Auglýsing

Refs­ing er sú þján­ing eða böl, sem rík­is­vald beitir þann, sem sekur er um refsi­vert brot, í þeim til­gangi m.a. að skapa manni þeim, er sætir við­ur­lög­um, sér­stakt aðhald um að fremja ekki afbrot að nýju, svo og til að skapa öðrum út í frá varnað í þessu efni.

Svo skil­greinir Ármann Snæv­arr heit­inn, fyrrum rektor Háskóla Íslands og Hæsta­rétt­ar­dóm­ari, refs­ingu. Stjórn­ar­skrá Íslands vísar til refs­inga en hvergi í íslenskum lögum er skil­greint hver til­gangur refs­inga sé. Settar hafa verið fram ýmsar kenn­ingar um gildi þess að beita refs­ingum og því meðal ann­ars haldið fram að nauð­syn­legt sé fyrir ríkið að geta refsað þeim sem brjóta gegn lögum til að við­halda þjóð­fé­lags­skip­an­inni. Líkt og í til­vitn­un­inni hér að ofan er því almennt haldið fram að áhrif refs­inga séu bæði sér­stök, þ.e. fæli þann sem brotið framdi frá því að brjóta af sér aft­ur, sem og almenn, þ.e. fæli menn almennt frá því að fremja afbrot. Reyndar benda fjöl­margar rann­sóknir um allan heim til þess að varn­að­ar­á­hrif jafn­vel stór­lega þyngdra refs­inga séu vart merkj­an­leg,  en það verður látið liggja á milli hluta að sinni. Umræða um við­horf til fanga og fyrrum fanga er að mörgu leyti eld­fim, ekki síst vegna þess að hver glæpur er ein­stakur og skilur eftir sig sár. Þá eru einnig til­vik þar sem mark­mið fang­els­is­vistar er hvorki betrun né mögu­leg varn­að­ar­á­hrif heldur er ástæðan sú hætta sem sam­fé­lag­inu stafar af við­kom­andi ein­stak­lingi. Í þessum pistli verður umræðan tak­mörkuð við þá fanga sem ekki telj­ast hættu­legir öðr­um.



Auglýsing

Áður fyrr voru teg­undir refs­inga mun fleiri en þær eru nú, og mátti til að mynda dæma menn til lík­ams­meið­ingar og dauða. Á Íslandi í dag er fang­els­is­vist mesta inn­grip í líf ein­stak­lings sem ríkið getur leyft sér. Víð­tæk sátt er um nauð­syn refs­inga í einni eða ann­ari mynd og refsi­kerfið svo sjálf­sagður hluti af sam­fé­lags­gerð­inni, að það gleym­ist oft hversu stór ákvörðun það er að svipta ein­stak­ling frelsi sínu. Þeim sem kvarta undan því að aðstæður í fang­elsum séu of góðar yfir­sést sú stað­reynd að þján­ing fang­ans á rætur í því að vera ekki frjáls ferða sinna svo mán­uð­um, árum eða jafn­vel ára­tugum skipt­ir. Í þeim aðstæðum er vel­ferð fang­ans á herðum sam­fé­lags­ins og því sjálf­sagt að gera vist­ina bæri­lega. 



Stjórn­mála- og rétt­ar­heim­spek­ing­ur­inn Joel Fein­berg leggur áherslu á að refs­ing sé tján­ing­ar­tæki rík­is­valds­ins sem feli í sér sam­fé­lags­lega for­dæm­ingu. Til þess að hegn­ing geti talist refs­ing þarf van­þóknun að vera lýst yfir með afger­andi hætti. Mann­legt sam­fé­lag hefur alla tíð for­dæmt þá sem brjóta gegn ríkj­andi lögum og eflaust má færa rök fyrir því að sam­fé­lag okkar hafi með tím­anum orðið skiln­ings­rík­ara gagn­vart aðdrag­anda og ástæðum glæp­sam­legra brota. En á sama tíma gera til­koma inter­nets­ins og sam­fé­lags­miðla það að verkum að aldrei hefur verið auð­veld­ara að kynda undir almennri for­dæm­ingu glæpa . Í slíkum heimi er nauð­syn­legt að spyrja hversu lengi á for­dæm­ing sam­fé­lags­ins að vara? 



Bannað að spyrja um saka­skrá í atvinnu­um­sóknum

Fangar eru oft kvíðnir þegar þeir losna úr fang­elsi, ekki síst vegna þess að þrátt fyrir að form­legri refs­ingu sé nú lokið tekur tekur óform­leg refs­ing sam­fé­lags­ins oft við í formi útskúf­unar og for­dóma. Þeir sem hafa afplánað dóm eiga laga­legan rétt á að verða aftur þátt­tak­endur í sam­fé­lag­inu. En hvers virði eru sam­fé­lags­leg rétt­indi - til dæmis að stunda vinnu og eiga þak yfir höf­uðið - ef aðrir sam­fé­lags­þegnar eru ekki til­búnir til að gera fyrrum föngum kleift að halda áfram með líf sitt? Í októ­ber síð­ast­liðnum bann­aði New York fylki í Banda­ríkj­unum að spurt væri í atvinnu­um­sóknum hvort við­kom­andi væri á saka­skrá. Þetta þýðir ekki að spurn­ingin megi ekki koma upp í ráðn­ing­ar­ferl­inu,  en bann­inu er ætlað að koma í veg fyrir að þeim sem brotið hafa af sér sé hafnað strax í upp­hafi ráðn­ing­ar­ferl­is­ins. Vonir standa til að kom­ist fólk lengra í ferl­inu séu aft­vinnu­rek­endur til­búnir til að athuga betur hvers eðlis glæp­ur­inn hafi verið og leiti jafn­vel útskýr­inga hjá við­kom­andi. Til að skýra eft­ir­far­andi umræðu er nauð­syn­legt að gera grein­ar­mun ann­ars­vegar á því að leyfa fyrrum föngum að lifa lífi sínu í friði fyrir kast­ljósi almenn­ings og hins­vegar  þeirri spurn­ingu hvað ein­stak­lingar geti sjálfir lagt af mörkum til að aðstoða fyrrum fanga við að koma undir sig fót­un­um. 



Í fyrra atrið­inu felst spurn­ing um hvort rétt­læt­an­legt sé að fyrrum fangar megi ávallt eiga á hættu að afbrot þeirra séu notuð gegn þeim í almennri umræðu, þótt þeir brjóti aldrei af sér aft­ur. Auð­vitað er sjálf­sagt að fjalla um fyrri glæpi ef grunur leikur á að við­kom­andi hafi brotið af sér á ný, en um leið getur það talist tvö­föld refs­ing ef sá sem einu sinni hefur brotið af sér getur aldrei um frjálst höfuð strokið af ótta við að for­tíðin sé dregin upp og rýrð þar með kastað á núver­andi störf. Slíkt veldur áfram­hald­andi þján­ingu þótt form­legri refs­ingu sé lok­ið, og getur hún varað ævi­lang­t. 



Seinna atriðið er tölu­vert flókn­ara, þar sem lausn vand­ans krefst breytni af hálfu rík­is­ins sem og ein­stakra þegna þess. Það er ómögu­legt og óraun­hæft að leggja þá skyldu á hvern ein­stak­ling að honum beri að aðstoða hvern fyrrum fanga í öllum til­fell­um. Á sama tíma er ákveðin firr­ing í því fólgin að segj­ast styðja rétt fanga til þess að koma undir sig fót­unum á ný en telja það vera á ábyrgð sam­fé­lags­ins en ekki manns sjálfs - því sam­fé­lagið er jú ekk­ert annað en sam­safn þegn­anna. Ríkið getur aðstoðað fyrrum fanga við aðlögun en það getur ekki skikkað sam­fé­lags­þegna til að mynda félags­legt stuðn­ings­net. Þar er brota­löm, fyrrum fangar og fjöl­skyldur þeirra ein­angr­ast félags­lega og eiga oft erfitt upp­dráttar í sínu nán­asta umhverfi. Þetta á ekki síst við í litlu sam­fé­lagi eins og Íslandi þar sem fréttir ber­ast fljótt manna á milli.



Helgar til­gang­ur­inn þján­ing­una? 

Að sýna öðrum skiln­ing getur verið erfitt. Raunar svo erfitt að það hefur verið umtals­efni heim­spek­inga og fræði­manna í árþús­und. Skiln­ingur á mis­gjörðum ann­arra kemur ekki af sjálfu sér, hann kallar á ákveðna breytni hjá hverjum og ein­um. Mann­eskjan er breysk og sú tví­hyggja, að fólk sé ann­að­hvort gott eða slæmt í eðli sínu, á sjaldn­ast við. Gott fólk gerir slæma hluti og það er ávinn­ingur sam­fé­lags­ins að fólk verði virkir sam­fé­lags­þegnar á ný að lok­inni refs­ing­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None