Forsætisráðherrann sem toppaði allt

Auglýsing

Næst þegar bók eftir mig fær slæma gagn­rýni fyrir slæ­leg vinnu­brögð ætla ég að bregð­ast skjótt við og skrifa langa grein um allt það sem ég hafi einu sinni heyrt um við­kom­andi gagn­rýn­anda í boði ein­hvers staðar austur eða vestur í bæ. Ég mun iða í sæt­inu af innri ánægju, eins konar and­legri full­nægju, meðan ég fróa sjálfri mér með því að tína til hitt og þetta sem mig minn­ir, þrátt fyrir rós­rauða áfeng­is­þok­una, að ein­hver hafi sagt þarna í boð­inu um gagn­rýn­and­ann. 

Sagði ekki ein­hver að hann væri algjör topp­ari, maður sem þyrfti alltaf að toppa síð­asta ræðu­mann? Hann reyndi meira að segja að toppa mig þarna í boð­inu, nán­ast eins og hann vildi þurrka burt þá stað­reynd að ég hef ýmis­legt – já, raunar ansi margt, gott ef ekki meira en flestir – til mál­anna að leggja. Ég er ekki frá því að hann sé ann­að­hvort með bull­andi minni­mátt­ar­kennd gagn­vart snilli minni eða hrein­lega ... já, hrein­lega, að hann beri til mín kyn­ferð­is­legar kennd­ir. Því af hverju ætti hann ann­ars að pota stöðugt í það sem ég segi og geri?

Topp­ar­inn! 

Auglýsing

Því­lík glimr­andi orð­heppni. Fólk á eftir að engj­ast um af hlátri og skála fyrir mér í hug­an­um. Ef mér verður þá ekki um megn að klára grein­ina eftir annan eins hápunkt.

Ævin­týra­legt upp­á­tæki

Að öllu gríni slepptu þá beið ég þess í ofvæni að topp­ara-­grein núver­andi for­sæt­is­ráð­herra um Kára Stef­áns­son fengi sinn sess í ára­mótaskaup­inu. Ósköp ein­fald­lega vegna þess að upp­á­tækið topp­aði svo mörg önnur óskilj­an­leg upp­á­tæki í stjórn­ar­ráð­inu síð­ast­liðin ár. Það var svo ein­stakt að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hlýtur óneit­an­lega að telj­ast vera topp­ari árs­ins 2015. 

Til­tækið er svo und­urfurðu­legt að ég er viss um að annað eins myndi fljótt afla stjórn­mála­manni frægðar í ýmsum öðrum lönd­um. Ég á erfitt með að ímynda mér Ang­elu Merkel svara gagn­rýni borg­ara á inn­viði sam­fé­lags­ins með opin­berri níð­grein um hvað ónefndir og jafn­vel rall­hálfir kunn­ingjar hennar hafi eitt sinn sagt um téðan borg­ara í boði ein­hver staðar í iðrum Mitte. 

For­sæt­is­ráð­herra Íslands lagð­ist svo lágt að svara gagn­rýni vís­inda­manns og hámennt­aðs læknis á heil­brigð­is­kerfið með rógi og dylgjum um þann sem skrifað hafði grein­ina. Athæfi sem segir óþægi­lega margt um hann sjálfan, fyrir nú utan það að greinin var með því kjána­legra sem sést hefur á prenti á Íslandi og er þó af nógu að taka. 

Rödd þjóðar

Á sama tíma og for­sæt­is­ráð­herr­ann skemmtir sér við að níða skó­inn af þeim sem gagn­rýna stofn­anir og fjár­lögin berst Rík­is­út­varpið í bökk­um, stofn­unin sem á að verja okk­ur, alla þjóð­ina, fyrir mis­vitrum stjórn­mála­mönnum með því að vera sá staður þar sem allar raddir fá að mæt­ast í einni rödd: Rödd þjóð­ar. 

Rödd Kára Stef­áns­sonar er ein af þessum ótelj­andi röddum sem þurfa að fá að heyrast, rétt eins og rödd Bjarkar Guð­munds­dóttur sem fékk að heyra að hún væri grun­sam­lega dauf til augn­anna þegar hún gagn­rýndi aðfarir valda­fólks í nátt­úru Íslands. 

Svar rík­is­stjórnar Íslands er ósköp ein­falt: Á Íslandi er allt í fínu standi, ef ein­hver efast um það er við­kom­andi ann­að­hvort dópisti eða takt­laus topp­ari í partí­um.

Að útrýma röddum

Satt að segja held ég að þessi aðferð ráða­manna til að þagga niður í óþægi­legum röddum geri ekk­ert nema efla bæði Björk og Kára til frek­ari dáða – og ugg­laust ýmsa aðra. En á móti kemur að skila­boðin eru þessi: Ef þú ætlar að gagn­rýna rík­is­stjórn­ina færð þú að heyra ýmis­legt óþægi­legt um þig. 

Því skal engan undra að þessir sömu ráða­menn sjái svart þegar pall­borð almenn­ings, Rík­is­út­varp­ið, ber á góma. Hlut­laus vett­vangur fyrir sam­tal þjóðar jafn­gildir nefni­lega áróð­ursmask­ínu í hugum þeirra. Allt sem á ekki rekstur sinn undir pen­ingamask­ínum Fram­sókn­ar­flokks­ins og Sjálf­stæð­is­flokks­ins er áróður gegn þeim sem þola ekk­ert nema fjöl­miðla sem eru reiðu­búnir til að selja ömmu sína, aftur og aft­ur, svo Sig­mundur Davíð geti setið áfram í stjórn­ar­ráð­inu og dundað sér við að skrifa hver hafi sagt hvað um hvern í einu af öllum þessum partíum sem hann hefur ein­hvern tím­ann farið í. 

Hvernig sam­fé­lag viljum við vera?

Við stöndum á tíma­mót­um, nauð­beygð til að taka afstöð­u. 

Ætlum við að búa í sam­fé­lagi þar sem allar raddir þora að láta í sér heyra og hafa til þess vett­vang? Ætlum við að búa í sam­fé­lagi þar sem allir sjúkir, fatl­aðir og aldr­aðir geta treyst á að hljóta góða lækn­is­þjón­ustu; bestu mögu­legu fag­mennsku, mann­sæm­andi tækja­búnað og lyf á pari við það sem gengur og ger­ist í nágranna­löndum okk­ar? Ætlum við að umgang­ast nátt­úru Íslands af virð­ingu eða nýta allar hennar auð­lindir til að fjár­magna Reykja­vík­ur­bréf Morg­un­blaðs­ins?

Þessi mál virð­ast í fljótu bragði óskyld en þau eru nátengd. Þau snú­ast um stoðir sam­fé­lags­ins. Ef þeir sem fara með völdin eru virki­lega svo óskamm­feilnir og skamm­sýnir að níð­ast á fjöl­miðlum og fólki sem gagn­rýnir stofn­anir sam­fé­lags­ins, þá er hætt við að einn dag­inn verði ekk­ert eftir á Íslandi nema ein stór ver­búð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None