Auglýsing

Ég átti reglu­lega draum­kenndar sam­ræður í háskóla­námi um hvaða tíma­bil í mann­kyns­sög­unni hafi verið áhuga­verð­ast. Hvenær hefði verið áhuga­verð­ast að lifa? Var það þegar eim­reiðin ruddi sér til rúms? Á tímum frönsku bylt­ing­ar­inn­ar? Þegar hetjur riðu um hér­uð? Eða þegar Lincoln frels­aði þræl­ana? Fljótt á litið virð­ist sem sögu­bæk­urnar hafi að geyma áhuga­verð­ari og umbrota­sam­ari tíma en þá sem á eftir munu kom­a. 

Þessar vanga­veltur voru auð­vitað ekk­ert sér­stak­lega raun­hæf­ar. Við gerðum í kirsu­berja­tínslu okkar um sög­una að sjálf­sögðu ráð fyrir að við værum þokka­lega efn­að­ir, skjanna­hvítir karl­menn, að minnsta kosti í efri milli­stétt þess tíma. Og í því liggur svarið auð­vitað að miklu leyti.

Fyrir ára­tug varð ég lif­andi dæmi þess að krafta­verkin sem tækni­fram­farir og hag­sæld hafa skapað okkur slá allar vanga­veltur um þetta út af borð­inu.

Auglýsing

Skömmu fyrir 18 ára afmælið mitt greip um sig heift­ar­leg maga­kveisa á æsku­heim­il­inu. Fjöl­skyldan lagð­ist öll fyrir með til­heyr­andi upp­köstum og óhugn­aði. Nema ég. Ég leið að vísu vít­isk­valir sem áttu upp­tök sín neð­ar­lega hægra megin í kvið­ar­hol­inu, en upp­köstin létu á sér standa.

Á þriðja degi var mér hætt að vera um sel. Eftir nokkrar for­tölur tók hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur­inn mamma þá ákvörðun að það væri óvit­laust að fara með mig í skoðun á heilsu­gæslu. Mín­útum eftir að ég komst undir lækn­is­hendur var ég í sjúkra­bíl á leið­inni á skurð­ar­borð­ið. Botn­lang­inn var við það að lið­ast í sund­ur. Lækn­ir­inn sem skar mig upp sagði eftir á að það væri áhættu­þáttur fyrir börn að eiga for­eldra í heil­brigð­is­stétt. Móðir minni til varnar þá birt­ust þján­ingar mínar með sama hætti og hefð­bundin maga­kveisa á amfetamín­ster­um.

Botn­lang­inn var því fjar­lægður með gamla lag­inu því hann var of tættur til að hægt væri að ná honum út með nýtísku­að­ferð­um. Í stað­inn fékk ég víga­legt ör á kvið­inn. Mér til mik­illar lukku fékk ég að liggja á Barna­spít­al­an­um, þar sem við pabbi horfðum meðal ann­ars á aðra mynd­ina í þrí­leiknum um Guð­föð­ur­inn. Þetta var í mars og eina nótt­ina tók vorið sér frí, því það kyngdi niður risa­vöxnum snjó­kornum sem lýst­ust upp í birt­unni frá ljósa­staur neð­ar­lega við Bar­óns­stíg, ekki ólíkt því sem gerð­ist þegar snjó­aði nýlega þennan eina vetr­ar­dag á þessu mildasta haust í manna minn­um.

Eftir spít­ala­vist­ina var ljóst að ekki var allt með felldu því mér leið ennþá hræði­lega. Ég var því lagður aftur inn, nú með sýkla­lyf í æð í tæpar tvær vik­ur, því botn­lang­inn hafði ákveðið að dæla ein­hverjum við­bjóði um lík­amann áður en honum var útrýmt.

Á þessum tíma var ég eigna­laus sonur úthverfa­hjóna í milli­stétt. Og lífi mínu var bjargað eins og hendi væri veif­að. Eigna­laus sonur úthverfa­hjóna í milli­stétt í París á 17. öld hefði fengið aðra með­ferð, senni­lega eitt­hvað í ætt við: „Hérna, drekktu þessa kon­íaks­flösku. Þá hætt­irðu að finna til. Og von­aðu að þú vaknir ekki aft­ur.“ Meira að segja einn valda­mesti og auð­ug­asti maður síns tíma, Loð­vík 14, hefði mátt sín lít­ils með alla heims­ins lækna sér við hlið í bar­átt­unni við veik­indi sem í dag þykja ekk­ert til­töku­mál. Alla­vega á vest­ur­hveli jarð­ar.

Í þessu liggur senni­lega hluti svars­ins. Við höfum aldrei upp­lifað jafn blóm­lega og áhuga­verða tíma og dag­inn í dag. Ekki nóg með að tækni­fram­farir hafi opnað fyrir okkur dyr sem við vissum nýlega ekki af, heldur hefur senni­lega aldrei verið skárra að fæð­ast inn í þennan heim sem eitt­hvað annað en þokka­lega efn­að­ur, hvít­ur, gagn­kyn­hneigður karl­mað­ur. For­stjóri eins verð­mætasta fyr­ir­tækis í heimi er sam­kyn­hneigður og kansl­ari Þýska­lands er kona.

Tækni­fram­farir hafa og munu á kom­andi árum færa okkur á ótrú­lega staði. Aldrei áður höfum við staðið frammi fyrir jafn­mörgum tæki­færum og mögu­leikum og akkúrat í dag. En það þýðir ekki að okkar bíði ekki áskor­an­ir.



Atburðir und­an­far­inna vikna, mis­kunn­ar­lausar hryðju­verja­árásir á óbreytta borg­ara, minna okkur samt með óhugn­an­legum hætti á að það er mun auð­veld­ara að rífa niður og eyði­leggja en að skapa og byggja upp. Á þessum áhuga­verðusta tímum mann­kyns­sög­unnar þurfum við eftir sem áður að takast á við flókin og erfið vanda­mál þar sem lausn­irnar verða í besta falli óljós­ar.

Fyrstu við­brögðin við voða­verk­unum eru eðli­lega ótti og í kjöl­farið reiði. Að láta undan slíkum frum­hvötum leiðir okkur ekk­ert nema dýpra ofan í hol­una. Stærri og fleiri sprengjur sem vest­ur­veldin munu varpa í átt­ina að Daesh, í þeirri von að hitta eitt­hvað annað en óbreytta borg­ara, munu ekki gera annað en að gera vand­ann stærri og flókn­ari.

Milli þess sem 18 ára ég horfði á kvik­myndir um ítalskar glæpaklíkur í Banda­ríkj­unum fylgd­ist ég með fréttum af því að Banda­ríkja­her hafði sprengt í tætlur Abu Musab al-Z­arqawi, eitt höfuð al-Qa­eda hýdrunn­ar. Vonir stóðu til að það myndi draga úr ofbeldi í Írak. Það gerði það kannski um stund, en ofbeldi leiðir bara til meira ofbeld­is. Sýr­land verður ekki sprengt aftur á réttan kjöl.

Á þess­ari stundu bíður 18 ára drengur dauð­ans í flótta­manna­búðum vegna botn­langa­kasts. Hann fær ekki einu sinni kon­íak. Lausnin er að tryggja að fólk geti lifað því lífi sem það kýs í heima­landi sínu, laust við stöðugan ótta og þurfi ekki að hrekj­ast á flótta. 2.000 punda sprengjur eru engin bót á sprungnum botn­langa - jafn­vel þótt á þær sé krotað „fyrir Par­ís“.

Skamm­sýn loft­árása­her­ferð og tíma­bund­inn land­hern­aður í kjöl­farið mun engu skila nema meiri þján­ing­um, öðru Abu Ghraib og Guant­ana­mo, með til­heyr­andi upp­gangi nýrra öfga­sam­taka. Eina lausnin er friður og áfram­hald­andi fram­þró­un. Þannig verður morg­un­dag­ur­inn enn áhuga­verð­ari en dag­ur­inn í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None