Auglýsing

„Þú verður að taka þátt ef þú vilt ekki að frændur okkar Norð­menn hirði lottópott­inn rétt eins og þeir hirtu alla olí­u­na!“ sagði ósann­fær­andi útvarps­aug­lýs­inga­kall­inn allt of hátt þegar ég skrúf­aði frá útvarp­inu og fór á fæt­ur. Merki­legt hvað lottó­aug­lýsendur eru ósam­kvæmir sjálfum sér, hugs­aði ég á móti. Einn dag­inn á ég að kaupa lottó til að styrkja íslenskt afreks­fólk en þann næsta til að draga úr líkum á að ein­hver annar vinni. Ég er kannski mála­deild­ar­stúd­ent en ég veit að þátt­taka mín í þessu lottói hefði nán­ast ekk­ert að segja um vinn­ings­líkur ann­arra.

Íslenska kyn­slóð­a­lottóið er að þessu leyti ekki ólíkt öðrum fjár­hættu­spilum - þátt­taka mín dregur lítið úr vinn­ings­líkum ann­arra, þó svo allir lendi auð­vitað í stöðugri keppni um að krækja sér í nógu þægi­legt sæti. Það sem er verra er að ég hef ekk­ert um það að segja hvort ég á annað borð tek þátt í þessu lottói sem ákvarðar meira en við vilj­um.

Annan hvern dag birt­ast fréttir af því hvernig staða leigj­enda er vond og fer versn­andi. Leigj­endur eru oftar en ekki á bil­inu tví­tugs til rúm­lega þrí­tugs - fólkið sem hafði hvorki tök á að steypa sér í skuldir né fá þær leið­rétt­ar. Við fengum kannski sæmi­legan bón­u­svinn­ing í gena­lottó­inu með því einu að fæð­ast á Íslandi en þegar kemur að kyn­slóða­út­drætt­inum þá fór hann til ein­hverra frænda okkar í Nor­egi.

Auglýsing

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta ger­ist. Kyn­slóð­a­lottóið á Íslandi er höfr­unga­hlaup þar sem ein kyn­slóð virð­ist fá mikið fyrir lít­ið, sú næsta lítið fyrir mik­ið. Óverð­tryggð lán hurfu meðan hús­næð­is­verð hækk­aði. Nokkrum ára­tugum síðar sprakk pen­inga­bólan en þeim sem tókst að halda í sitt sáu fast­eigna­verðið læð­ast hægt og rólega upp aft­ur. Þeir sem áttu ekk­ert eiga ennþá ekk­ert. 

Þetta skilar sér í því að þús­ald­ar­kyn­slóðin er týnd. Hún veit alveg hvar hún er stödd því sím­inn veit það og ekk­ert sem ekki er hægt að gúggla nema lagið sem þú hefur verið með á heil­anum í viku en kannt ekki text­ann við. 

Hún er týnd því hún á sér fáa full­trúa á opin­berum vett­vangi og hefur hvorki vilj­ann né tæki­færin til að sækja þang­að. Þegar pabbi var jafn­gam­all mér var hann orð­inn fram­kvæmda­stjóri sveit­ar­fé­lags. Ég á mánuð eftir af rokk­stjörnu­aldr­inum - hinum fyrri. Fleiri töffarar virð­ast deyja 69 ára en 27 ára þessa dag­ana. 69 er nýja 27 ára. 

Hún er týnd því hún vill ekki „taka umræð­una.“ Frekar en að rök­ræða við fúla frænd­ann í ferm­ing­ar­veisl­unni sem hefur óígrund­aðar skoð­anir á öllu - allt frá brauð­rétt­inum að flótta­mönnum - skrifum við kald­hæðn­is­lega um það á Twitt­er, miðli sem við vitum að hann og vinir hans sjá ekki og munu ekki angra okk­ur. Fúli frænd­inn fær að hafa sína vit­leysu í friði meðan við, sem eigum að heita upp­lýstasta kyn­slóð allra tíma, lokum okkur af með net­vinum okkar sem við höfum aldrei hitt og fáum við­ur­kenn­ingu á okkar umburð­ar­lyndu og hjóla­stíga­elsk­andi skoð­un­um. Sjálfur er ég þar engin und­an­tekn­ing.

Þetta er ekk­ert skrýtið því lík börn leika best. Hvers vegna ætti ég að reyna að útskýra fyrir vísi­tölu­fræn­kunni að það að eiga ekki bíl er ekki upp­gjöf heldur stór­kost­lega skyn­sam­leg fjár­hags­leg ákvörð­un. Hún á ekki eftir að sann­færast, ég er löngu búinn að sjá það. Og fer­metra­verðið í Vatns­mýr­inni verður frekar hátt þegar byggðin rís þar en mig langar ekk­ert í risa­vaxið ein­býl­is­hús í hljóð­látu úthverfi eins og kyn­slóð­irnar á undan heldur miklu frekar nota­lega litla íbúð á góðum stað og mögu­leik­ann á að ferð­ast hjólandi og gang­andi í borg þar sem fólk af öllum þjóð­ernum lifir í friði, eins og alla langar jú til.

Ólíkt mann­inum sem talar í lottó­aug­lýs­ing­unum um frændur en meinar fjendur okkar Norð­menn þá skiptir máli að hún taki þátt, því þetta er ekki lottó heldur eitt­hvað allt ann­að. Gall­inn er auð­vitað sá að við erum jafn­týnd í þessu og öllu öðru þegar opin­ber umræða virð­ist oftar snú­ast um hver sagði hvað um hvern fyrir þremur kjör­tíma­bilum heldur en hvað er að ger­ast í dag. Tólin til að breyta heim­inum eru ekki lengur í verk­færa­kössum stjórn­mála­manna heldur í einka­geir­an­um.

Þar fyrir utan er þetta líka allt svo leið­in­legt. Hvers vegna að taka tíma í að mynda mér skoðun á því hvort rík­is­sjóður eigi að greiða niður skuldir og eiga meiri pen­inga seinna eða setja meiri pen­inga í skóla og búa að mennt­aðri þegnum í fram­tíð­inni, eða hvort tveggja, þegar ég get omgað yfir mig því höfuð Kar­dashi­anætt­bálks­ins birti nekt­ar­mynd af sér á inter­net­un­um?

Þessi upp­gjöf er óhugn­an­leg. Þrátt fyrir að vera umburð­ar­lynd­ari og lík­legri til að elta drauma sína en nokkur önnur kyn­slóð er margt sem vant­ar. Hvað ger­ist þegar fólk lokar sig inni með eins­leitu fólki með eins­leitar skoð­anir og sleppir því að „taka umræð­una“ nema í litlum hópi líkra ein­stak­linga með líkar skoð­an­ir? Trump ger­ist. Örugg­lega ekki þennan þriðju­dag og ekki í þess­ari viku en það eina sem góða fólk­ið, sem Edmund Burke kall­aði reyndar góða menn, þarf að gera til Trömpar þessa lands kom­ist á flug er að halda áfram að hlæja að þeim með vinum en brosa vand­ræða­lega og and­varpa „já­já“ og líta undan þegar umræðan stefnir í showdown yfir brauð­rétt­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None