Auglýsing

Árið 2005 sendi miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands frá sér ályktun um að tímabært væri að endurskoða hátíðarhöldin 1. maí. Kröfugangan væri barn síns tíma og stæði ekki undir væntingum félagsmanna. Í staðinn var stungið upp á víðtækri skemmtidagskrá í Laugardalshöllinni og frímiðum í húsdýragarðinn. Að lokum segir í ályktuninni: „Miðstjórn RSÍ leggur til að verkalýðshreyfingin sameinist ásamt Samtökum atvinnulífsins um að tekið verði upp það fyrirkomulag að ætíð verði frí fyrsta föstudag í maí í stað hins hefðbundna frídags 1. maí og hátíðarhöld flytjist yfir á þennan föstudag.“

Ályktunin fangar anda fyrirhrunsáranna með allt að því óhugnanlega nákvæmum hætti. Síðan þá höfum við farið ótal hringi í þeytivindunni. 

Á árunum fyrir hrun hölluðumst við mörg að því að tími harðrar stéttarbaráttu væri liðinn. Marx sagði á sínum tíma að öll barátta væri stéttabarátta og að ríkjandi öfl hvers tíma létu líta út fyrir að þeirra sérhagsmunir væru hagsmunir heildarinnar. En kommúnisminn var löngu fallinn og miðjan færðist til hægri. Jafnvægi einstaklingshyggju og félagshyggju riðlaðist og óheft nýfrjálshyggja með tilheyrandi einkavæðingu og afnámi eftirlits flæddi yfir samfélagið. Blair þótti flottur en kommarnir hallærislegir. Skiljanlega. Hver vill ekki þykkari sneið af kökunni? 

Auglýsing

En nú ættum við að hafa lært okkar lexíu og eigum skýrslu í níu bindum, ótal bækur, greinar og dóma um hrunið, orsakir þess og afleiðingar. Og á heimsvísu sjáum við að jafnaðarstefnan vinnur á og miðjan í hinu pólitíksa litrófi er að færast aftur til vinstri. Nýjar stjórnmálahreyfingar sem kenna sig við félagshyggju, svo sem Podemos á Spáni og Syriza í Grikklandi, hafa átt miklu fylgi að fagna. Annarsstaðar virðast gömlu vinstri hreyfingarnar vera að endurnýja sig með afgerandi hætti. Nefna má kjör Jeremy Corbins sem leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi og sögulegan sigur Frjálslynda flokksins í Kanada undir forystu Justins Trudeau þar sem lögð var áhersla á félagsleg gildi, réttlæti, mannúð og jöfnuð. 

En Samfylkingin sem var stofnuð árið 2000 til að sameina vinstri menn á Íslandi virðist hafa keyrt út í skurð, spólar þar í drullunni og sekkur sífellt dýpra. Aðeins 8,2% kjósenda myndu treysta sér til veita flokknum atkvæði sitt samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins og sú útskýring að Samfylkingarmenn sé líka að finna í Bjartri framtíð dugar ekki lengur því sá flokkur er einnig að hverfa með aðeins 2,9% fylgi.

Þetta gerist þrátt fyrir að stuðningur við ríkisstjórnarflokkana sé ekki upp á marga fiska og að flestir landsmenn séu jafnaðarmenn í hjarta sínu. Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, hefur rannsakað viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar. Í könnun sem hann gerði eftir hrun kom fram að um 72% aðspurðra sögðu að ríkið ætti að bera ábyrgð á því að jafna tekjumun í samfélaginu og yfir 80% var á þeirri skoðun að það væri óréttlátt að þeir tekjuháu gætu keypt sér aðgang að betri grunnþjónustu. Við Íslendingar viljum sem sagt upp til hópa það sem kallað hefur verið norrænt velferðarsamfélag. 

Það er ekkert undarlegt. Við þekkjum Norðurlöndin og okkur líður vel þar, skiljum tungumálin og erum þar velkomin. Íslandssagan er samofin þeirra sögu. Þau eru okkar næstu nágrannar og vinir. Þeim hefur vegnað vel, hin norrænu samfélög eru að mörgu leyti fyrirmyndarríki á heimsvísu. Og þar hafa jafnaðarmenn löngum haldið um taumana.

Í kjölfar kreppunnar hefur umræða um jöfnuð og ójöfnuð farið á flug. Bent hefur verið á að ríkustu 1% jarðarbúa eigi 99% af auði heimsins. OECD hefur meira að segja fullyrt að mikill ójöfnuður sé skaðlegur og hamli beinlínis hagvexti. Bæði AGS og Alþjóðabankinn hafa tekið undir þetta. Hagfræðingar hafa einnig mælt gegn ójöfnuði í meira mæli og einn þeirra, Thomas Piketty, telur ójöfnuð eina af orsökum fjármálakreppunnar. Brauðmolakenningin hefur því svo gott sem verið afsönnuð. 

Allt þetta ætti að veita Samfylkingunni, sem ekki fyrir svo löngu bætti orðunum „Jafnaðarmannaflokkur Íslands“ við nafn sitt, byr undir báða vængi. En Samfylkingin spólar bara og spólar með Árna Pál undir stýri. Mann sem er eins og klipptur út úr dúkkulísubók Blairistanna. 

En kemur okkur þetta eitthvað við? Öllum er frjálst að stofna sína eigin flokka. Getum við ekki bara öll kosið Pírata? 

Samfylkingin er með djúpar rætur og tengsl við verkalýðshreyfinguna (sem virðist reyndar jafnsofandi og gagnslaus og flokkurinn) og Samfylkingin gerir tilkall til þessa að vera jafnaðarmannaflokkur Íslands. Í litlu landi með fáa þingmenn og 5% þröskuld inn á þingið er ekki pláss fyrir annan jafnaðarmannaflokk. En í núverandi ástandi þar sem forsætisráðherra sendir óumbeðna fjárstyrki með SMS-skeytum, fjármálaráðherra vill einkavæða bankana aftur við fyrsta tækifæri, stjórnarflokkarnir hafa gleymt sér í auðmannadekri og formaður fjárlaganefndar opnar varla munninn nema með hótunum þurfum við sterkan jafnaðarmannaflokk að norrænni fyrirmynd með dassi af því nýja sem við höfum séð í stjórnmálunum á heimsvísu. Flokk sem stendur í lappirnar og gefur engan afslátt þegar kemur að réttlæti, sanngirni og lýðræði. Því er það ófyrirgefanlegur glæpur að Samfylkingin skuli vera svona lélegur flokkur. Ef Samfylkingin vill gera þjóðinni gagn ætti hún annað hvort að leggja sig niður og rýma til fyrir almennilegum flokki sem sömu yfirlýstu markmið eða girða sig í brók og koma sér upp úr skurðinum. Líklegast virðist þó vera að flokkurinn haldi áfram að spóla sig niður í fenið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiSleggjan
None