The Crown: „Barmafylli af vitleysu sem seld er fyrir dramatísk áhrif“

Aðdáendur The Crown hafa margir orðið fyrir vonbrigðum með nýjustu seríuna, þá fimmtu. Gagnrýnendur segja nóg komið og val á leikurum hefur fengið fólk til að klóra sér í kollinum, ekki síst yfir hraustlegum og sjóðheitum Karli Bretaprins.

Elizabeth Debicki og Dominic West fara með hlutverk Díönu og Karls í fimmtu seríu The Crown. West þykir helst til heillandi fyrir hlutverk Karls.
Elizabeth Debicki og Dominic West fara með hlutverk Díönu og Karls í fimmtu seríu The Crown. West þykir helst til heillandi fyrir hlutverk Karls.
Auglýsing

Fimmtu þáttar­að­ar­innar af The Crown, sögu­lega dramanu um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una, hefur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu. Nú þegar hún er loks komin í loftið á Net­flix eru við­brögðin blend­in. Gagn­rýnendur breskra fjöl­miðla kepp­ast raunar um að rífa þátt­inn niður og mörgum finnst hrein­lega komið nóg.

Það var við­búið að sýn­ingar á nýj­ustu ser­í­unni myndu sæta gagn­rýni. Eftir því sem þátt­unum vindur fram fær­ast atburð­irnir sem túlk­aðir eru í þeim nær okkur í tíma. Fimmta ser­ían ger­ist á tíunda ára­tug síð­ustu aldar þannig að stór hluti þeirra ein­stak­linga sem eru til umfjöll­unar sem fólk sem er enn á lífi og veit hvað er satt og hvað log­ið.

Áhorf­endur muna líka margir hverjir vel eftir því tíma­bili í lífi kon­ungs­fjöl­skyld­unnar sem er þætt­irnir beina sjónum að, árunum 1991 til 1997. Á þessum árum skildu Andrés prins og Sarah Fergu­son, upp komst um lang­líft fram­hjá­hald Karls og Kamillu, Anna prinsessa skildi við eig­in­mann sinn og fann sér nýjan og kon­ungs­fjöl­skyld­an, mögu­lega fyrir utan Díönu prinsessu, var ekki sér­lega vin­sæl.

Auglýsing

Það að þætt­irnir séu að fær­ast nær í tíma setur þá óneit­an­lega í annað sam­hengi. Þetta er ekki lengur eitt­hvað sem „gerð­ist í gamla daga“ heldur atburðir sem flestum sem höfðu aldur til að fylgj­ast með fjömiðlum á tíunda ártugnum eru enn í fersku minni, sér­stak­lega í Bret­landi.

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herrar segja sam­tölin bull

Líkt og í fyrri ser­íum koma for­sæt­is­ráð­herrar Bret­lands tölu­vert við sögu í þátt­un­um. Bæði John Major og Tony Bla­ir, sem gegndu emb­ætt­inu á tíunda ára­tugn­um, hafa lýst frati á þessa nýj­ustu þátta­röð. Þeir segja ein­fald­lega að þeirra inn­koma í þátt­unum sé algjör­lega skáld­uð. Engar heim­ildir séu til sem styðji túlkun og fram­setn­ingu höf­unda þátt­anna á því sem við kemur sam­skiptum stjórn­mála­leið­tog­anna og hátt settra með­lima kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar.

Tony Blair fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands er ekki par hrifinn af nýjustu seríunni.

Blair segir það „tóma steypu“ (e. comp­lete and utter rubb­ish) sem kemur fram í þátt­unum um sam­töl hans við Karl Breta­prins, nú kon­ung, um að sá síð­ar­nefndi hafi á sínum tíma viljað koma móður sinni frá og taka við sjálf­ur.

Major er ekki síður ómyrkur í máli og sendi skrif­stofa hans frá sér sér­staka til­kynn­ingu í aðdrag­anda útgáfu fimmtu ser­í­unn­ar, þegar ýmis­legt hafði spurst út um efni þátt­anna.

„Sir John hefur ekki átt sam­starf af neinu tagi við The Crown og aldrei hefur verið haft sam­band við hann í því skyni að tryggja að rétt sé farið með stað­reyndir í hand­riti þátt­ar­ins,“ segir meðal ann­ars í til­kynn­ing­unni. Áréttað er að sam­töl sem fóru fram á sínum tíma milli drottn­ingar og for­sæt­is­ráð­herra eru leyni­leg og að Major muni aldrei upp­lýsa um neitt sem þeim fór á milli í einka­sam­töl­um. „Engin af þeim sam­tölum sem sýnd eru í þátt­unum byggja á raun­veru­legum atburð­um. Þau eru ósköp ein­fald­lega skáld­skap­ur.“

John Major hefur alveg ábyggilega ekki poppað kvöldið sem þættirnir voru birtir á Netflix.

Meið­andi og ill­vilj­aður skáld­skapur

Aðstand­endur þátt­anna, stjórn­endur Net­fl­ix, hafa svarað þess­ari gagn­rýni með því að benda á að aldrei hafi verið farið í graf­götur með það að þætt­irnir séu aðeins byggðir að hluta á sögu­legum heim­ild­um, en þeir séu ekki að öllu leyti sann­leik­anum sam­kvæmt. Telur Net­flix enga ástæðu til að taka það sér­stak­lega fram, aðvara áhorf­endur eða skýra nánar frá því hvað er satt og hvað skáld­að.

John Major á mörg samtöl við Díönu prinsessu, Karl prins og Elísabetu drottningu í þáttunum, en sé eitthvað að marka tilkynningu hans þá eiga samtölin á skjánum ekkert skylt við raunveruleikann.

Major reyndi bein­línis að koma í veg fyrir að sumt af því sem kemur fram í þátt­unum færi í loft­ið. „Verði þær senur sem lýst hefur verið settar í loftið eru þær ekk­ert annað en meið­andi og ill­vilj­aður skáld­skap­ur. Barma­fylli af vit­leysu [e. barrel-load of non­sen­se] sem áhorf­endum er seld af engri annarri ástæðu en að skapa hámarks dramat­ísk áhrif,“ var haft eftir Major áður en þætt­irnir fóru í loft­ið.

Gerð krafa um skáld­skap­ar­við­vörun

Hin hörðu orð fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­ans höfðu þó ekki áhrif, The Crown fór í loftið þrátt fyrir að mein­ingar um að þætt­irnir séu byggðir á sögu­legum atburðum virð­ist æ þoku­kennd­ari.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn í sögu þátt­anna, sem hófu göngu sína árið 2016, sem fundið er því að skilin milli skáld­skapar og raun­veru­leika séu óljós. Í lok fjórðu seríu lagði Oli­ver Dowden, þá menn­ing­ar­mála­ráð­herra Bret­lands, það til að þátt­unum fylgdi ein­hvers konar við­vörun um að ekki skyldi rugla þeim skáld­skap sem The Crown byggir á saman við sögu­lega atburði. „Ég ótt­ast að kyn­slóðir áhorf­enda sem lifðu ekki þessa atburði muni rugla saman skáld­skap og stað­reynd­um,“ sagði Dowden.

Netflix telur ekki ástæðu til að taka fram hvað er satt og hvað ekki.

Margir tóku undir gagn­rýn­ina en Net­flix gaf það skýrt út þá, og árétt­aði nú við útgáfu fimmtu ser­í­unn­ar, að þætt­irnir yrðu ekki merktir sér­stak­lega með við­vörun af neinu taki. Það liggi hins vegar ljóst fyrir að margt sé skáld­að.

Óvið­eig­andi lækn­is­heim­sókn

Við­kvæmnin vegna útgáfu fimmtu ser­í­unnar var mik­il, enda ekki nema örfáar vikur síðan Elísa­bet önnur Eng­lands­drottn­ing, mann­eskjan sem þætt­irnir byggja öðru fremur á, féll frá. Upp­hafs­at­riði fyrsta þátt­ar, þegar drottn­ingin liggur á bekk hjá lækn­in­um, hefur farið fyrir brjóstið á mörgum Bret­um. Þykir það sér­lega ónær­gætið að hefja þætt­ina á þessu atriði í ljósi and­láts henn­ar.

Elísabet drottning hafði dálæti á hundum.

Gagn­rýn­andi The Tel­egraph telur fimmtu ser­í­una ekki nema tveggja stjörnu virði og hefur ýmis­legt við leik­ara­val og sögu­þráð að athuga. Dómur The Guar­dian hljóðar upp á jafn­margar stjörnur og vandar höf­undum ekki kveðj­urn­ar, telur að margir þættir hefðu átt betur heima í rusl­inu. The Crown hafi ein­fald­lega aldrei átt minna erindi en nú. Annar skríbent hjá sama miðli telur að rétt­ast væri að hefja hvern þátt á orð­un­um: „Eft­ir­far­andi atburðir áttu sér aldrei stað í raun og veru.“

Lit­laus sam­töl og lang­dregnar senur ein­kenna fimmtu ser­í­una að mati gagn­rýnenda. En helsta bit­bein­ið, bæði hjá gagn­rýnendum og áhorf­end­um, er leik­ara­val­ið. Það segir sig sjálft að það er vanda­samt að velja í hlut­verk sem ganga út á að túlka fólk sem er raun­veru­lega til, en er ekki skáld­aðar sögu­hetj­ur. Sumt þykir vel valið en annað ekki.

Þriðja leik­konan í hlut­verki drottn­ingar

Hin reynslu­mikla Imelda Staunton er þriðja leik­konan til að túlka Elísa­betu drottn­ingu og hún fær víð­ast lof fyrir sína frammi­stöðu. Staunton hefur komið víða við á ferl­inum og leikið í sjón­varpi, á svið og á hvíta tjald­inu, en margir muna eftir henni úr Harry Potter mynd­unum sem Dolores Umbridge. Hún þykir ná að fanga flókna til­veru þjóð­höfð­ingj­ans á erf­iðum tímum í lífi fjöl­skyld­unnar í The Crown. Þó hefur verið gagn­rýnt að höf­undar leggi helst til miklar byrðar á drottn­ing­una, af sögu­þræð­inum megi ætla að hin fjöl­mörgu feil­spor með­lima kon­ungs­fjöl­skyld­unnar séu mikið til á hennar ábyrgð, sem sé mögu­lega ekki að öllu leyti sann­gjarnt.

Imelda Staunton fer með hlutverk Elísabetar drottningar.

En þótt skandalar og skiln­aðir innan fjöl­skyld­unnar hafi sett mark sitt á fjöl­skyld­una í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins þá upp­lifði drottn­ingin ekki síður mikið áfall þegar elds­voði braust út í Windsor-kast­ala. Nokkrum dögum eftir elds­voð­ann, þann 24. nóv­em­ber 1992, fyrir nær sléttum 30 árum, hélt drottn­ingin fræga ræðu þar sem hún lýsti árinu 1992 sem annus horri­bilis, hræði­legu ári. Tölu­verður munur er þó á þeirri ræðu sem Staunton fór með í þátt­unum og ræð­unni sem Elísa­bet hélt. Fyrir þá sem vilja sann­reyna það má sjá mynd­band af drottn­ing­unni flytja ræð­una á sínum tíma.

Fyrr­ver­andi kon­ung­legur frétta­rit­ari BBC, Jennie Bond, stillir text­anum í ræð­un­um, þeirri sem flutt var á sínum tíma og þeirri sem Staunton fer með í þátt­un­um, upp í grein sem hún ritar í til­efni af fimmtu ser­í­unni og sýnir að í raun er aðeins ein máls­grein úr upp­runa­legu ræð­unni sem skilar sér í The Crown. Bond segir ekki heila brú í end­ur­sögn af þess­ari þekkt­ustu ræðu í valda­tíð Elísa­betar og lýkur grein­inni á að segja að nú sé komið nóg, The Crown þurfi að taka endi.

Elizabeth Dibecki hefur vakið athygli sem Díana prinsessa.

Margt er á reiki um sann­leiks­gildi einka­sam­tala í þátt­un­um. Þótt ósætti og síðar skiln­aður Karls og Díönu hafi að nokkru leyti verið fyrir opnum tjöldum þá verður að telj­ast lík­legt að einka­sam­töl þeirra tveggja séu að mestu leyti hug­ar­fóstur höf­unda, sem­sagt skáld­uð. Leik­konan sem fer með hlut­verk Díönu heitir Eliza­beth Debicki og er áströlsk.

Debicki er fædd árið 1990 og man því eflaust ekki mikið eftir þeim atburðum sem þætt­irnir fjalla um. Hún fær almennt fína dóma fyrir frammi­stöðu sína sem Díana prinsessa, þykir ná góðum tökum á hlut­verk­inu og vera sann­fær­andi sem súper­stjarnan Díana sem gengur í gegnum skilnað við Karl. Sitt sýn­ist þó hverjum um hand­ritið sem henni er feng­ið, en Díana sjálf er auð­vitað ekki til frá­sagnar svo lík­lega verður aldrei til lykta leitt hvort nokkuð af því sem henni og Karli fer á milli er sann­leik­anum sam­kvæmt.

Auglýsing

Of heitir leik­ar­ar?

Víkur þá sög­unni að Karli, sem nú er orð­inn kon­ungur en var óham­ingju­sam­lega giftur dáð­ustu prinsessu heims á þeim tíma sem þætt­irnir sýna. Í þátt­unum á hann sam­töl við þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, John Major. Athuga­semdir Major, eins og lýst var fram­ar, snúa að sann­leiks­gildi sam­tal­anna. En athuga­semdir sem lesa má frá aðdá­endum þátt­anna til dæmis á sam­fé­lags­miðlum hafa lítið með sam­töl þeirra tveggja að gera.

Leikarahópur The Crown er stútfullur af hæfileikafólki. Jonny Lee Miller (John Major) er lengst til vinstri, þá Dominic West (Karl prins), Marcia Warren (Elísabet fyrsta, móðir drottningar), Elizabeth Debicki (Díana prinsessa), Imelda Staunton (Elísabet önnur Englandsdrottning), Jonathan Pryce (Filippus prins), Lesley Manville (Margrét prinsessa, systir drottningar) og Claudia Harrison (Anna prinsessa).

Jonny Lee Miller túlkar John Major, sem var for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands á árunum 1990 til 1997, en Dom­inic West fer með hlut­verk Karls Breta­prins. Bæði hlut­verkin eru burð­ar­hlut­verk í þess­ari ser­íu. Það sem er þó helst fundið að hjá þessu leik­urum er þó ekki endi­lega slök frammi­staða heldur eru þeir ein­fald­lega taldir taka við­fangs­efnum sínum fram í huggu­leg­heit­um, enda hafa hvorki John Major eða prins­inn af Wales, sem nú er orð­inn kon­ung­ur, nokkru sinni verið taldir til mestu hjartaknús­ara ver­ald­ar.

Frægð­ar­sól Miller skein skært á tíunda ára­tugn­um, um það leyti sem þætt­irnir í fimmtu ser­í­unni eiga sér stað, þegar hann brill­er­aði í kvik­mynd­inni Tra­in­spott­ing og var giftur stór­stjörn­unni Ang­el­inu Jolie. Lík­lega hefur hann ekki grunað þá að örfáum ára­tugum síðar yrði hann beð­inn að leika John Major.

Dominic og sonur hans Senan West leika feðga, en Senan fer með hlutverk Vilhjálms prins á táningsaldri og þykir standa sig með prýði.

Dom­inic West er þekkt­astur fyrir hlut­verk sitt í þátt­unum The Wire. Pistla­höf­undur Vogue segir West allt of heitan (e. entirely too hot) til að leika Karl, óör­yggið sem gjarnan ein­kenni Karl í fasi ein­fald­lega vanti. Karl, í túlkun West sé öruggur með sig og hafi yfir sér „Kenn­edy-­legan“ sjarma frekar en að ná að koma hinum ósátta og fremur vand­ræða­lega prinsi — sem fær ekki að verða kóngur þá og fær ekki að eiga kon­una sem hann þráir — til skila. Sagn­fræð­ingar og aðrir sem annt er um að rétt sé farið með stað­reyndir benda einnig á að klæða­burður West sé á köflum úr takti við það sem Karl hefði verið í, til dæmis hefði prins­inn aldrei látið sjá sig í frá­hnepptri stutt­erma­skyrtu eins og í þátt­un­um. Skyrta, tví­hnepptur jakki og bindi eru mál­ið, jafn­vel í sum­ar­fríi á snekkju.

Tugir millj­óna vilja meira

Þrátt fyrir heil­mikla gagn­rýni, hvort sem sú rýni snýr að útliti leik­ara eða meintum skáld­uðum sam­töl­um, þá eru þætt­irnir meðal mest áhorfða sjón­varps­efnis í ver­öld­inni. Eftir að drottn­ingin féll frá hófu áskrif­endur Net­flix að horfa á nýju á eldri þætt­ina. Við lok fjórðu seríu upp­lýsti efn­isveitan um að þætt­irnir hefðu náð inná 73 millj­ónir heim­ila út um heim allan frá upp­hafi. Ljóst er að sú tala hefur hækkað frá því þær tölur voru birt­ar, árið 2020.

Elísabet önnur Englandsdrottning og Filippus prins tjáðu sig aldrei um The Crown þættina meðan þau lifðu og líklega veit enginn hvort þau sáu einn einasta þátt.

The Crown nýtur mestra vin­sælda á Íslandi og 87 öðrum löndum af öllu efni á Net­flix um þessar mundir og sam­kvæmt áhorfs­mæl­ingum í Bret­landi horfði um 1,1 mill­ljón á fyrsta þátt­inn í ser­í­unni dag­inn sem hann kom út. Þær tölur eiga þó aðeins við um þá sem horfðu í sjón­varps­tæki, en nær ekki yfir tölvur og snjall­tæki. Búist er við að frek­ari áhorfs­tölur verði birtar á næstu vik­um, en ljóst er að þótt gagn­rýnendur séu skept­ískir á fram­hald­ið, þá þykir hvorki krúnu­þyrstum áhorf­endum né stjórn­endum Net­flix komið nóg.

Sjötta og síð­asta ser­ían er nú þegar á teikni­borð­inu og því spáð að hún fari í loftið í nóv­em­ber 2023.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar