Sumar skógareldanna

Gróður- og skógareldar eru skýr birtingarmynd loftslagsbreytinga en slíkir eldar hafa brunnið víða í sumar og af mikilli ákefð. Frá því í byrjun júní hafa gróðureldar losað meira magn koldíoxíðs heldur en allt árið í fyrra.

Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Íbúi grísku eyjarinnar Evia fylgist með eldtungunum í grennd við þorpið Pefki sem liggur við norðurströnd eyjarinnar.
Auglýsing

Langvar­andi hita­bylgjur sem oft fylgja miklir þurrkar eru kjörað­stæður fyrir gróð­ur­elda en með lofts­lags­breyt­ingum og hækk­andi hita skap­ast slíkar aðstæður oftar og þar af leið­andi hafa gróð­ur- og skóg­ar­eldar ekki bara orðið algeng­ari heldur einnig vara þeir lengur og eru orðnir erf­ið­ari við að eiga. Slökkvi­liðs­menn um víða ver­öld hafa þurft að glíma við elda af þessu tagi af miklum móð í sumar en aldrei áður hefur umfang gróð­ur­elda verið jafn mikið í júlí­mán­uði og í ár.

Þessum eldum fylgir líka mikil losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Þann fjórða ágúst til­kynnti evr­ópska lofts­lags­rann­sókn­ar­stofn­unin (CAM) að frá júní hefðu 505 megatonn af koldí­oxíði losnað út í and­rúms­loftið vegna gróð­ur­elda, til sam­an­burðar losar mann­kynið um 80-falt meira af koldí­oxíði á ári hverju, um 40 gígatonn. Los­unin frá gróð­ur­eldum á þessu tíma­bili er nú þegar orðin meiri en hún var allt árið í fyrra en þá nam los­unin 450 megatonn­um.

Reykur frá Síberíu á norð­ur­pólnum

Á norð­ur­pólnum sjást nú í fyrsta sinn merki skóg­ar­elda. Reykur frá skógum sem nú brenna í Síberíu hefur teygt sig alla leið á pól­inn. Á síð­ustu árum hafa skóg­ar­eldar logað reglu­lega í Síberíu sem rúss­neskir veð­ur­fræð­ingar og umhverf­is­vernd­ar­sinnar segja að sé vegna lofts­lags­breyt­inga og ónógs fjár­magns til vernd­unar og við­halds skóga.

Auglýsing

Eld­arnir loga í Yakútíu, sem er aust­ar­lega í Rúss­landi, en þar hefur mælst óvenju­hár hiti að und­an­förnu og þurrkar hafa verið mikl­ir. Svæðið er afskekkt sem gerir slökkvi­starf erfitt. Eld­arnir brenna á svæði sem er um 34 þús­und fer­kíló­metrar að stærð, sem er rúm­lega þriðj­ungur af flat­ar­máli Íslands en talið er að um 14 þús­und fer­kíló­metrar af skógi vöxnu landi hafi brunnið það sem af er ári.

Skóg­ar­eldar loga enn í Grikk­landi

Frá þriðja ágúst hafa eldar logað á eyj­unni Evia, næst­stærstu eyju Grikk­lands en hún er skammt norð­austan við höf­uð­borg­ina Aþenu. Norð­ur­hluti eyj­unnar hefur að stórum hluta brunnið en hund­ruð slökkvi­liðs­manna hafa reynt að bjarga því sem hægt er að bjarga. Aðstoð hefur borist frá öðrum löndum en sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá yfir­völdum voru í gær hátt í 900 slökkvi­liðs­menn að störf­um, sem komu meðal ann­ars frá Úkra­ínu, Rúm­en­íu, Serbíu, Slóvakíu og Pól­landi. Stjórn­völd hafa ein­beitt sér að því að forða mann­tjóni en þús­undir hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Almennir borgarar hafa tekið þátt í slökkvistarfi á grísku eyjunni Evia. Mynd: EPA

Síð­ustu vik­urnar hafa Grikkir glímt við skóg­ar­elda víðar í land­inu en þar hefur versta hita­bylgja í ára­tugi nýlega gengið yfir, hit­inn náði til að mynda 47 gráðum í norð­ur­hluta lands­ins fyrir viku. Eld­arnir eru ekki ein­ungis bundnir við eyj­una Evia, fyrr í mán­uð­inum þurftu íbúar í norð­ur­hluta Aþenu að forða sér undan eld­um.

Handan Eyja­hafs­ins hafa einnig orðið miklar ham­farir vegna skóg­ar­elda. Í það minnsta átta hafa lát­ist í miklum eldum í suð­ur­hluta Tyrk­lands. Eld­arnir hafa helst brunnið í grennd við strand­bæi sem eru vin­sælir sum­ar­dval­ar­stað­ir.

Þessi flugvél kom frá Spáni til þess að aðstoða við slökkvistarf í suðurhluta Tyrklands. Mynd: EPA.

Suð­ur­hluti Ítalíu fékk sinn skerf af gróð­ur­eldum í seinni hluta júlí. Sikiley og Sar­dinía voru þau svæði sem verst fóru út úr eld­unum. Ítal­íu­deild alþjóð­legu umhverf­is­sam­tak­anna WWF segja 20 þús­und hekt­ara, um 200 fer­kíló­metra, hafa orðið eld­inum að bráð á Sar­din­íu.

Sunnan Mið­jarð­ar­hafs­ins brenna skógar einnig. Frá því á mánu­dag hafa slökkvi­liðs­menn barist við elda sem loga víða í Alsír. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá þar­lendum yfir­völdum hafa að minnsta kosti sjö almennir borg­ara lát­ist í eld­unum og 25 her­menn sem unnið hafa við hjálp­ar­starf.

Skógar hafa logað frá því í vor í Kanada

Í Norð­ur­-Am­er­íku hafa skógar brunnið síðan í vor. Enn eru mán­uðir eftir af skóg­ar­elda­tíma­bil­inu í Kanada en frá því í vor hafa um 5800 fer­kíló­metrar af skógum brunnið í Bresku Kól­umbíu. Þar féllu hita­met þrjá daga í röð í lok júní en hit­inn þar náði 49,6 gráðum þann 29. júní. Á annað hund­rað lést í hita­bylgj­unni.

Slökkvi­liðs­menn í Kali­forníu hafa glímt við einn mesta skóg­ar­eld sem sögur fara af í rík­inu í um mán­uð. Dixie eld­ur­inn svo­kall­aði hefur brunnið á tæp­lega 5000 fer­kíló­metra svæði. Fjög­urra er saknað og þús­undir hafa þurft að yfir­gefa heim­ili sín.

Hinn svokallaði Dixie eldur er sá versti í sögu Kaliforníuríkis. Mynd: EPA

Hætta á víta­hring

Svona mætti lengi telja og upp­taln­ingin hér að ofan er langt frá því að vera tæm­andi yfir þá gróð­ur­elda sem logað hafa á síð­ustu tveimur mán­uð­um. Þessi mikla ákefð gróð­ur­elda er skýr birt­ing­ar­mynd lofts­lags­breyt­inga, en það sem meira er, þeir stuðla líka að lofts­lags­breyt­ingum því í eld­unum losnar gíf­ur­legt magn gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, líkt og áður kom fram.

Með auknum gróð­ur­eldum eykst nefni­lega losun koldí­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Þá geta gróð­ur­eldar á jafn stóru svæði og þeir sem geng­iði hafa yfir Síber­íu, sam­hliða hækkun hita­stigs á norð­ur­hveli afþýtt freð­mýrar og þar með losað mikið magn bæði koldí­oxíðs og met­ans út í and­rúms­loft­ið. Haldi hit­inn því áfram að hækka gætu freð­mýrar farið að þiðna í meira mæli og þar með skap­ast ákveð­inn víta­hring­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar