Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins munu fá að auka hlut­fall eigna sinna utan Íslands um 1,5 pró­sentu­stig í fjögur ár frá 2024 verði nýtt frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um rýmkun á heim­ildum þeirra að lög­um. 

Eftir það mun heim­ild þeirra hækka um eitt pró­sentu­stig á ári þangað til að hún verður orðin 65 pró­sent árið 2036. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir mega í dag verða með 50 pró­sent eigna sinna erlend­is. Þegar drög að sam­bæri­legu frum­varpi var lagt fram í vor stóð til að hlut­fallið myndi hækka um eitt pró­sentu­stig á ári frá byrjun árs 2024 og til loka árs 2038. 

Þetta þótti allt of hægur taktur að mati ýmissa líf­eyr­is­sjóða. Í umsögn Lands­­sam­­taka líf­eyr­is­­sjóða um drögin kom fram að djúp­­stæð óánægja væri meðal full­­trúa þeirra sjóða sem væru þegar komnir nálægt núgild­andi þaki með hvers hægt ætti að rýmka heim­ild­irn­­ar. Kallað var eftir því að hækka heim­ild­ina strax um næstu ára­­­mót og hækka hana um tvö til þrjú pró­­­sent­u­­­stig á ári þangað til að 65 pró­­­sent mark­inu yrði náð. Ef farið hefði verið að ítr­­­ustu kröfum sjóð­anna myndi það tak­­­mark nást í árs­­­lok 2027 að óbreytt­u. 

Auglýsing
Þegar frum­varpið var lagt fram í apríl síð­ast­liðnum hafði verið gerð sú breyt­ing á því að heim­ildin yrði hækkuð um 1,5 pró­sentu­stig á árunum 2024, 2025 og 2026 og yrði þannig 54,5 pró­sent í lok síð­asta árs­ins. Það frum­varp náði ekki í gegn fyrir þing­lok snemm­sum­ars en er nú lagt fram að nýju með sama upp­takti í rýmkun heim­ilda.

Í umsögn sem Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða skil­aði um frum­varpið í maí síð­ast­liðnum kom fram að breyt­ing­arnar sem gerðar höfðu verið frá því að drögin voru birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda væru til bóta, en að afstaða sam­tak­anna hefði hins vegar ekk­ert breyst. Þau teldu áfram sem áður að ganga mætti hraðar í þessum efnum enda liggi fyrir að rýmkunin varði aðeins nokkra sjóði. Aðrir séu enn vel undir núgild­andi mörk­um. 

Nokkrir sjóðir komnir nálægt hámarki

Lengi hefur legið fyrir að það þurfi að hækka hámark á erlendum eignum líf­eyr­is­­­sjóða þannig að íslenska líf­eyr­is­­­sjóða­­­kerfið geti dreift áhættu sinni bet­­­ur. Kerfið er þegar orðið risa­­­vax­ið, en eignir þess námu alls 6.655 millj­­­örðum króna í lok ágúst. Erlendu eign­­­irnar voru metnar á 2.257 millj­­­­arða króna, sem þýðir að þær voru 34 pró­­­­sent allra eigna sjóð­anna. Þær hafa tvö­­­­fald­­­­ast í krónum talið á rúmum þremur árum.

Í vor voru um tíu líf­eyr­is­­­sjóðir komnir með hlut­­­fall eigna sinna erlendis í um 35 pró­­­sent af heild­­­ar­­­eignum eða meira. Þar af voru þrír sjóðir komnir með hlut­­­fallið yfir 40 pró­­­sent og einn, Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna, var kom­inn með það nálægt 45 pró­­­sent. Sjóð­irnir þora illa að fara með hlut­­­fallið hærra þar sem skynd­i­­­leg breyt­ing á gengi krónu eða hækk­­­­­anir á ákveðnum bréfum geta ýtt þeim yfir lög­­­­­legt hámark.  

Miklu fleiri eru að borga inn í sjóð­ina en að taka út úr þeim, og þeir því, undir venju­­­legum kring­um­­­stæð­um, alltaf að stækka að umfangi óháð því hvernig fjár­­­­­fest­ingar þeirra ganga. 

Auglýsing
Til að mæta þess­ari stöðu er lagt til í frum­varp­inu sem kynnt var á föstu­dag sú breyt­ing að líf­eyr­is­sjóðir þurfi ekki að vera undir hámarki erlendra eigna á hverjum tíma heldur skuli þeir við kaup og sölu á eignum ganga úr skugga um að þeir séu innan leyfi­legra marka þannig að við­skiptin sem slík geri þá ekki brot­lega við hámark­ið. Sveiflur í gengi eigna eða gjald­miðla eftir að við­skiptin hafa átt sér stað hafa því ekki áhrif á hvort þeir telj­ist upp­fylla skil­yrði lag­anna.

Líf­eyr­is­­­sjóð­irnir voru bundnir í fjár­­­­­magns­höftum meira og minna frá haustinu 2008 og til 2017, þótt þeir hafi fengið und­an­þágur til að fara út með eitt­hvað fé. Eignir þeirra í dag eru næstum fimm þús­und millj­­­örðum króna meira virði en þær voru síðla árs 2008. Á meðan að á hafta­­­tíma­bil­inu stóð þurftu sjóð­irnir því að kaupa nán­­­ast allt sem þeir gátu hér inn­­­an­lands til að tryggja ávöxt­un. Fyrir vikið eiga þeir, beint og óbeint allt að helm­ing allra skráðra hluta­bréfa í land­inu og stóran hluta af útgefnum skulda­bréf­­­um. 

Vilja verja „stöð­ug­­­leika“

Yfir­­­lýst ástæða þess að fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra vill fara var­­­lega í að hleypa sjóð­unum út í fjár­­­­­fest­ing­­­ar, og hækka hámarkið í var­­­færnum skrefum yfir langt tíma­bil, er að stærri skref gætu ógnað stöð­ug­­­leika gjald­eyr­is­­­mark­aðar og greiðslu­­­jöfnuð þjóð­­­ar­­­bús­ins. Því meiri af pen­ingum sem þarf að skipta úr íslenskum krónum yfir í erlenda gjald­miðla fyrir líf­eyr­is­­­sjóð­ina því fleiri erlenda pen­inga þarf til að skipta í krónur svo það skap­ist ekki ójafn­­­vægi sem veiki íslensku krón­una. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: Samtök atvinnulífsins.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins voru á meðal þeirra sem skil­uðu umsögn um frum­varps­drögin í vor og studdu þar nálgun fjár­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um að hækka þakið á erlendum fjár­­­­­fest­ingum líf­eyr­is­­­sjóða var­­­færn­is­­­lega og yfir langt tíma­bil. Hlið­­­ar­á­hrif af því verða enda þau að stærri hluti af fjár­­­munum líf­eyr­is­­­sjóða þarf að leita í íslenskt atvinn­u­líf eftir ávöxt­un. 

Seðla­­­banki Íslands gerði heldur ekki athuga­­­semd í sinni umsögn um drögin við helstu atriði þeirrar leiðar sem ráð­herr­ann vill fara í mál­inu.

Tals­verð hætta á bólu­­myndun

Það gerðu hins veg­ar, líkt og áður sagði, Lands­­sam­tök líf­eyr­is­­sjóða. Í umsögn þeirra sagði að full­­­trúar þeirra sjóða sem væru næst hámarks­­­hlut­­­falli eigna erlendis teldu ein­fald­­­lega að boðuð skref væru allt of var­­­færin og ná yfir of langt tíma­bil. Afar brýnt væri að fara hraðar í breyt­ingar „með hags­muni sjóð­­­fé­laga að leið­­­ar­­­ljósi“.

Í umsögn­inni sagði að ef „hömlur á fjár­­­­­fest­ingar í erlendum gjald­miðlum gera það að verkum að stórir sjóðir neyð­­­ast til að fjár­­­­­festa í inn­­­­­lendum eignum umfram það sem þeir telja æski­­­legt út frá hags­munum sinna sjóð­­­fé­laga verður að sama skapi tals­verð hætta á ruðn­­­ings­á­hrifum og bólu­­­myndun á inn­­­­­lendum eigna­­­mark­aði sem getur leitt til þess að inn­­­­­lend eigna­­­söfn líf­eyr­is­­­sjóða verði að ein­hverju leyti ósjálf­­­bær til fram­­­tíð­­­ar­“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar