Vindmylluframleiðandi ekki lengur á dagskrá vettvangsferðar Grænvangs

37 fulltrúar atvinnulífs, samtaka og sveitarfélaga ætla að taka þátt í vettvangsferð Grænvangs til Danmerkur í þeim tilgangi að fræðast um nýtingu vindorku. Hugmyndin að ferðinni kviknaði í kjölfar konunglegrar heimsóknar.

Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Vindtúrbína í landbúnaðarsvæði á vesturhluta Danmerkur.
Auglýsing

Er dag­skrá „vind­orku­vett­vangs­ferð­ar“ Græn­vangs til Dan­merkur var kynnt síð­sum­ars kom fram að vind­myllu­fram­leið­andi yrði með inn­legg. Í upp­færðri dag­skrá ferð­ar­inn­ar, sem 37 full­trúar íslensks atvinnu­lífs, hags­muna­sam­taka og sveit­ar­fé­laga hafa stað­fest þátt­töku í, er þann lið ekki lengur að finna.

Skýr­ingin er sú, segir Nótt Thor­berg, for­stöðu­maður Græn­vangs, að vind­túrbínu­fram­leið­and­inn Vestas getur ekki sent full­trúa til fundar við íslensku sendi­nefnd­ina sökum anna. „Ástæðan fyrir að dag­skráin hefur breyst er einmitt það álag sem hefur skap­ast í Dan­mörku í ljósi aðstæðna í Evr­ópu og orku­krís­unn­ar. Það hefur því verið svo­lítið púsl á loka­metrum að koma dag­skránni heim og saman með til­liti til þátt­tak­enda úti sökum anna og ófyr­ir­sjá­an­legra aðstæðn­a.“

Hún segir upp­legg vett­vangs­ferð­ar­innar eftir sem háður hið sama: „Hvað getum við lært af reynslu og þekk­ingu Dana við hag­nýt­ingu vind­orku og þá er sér­stök áhersla á hvernig sam­starfi í þeim málum hefur verið háttað milli ólíkra hag­hafa.“

Auglýsing

Vett­vangs- og fræðslu­ferðin verður farin um Jót­land og Samsø dag­ana 24.-27. októ­ber. Í henn­i “­gefst þátt­tak­endum færi á heim­sækja sveit­ar­fé­lög, fyr­ir­tæki, hags­muna­sam­tök í ferða­málum og nátt­uru­vernd og aðra hag­að­ila sem komið hafa að hag­nýt­ingu vind­orku á svæð­in­u,“ sagði í boðs­bréfi Græn­vangs. „Dag­skránni er ætlað að varpa ljósi á helstu tæki­færi og áskor­anir og hvernig stjórn­völd, danskt atvinnu­líf, hags­muna­sam­tök og aðrir hag­hafar hafa nálg­ast sitt sam­starf við hag­nýt­ingu vind­orku á far­sælan máta. [...] Þetta er mik­il­vægt umræðu­efni hér á landi og eins og sjá má á dag­skránni gefst þarna spenn­andi tæki­færi til að ræða við alla lyk­il­að­ila um þeirra reynslu.“

Grænar lausnir

Áður en lengra er haldið skal útskýrt hvað Græn­vangur er.

„Græn­vangur er sam­starfs­vett­vangur atvinnu­lífs og stjórn­valda um lofts­lags­mál og grænar lausnir,“ segir á heima­síðu hans. Þar kemur enn fremur fram að hlut­verk Græn­vangs sé að efla sam­starf atvinnu­lífs og stjórn­valda við að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og styðja við mark­mið um kolefn­is­hlut­laust Ísland árið 2040. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, er stjórn­ar­for­maður Græn­vangs.

Í sept­em­ber var sent út frétta­bréf Græn­vangs þar sem vakin var athygli á „vind­orku­vett­vangs­ferð til Dan­merk­ur“ og áskrif­endum boðið að skrá sig til þátt­töku. Að auki var full­trúum sveit­ar­stjórna sér­stak­lega boðið að taka þátt. Og það var gagn­rýnt. Sveit­ar­stjórnir um allt land standa nú frammi fyrir þrýst­ingi frá fyr­ir­tækjum sem vilja reisa þar vind­orku­ver. Tugir slíkra vera eru á teikni­borð­inu, mis­jafn­lega á veg komin hvað varðar skipu­lags­mál og umhverf­is­mat. Vilji fyr­ir­tækj­anna stendur til að reisa þau á heið­um, á fjöllum og í dal­botnum og íbúar í grennd við þessa staði upp­lifa sig varn­ar­lausa og van­mátt­uga, líkt og Kjarn­inn hefur rakið síð­ustu miss­eri í fjölda frétta og frétta­skýr­inga. Sveit­ar­stjórnir hafa sumar hverjar gefið út að engar ákvarð­anir verði teknar um hvort slík ver verði byggð innan þeirra marka fyrr en stefna stjórn­valda á lands­vísu verður skýr. Vinna við þá stefnu­mótun er hafin og stefnir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra, á að leggja fram frum­varp um vind­nýt­ing­una á vor­þingi.

Aðeins eitt sveit­ar­fé­lag, Dala­byggð, hefur þegar sam­þykkt aðal­skipu­lags­breyt­ingar vegna áform­aðra vind­orku­vera.

Thelma Harðardóttir, oddviti VG í Borgarbyggð. Mynd: Vinstri græn

„Við í sveit­ar­stjórn Borg­ar­byggðar fengum boð í ferð­ina til Dan­merk­ur. Ég sá bara ein­hliða sam­tal,“ sagði Thelma Harð­ar­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna í Borg­ar­byggð, á fundi um vind­orku­nýt­ingu sem fram fór í Borg­ar­nesi nýver­ið. „Og það að flytja sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa úr landi til þess að kynna afstöðu ein­hverra sem eru fylgj­andi þessu í útlöndum fannst mér mjög skrítið og ég afþakk­aði boð­ið.“

Bjarni Jóns­son, þing­maður VG, sagði á fund­inum að fólk þyrfti að vera á varð­bergi gagn­vart boðs­ferð­um. „Það þarf að gæta sín á þessu, hvort sem það eru alþing­is­menn eða sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar.“

Orri Páll Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður VG, sagði á þessum sama fundi að hann hefði heyrt í einum sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa sem fékk boð. Sá var gagn­rýn­inn á það en Orri sagð­ist hafa bent honum á að mögu­lega væri hægt að hafa áhrif á dag­skrána „svo að þið hittið fólk sem er ekki endi­lega sam­mála þessu“.

„Þetta“ sem Orri vís­aði þarna til, eru vind­orku­ver. Virkj­anir sem þekkst hafa í henni flat­lendu Dan­mörku í ára­tugi en hafa ekki enn numið land á Íslandi ef frá eru taldar tvær vind­túrbínur sem risu (og féllu) í Þykkva­bæ, og tvær sem Lands­virkjun reisti fyrir nokkrum árum í Haf­inu ofan Búr­fells í til­rauna­skyni.

Svona fram­leiða Danir raf­magn

Um helm­ingur af öllu raf­magni sem notað var í Dan­mörku árið 2019 var fram­leitt með vind­orku. Um tíu pró­sent var fram­leitt með kolum og um sex pró­sent með gasi.

Það segir sig sjálft að í landi þar sem hæsta fjall­ið, Himmel­bjer­get, er 147 metrar er lítið hægt að fram­leiða úr vatns­orku. Það er fall­hæðin sem skiptir þar mestu og auð­vitað vatns­forða­búr­ið. Og jarð­varmi er hverf­andi í Dana­veldi.

Kárahnjúkavirkjun er langstærsta virkjun á Íslandi. Mynd: East.is

Svona fram­leiða Íslend­ingar raf­magn

Vatns­forða­búrið og fall­hæð­ina er hins vegar að finna á Íslandi. Fjöldi áa hefur verið virkj­aður á síð­ustu ára­tugum og síð­ustu ár hafa jarð­varma­virkj­anir risið hver af annarri. Um 69 pró­sent af öllu raf­magni sem notað er hér á landi er fram­leitt í vatns­afls­virkj­unum og um 30 pró­sent í jarð­varma­virkj­un­um. Árið 2020 mátti rekja 0,03 pró­sent raf­orku­fram­leiðsl­unnar til vind­túrbína Lands­virkj­unar í Haf­inu.

99,98 pró­sent alls raf­magns hér á landi er fram­leitt með end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum eins og það hefur lengi verið kallað – „grænni orku“ eins og nú er í tísku er að segja.

Sér­fræð­ingar á sínu sviði

Dan­mörk teng­ist orku­kerfi Evr­ópu og flytur yfir­leitt inn meira af raf­magni en flutt er út. Inn­flutn­ing­ur­inn er aðal­lega frá Nor­egi og Sví­þjóð, af orku sem fram­leidd er í vatns­afls­virkj­unum (og kjarn­orku reyndar Sví­þjóð­ar­meg­in). Um 80 pró­sent af raf­magni sem Danir nota á upp­runa sinn úr end­ur­nýj­an­legum orku­gjöf­um.

Danir hafa bæði reist vindorkuver á landi og á hafi síðustu ár og áratugi.

Danir eru sann­ar­lega sér­fræð­ingar á sviði vind­orku. Þeir hófu að beisla hana í stórum stíl á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar og eru enn meðal þeirra þjóða heims sem fram­leiða mest af raf­magni úr vindi á hvern íbúa. Segja má að vind­ur­inn sé þeirra helsta orku­auð­lind þegar kemur að hinni umtöl­uðu „grænu orku“ á meðan fjöl­breytnin er mun meiri á Íslandi, land­inu sem státar af bæði jarð­virkni og jöklum sem byggja ásamt verkviti undir þau lífs­gæði sem við þekkjum í dag.

Og svo eru það Norð­menn

Nor­egur hefur sann­ar­lega nýtt vatns­aflið í gegnum tíð­ina og síð­ustu ár einnig vind­inn. Þar er enda lands­lagið lík­ara því íslenska og veðr­áttan sömu­leið­is. Það sama hefur svo gerst í Nor­egi og er farið að ger­ast hér: Fólk í dreifð­ari byggð­um, þar sem vind­orku­ver hafa verið sett upp eða til stendur að setja þau upp, hefur mót­mælt harð­lega hinum risa­stóru vélum sem, vind­túrbínur eru orðn­ar.

Því er ekki úr vegi að spyrja Græn­vang hvers vegna vett­vangs­ferð­inni var ekki frekar heitið til Nor­egs, þar sem lík­indin við Ísland er á margan hátt mik­il?

Hin kon­ung­legu áhrif

„Ferðin er skipu­lögð að frum­kvæði State of Green,“ bendir Nótt, for­stöðu­maður Græn­vangs á en State of Green er sam­bæri­legt fyr­ir­bæri og Græn­vang­ur.

Nótt bendir auk þess á að Danir hafi feng­ist við hag­nýt­ingu vind­orku um ára­tuga skeið. „Ferðin miðar að því að miðla og deila þess­ari reynslu Dana til Íslend­inga,“ segir hún. Hug­myndin að henni á sér hins vegar kon­ung­legar rætur því hún spratt í kjöl­far opin­berrar heim­sóknar Frið­riks krón­prins hingað til lands á síð­asta ári. „Það er auð­vitað alltaf mats­at­riði að hversu miklu leyti aðstæður í Dan­mörku svipa til okk­ar,“ segir Nótt, „en við höfum einmitt fengið ábend­ingar um Noreg í aðdrag­anda ferð­ar­inn­ar.“

Friðrik krónprins. Mynd: EPA

Græn­vangur mun sjálfur senda tvo full­trúa til Dan­merkur og sá útlagði kostn­aður sem hlýst felst því fyrst og fremst í ferða­kostn­aði starfs­manna, segir Nótt. Þátt­tak­endur greiða hins vegar flug og ferða­kostnað sem hlýst af ferð­inni sjálf­ir.

Spurð hvort á dag­skrá ferð­ar­innar sé að fá sjón­ar­mið fólks sem gagn­rýnir vind­orku­ver í nágrenni sínu svarar Nótt því ját­andi. „The Dan­ish Soci­ety of Nat­ure Conservation, stærstu nátt­úr­vernd­ar- og umhverf­is­sam­tök Dan­merk­ur, taka þátt í dag­skránni en dag­skráin miðar að því að ná fram breiðu sjón­ar­horni um hag­nýt­ingu vind­orku út frá þeim ólíkum þáttum og áskor­unum sem kunna að vera frá sjón­ar­hornum ólíkra aðila sem hafa komið að hag­nýt­ingu vind­orku í Dan­mörku.“

Á vef Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Dan­merkur seg­ir: „Vind­myllur búa til lofts­lagsvæna orku úr vind­in­um.“ Í sömu grein er bent á að með vind­orku megi fram­leiða orku fyrir sam­fé­lagið án þess að auka á lofts­lags­vand­ann. „Við höfum mik­inn vind í Dan­mörku og hann skulum við nýta. Vind­orka er nefni­lega ein af þeim orku­upp­sprettum sem hafa minnst áhrif á lofts­lag­ið. Sam­tímis er vindur við­var­andi orku­auð­lind sem ekki tæm­ist.“

Auglýsing

Áhersla sam­tak­anna er m.a. á að sam­ráð sé haft við íbúa þar sem byggja á vind­orku­ver og að gætt sé að því að lág­marka umhverf­is­á­hrif þeirra en í grunn­inn mæla þau með virkjun vinds­ins, líkt og útskýrt er hér að fram­an, enda notkun kola, olíu og jarð­gass í Dan­mörku enn tölu­verð. Að hætta notkun jarð­efna­elds­neytis til að draga úr lofts­lags­breyt­ingum er enda mikið for­gangs­mál í Dan­mörku eins og mjög víða þar sem það er notað í stórum stíl.

Eru vind­túrbínur og líf­fræði­leg fjöl­breytni and­stæðir pólar eða geta þau þrif­ist í sátt og sam­lyndi? Þetta er ein þeirra spurn­inga sem varpað er fram í kynn­ing­ar­efni State of Green vegna ferð­ar­inn­ar. „Til að fá svörin skaltu slást í för með okkur til hins aðlað­andi ferða­manna­stað­ar, vest­an­verðrar Dan­merk­ur. Við munum hitta leið­andi danska hags­muna­að­ila innan vind­orku­geirans og nátt­úru­vernd­ar­innar sem deila reynslu sinni af því að vinna saman að hinum grænu orku­skipt­u­m.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent