Þekkt en þó óþekkt

Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.

Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Auglýsing

Flestir kann­ast við Einar Áskel, bursta­klippta strák­inn sem býr með pabba sín­um. Færri þekkja hins­vegar nafn höf­und­ar­ins sem skrif­aði sög­urnar og teikn­aði mynd­irn­ar. Gun­illa Bergström er lát­in.

Í útvarps­við­tali fyrir nokkrum árum sagði Gun­illa Bergströ: „Mjög fáir þekkja nafn mitt en það líkar mér vel. En það þekkja aftur á móti margir hann Alfons Åberg enda kann hann að stela athygl­inni drengur sá.“ Gun­illa Bergström tók ekki of djúpt í árinni þegar hún sagði að margir þekktu Alfons Åberg, eins og strák­ur­inn heitir á frum­mál­inu. Bæk­urnar um Einar Áskel, eins og hann heitir í íslensku þýð­ing­unni, eru sam­tals 26. Þær hafa verið gefnar út í að minnsta kosti 40 löndum og fjöldi seldra ein­taka nálg­ast 10 millj­ón­ir.

Gun­illa Bergström fædd­ist í Gauta­borg í Sví­þjóð 3. júlí 1942. Móðir hennar var kenn­ari en fað­ir­inn verk­fræð­ing­ur. Þau skildu nokkrum árum eftir að Gun­illa fædd­ist, faðir hennar gift­ist danskri mynd­list­ar­konu og móð­irin tók saman við vinnu­fé­laga úr skól­an­um. Gun­illa sagði síðar frá því að hjá föður hennar og „nýju“ kon­unni hefði lífið verið allt öðru­vísi en hjá kenn­ur­un­um, móður hennar og sam­býl­is­mann­in­um. „Seinni konan hans pabba kenndi mér að bera virð­ingu fyrir lista­manns­starf­in­u.“

Auglýsing

Blaða­maður og fyrsta bókin

Gunilla Bergström Mynd: Jörn H Moen/Wiki Commons

Árið 1966 útskrif­að­ist Gun­illa Bergström úr blaða­manna­námi í Gauta­borg. Hún fékk strax vinnu og starf­aði næstu árin sem blaða­mað­ur, hjá Dag­ens Nyheter og Afton­bla­det.

Árið 1968 tók hún við­tal við þrjár kon­ur, sem allar voru frá­skild­ar. „Eftir á upp­götv­aði ég að við höfðum í þessum sam­tölum alveg gleymt börn­un­um, það þótti mér ein­kenni­legt. Ég mundi svo vel skilnað for­eldra minna þótt það væru næstum liðin 20 ár síðan það gerð­is­t.“ Í fram­haldi af við­töl­unum við kon­urnar þrjár skrif­aði Gun­illa Bergström sína fyrstu bók, Pabbi Míu flyt­ur. Þótt stúlkan í bók­inni héti Mía var þetta í raun saga Gun­illu sjálfr­ar.

Þáver­andi maður Gun­illu sagði að sagan um Míu væri fyrir börn og hún ætti að senda hana til útgef­anda. Gun­illa þekkti lítið til bóka­út­gáfu en sendi hand­ritið til for­lags­ins Rabén og Sjög­ren en það for­lag gaf meðal ann­ars út bækur Astrid Lind­gren.

Bókin Pabbi Míu flytur kom út 1971, með mynd­skreyt­ingum höf­und­ar­ins.

Alfons Åberg, Einar Áskell

Mynd­irnar sem Gun­illa Bergström hafði teiknað í bók­ina um pabba Míu var, að hennar sögn, kveikjan að bók­unum um Einar Áskel. Hana lang­aði að gera bendi­bók, eins og hún komst að orði. Aðal­per­sónan skyldi vera ánægður strákur og ekki allt of mjúk­máll. Það tók Gun­illu aðeins eina helgi að teikna mynd­irn­ar, sem áttu að vera aðal­at­riði bók­ar­inn­ar. Sagan, sem var hálf­gert auka­at­riði í byrj­un, fjallar um dreng sem býr hjá pabba sín­um. Pabb­inn leggur svo hart að sér við að fá dreng­inn til að sofna að sjálfur liggur hann að lokum örmagna á gólf­inu.

Bókin varð þó aldrei bendi­bók, því útgef­and­inn vildi fá mynda­bók með lengri sögu­þræði. Úr varð bókin Góða nótt Einar Áskell sem kom út árið 1972. Gun­illa Bergström sagði síðar að hvorki sig né útgef­and­ann hefði grunað að bókin yrði jafn vin­sæl og raun varð á. Vin­sældir þess­arar fyrstu bókar köll­uðu á aðra bók og sam­tals urðu bæk­urnar um Einar Áskel 26 tals­ins. Sög­urnar um bursta­klippta strák­inn og pabbann með píp­una höfð­uðu til barna um allan heim. „Einar Áskell er heims­mað­ur,“ sagði höf­und­ur­inn ein­hverju sinni í við­tali.

Bækurnar um Einar Áskel slógu í gegn á Íslandi og enn lesa ungir lesendur bækur Gunillu.

Venju­legur strákur en ekki ofur­hetja

Einar Áskell er ekki hetja og er í raun algjör and­stæða ann­arrar þekktrar per­sónu í sænskum barna­bók­mennt­um, Línu Langsokks. Einar Áskell er ekki sterk­ur, hann á hvorki hest né apa og býr í blokk en ekki stóru húsi. En hann spyr og leitar svara við spurn­ingum sem flest börn spyrja sig, hvort sem þau eru korn­ung eða að byrja í skóla.

Bæk­urnar um Einar Áskel eru í senn tíma­lausar en jafn­framt afsprengi mik­illa breyt­inga­tíma. Sví­þjóð var meðal fyrstu landa í heimi þar sem hjóna­skiln­aðir töld­ust ekki til tíð­inda. Hlut­verka­skipt­ing kynj­anna var að breyt­ast. Gun­illa Bergström sagði í við­tölum að eig­in­lega þætti sér vænst um föð­ur­inn í bók­unum um Einar Áskel. „Svo­lítið utan við sig, vin­gjarn­legur og ekki upp­fullur af hug­myndum um hvað væri hið eina rétta í upp­eld­inu. Öryggi frá þeim full­orðnu alltaf í bak­grunni, eins og þegar ég var barn.“

Kvartað yfir kven­manns­leysi og kvik­mynd

Pabbi Einars Áskels reykir pípu og er alltaf í inniskóm.

Konur og stúlkur koma lítið við sögu í bók­unum um Einar Áskel. Það var fyrst í næst síð­ustu bók­inni, þeirri tutt­ug­ustu og fimmtu, að fyrst var minnst á mömmu Ein­ars Áskels. Mjög stutt­lega þó.

Höf­und­ur­inn fékk ótal kvart­anir vegna þessa kven­manns­leysis í bók­unum en hélt sínu striki. For­leggj­ar­inn fékk líka kvart­anir en það breytti engu. Hins­vegar tók hann í taumana og fékk höf­und­inn til að breyta text­anum þar sem Einar Áskell drekkur app­el­sínusafa, eftir að hafa burstað tenn­urn­ar. Það þótti ekki æski­leg fyr­ir­mynd. Hins­vegar var höf­und­ur­inn ófá­an­legur til að láta pabbann hætta að reykja píp­una sem hann skildi aldrei við sig.

Einar Áskell hefur líka kom­ist á hvíta tjald­ið. Meðal þeirra bóka sem gerðar hafa verið myndir eftir er Einar Áskell og ófreskjan. Sú mynd fjallar um að Einar Áskell fékk sam­visku­bit eftir að hafa slegið annan strák. Hann gat ekki sofið og fannst ófreskja vera undir rúm­inu. Ófreskjan hvarf ekki fyrr en Einar Áskell hafði beðið dreng­inn sem hann sló afsök­un­ar.

Eftir að myndin var sýnd á leik­skól­anum Sadelmakare­byns för­skola í Malmö fékk yfir­stjórn leik­skól­anna í Malmö kvörtun frá for­eldrum drengs í skól­an­um. Hann gat ekki sofið eftir að hafa séð mynd­ina og fannst ófreskja vera undir rúm­inu sínu. Þegar þetta hafði gengið svona í viku kvört­uðu for­eldr­arn­ir. Sögðu mynd­ina ekki fyrir lítil börn og reyndar væri allt of mikið um kvik­mynda­sýn­ingar í leik­skól­an­um. Skóla­stjóri leik­skól­ans ákvað í fram­haldi af þess­ari kvörtun að hætta, í bili, að sýna kvik­myndir í skól­an­um. Benti jafn­framt á að ald­urs­tak­mörk vegna kvik­mynd­ar­innar um ófreskj­una væri 0 ár. Einn fram­leið­enda mynd­ar­innar sagði að millj­ónir barna um víða ver­öld hefðu séð mynd­ina um ófreskj­una en áður­nefnd kvörtun væri sú fyrsta sem hann hefði heyrt af.

Atvinnu­rit­höf­undur

Vin­sældir fyrstu bók­ar­innar um Einar Áskel gerðu Gun­illu Bergström kleift að snúa sér alfarið að rit­störf­um. Hún skrif­aði sam­tals rúm­lega 40 bæk­ur, allar með eigin mynd­skreyt­ing­um.

Þótt bæk­urnar um Einar Áskel hafi aflað höf­undi sínum mestra tekna eru þó aðrar bækur sem stóðu hjarta hennar nær. Árið 1972 eign­að­ist Gun­illa Bergström dótt­ur­ina Boel, en þremur árum fyrr kom son­ur­inn Pål í heim­inn. Boel greind­ist ung með ein­hverfu og við það breytt­ist margt í lífi fjöl­skyld­unn­ar. Gun­illa Bergström fyllt­ist þung­lyndi, og sá aðeins myrk­ur, eins og hún komst síðar að orði um ástand sitt. Með aðstoð tókst henni að kom­ast yfir þetta erf­ið­leika­tíma­bil, Boel var lífs­glatt barn þótt hún væri öðru­vísi en mörg önnur börn, eins og móðir hennar komst að orði.

Ætl­aði ekki að skrifa um sín eigin börn

Einar Áskell, hinn eini sanni.

Gun­illa Bergström hafði lofað sjálfri sér að skrifa aldrei um sín eigin börn. Þörfin fyrir að skrifa um að vera for­eldri ein­hverfs barns varð þó yfir­sterk­ari. Bókin sem til varð var eins­konar rímna­þulu­bók og hefði getað heitið Pål og Boel, eftir börn­un­um, en fékk nafnið Ramsor og tramsor om Bill og Bolla. Síðar kom önnur bók um sama efni.

Vin­sæll á Íslandi

Fyrsta bókin um Einar Áskel kom út á Íslandi árið 1980 í þýð­ingu Sig­rúnar Árna­dótt­ur. Hún sagði frá því í við­tölum að það hefði ekki verið ein­falt að finna bursta­klippta og kringlu­leita stráknum íslenskt nafn. Einar Áskell hefði að lokum orðið fyrir val­inu „og ég held að það val hafi lukk­ast vel“. Flestir geta tekið undir það og bæk­urnar um Einar Áskel hafa notið mik­illa vin­sælda á Íslandi. Sig­rún lést í síð­asta mán­uði.

Gun­illa Bergström lést síð­ast­lið­inn mið­viku­dag, 25. ágúst, 79 ára að aldri. Hennar hefur verið minnst í fjöl­miðlum um allan heim. Í nýlegum tölum frá sam­tökum bóka­safna í Sví­þjóð kom fram að á útlána­lista safn­anna þar í landi er aðeins Astrid Lind­gren sem trónir ofar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar