Tekjufall hjá bankaræningjum

Tæknilegar framfarir eru oftast taldar af hinu góða og gagnast öllum. Ekki er það þó algilt. Breytingar í meðferð fjármuna hafa gert bankaræningja nær atvinnulausa. Í fyrra var gerð 1 tilraun til bankaráns í Danmörku, þær voru 237 árið 1992.

Tímarnir hafa sannarlega breyst frá því að Olsen Banden var og hét.
Tímarnir hafa sannarlega breyst frá því að Olsen Banden var og hét.
Auglýsing

Upp með hend­ur, niður með brækur ellegar ég slæ þig í rot, sagði banka­ræn­ing­inn Svart­i-­Pétur í Bíólagi Stuð­manna. Fjár­öfl­un­ar­ferð Pét­urs end­aði í Húsa­felli og bank­inn end­ur­heimti féð, segir í þessu lagi sem flestir þekkja. Þetta var nú allt í þykjust­unni eins og sagt er og fékk far­sælan endi, nema fyrir Svarta- Pét­ur. Banka­rán eru ekki óþekkt fyr­ir­bæri hér á Íslandi og sum þeirra hefur aldrei tek­ist að upp­lýsa. Ekki enn í það minnsta.

Árum saman voru banka­rán nán­ast dag­legt brauð í Dan­mörku. Árið 1992 voru framin þar 237 bankarán, sem sé eitt rán á dag alla þá daga árs­ins sem bankar í land­inu voru opn­ir. Banka­rán voru svo algeng að þau þóttu vart frétt­næm, nema um væri að ræða mikla fjár­muni, eða vopnum hefði verið beitt. Fyrir nokkrum árum spurði danskt viku­rit fólk á förnum vegi hvað því dytti fyrst í hug þegar orðið banka­rán væri nefnt. Flestir svör­uðu „ungur grímu­klæddur maður sem hrópar upp með hendur – þetta er rán, stekkur svo yfir afgreiðslu­borð­ið, neyðir gjald­ker­ann til að opna kass­ann og afhenda seðl­ana sem þar liggja“.

Auglýsing

Bank­arnir beittu ýmsum aðferðum til að koma í veg fyrir að óprút­tnir náungar gætu hlaupið á brott með seðla­búnt­in. En þjófarnir kunnu líka sitt fag og tókst oft að sleppa með ráns­feng­inn. Stundum tókst lög­regl­unni að hafa hendur í hári þeirra en oft spurð­ist ekk­ert til pen­ing­anna sem rænt var og ekki heldur til þjóf­anna. Þótt þjófarnir næð­ust kannski um síðir tókst sjaldn­ast að end­ur­heimta féð.

Ávís­an­ir, hrað­bankar og kort

Lengi vel var engin önnur leið til að taka út pen­inga en að fara í bank­ann á afgreiðslu­tíma virka daga, iðu­lega frá kl. 9.15 til 16.00, með banka­bók­ina. Lokað á laug­ar­dögum og sunnu­dög­um. Þeir sem ekki höfðu verið fyr­ir­hyggju­samir og tekið út skot­silfur virka daga, gátu lent í vand­ræð­um. Síðar komu ávís­anir til sög­unn­ar, þær auð­veld­uðu líf­ið. Svo komu hrað­bank­arn­ir.

Fyrsti hrað­bank­inn var opn­aður í London í júní 1967. Hann var mjög frá­brugð­inn þeim hrað­bönkum sem við þekkjum í dag. Traustir við­skipta­vinir gátu fengið sér­stakt kort sem ein­ungis var hægt að nota í við­kom­andi banka. Þegar nota átti kort­ið, setti eig­and­inn það í „vél­ina“ líkt og gert er í dag. Ekki var hægt að velja upp­hæð, hún var fyr­ir­fram ákveðin af bank­an­um. Þegar skrif­ari þessa pistils bjó í London á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar var upp­hæðin 15 sterl­ingspund. Ein­ungis var hægt að taka einu sinni út á kortið í hvert skipti því vélin skil­aði ekki kort­inu. Það fékk eig­and­inn sent í pósti nokkrum dögum síð­ar.

Með tilkomu hraðbanka og stafrænnar bankaþjónustu hefur starfsemi banka breyst mjög mikið. Mynd: Pexels

Á síð­ustu tveimur ára­tugum síð­ustu aldar var þró­unin ör. Fyrstu greiðslu­kortin (kredit­kort) á Íslandi litu dags­ins ljós árið 1980, svo komu debet­kortin og ávís­anir hurfu að mestu leyti. Hrað­bank­arnir spruttu upp, ef svo má að orði kom­ast, og þar sáu fingra­langir mögu­leika á skjót­fegnum gróða. Engu skipti þótt hrað­banka­kass­arn­ir, sem oft voru utandyra, væru níð­þungir og ramm­lega festir og ættu að vera þannig að mjög erfitt væri að opna þá til að kom­ast í seðl­ana. Árið 2016 var 16 sinnum reynt að ræna hrað­banka með aðstoð sprengi­efnis eða þar sem öflug vinnu­tæki, t.d. vél­skófl­ur, komu við sögu. Þetta heyrir lík­lega sög­unni til, á síð­asta ári var ekki eitt ein­asta til­vik af þessu tagi í Dan­mörku. Þjófarnir hafa líka ýmis konar „hjálp­ar­tæki“ eins og yfir­lykla­borð og mynda­vél­ar. Þeir sem nota hrað­banka vita að þar er hvatt til að halda hendi yfir lykla­borð­inu þannig aðrir geti ekki séð lyk­il­orðið.

Mjög hefur dregið úr seðla­notkun

Breytt tækni (kort­in, heima­bank­arnir og nú síð­ast síma­tækn­in) hefur gert það að verkum að seðla­notkun hefur dreg­ist veru­lega sam­an.

Stór hópur fólks gengur aldrei með reiðufé á sér og eftir að kór­óna­veiran fór að herja á heims­byggð­ina hættu margar versl­anir að taka við reiðu­fé. Þessar breyt­ingar hafa þó ekki dregið úr áhuga óprútt­inna á að krækja í pen­inga. Alls kyns svindl á net­inu hefur stór­aukist, margir hafa látið lokk­ast af alls kyns gylli­boð­um, um skjót­feng­inn gróða. Á tíma­bili voru ótrú­lega margir erf­ingjar mik­illa auð­æfa, einkum í Afr­íku, í vand­ræðum með að geyma pen­ing­ana eða koma þeim úr landi. Ríf­legri umbun var lofað þeim sem tækju að sér að aðstoða erf­ingj­ann. En, sá greið­vikni þurfti hins vegar að veita ýmsar upp­lýs­ing­ar, korta­númer og þess hátt­ar, áður en hægt yrði að ganga frá hlut­un­um. Þetta er ein­ungis eitt dæmi um hug­mynda­flug svindlar­anna. Málum af þessu tagi fjölgar sífellt en „gam­al­dags“ banka­rán heyra nán­ast sög­unni til, að minnsta kosti í okkar heims­hluta.

Þau fimm stærstu

Dan­mörk var árum saman evr­ópu­meist­ari í bankarán­um, algjör­lega í sér­flokki. Danir voru ekki stoltir af þessum „meist­aratit­li“ en nú eru þeir dottnir niður í næst neðsta sætið sem þeir deila með fleiri þjóð­um.

Hér á eftir er listi yfir fimm stærstu pen­inga­þjófn­aði í sögu Dan­merk­ur.

Í apríl árið 2008 létu fimm eða sex menn til skarar skríða hjá pen­inga­flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu Loomis í Glostr­up, skammt frá Kaup­manna­höfn. Þeim tókst að kom­ast á brott með 62 millj­ónir danskra króna (1200 millj­ónir íslenskar). Upp­hæðin hefði getað orðið mun hærri hefðu ræn­ingj­arnir ekki misst marga kassa með seðlum í flýt­in­um. Þeir töfðu fyrir lög­regl­unni með því að koma fyrir ein­hverju sem líkt­ist sprengjum og nagla­lykkj­um, sem sprengja dekk. Fjórir menn hlutu dóma og þeir fengu sjö til tíu ára fang­elsi. Ein­ungis lít­ill hluti pen­ing­anna sem stolið var komu í leit­irn­ar.

Bankaránum þar sem mynt er beinlínis stolið heyra að mestu sögunni til í okkar heimshluta. Mynd: Pexels

Í ágúst árið 2008 var framið vel und­ir­búið rán hjá pen­inga­flutn­inga­fyr­ir­tæk­inu Dansk Vær­di­håndter­ing í Brøndby fyrir vestan Kaup­manna­höfn. Ræn­ingj­arnir höfðu stolið tíu sorp­flutn­inga­bílum sem þeir lögðu þvers á umferð­ar­götum og kveiktu í. Nagla­lykkjum höfðu þeir líka stráð á göt­urnar til að tefja fyrir lög­regl­unni. Lög­reglan hafði veður af að eitt­hvað stæði til en eigi að síður tókst ræn­ingj­unum að kom­ast á brott með 60 millj­ónir danskra króna (1130 millj­ónir íslenskar). Eftir löng og flókin rétt­ar­höld árið 2010 voru 14 menn dæmdir í sam­tals 110 ára fang­elsi. Af millj­ón­unum 60 hafa til þessa ein­ungis fund­ist 4.

Í nóv­em­ber árið 2000 stöðv­uðu ræn­ingjar pen­inga­flutn­inga­bíl frá fyr­ir­tæk­inu S&P Security, í Glostr­up. Í bílnum var 41 milljón danskra króna (773 millj­ónir íslenskar) sem verið var að flytja úr versl­unum danska Coop fyr­ir­tæk­is­ins. Nokkrir menn voru dæmdir fyrir ránið en til þessa dags hefur hvorki fund­ist tangur né tetur af pen­ing­un­um.

Í des­em­ber árið 2007 var litlum Toyota pall­bíl ekið gegnum girð­ingu við pen­inga­geymslu Danske Bank í Brabrand við Árósa. Í bílnum voru þrír menn sem rændu mörgum pen­inga­töskum úr flutn­inga­bíl við geymsl­una. Ræn­ingj­arnir komust á brott með 27 millj­ónir danskra króna (509 millj­ónir íslenskar). Þeir náð­ust síðar en aðeins tókst að end­ur­heimta 220 þús­und af millj­ón­unum 27.

Einn ræninginn úr Blekingegade-genginu leiddur fyrir dómara í fylgd lögreglunnar. Skjáskot/DR.dk

Í byrjun nóv­em­ber 1988 var lög­reglu­maður skot­inn til bana við póst­húsið á Købma­gergade í mið­borg Kaup­manna­hafn­ar. Þar voru að verki ræn­ingjar sem höfðu á brott með sér 13 millj­ónir danskra króna (245 millj­ónir íslenskar). Lög­regl­unni gekk illa að kom­ast á slóð ræn­ingj­anna og það var ekki fyrr en í apríl árið eftir að fjórir menn voru hand­teknir og nokkru síðar þrír til við­bót­ar. Aldrei hefur tek­ist að upp­lýsa hver það var sem hleypti af skot­inu sem varð lög­reglu­mann­inum að bana. Þrír menn voru dæmdir í tíu ára fang­elsi, hinir fjórir fengu styttri dóma. Ræn­ingj­arnir voru félagar í hópi sem fékk nafnið Blek­ingega­deband­en, eftir sam­nefndri götu á Ama­ger þar sem hóp­ur­inn hafði aðset­ur. Um þennan hóp, sem kom víða við í dönskum afbrota­heimi, hafa verið skrif­aðar bækur og gerðir sjón­varps­þætt­ir.

Auglýsing

Það má geta þess að nú er unnið að gerð kvik­myndar um stærsta rán í sögu Dan­merk­ur, Loomis ránið árið 2008. Það eru kvik­mynda­fyr­ir­tækin Zentropa og Nor­disk Film sem gera mynd­ina sem hefur fengið nafnið „De lydlø­se“. Ætl­unin er að hún verði frum­sýnd á næsta ári.

Í lokin má nefna að margir Íslend­ingar kann­ast við kvik­mynd­irnar um Olsen Banden. Þar var ætíð lagt upp með nákvæma áætlun Egons Olsen (jeg har en plan) um skjót­feng­inn gróða. Þær fyr­ir­ætl­anir gengu sjaldn­ast eft­ir, en mynd­irnar um félag­ana þrjá eru ekki byggðar á raun­veru­legum atburð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar