króna.Tvennt er í stöðu Glitnis er varðar sölu 95% eign­ar­hlutar í Íslands­banka og skipt­ingu sölu­verðs­ins milli kröfu­hafa og stjórn­valda. Ef bank­inn verður seldur erlendum aðilum fyrir gjald­eyri þá mun ríkið fá 60% sölu­and­virð­is, en þó eigi meira en 60% af bók­færði virði eigin fjár sem yrði um 119 millj­arðar við söl­una. Það myndi þýða að ríkið fengi um 71 millj­arð í gjald­eyri ef bank­inn er seldur erlendum aðil­um.Sam­kvæmt erindi kröfu­haf­anna lítur málið öðru­vísi út ef bank­inn er seldur inn­lendum aðil­um. Þá yrði gefið út 119 millj­arða veð­tryggt skulda­bréf á 5,5 pró­sent vöxtum til stjórn­valda, greitt við sölu 95% hlutar Glitnis í Íslands­banka. End­ur­heimtur bréfs­ins yrðu jafn­miklar og sölu­and­virði bank­ans, upp að 119 millj­örðum króna. Sölu­and­virði hærra en 119 millj­arðar og upp að 136 millj­örðum myndi skipt­ast til helm­inga milli kröfu­hafa og rík­is­ins. Sölu­and­virði hærra en 136 millj­arðar króna myndi renna að 75% hluta til rík­is­ins.Sam­an­dregið þá færa þessi stöð­ug­leika­fram­lög kröfu­hafa Glitnis rík­inu á bil­inu um 200 til 250 millj­arða króna. Lægri talan gerir ráð fyrir sölu Íslands­banka fyrir erlendan gjald­eyri að jafn­virði 119 millj­arðar króna (jafnt bók­færðu virði eigin fjár). Hærri talan gerir ráð fyrir sölu bank­ans fyrir krónur á 119 millj­arða króna.Vert er að taka fram að greiðsla sölu­and­virðis í erlendum gjald­eyri myndi ein­falda stjórn­völdum að greiða niður opin­berar skuld­ir, eins og áform standa til.

Stöð­ug­leika­fram­lög Kaup­þings

Erindi kröfu­hafa Kaup­þings gagn­vart fram­kvæmda­hópnum um losun hafta kveður á um útgáfu skulda­bréfs að and­virði 84 millj­arðar króna. Skulda­bréf­ið, útgefið til íslenskra stjórn­valda, er til þriggja ára, ber 5,5 pró­sent vexti og er veð­tryggt. Heim­ilt er að draga frá allt að fimm millj­arða af skulda­bréf­inu á líf­tíma þess vegna kostn­aðar sem stofnað er til á Íslandi við rekstur Kaup­þings og vegna lág­marks­greiðslna til inn­lendra kröfu­hafa. Undir ákvæðið falla ekki hvata­greiðsl­ur. Gert er ráð fyrir að fimm millj­arðar verði dregnir frá stöð­ug­leika­fram­lögum hjá öllum slita­bú­un­um, til að standa undir kostn­aði við þau á Íslandi.Þá fram­selur Kaup­þing kröfur á hendur inn­lendum aðilum og eign­ar­hluti í inn­lendum félögum og öðrum eign­um. Nafn­verð þess­ara krafna og eign­ar­hluta er 114,8 millj­arðar króna en bók­fært virði er um 14,4 millj­arð­ar. Hluti upp­hæð­ar­innar verður end­ur­greiddur í erlendri mynt.Stefnt er að sölu Arion banka fyrir árs­lok 2016, að því gefnu að mark­aðs­að­stæður séu ákjós­an­leg­ar. Hlutur rík­is­ins af sölu­and­virð­inu er mis­mun­andi eftir hvað fæst fyrir bank­ann. Ríkið fær þriðj­ung af sölu­and­virði umfram 100 millj­arðar og upp að 140 millj­örð­um, helm­ing af sölu­and­virði á bil­inu 140 til 160 millj­arðar og 75 pró­sent af fjár­hæð umfram 160 millj­arð­ar. Miðað við að sölu­and­virði sé 120 millj­arð­ar, 150 millj­arðar eða 170 millj­arðar þá getur hlutur stjórn­valda verið á bil­inu 6,6 til 30,7 millj­arð­ar.Miðað við að sölu­and­virði Arion banka gæti verið jafnt 80% af bók­færðu virði eigin fjár hans í dag, þá myndu samn­ingar sem þessir skila rík­inu ríf­lega 100 millj­örðum króna í stöð­ug­leika­fram­lagi frá Kaup­þingi.

Stöð­ug­leika­fram­lög Gamla Lands­bank­ans (LBI)

Sam­kvæmt erindi kröfu­hafa LBI verður lausafé bús­ins í krónum afhent stjórn­völd­um, að frá­dregnum krónum sem standa til trygg­ingar ágrein­ings­kröfum og eru í dag tæp­lega 50 millj­arðar króna, auk inn­lends rekstr­ar­kostn­aðar að und­an­skildum hvað­tagreiðsl­um. Fjár­hæðin sem send verður íslenska rík­inu úr þrota­búi LBI yrði með þessu um 20 millj­arðar króna. Auk þess yrði inn­lendar kröfur að upp­hæð um 10 millj­arðar króna fram­seld til stjórn­valda. Sam­tals væru það því um 30 millj­arðar sem rynnu til rík­is­ins frá LBI.Hluti frétta­skýr­ing­ar­innar sem snýr að Glitni hefur verið upp­færður frá fyrstu útgáfu. Í fyrstu útgáfu vant­aði inn­lendar kröfur metnar á um 14 millj­arða króna ­sem Glitnir myndi sam­kvæmt erindi kröfu­hafa fram­selja til rík­is­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnHallgrímur Oddsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None