Vonlausi frændinn sem vill ekki fullorðnast

Auglýsing

Fyrir áhuga­fólk um mann­legt eðli hefur verið hreinn unaður að fylgj­ast með við­brögðum ráð­herra við und­ir­skrift­ar­söfnun Kára Stef­áns­son­ar. Framan af ein­kennd­ust við­brögðin af hroka og hálf­kær­ingi, hver væri Kári að láta eins og honum kæmi málið eitt­hvað við, ekki er hann einn af vel gerðum ráða­mönnum þessa lands! En eftir því sem fleiri skrifa undir hjá Kára hafa ráð­herr­arnir séð sitt óvænna og þurfa að taka á þess­ari óværu með öðrum hætti. Kári er eins og fulli gaur­inn á Dylan-tón­leikum sem heimtar stöðugt Blowing in the Wind, fyrst einn og hjáróma en með ein­skærri stað­festu tekst honum að fá hálfan sal­inn til að hrópa með sér. Og við því þarf að bregð­ast.

Kári er vinur minn

Auð­mýktin er ekki sterkasta hlið ráð­herr­anna okk­ar. Þeir eiga ein­fald­lega mjög erfitt með það þegar ein­hver er þeim ósam­mála, hvað þá ef við­kom­andi skrifar ekki upp á að Ísland undir stjórn Sig­mundar Dav­íðs, Bjarna og kó sé besta land í heimi, að jafn­vel mætti gera eitt­hvað öðru­vísi í land­stjórn­inni. Ef gagn­rýn­and­inn er úr öðrum stjórn­mála­flokki má bóka að honum er mætt með vísun í hvað hann og hans flokkur hafi nú gert ein­hvern tíma, eða ekki gert, eða hafi ekki talað um að gera, sem sé nú aldeilis ekki skárra, raunar umtals­vert verra, en það sem ráð­herrar séu sak­aðir fyr­ir. En í til­felli Kára versnar staðan og því hafa ráð­herr­arnir þurft að grípa til nýrra vopna.

Og þá versnar mál­ið, því þá þarf að taka sjálf­stýr­ing­una af.

Auglýsing

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, ráð­herra heil­brigð­is­mála, hefur tekið þann pól­inn í hæð­ina að vera hæstá­nægður með und­ir­skrifta­söfn­un­ina. Það er nokkuð djörf áætl­un, ekki síst í því ljósi að hann ber ábyrgð á mála­flokknum og und­ir­skrifta­söfn­unin snýst jú um að honum hafi ekki verið stýrt nægi­lega vel.

„Þetta styrkir mig að sjálf­sögðu í þeirri vinnu sem mér ber að sinna til að leita leiða til að fjár­magna heil­brigð­is­þjón­ust­una,” sagði Krist­ján Þór í sam­tali við Kjarn­ann á dög­un­um. „Og söfn­unin und­ir­strikar þá alvöru sem er í umræð­unni um þennan mála­flokk.”

Látum vera að það hafi þurft und­ir­skriftir tug­þús­unda til að ráð­herra heil­brigð­is­mála átt­aði sig á alvör­unni sem er í umræð­unni um þann mála­flokk. Hitt er öllu athygl­is­verð­ara hvað Krist­ján tekur und­ir­skrift­ar­söfn­un­inni fagn­andi. Fyrst söfn­unin styrkir hann í bar­átt­unni fyrir mála­flokk­inn hlýtur honum að vera akkur í að söfn­unin verði sem fjöl­menn­ust. Þeim mun fleiri und­ir­skrift­ir, þeim mun meiri styrk­ur.

Í raun er ráð­herra heil­brigð­is­mála að hvetja sem flesta til að skrifa undir und­ir­skrift­ar­söfnun sem beint er gegn, eða til, ráð­herra heil­brigð­is­mála.

Verra var þó þegar Krist­ján Þór sagði á þingi í gær að ástandið í heil­brigð­is­málum yrði ekki lagað eins og hendi væri veif­að. Það vissu all­ir. En nú hefur Krist­ján Þór verið ráð­herra í bráðum þrjú ár og hann má vera heims­ins mesti veifiskati ef hann þarf þriggja ára ferli í að veifa hönd sinni.

Blautt þing­gólf

Bjarni Bene­dikts­son tók að ein­hverju leyti sama pól­inn í hæð­ina. Sagð­ist vera sam­mála Kára, nokkuð sem kall­aði bara á enn eina svar­grein­ina þar sem Kári hirti ráða­menn. Enda er það nátt­úru­lega galið að fjár­mála­ráð­herra, mað­ur­inn sem leggur fram fjár­lög hvers árs þar sem meðal ann­ars er kveðið á um fram­lög til heil­brigð­is­mála, seg­ist í raun sam­mála þeim sem vilja snar­auka útgjöld til heil­brigð­is­mála. Gerðu það þá, mað­ur, ef þú ert svona sam­mála.

Bjarni, og að nokkru leyti Krist­ján Þór, eru dálítið eins og mið­aldra kall sem reynir eftir fremsta megni að blanda geði við unga fólk­ið. Þeir eru ekki með nýj­ustu fra­sana, þeirra til­heyra annarri kyn­slóð, og þó bux­urnar séu þröngar á réttum stöðum og þeir kunni texta­brot með Júlí Heið­ari er þetta samt ekki alveg í lagi (þessi setn­ing er einmitt dæmi það sem um er rætt, þegar pistla­höf­undur reynir að lýsa því hvernig ungt fólk er, til að hæð­ast að öðrum sem reyna að líkj­ast því, án þess að vita það í raun sjálf­ur) og þó þeir hafi keypt þennan umgang á Austur þá vildu þeir helst vera í jakka­föt­unum sínum á Rót­ar­y-fund­i. 

End­ur­reisn­ar­tíma­bilið

Og svo er það Sig­mundur Dav­íð. Um hann má eyða mörgum orð­um, en engin þeirra kom­ast þó í hálf­kvist við það sem hann sjálfur seg­ir. Hann slær kald­hæðnisvopnin úr höndum allra, þar sem sú stað­reynd að hann er æðsti ráða­maður þjóð­ar­innar er hin full­komna kald­hæðni.

En á meðan ráða­menn munn­höggvast við Kára, þykj­ast vera sam­mála Kára, guma sig af því að hafa gert meira en Kári vill að þeir geri, eða reyna að gera grín að Kára - á meðan ráða­menn reyna sitt besta til að þjóðin heyri ekki hróp Kára um að þeir séu ekki í neinum fötum - þá þarf að koma sjúk­lingum fyrir á göngum og sal­ernum eða senda í önnur kjör­dæmi. 

Og sjúk­lingum er alveg sama um hvort ráða­menn eru snið­ugir í að díla við und­ir­skrift­ar­söfn­un­ina, þeir vilja að ráða­menn hætti að tala, eða stama, og komi sér að verki og end­ur­reisi heil­brigð­is­kerf­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None