Auglýsing

Árið 2005 sendi mið­stjórn Raf­iðn­að­ar­sam­bands Íslands frá sér ályktun um að tíma­bært væri að end­ur­skoða hátíð­ar­höldin 1. maí. Kröfu­gangan væri barn síns tíma og stæði ekki undir vænt­ingum félags­manna. Í stað­inn var stungið upp á víð­tækri skemmti­dag­skrá í Laug­ar­dals­höll­inni og frí­miðum í hús­dýra­garð­inn. Að lokum segir í álykt­un­inni: „Mið­stjórn RSÍ leggur til að verka­lýðs­hreyf­ingin sam­ein­ist ásamt Sam­tökum atvinnu­lífs­ins um að tekið verði upp það fyr­ir­komu­lag að ætíð verði frí fyrsta föstu­dag í maí í stað hins hefð­bundna frí­dags 1. maí og hátíð­ar­höld flytj­ist yfir á þennan föstu­dag.“

Álykt­unin fangar anda fyr­ir­hrunsár­anna með allt að því óhugn­an­lega nákvæmum hætti. Síðan þá höfum við farið ótal hringi í þeyti­vind­unn­i. 

Á árunum fyrir hrun höll­uð­umst við mörg að því að tími harðrar stétt­ar­bar­áttu væri lið­inn. Marx sagði á sínum tíma að öll bar­átta væri stétta­bar­átta og að ríkj­andi öfl hvers tíma létu líta út fyrir að þeirra sér­hags­munir væru hags­munir heild­ar­inn­ar. En komm­ún­ism­inn var löngu fall­inn og miðjan færð­ist til hægri. Jafn­vægi ein­stak­lings­hyggju og félags­hyggju riðl­að­ist og óheft nýfrjáls­hyggja með til­heyr­andi einka­væð­ingu og afnámi eft­ir­lits flæddi yfir sam­fé­lag­ið. Blair þótti flottur en komm­arnir hall­æris­leg­ir. Skilj­an­lega. Hver vill ekki þykk­ari sneið af kök­unn­i? 

Auglýsing

En nú ættum við að hafa lært okkar lexíu og eigum skýrslu í níu bind­um, ótal bæk­ur, greinar og dóma um hrun­ið, orsakir þess og afleið­ing­ar. Og á heims­vísu sjáum við að jafn­að­ar­stefnan vinnur á og miðjan í hinu póli­tíksa lit­rófi er að fær­ast aftur til vinstri. Nýjar stjórn­mála­hreyf­ingar sem kenna sig við félags­hyggju, svo sem Podemos á Spáni og Syr­iza í Grikk­landi, hafa átt miklu fylgi að fagna. Ann­ars­staðar virð­ast gömlu vinstri hreyf­ing­arnar vera að end­ur­nýja sig með afger­andi hætti. Nefna má kjör Jer­emy Cor­bins sem leið­toga Verka­manna­flokks­ins í Bret­landi og sögu­legan sigur Frjáls­lynda flokks­ins í Kanada undir for­ystu Justins Tru­deau þar sem lögð var áhersla á félags­leg gildi, rétt­læti, mannúð og jöfn­uð. 

En Sam­fylk­ingin sem var stofnuð árið 2000 til að sam­eina vinstri menn á Íslandi virð­ist hafa keyrt út í skurð, spólar þar í drull­unni og sekkur sífellt dýpra. Aðeins 8,2% kjós­enda myndu treysta sér til veita flokknum atkvæði sitt sam­kvæmt nýj­ustu könnun Frétta­blaðs­ins og sú útskýr­ing að Sam­fylk­ing­ar­menn sé líka að finna í Bjartri fram­tíð dugar ekki lengur því sá flokkur er einnig að hverfa með aðeins 2,9% fylgi.

Þetta ger­ist þrátt fyrir að stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ar­flokk­ana sé ekki upp á marga fiska og að flestir lands­menn séu jafn­að­ar­menn í hjarta sínu. Jón Gunnar Bern­burg, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, hefur rann­sakað við­horf Íslend­inga til ójöfn­uð­ar. Í könnun sem hann gerði eftir hrun kom fram að um 72% aðspurðra sögðu að ríkið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í sam­fé­lag­inu og yfir 80% var á þeirri skoðun að það væri órétt­látt að þeir tekju­háu gætu keypt sér aðgang að betri grunn­þjón­ustu. Við Íslend­ingar viljum sem sagt upp til hópa það sem kallað hefur verið nor­rænt vel­ferð­ar­sam­fé­lag. 

Það er ekk­ert und­ar­legt. Við þekkjum Norð­ur­löndin og okkur líður vel þar, skiljum tungu­málin og erum þar vel­kom­in. Íslands­sagan er sam­ofin þeirra sögu. Þau eru okkar næstu nágrannar og vin­ir. Þeim hefur vegnað vel, hin nor­rænu sam­fé­lög eru að mörgu leyti fyr­ir­mynd­ar­ríki á heims­vísu. Og þar hafa jafn­að­ar­menn löngum haldið um taumana.

Í kjöl­far krepp­unnar hefur umræða um jöfnuð og ójöfnuð farið á flug. Bent hefur verið á að rík­ustu 1% jarð­ar­búa eigi 99% af auði heims­ins. OECD hefur meira að segja full­yrt að mik­ill ójöfn­uður sé skað­legur og hamli bein­línis hag­vexti. Bæði AGS og Alþjóða­bank­inn hafa tekið undir þetta. Hag­fræð­ingar hafa einnig mælt gegn ójöfn­uði í meira mæli og einn þeirra, Thomas Piketty, telur ójöfnuð eina af orsökum fjár­málakrepp­unn­ar. Brauð­mola­kenn­ingin hefur því svo gott sem verið afsönn­uð. 

Allt þetta ætti að veita Sam­fylk­ing­unni, sem ekki fyrir svo löngu bætti orð­unum „Jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands“ við nafn sitt, byr undir báða vængi. En Sam­fylk­ingin spólar bara og spólar með Árna Pál undir stýri. Mann sem er eins og klipptur út úr dúkkulísu­bók Blairist­anna. 

En kemur okkur þetta eitt­hvað við? Öllum er frjálst að stofna sína eigin flokka. Getum við ekki bara öll kosið Pírata? 

Sam­fylk­ingin er með djúpar rætur og tengsl við verka­lýðs­hreyf­ing­una (sem virð­ist reyndar jafn­sof­andi og gagns­laus og flokk­ur­inn) og Sam­fylk­ingin gerir til­kall til þessa að vera jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands. Í litlu landi með fáa þing­menn og 5% þrösk­uld inn á þingið er ekki pláss fyrir annan jafn­að­ar­manna­flokk. En í núver­andi ástandi þar sem for­sæt­is­ráð­herra sendir óum­beðna fjár­styrki með SMS-­skeyt­um, fjár­mála­ráð­herra vill einka­væða bank­ana aftur við fyrsta tæki­færi, stjórn­ar­flokk­arnir hafa gleymt sér í auð­manna­dekri og for­maður fjár­laga­nefndar opnar varla munn­inn nema með hót­unum þurfum við sterkan jafn­að­ar­manna­flokk að nor­rænni fyr­ir­mynd með dassi af því nýja sem við höfum séð í stjórn­mál­unum á heims­vísu. Flokk sem stendur í lapp­irnar og gefur engan afslátt þegar kemur að rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði. Því er það ófyr­ir­gef­an­legur glæpur að Sam­fylk­ingin skuli vera svona lélegur flokk­ur. Ef Sam­fylk­ingin vill gera þjóð­inni gagn ætti hún annað hvort að leggja sig niður og rýma til fyrir almenni­legum flokki sem sömu yfir­lýstu mark­mið eða girða sig í brók og koma sér upp úr skurð­in­um. Lík­leg­ast virð­ist þó vera að flokk­ur­inn haldi áfram að spóla sig niður í fen­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None