Mynd: Birgir Þór Harðarson

Milljarðar úr ríkissjóði til tekjuhæstu hópanna vegna skattaafsláttar

Eðlisbreyting hefur orðið á stuðningi ríkisins við heimili með húsnæðislán á síðustu árum. Áður fór mest til tekjulægri og yngra fólks en með innleiðingu skattfrjálsrar nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán 2014 færðist þorri stuðningsins til tekjuhæstu hópa samfélagsins. Á árinu 2020 fór næstum helmingur af skattaafslættinum sem veittur var fyrir slíka nýtingu, alls um 2,2 milljarðar króna, til ríkustu tíu prósentanna.

Á síð­ustu árum hefur beinn stuðn­ingur rík­is­ins til heim­ila með hús­næð­is­lán dreg­ist veru­lega sam­an. Árið 2020 var hann fjórð­ungi minni en árið 2013.

Auk þess hefur eðli hans breyst. Fyrir níu árum var honum miðlað í gegnum vaxta­bóta­kerfið og lenti að stærri hluta hjá tekju­lægri heim­ilum og ungu fólki, enda vaxta­bætur tekju- og eigna­tengd­ar. 

Frá árinu 2014 hafa stjórn­völd frekar lagt áherslu á að veita stuðn­ing til heim­ila með hús­næð­is­lán með því að heim­ila þeim skatt­frjálsa ráð­stöfun á sér­eign­ar­sparn­aði inn á lán­in. Þar eru engin tekju- eða eign­ar­há­mörk. Eina þakið á slíkri ráð­stöfun er að ein­stak­lingar mega mest nýta allt að 500 þús­und krónum á ári í að nið­ur­greiða hús­næð­is­lánið sitt skatt­frjálst með þessum hætti og hjón eða sam­búð­ar­fólk um 750 þús­und krón­ur. Því hærri sem tekjur eru, því meiri líkur eru á því að sú heim­ild verði full­nýtt. 

Í nýju mán­að­ar­yf­ir­liti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) sem birt var í dag er umfangs­mikil umfjöllun um hús­næð­is­stuðn­ing rík­is­sjóðs sem byggir á sér­keyrslum sem fengnar eru úr skatta­gögn­um. 

Þar er stað­fest það sem lengi hefur verið grunur um: að þorri þess stuðn­ings sem ríkir veitir í gegnum nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­að­ar­leið­ina lendir hjá tekju­hæstu hópum sam­fé­lags­ins. Um helm­ingur af þeim fjár­munum sem rík­is­sjóður veitti í beinan stuðn­ing í gegnum leið­ina á árinu 2020 lenti hjá þeim tíu pró­sent þjóð­ar­innar sem hafði hæstar tekj­ur. 

Stuðn­ing­ur­inn dróst saman og færð­ist frá tekju­lágum til tekju­hærri

Beinn stuðn­ingur rík­is­ins til heim­ila með hús­næð­is­lán var 9,1 millj­arður króna á árinu 2013, eða 0,4 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Hann var allur veittur í gegnum vaxta­bóta­kerf­ið. Árið síð­ar, 2014, var kynnt ný stuðn­ings­leið fyrir íbúð­ar­kaup­endur undir hatti „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“ svoköll­uðu. Hún fól í sér að þeir sem söfn­uðu sér­eign­ar­sparn­aði máttu nýta hann skatt­frjálst til að greiða niður hús­næð­is­lán sín. 

Miklar hækkanir á húsnæðisverði, samhliða því að húsnæðisstuðnini stjórnvalda hefur frekar verið beint að tekjuhærri hópum en hinum tekjuminni, hefur orsakað að stórir hópar í samfélaginu ná ekki endum saman og lifa í fátækt. Nýlegar tölur Hagstofu Íslands sýna að fjórðungur heimila í landinu sé í þeirri stöðu.
Mynd: Bára Huld Beck

Sam­an­lagður beinn stuðn­ingur við heim­ili með hús­næð­is­lán það ár var 9,9 millj­arðar króna, en hann skipt­ist nú milli vaxta­bóta­kerf­is­ins (7,8 millj­arðar króna) og skattaí­viln­ana vegna ráð­stöf­unar á sér­eign­ar­sparn­aði (2,1 millj­arðar króna).

Síðan þá hefur hinn beini stuðn­ingur dreg­ist saman ár frá ári og 2020 var hann sam­tals 6,9 millj­arðar króna. Það þýðir að stuðn­ing­ur­inn í heild hefur dreg­ist saman um fjórð­ung frá 2013. Þar fyrir utan eru tveir þriðju hlutar hans nú veittir í formi skatt­afsláttar vegna nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán. Sú upp­hæð sem miðlað er í gegnum vaxta­bóta­kerfið hefur dreg­ist saman um 75 pró­sent og var 2,3 millj­arðar króna í hitteð­fyrra. 

Allar tölur sem hér er minnst á eru á föstu verð­lagi árs­ins 2020. 

Næstum helm­ingur til rík­asta hóps­ins

Til að finna út hvernig rík­is­stuðn­ingur í gegnum skatt­frjálsa nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar skipt­ist milli tekju­hópa kall­aði ASÍ eftir sér­keyrslu frá Hag­stofu Íslands. Sam­kvæmt henni fór næstum helm­ing­ur, tæp­lega 2,2 millj­arðar króna, af þeim stuðn­ingi sem veittur var í gegnum skatt­frjálsa notkun sér­eign­ar­sparn­aðar til þeirra tíu pró­sent sem höfðu hæstar tekj­ur. Sami hópur fékk tæp­lega þriðj­ung, 31,1 pró­sent, af öllum hús­næð­is­stuðn­ingi rík­is­ins í sinn hlut á árinu 2020. 

Alls 72 pró­sent þess skatta­af­sláttar sem veittur var vegna nýt­ingu á sér­eign­ar­sparn­aði, sam­tals um 3,3 millj­arðar króna,  lenti hjá þeim fimmt­ungi sem hafði mestar tekj­ur. Sami hópur fékk tæp­lega helm­ing, 47,1 pró­sent, af öllum beinum hús­næð­is­stuðn­ingi rík­is­ins á árinu 2020 þegar búið er að gera ráð fyrir vaxta­bóta­greiðslum líka. Um 85 pró­sent af skatta­af­slætt­in­um, um fjórir millj­arðar króna, fór til þeirra 30 pró­sent heim­ila sem voru með mestar tekjur og um 57 pró­sent alls hús­næð­is­stuðn­ings lenti þar. 

Til sam­an­burðar fékk sá helm­ingur sem var með lægstu tekj­urnar sam­tals 134 millj­ónir króna í skatta­af­slátt vegna nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til að greiða niður hús­næð­is­lán. Rík­ustu tíu pró­sent lands­manna fengu rúm­lega tveimur millj­örðum króna meira úr leið­inni á árinu 2020 en sá helm­ingur sem þén­aði minnst. 

Í umfjöllun ASÍ segir að fyrir tíma­bilið 2014 til 2020 í heild sinni námu vaxta­bætur alls 29 millj­örð­um, þar af fóru 23 millj­arðar til tekju­lægstu 70 pró­sent ein­stak­linga. „Fyrir sama tíma­bil nam skattaí­vilnun vegna skatt­frjálsrar ráð­stöf­unar 33 millj­örð­um, þar af fóru 28 millj­arðar til þeirra tekju­hæstu 30 pró­sent ein­stak­linga.“

Lá fyrir frá upp­hafi hvar stuðn­ing­ur­inn myndi lenda

Það að tekju­hærri hópar sam­fé­lags­ins eru mun lík­legri til að spara í sér­eign­ar­sparnað en tekju­lægri hópar hefur lengi legið fyr­ir.

Lægstu laun of lág og bætur of lágar

Í morgun birti Efling nýjasta tölublað Kjarafrétta. Þar kom fram að heimili láglauna barnafjölskyldna nái ekki endum saman jafnvel þótt þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. Laun þeirra duga ekki fyrir framfærslukostnaði samkvæmt mati stjórnvalda.

Í umfjöllun Kjarafrétta segir að fólk á lægstu laununum þurfi að vinna mikla aukavinnu og sætta sig mun lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast til að eiga möguleika á að láta enda ná saman. Niðurstaða úttektar Eflingar er sú að lægstu laun séu of lág, af þeim sé tekinn alltof hár tekjuskattur og að barna- og húsnæðisbætur séu of lágar.

Í skýrslu sér­­fræð­inga­hóps um höf­uð­stólslækk­­­anir hús­næð­is­lána, sem skil­aði skýrslu til for­­sæt­is­ráðu­­neytis Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­sonar síðla árs 2013, kom til að mynda fram að með­­­al­­­launa­­­tekjur fjöl­­­skyldna sem spör­uðu í sér­­­­­eign og skuld­uðu í fast­­­eign væri miklu hærri en með­­­al­­­launa­­­tekjur þeirra sem spara ekki. „Al­­­mennt eru tekjur þeirra sem spara í sér­­­­­eigna­líf­eyr­is­­­sparn­aði mun hærri en hinna sem ekki gera það,“ stóð orð­rétt í skýrsl­unni.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um nýt­ingu skatt­frjálsa nýt­ingu sér­eign­ar­sparn­aðar til að borga niður hús­næð­is­lán allt fá því að hún varð fyrst heimil árið 2014. Í umfjöllun hans um málið sem birt­ist í febr­úar síð­ast­liðnum kom farm að alls 79.747 ein­stak­lingar hefðu nýtt sér skatt­frjálsa ráð­stöfun sér­eign­ar­sparn­aðar inn á hús­næð­is­lán frá miðju ári 2014 og fram til jan­úar síð­ast­lið­ins. Um er að ræða 38 pró­­sent allra sem eru á vinn­u­­mark­aði, eða 21 pró­­sent þjóð­­ar­innar í heild. 

Fólk í greiðsluerfiðleikum látið greiða skatt af nýtingunni

Í fyrsta efna­hag­s­­pakka rík­­is­­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­­ur vegna kórónuveirufaraldursins, sem kynntur var 21. mars 2020, var ein af aðgerð­unum sem kynnt var til leiks sú að lands­­mönnum gert kleift að taka út sér­­­eigna­­sparnað til að takast á við skamm­­tíma­fjár­­hags­­vanda. Þeir sem nýttu sér þetta úrræði þurftu þó að greiða skatt af sparn­að­inum þegar hann var tek­inn út. Því var líka um tekju­­skap­andi aðgerð að ræða fyrir rík­­is­­sjóð.

Þegar aðgerðin var kynnt til leiks kom fram að rík­­­is­­­stjórnin reikn­aði með að teknir yrðu út tíu millj­­­arðar króna af sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­að­in­­um. Um síð­­­ustu ára­­mót höfðu lands­­menn alls tekið út um 37 millj­­­arða króna af sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aði sínum síðan slíkar úttekt­ir, en hægt var að sækja um nýt­ing­una út síð­asta ár. Nýt­ingin hefur því verið næstum fjór­föld umfram áætl­an­ir.

Því má gera ráð fyrir því að tekjur rík­­­is­­­sjóðs vegna skatt­greiðslna af nýt­ingu sér­­­­­eign­­­ar­­­sparn­aðar sem hluta af aðgerða­­­pakka til að takast á við efna­hags­­­legar afleið­ingar kór­ón­u­veiru­far­ald­­­urs verði um 13,4 millj­­­arðar króna.

Það er tíu millj­­örðum krónum meira en upp­­haf­­lega var áætl­­að.

Ekki hefur verið birt neitt nið­­­ur­brot á þeim hópi sem hefur nýtt sér þetta úrræði en ætla má að þar sé, að minnsta kosti að hluta, um að ræða fólk sem hefur átt í greiðslu­erf­ið­­­leikum vegna efna­hags­­­legra áhrifa COVID-19. Þeir sem fóru úr vel laun­uðum störfum á atvinn­u­­­leys­is­bætur eru lík­­­­­legri til að til­­­heyra þessum hópi en aðr­ir, þar sem tekju­hærri hafa almennt verið lík­­­­­legri til að spara sér­­­­­eign en tekju­lægri.

Þessi hópur hefur alls ráð­stafað 109,9 millj­­örðum krónum af sér­­­eign­­ar­­sparn­aði inn á hús­næð­is­lánin sín frá árinu 2014. Í sam­an­­tekt­inni sem Kjarn­inn hefur fengið afhenta kemur fram að hóp­­ur­inn sem hefur nýtt sér úrræðið hafi alls fengið skatt­­af­slátt upp á sam­tals 26,8 millj­­arða króna fyrir að nýta sér­­­eign­­ar­­sparnað sinn á þennan hátt.

Miðað við skipt­ingu á skattafslætt­inum á árinu 2020, sam­kvæmt sam­an­tekt ASÍ, má ætla að um 8,3 millj­arðar króna af skatta­af­slætt­inum hafi farið til rík­ustu tíu pró­senta þjóð­ar­inn­ar.

Til við­bótar gagn­að­ist hin hliðin af „Leið­rétt­ing­unn­i“, ein­greiðsla úr rík­is­sjóði upp á 72,2 millj­arða króna inn á verð­­tryggð hús­næð­is­lán hóps lands­­manna sem hafði verið með slík lán á árunum 2008 og 2009, rík­ustu hóp­unum best. Meg­in­þorri þeirrar greiðslu fór til tekju­hærri og eign­­­­ar­­­­meiri hópa sam­­­­fé­lags­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar