Ég vil að veik börn á landsbyggðinni deyi

Auglýsing

Ef útskýra þarf fyrir erlendum gestum hvað það er sem hreyfir mest við Íslend­ingum þegar kemur að mál­efnum líð­andi stundar er svarið ein­falt. Það er ekki staðan í heil­brigð­is­kerf­inu, fátækt, mis­skipt­ing gæða, óþol­andi staða í hús­næð­is­mál­um, endu­r­einka­væð­ing fjár­mála­stofn­ana, greiðsla fyrir nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­lindra eða hvort skemma eigi fleiri land­svæði með virkj­un­um. Það er ekki einu sinni spurn­ingin um hvort Ísland eigi að ganga í Evr­ópu­sam­band­ið, hún er aðeins rædd á flokks­skrif­stofu Fram­sókn­ar­flokks­ins þessa dag­ana, en þar á bæ ótt­ast menn ekk­ert meira. Nei, það sem er stærsta hreyfi­afl íslenskrar umræðu er mal­bikuð ræma í Vatns­mýr­inni, ein flug­braut af þrem­ur, þriðja flug­braut­in.

Þegar kemur að þeirri spurn­ingu hvort flug­völlur eigi að vera áfram í Vatns­mýr­inni hverfur allt sem heitir yfir­vegun og stór skammtur af skyn­sem­inni fer með. Þeir sem vilja nýta það mikla land­flæmi sem er í Vatns­mýr­inni í annað en flug­tök og lend­ingar eru á móti lands­byggð­inni, þeir vilja stefna heilsu lands­byggð­ar­fólks í voða, þeir vilja að veik börn á lands­byggð­inni deyi.

Nú er ég lands­byggð­ar­tútta að upp­lagi, tíu af fyrstu 14 árum ævi minnar bjó ég á Dal­vík og Siglu­firði og hef mik­inn skiln­ing á sjón­ar­miðum þeirra sem búa ekki á höf­uð­borg­ar­svæð­inni. Þau sjón­ar­mið eru reyndar á engan hátt eins­leit, eins og sumir vilja ætla, það er ekki þannig að þegar komið er í gegnum Hval­fjarð­ar­göng hugsi allir eins. En þeir sem tjá sig um Reykja­vík­ur­flug­völl telja sig hins vegar hand­hafa hins stóra sann­leika þegar kemur að sjón­ar­miðum ansi stórs hluta þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Stundum er ekki annað hægt en hrista haus­inn yfir umræð­unni og þeir sem hvað hæst láta þegar kemur að þriðju flug­braut­inni ættu að hafa í huga að oflof er háð og oflast lof. Þetta er ein­fald­lega mál þar sem fólk er með ólík sjón­ar­mið, án þess að það þýði að annar hóp­ur­inn yppti öxlum yfir lífi og heilsu hins.

Hávær­ustu rökin fyrir bless­aðri þriðju flug­braut­inni er nálægðin við Land­spít­al­ann. Nú er það reyndar þannig að annar rík­is­stjórn­ar­flokk­ur­inn vill færa Land­spít­al­ann og byggja upp nýtt hátækni­sjúkra­hús ein­hvers stað­ar, ég veit ekki alveg hvar. Það hlýtur vænt­an­lega að þýða að þriðja brautin fylgi með, eða hvað? Eða eru menn sáttir við að flug­völl­ur­inn fari ef spít­al­inn fer?

Haf­andi búið á Norð­ur­landi og þekkj­andi fólk all­staðar að af land­inu veit ég að ansi víða býr fólk við þær aðstæður að ef það veik­ist þarf að flytja það um langan veg áður en á sjúkra­hús er kom­ið. Það er auð­vitað alvar­legt mál, en hluti af mun stærra máli sem er almenn þjón­usta á lands­byggð­inni og ábyrgðin er stjórn­valda, ekki borg­ar­stjórnar Reykja­víkur heldur rík­is­stjórnar og Alþing­is. Þar hefur köldu raun­sæi verið beitt og kostn­að­ar­mati, ákveðin þjón­usta er aðeins veitt þar sem búa fleiri en x manns, og vand­séð hvernig hægt er að gera það öðru­vísi. Það raun­sæi er hins vegar víðs­fjarri þegar kemur að mál­efnum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar; þar viltu annað hvort bjarga manns­lífum eða ekki.

Kæri borg­ar­stjóri, Dagur B. Egg­erts­son, (hér mundi ég tagga þig ef ég væri að skrifa á Face­book), hér er hug­mynd til þín frá mér: Hvernig væri ef borg­ar­stjórn gæfi bara eina þyrlu í hvern lands­fjórð­ung svo tryggja mætti sjúkra­flug betur (svona þar sem heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórn virð­ast ekki telja það sitt mál). Vissu­lega kostar það mik­ið, en sú upp­hæð er dropi í hafið þegar kemur að ávinn­ingnum af því að byggja upp í Vatns­mýr­inn­i. 

Reyndin er hins vegar sú að þeir sem vilja flug­völl­inn burt úr Vatns­mýr­inni eru ein­fald­lega að horfa til fleiri þátta en nálægðar við spít­al­ann (sem kannski er að fara). Umhverf­is­sjón­ar­mið skipta þar miklu, það er umhverf­is­mál að teygja ekki enn frekar úr byggð­inni í Reykja­vík heldur þétta hana, enda­lausar raðir bíla á álags­tímum (sem alltaf eru að lengjast), spú­andi sínu eitri út í and­rúms­loft­ið. Það er mikið á sig leggj­andi til að draga úr því.

Þriðja braut­in. Með réttu ætti þetta að vera heiti á skáld­sögu eftir Yrsu Sig­urð­ar­dótt­ur, en þetta er orðið helsta bar­áttu­mál stórs hluta lands­manna. Og reyndar ekki, því þeir hafa gengið svo langt að nú er búið að skella á mal­biks­ræmuna við­eig­andi heiti sem hæfir Alistair MacLean: Neyð­ar­braut­in.

Skoðum nú í róleg­heit­unum hvað er skyn­sam­leg­ast að gera í þessu eilífð­ar­máli þarna í Vatns­mýr­inni. Ef hægt er að finna flug­vell­inum annan stað, þá er hið besta mál að flytja hann, nægur er ávinn­ing­ur­inn. Nú ef þetta er eina svæðið þar sem hægt er að lenda fug­vélum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá er málið dautt.

P.s. Ég vil í raun ekki að veik börn á lands­byggð­inni deyi. Þeir sem telja að hjartað í Vatns­mýr­ini slái undir mal­bik­aðri lend­ing­ar­ræmu munu hins vegar lesa það út úr þessum pistli og sanna þar með mál mitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None