Að horfast í augu við hið mannlega

Auglýsing

Þeir koma inn tveir sam­an. Annar áber­andi hávax­inn en hinn nær félaga sínum varla í öxl. Sá hávaxni er með fín­gerðan hýj­ung á efri vör­inni. Hlut­föllin öll skökk eins og oft vill verða með ung­linga. Hann lítur var­færn­is­lega á mig meðan ég skrái niður helstu upp­lýs­ing­ar. Hann er sextán ára, fæddur 1999. Ef hann hefði fæðst á Íslandi væri hann nú á fyrsta ári í mennta­skóla. Sæti eflaust á upp­hit­uðu bóka­safni með kvíða­hnút í mag­anum yfir jóla­prófi í stærð­fræði. En hann er ekki fæddur á Íslandi. Hann er Afgani. Í stað þess að læra fyrir próf er hann staddur í dag­setri fyrir hæl­is­leit­endur í Brus­sel. Félag­arnir tveir eru ekki einir um að koma án fylgdar full­orð­inna. Hund­ruð þeirra sem mæta í dag­setrið eru börn og ung­ling­ar. Milli jan­úar og sept­em­ber á þessu ári höfðu 214 þús­und börn sótt um hæli innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Tug­þús­undir þess­ara barna eru ekki í fylgd full­orð­inna. 

Frá því ég flutti til Brus­sel í haust hafði ég lengi ætlað mér að taka þátt sem sjálf­boða­liði til að aðstoða hæl­is­leit­endur en alltaf fundið ein­hverja átyllu fyrir að fara seinna. Þar til í síð­ustu viku. Allt í einu var ég komin í gamla vöru­skemmu sem hópur almennra borg­ara gerði að sam­komu­stað fyrir hæl­is­leit­end­ur. Í alltof stórum hvítum stutt­erma­bol sem á stóð stórum stöfum Flótta­menn vel­komnir. Setrið er opið yfir dag­inn og þangað geta hæl­is­leit­endur komið og fengið mat, lækn­is­hjálp og fatn­að. Hér vinna almennir borg­arar og hæl­is­leit­endur hlið við hlið sem sjálf­boða­liðar og ganga í öll verk til að tryggja að setrið geti verið hæl­is­leit­endum vísir að ein­hvers­konar heim­ili. Þeir hæl­is­leit­endur sem eru sjálf­boða­liðar halda í raun starf­sem­inni gang­andi þar sem þeir túlka fyrir þá sem hvorki tala frönsku né ensku.

Þar sem ég vanda mig við að brjóta saman agn­arsmáar sam­fellur kemur til mín 21 árs Sýr­lend­ing­ur. Hann er kvíð­inn. Eftir tvo daga fer hann í sitt þriðja við­tal um vega­bréfs­á­rit­un, en ákvörðun var frestað í fyrri skiptin tvö. Ég býðst til þess að hjálpa honum að und­ir­búa sig en hann afþakkar pent. Brosir glettn­is­lega og seg­ist hafa und­ir­búið sig svo vel fyrir hin tvö við­tölin að nú ætli hann að prófa nýja aðferð – und­ir­búa sig ekki neitt og vona að það virki. Það er kannski ágætt að hann afþakk­aði hjálpina, hugsa ég með sjálfri mér, ég hef ekki hug­mynd um hvernig maður sann­færir yfir­völd um að maður eigi skilið mögu­leika á bjart­ari fram­tíð. 

Auglýsing

Glæp­ur­inn að vilja mann­sæm­andi líf

Sam­kvæmt alþjóð­legum mann­rétt­inda­sátt­málum og Evr­ópusátt­mál­anum er Belgíu skylt að tryggja grund­vall­ar­mann­rétt­indi hæl­is­leit­enda, svo sem húsa­skjól og mat. Belgísk stjórn­völd líta hins­vegar svo á að sú skylda taki ekki gildi fyrr en eftir að við­kom­andi er skráður sem hæl­is­leit­andi. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna hefur bent á að þar með brjóti Belgía grunn­rétt­indi þeirra sem þangað koma, því fólk getur þurft að bíða í margar vikur eftir því að mega sækja um hæli. Þeirra á meðal eru börn og ung­ling­ar, en í októ­ber einum saman komu yfir 6.000 hæl­is­leit­endur til Belgíu eða 1500 í viku hverri. Fæstir hafa í nokkur hús að venda meðan þeir bíða eftir að kom­ast inn í kerf­ið. 

Víða í Evr­ópu hefur almenn­ingur gripið í taumana þegar kerfið hefur brugð­ist. Upp spretta þrýsti­hópar sem hafa að mark­miði að knýja fram heild­stæða kerf­is­breyt­ingu. Aðrir taka sig saman og koma upp ein­hvers­konar aðstöðu svo að hæl­is­leit­endur hafi ein­hvern sama­stað. Þó það sé ekki nema að mæta í per­sónu og við­ur­kenna mann­lega til­vist þessa fólks og þá erf­ið­leika sem það hefur gengið í gegn­um. 

Það er gleði í sjálf­boða­liða­hópnum þegar við göngum út í svalt des­em­berkvöldið og læsum dag­setr­inu á eftir okk­ur. Eftir mikla vinnu tókst að finna gist­ingu fyrir alla þá sem til okkar leit­uðu. Þar á meðal voru ung kona með dætur sínar tvær og eldri föður sem og hópur fjög­urra ung­lings­drengja. En þar sem við stöndum saman á tröpp­unum og fögnum vel heppn­uðum degi verður mun­ur­inn á til­vist okkar nístandi skýr. Helm­ingur sjálf­boða­lið­anna fer nú heim til sín, skríður upp í eigið rúm og stjórnar því sjálfur hvenær hann mætir næst. Hinn helm­ing­ur­inn eru hæl­is­leit­end­ur. Þeir fara nú í svefn­skála Rauða Kross­ins þar sem eru dýnur fyrir um 500 manns í opnu rými. Það er þeirra veru­leiki. Það er svo undir Evr­ópu­búum komið að ákveða hvort við gerum þeim kleift að gera okkar veru­leika að sín­um. 

Fram­haldið er í okkar höndum

Áætlað er að fyrsti hópur sýr­lenskra flótta­manna komi til Íslands um miðjan jan­ú­ar. Nicole Dubus, sér­fræð­ingur í mót­töku flótta­fólks sagði nýlega í fréttum RÚV að Ísland hefði umfram aðrar þjóðir mikla burði og sögu­legt tæki­færi til að gera betur en önnur ríki. Við höfum tæki­færi til þess að gera það sem öðrum hefur ekki tek­ist -  að taka utan um flótta­menn sem til okkar koma með hlýju, vel­vild og lang­tíma­á­ætl­unum strax frá fyrsta degi. Ein­stakt tæki­færi fyrir þjóð­ina sem elskar að standa sig best á heims­mæli­kvarða. 

Íslenskir stjórn­mála­menn vita ekki frekar en aðrir þjóð­ar­leið­togar hvaða áhrif það mun hafa  á íslenskt sam­fé­lag að taka við fjölda flótta­fólks. Sumir almennir borg­arar fyll­ast kvíða yfir mögu­legum menn­ing­ar­á­rekstr­um. En við megum ekki gleyma að þetta snýst um mann­eskj­ur. Hver og einn flótta­maður er að biðja um tæki­færi á mann­sæm­andi lífi. Flótta­menn sem komnir eru alla leið til Íslands hafa yfir­stigið ótrú­leg­ustu hindr­an­ir, ann­ars hefðu þeir ekki kom­ist á leið­ar­enda. Sann­leik­ur­inn er sá að við stöndum frammi fyrir breyttri Evr­ópu. Á meðan við hugum að stóru mynd­inni þurfum við að beita okkur í nærum­hverf­inu. Þar getur hver og einn haft áhrif. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None