Viðvörunarljósin blikka á Norðurlöndunum

h_99338580-1.jpg
Auglýsing

Því verður seint haldið fram að árið hefj­ist á sér­stak­lega jákvæðum nótum þegar litið er á efna­hags­kerfi Norð­ur­landa. Það er ótíma­bært að segja að kreppa sé yfir­vof­andi en fréttir vik­unnar benda hins vegar til þess að næstu mán­uðir skipti sköpum varð­andi þróun efna­hags­mála á Norð­ur­löndum næstu árin. Stóra vanda­málið sem stjórn­mála­menn og for­svars­menn seðla­banka standa frammi fyrir er að þeir hafa lítil áhrif á tvo þætti sem skipta gríð­ar­lega miklu máli; orku­verð og efna­hags­þróun á evru­svæð­inu.

Lækk­andi olíuverð hefur margvísleg áhrif



Ol­íu­verð hefur lækkað um tæpan helm­ing frá síð­ast sumri og því hefur verið spáð að næstu tvö ár muni það ekki fara mikið upp fyrir 60 doll­ara á tunnu. Til sam­an­burðar kost­aði tunnan yfir 100 doll­ara síð­asta sum­ar. Áhrifin af lækk­un­inni eru mest í Nor­egi en sam­kvæmt útreikn­ingum gætu tekjur norska rík­is­ins lækkað um 84 millj­arða norskra króna árið 2015 sem eru um 6,5 pró­sent af tekjum norska rík­is­ins. Til sam­an­burðar voru beinar áætl­aðar tekjur rík­is­ins af olíu­iðn­að­inum 344 millj­arðar norskra króna árið 2014. Þetta er hins vegar aðeins hluti áhrif­anna því sam­dráttur í fjár­fest­ingum skiptir gríð­ar­legu máli. Sam­kvæmt fréttum frá því í des­em­ber höfðu um 7000 manns misst vinn­una og tekjur Statoil á fjórða árs­fjórð­ungi lækk­uðu um 80 pró­sent frá sama tíma­bili 2013.

Eldar Saetre, forstjóri Statoil, ávarpar blaðamenn þungur á brún á blaðamannafundi 6. febrúar síðastliðinn. Eldar Saetre, for­stjóri Statoil, ávarpar blaða­menn þungur á brún á blaða­manna­fundi 6. febr­úar síð­ast­lið­inn.

Á föstu­dags­morgun til­kynntu for­svars­menn Statoil hins vegar að fram­kvæmdir við nýjan bor­p­all myndu hefj­ast fljót­lega og að hann muni fram­leiða olíu í hálfa öld frá árinu 2019. Johan Sver­drup bor­p­all­ur­inn mun skila um það bil 1350 millj­örðum norskra króna í tekjur og þar af gæti um helm­ing­ur­inn runnið beint til norska rík­is­ins. Það sem skiptir hins vegar sköpum er að bor­p­all­ur­inn skilar arði þar til að olíu­verð lækkar niður fyrir 38 doll­ara á tunn­una og gert er ráð fyrir að um fimm­tíu þús­und störf geti skap­ast. Norska hag­stofan gerir engu að síður ráð fyrir því að Nor­egur sé á leið inn í skamm­lífa efna­hagslægð þar sem minnk­andi fjár­fest­ing og einka­neysla hafi mest áhrif. Hins vegar hefur verið bent á að veik­ing norsku krón­unnar gæti hjálpað til skemmri tíma því það hjálpi öðrum útflutn­ings­greinum sem lengi hafi staðið í skugg­anum af olíu­iðn­að­in­um. Fjár­mála­ráð­herr­ann Siv Jen­sen segir að rík­is­stjórnin hafi þegar brugð­ist við stöð­unni með því að leggja aukið fé í rann­sóknir og þróun með það að marki að bæta nýsköpun í land­inu.

Auglýsing

Þeir ríkustu þurfa að borga fyrir að geyma pen­inga í banka



Danska hag­kerfið er í nið­ur­sveiflu en í jan­úar mæld­ist verð­hjöðnun í fyrsta sinn í rúm 60 ár. Vísi­tala neyslu­verð lækk­aði um 0,1% frá því í jan­úar í fyrra sem að miklu leyti má rekja til lækk­andi olí­verðs. Ef olíu­verð er tekið úr vísi­töl­unni er því enn vægur vöxtur í Dan­mörku og reyndar á evru­svæð­inu öllu. Sér­fræð­ingar benda á að ef ástandið vari áfram megi gera ráð fyrir að neyt­endur haldi að sér höndum og bíði með útgjöld í þeirri von um að hlutir lækki í verði. Hins vegar geti það allt eins gerst að fólk auki neysl­una þar sem að tals­verðar upp­hæðir sparist með lægra olíu­verði. Verð­hjöðnun til skemmri tíma geti því einmitt verið jákvæð fyrir danskt efna­hags­líf.

Sam­drátt­ur­inn hefur meðal ann­ars haft þau áhrif að stýri­vextir í Dan­mörku eru -0,75%. Danski Seðla­bank­inn til­kynnti á föstu­dag að hann hyggð­ist ekki lækka þá meira eins og flestir bjugg­ust við en vext­irnir hafa mikil áhrif á banka­starf­semi í land­inu. Danske Bank til­kynnti í síð­ustu viku að rík­ustu kúnn­arnir þurfi nú að greiða bank­anum fyrir að geyma pen­inga fyrir þá. Ákvörð­unin gildir reyndar ekki um reikn­inga ein­stak­linga.

Nú velta lík­lega margir fyrir sér hvers vegna bank­arnir taki þessa ákvörð­un. Hún snýst ein­fald­lega um það að græða pen­inga en í núver­andi vaxtaum­hverfi er ekki sjálf­gefið að bank­arnir græði á útlán­um. Sem dæmi má nefna að í síð­ustu viku til­kynnti Real­kredit að vextir á nýjum hús­næð­is­lánum væru -0,4% sem þýðir ein­fald­lega að við­skipta­vinir fá borgað fyrir að fá lán­aða pen­inga. Þessar fréttir koma í kjöl­farið á því að Dönum stóð til boða að taka hús­næð­is­lán til 30 ára með föstum 2% vöxt­um.

Kaupmannahofn Mynd tekin á versl­un­ar­göt­unni Strik­inu í Kaup­manna­höfn. Blikur eru á lofti í efna­hags­málum Dana.

Skand­inavísku krónurnar viðkvæmar



Þeir sem fylgj­ast með gjald­eyr­is­mörk­uðum hafa vænt­an­lega tekið eftir tölu­verðum lækk­unum á skand­in­av­ísku gjald­miðl­unum und­an­farnar vik­ur. Skýr­ing­arnar eru marg­vís­legar en miðað við hversu lágir vext­irnir þykir mörgum und­ar­legt að erlendir fjár­festar haldi áfram að kaupa þessar krón­ur. Í Dan­mörku nema þessi við­skipti hátt í 200 millj­örðum danskra króna það sem af er ári og svo virð­ist vera sem stöðu­taka gegn dönsku krón­unni þyki ekki hafa mikla áhættu í för með sér. Talið er að banda­rískir vog­un­ar­sjóðir eigi nú meira en 10 þús­und millj­arða danskra króna.

Svíar hafa einnig áhyggjur af þró­un­inni og í síð­ustu viku lækk­aði sænski Seðla­bank­inn stýri­vexti niður í -0,1%. Þeir hafa aldrei áður verið nei­kvæðir í Sví­þjóð. Ástæðan er að flestu leyti sú sama og í Dan­mörku, Seðla­bank­inn vill fá einka­neyslu í gang og ná verð­bólg­unni upp í 2%. Kann­anir sýna hins vegar að á mark­aði hafa mjög fáir trú á því að þetta mark­mið náist næstu fimm árin.

Almenn­ingur í Sví­þjóð finnur mjög ræki­lega fyrir ástand­inu á hús­næð­is­mark­að­inum því bæði er mjög ódýrt að fá lán en á sama tíma hefur hús­næð­is­verð hækkað óheyri­lega. Síð­ustu 12 mán­uði hefur hús­næð­is­verð hækkað um 9% í land­inu öllu en breyt­ingin er mjög mis­jöfn eftir svæð­um. Sem dæmi má nefna að í jan­úar nam með­al­tals fer­metra verð á íbúð 500 þús­und íslenskum krónum í Sví­þjóð en á sama tíma var með­al­tals­verð tæpar 1,2 millj­ónir íslenskra í Stokk­hólmi. Í mið­borg­inni er verðið enn hærra og sem dæmi má nefna þessa 42 fer­metra íbúð sem er sett á 55 millj­ónir en má gera ráð fyrir að selj­ist á nokkuð hærra verði.

Stokkhólmur. Stokk­hólm­ur. Gríð­ar­lega hátt fer­metra­verð í höf­uð­borg­inni veldur áhyggj­u­m.

Óvissa framundan



Mjög erfitt er að spá fyrir um þróun efna­hags­mála á Norð­ur­löndum því óvissu­þætt­irnir eru marg­ir. Fari olíu­verð hækk­andi og taki evru­svæðið við sér er nokkuð bjart framund­an. Útflutn­ingur fer að lang mestu leyti til ESB-land­anna og því mik­il­vægt að mark­aðir þar taki við sér. Þá skiptir gríð­ar­legu máli að inn­viðir á Norð­ur­löndum eru sterkir og þau því ágæt­lega í stakk búin til að mæta tíma­bundnum krepp­um. Framundan eru áhuga­verðir tímar og ljóst að þeir sem fara með stjórn efna­hags­mála þurfa að halda vel á spöð­un­um. Sporin sem mörkuð eru nú geta haft langvar­andi áhrif á Norð­ur­lönd­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBaldvin Þór Bergsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None