Auglýsing

Það hefur ekki verið leið­in­legt að vera Íslend­ingur síðust­u dag­ana. Stórir kallar frá útlöndum hafa heim­sótt okkur og þar á meðal sjálf­ur Da­vid Camer­on, sem gaf öllum fjöl­miðlum lands­ins færi á að rifja upp heim­sókn ann­ars stórs kalls frá útlönd­um, sjálfs Win­stons Churchill með sinn úttuggna vindla­stubb. Já, við erum merki­leg því merki­legt fólk vill heim­sækja okk­ur.

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra var í beinn­i bæði á RÚV og Stöð 2 um hvernig hefði nú verið að hitta Camer­on, enda Dav­id ­merki­legur kall, sjálfur guð­fað­ir­inn.

Eitt af því sem kom út úr umræddi heim­sókn var starfs­hóp­ur um sæstreng á milli Íslands og Bret­lands. Þess­ari hug­mynd hefur reglu­lega skotið upp koll­inum und­an­far­ið, t.a.m. hélt Kjarn­inn mál­þing um mál­ið, og hún­ hefur heillað ýmsa. Og vissu­lega er það blautur draumur þeirra sem vilja virkja að þurfa ekk­ert að spá í við­tak­anda orkunnar heldur geta bara stungið í sam­band við Bret­land og dælt orkunni þang­að, eins og Duracell-kan­ína á yfir­snún­ingi.

Auglýsing

Freist­andi? Já, vissu­lega. En það er nú einmitt mál­ið, freist­ing­in. Stjórn­mála­menn og við­skipta­jöfrar hafa ekki endi­lega sýnt sig ver­a þeir sem ráða hvað best við freist­ing­ar. Eða höldum við að rík­is­stjórn sem ­þyrfti að hífa aðeins upp fylg­ið, til dæmis í Norð­aust­ur­kjör­dæmi ef ætt­ar­óð­al ­for­sæt­is­ráð­herr­ans væri nú þar, nú eða bara á lands­vísu, væri ekki til í að skella í eins og eina virkjun og plögga hana í fram­leng­ing­ar­snúr­una til­ Bret­lands? Ekk­ert væl um meng­andi stór­iðju, bara gleði og gróði, virkjun og ­meiri virkj­un.

Því hvaðan á orkan að koma? Ekki er annað að skilja á Lands­virkjun og Jóni Gunn­ars­syni, for­manni atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, en að ekki sé til næg orka á land­inu nú þeg­ar. Hvaða orku á þá að flytja út? Vænt­an­lega þá sem kemur úr nýju virkj­un­unum því ef við höldum að fjár­fest­ing af þeirri stærð­argráðu sem sæstrengur er verði ekki full­nýtt, þá er það mik­ill mis­skiln­ing­ur. Trauðla verður það þannig að við dælum okkar vara­afli þangað á ok­ur­prís, nei við munum reyna að fylla sæstreng­inn af orku og til þess þarf ­virkj­an­ir.

Ein af rök­semdum þeirra sem hvað hæst tala fyrir sæstreng­i er að hann muni hækka orku­verð til stór­iðj­unnar hér heima. Okkur muni takast að tefla stóru fyr­ir­tækj­unum saman og ná sem hag­stæð­asta verð­inu. Fínt plan, en ­sporin hræða pínu­lít­ið, ekki síst þar sem ekki er svo langt um liðið frá því að Ís­lend­ingar ætl­uðu að sýna Evr­ópu og umheim­inum hvernig ætti að reka bis­ness. Það þýðir ekki að við getum það ekki, en við mættum kannski fara inn í verk­efnið - ef af verður - af meiri auð­mýkt og minni gor­geir og full­vissu um að við séum klók­ari en umheim­ur­inn í við­skipt­um. Það ein­faldar málið þó kannski að vera með Bretum í þessu sam­krulli, okkur hefur áður tek­ist að sýna þeim fram á að við vitum allt betur en þeir þegar kemur að rekstri banka.

Sæstrengur til Bret­lands kostar skrilljón­ir. Ég játa að ég veit ekki nákvæm­lega hve margar skrilljón­ir, en þær eru marg­ar. Og fjár­fest­ing ­upp á skrilljónir kallar á arð, eðli­lega. Og nú von­umst við til þess að Bret­ar ­borgi brús­ann. Þá vaknar hins vegar upp sú spurn­ing hvað þeir ætlist til að fá í stað­inn? Hversu mikið af orku þarf Ísland að skuld­binda sig til að dæla í gegnum sæstreng­inn til að Cameron kvitti upp á tékk­ann? Og ef við ætlum að ­borga hann sjálf, hvað þýðir það í krónum og aur­um, afborg­unum og vöxt­u­m, skuld­bind­ing­um?

En hversu klókt er það að vera bara batt­erí fyrir Evr­ópu? Að nýta ork­una ekki múkk hér heima, senda hana ómeng­aða úr landi. Það er hrá­efn­is­út­flutn­ingur í sinni tær­ustu mynd og verð­mæta­sköpun í lág­marki, hvað þá að það skapi þau störf hér á landi sem for­sæt­is­ráð­herra lofar í tíma og ótíma.

Hærra orku­verð til stór­iðju er hið besta mál, en Lands­virkjun á ekki að þurfa sæstreng til að keyra það verð upp. Nú eru laus­ir ­samn­ingar hjá einni stór­iðj­unni og fínt að nota þá til að hækka verð­ið all­veru­lega. Hærra orku­verð til heim­il­anna er hins vegar öllu verra og ein þeirra leiða sem nefnd hafa verið til að kom­ast til móts við það er að hinn gríð­ar­legi hagn­aður af strengnum verði nýttur þjóð­inni til heilla. Gangi okk­ur vel með það.

Við Íslend­ingar höfum byggt upp þá ímynd að við fram­leið­u­m hreina orku, hún sé tær og galla­laus og ofgnótt af henni. Þar horfum við ekki síst til jarð­varma­virkj­an­anna, en kannski fregnir af mengun frá þeim sletti smá aur á þá ímynd. Og þó, við erum fljót að gleyma og auð­vitað erum við stærst, ­mest og best.

Kannski er bara komið nóg í bili af virkj­ana­á­form­um? Þau hafa skipt þjóð­inni í fylk­ing­ar, verða aldrei óum­deild og hafa alltaf ó­aft­ur­kræfar afleið­ingar í för með sér. Eigum við kannski að taka okkur smá hlé, í tíu, tutt­ugu, þrjá­tíu ár, eða bara þar til við förum í orku­skiptin í sam­göngum sem við tölum stundum um en gerum ekk­ert í, því það er ekki eins töff og ekki eins risa­stór fram­kvæmd og eitt stykki verk­smiðja, hvað þá sæstreng­ur.

Þol­in­mæði hefur hins vegar aldrei verið aðall íslenskra ráða­manna, þannig að lík­leg­ast skilar starfs­hóp­ur­inn um sæstreng­inn glimr­and­i fínni skýrslu sem sýnir að fátt sé betra en að setja skrilljónir í verk­efn­ið. Tja, nema Eyþór Arn­alds verði skip­aður yfir hóp­inn, þá verður skýrslan svört eins og skað­brennt brauð í tandoori­ofni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None