Að bjarga lífi með tweeti sínu

Auglýsing

Sjálfs­upp­tek­in. Gráð­ug. Löt. Svona lýsir alda­mó­ta­kyn­slóðin sjálfri sér. Í nýlegri banda­rískri könnun var fólk af ólíkum kyn­slóðum spurt hversu vel ákveðin karakt­er­ein­kenni lýstu þeirra eigin kyn­slóð. Nið­ur­stöð­urnar sýna að alda­mó­ta­kyn­slóð­in, þeir sem fæddir eru á milli 1980 og 1994, finnst lítið til eigin kyn­slóðar koma og telja sig almennt óhóf­sama let­ingja.

Það er ekki ein­ungis alda­mó­ta­kyn­slóðin sjálf sem hefur lítið álit á þess­ari yngstu kyn­slóð vinnu­mark­að­ar­ins. Fjöl­margar greinar og frétta­skýr­ingar hafa verið rit­aðar um sinnu­leysi hennar og áhuga­leysi á póli­tík og mál­efnum sam­fé­lags­ins. Kyn­slóðin sem lítur ekki upp úr snjall­sím­anum þótt ver­öldin farist í kringum hana. Ísland er þar engin und­an­tekn­ing. Í síð­ustu sveita­stjórn­ar­kosn­ingum var mikið rætt um alvar­leika þess að yngri kjós­endur skil­uðu sér ein­fald­lega ekki á kjör­stað. Tölur úr borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í Reykja­vík 2014 sýna að kjör­sókn meðal 18-34 ára var lægri en meðal ann­arra ald­urs­hópa, og lægst meðal fólks á aldr­inum 20-24 ára. 

Það er auð­velt að draga þá ályktun að þús­ald­arar (e.millenni­als) séu ein­ungis vesæl „læk“ kyn­slóð. Tekur þátt í skoð­ana­könn­unum og gjammar á sam­fé­lags­miðl­um, en þegar á hólm­inn er komið er letin svo gíf­ur­leg að þau nenna ekki að finna út í hvaða deprí­mer­andi skóla­stofu þau þurfa að fara til að raun­gera stuðn­ing sinn. Sem er álíka árang­urs­ríkt og þegar eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli stóð sem hæst og yfir 100.000 manns læk­uðu face­book­síð­una “Mætum og hjálpum bændum að hreinsa ösk­una.” Eflaust hefði sá mann­fjöldi mokað ofan af heilu land­ar­eign­un­um, en þeir sára­fáu sem skil­uðu sér á fjöl­skyldu­bílnum frá Reykja­vík, vopn­aðir garð­skóflum úr geymsl­unni, höfðu því miður engin úrslita­á­hrif. Nema að stað­festa að þau eru betur inn­rætt en við flest. 

Auglýsing

Landa­mæri afsaka ekki sinnu­leysi

En kannski er alls ekki leti eða sinnu­leysi um að kenna. Þús­ald­arar gera nefni­lega rík­ari kröfu en fyrri kyn­slóðir um að til­vist þeirra leiði til góðs í heim­in­um. Nærri 70% þús­ald­ara segja meg­in­mark­mið sitt að vera virkir þáttak­endur í sam­fé­lag­inu og láta gott af sér leiða. Í könnun Deloitte á alda­mó­ta­kyn­slóð­inni sagð­ist yfir helm­ingur aðspurðra hafa hafnað mögu­legu starfi því að starf­semi við­kom­andi fyr­ir­tækis sam­ræmd­ist ekki gildum þeirra. 

Og þrátt fyrir að alda­mó­ta­kyn­slóðin hafi lít­inn áhuga á fram­bjóð­endum í heima­hér­aði eru þau mörg með­vituð um mátt sinn til að breyta lífi fólks til hins betra - og þar eru landa­mæri engin þrösk­uld­ur. Það var raunin þegar Íslend­ing­ur­inn Gissur Sím­on­ar­son deildi á Twitter mynd af sýr­lenskum flótta­manni, sem með sof­andi dóttur sína í fang­inu reyndi í örvinglun að selja fólki kúlu­penna á götum Beirútar í Líbanon. Gissur ein­setti sér að hafa upp á mann­inum og innan við sól­ar­hring síðar var hann kom­inn í sam­band við Abdul, ein­stæðan föður tveggja barna sem flúði stríðið í Sýr­landi. Gissur setti af stað hópsöfnun á net­inu og á fjórum mán­uðum söfn­uðu rúm­lega 7000 manns tæpum 24 millj­ónum íslenskra króna. Í þessu er styrkur alda­mó­ta­kyn­slóð­ar­innar fólg­in. 

Bjarg­vætt­ur­inn nettengdi

Við getum vel gert grín að þeim 99.983 sem töldu að læk á Face­book væri nægur stuðn­ingur við bændur undir Eyja­fjöllum í miðju eld­gosi. En sann­leik­ur­inn er sá að við getum haft ótrú­leg áhrif á líf þeirra sem mest þurfa á því að halda, bara með því að beita okkur á net­inu. Íslend­ingar hafa ekki síst barist gegn brott­vís­unum hæl­is­leit­enda með því að skrifa undir mót­mæla­lista á net­inu og með því að deila ítrekað fréttum og póstum um mál­efnið á sam­fé­lags­miðl­um. Og það virk­ar. 

Nú eru 12.000 flótta­menn fastir í bráða­birgða­búðum á landa­mærum Grikk­lands og Makedón­íu. Aðstæður í búð­unum eru svo skelfi­legar að inn­an­rík­is­ráð­herra Grikk­lands hefur líkt þeim við útrým­ing­ar­búðir nas­ista. Á sama tíma hafa leið­togar Evr­ópu skrifað undir samn­ing sem þeir segja að eigi að leysa flótta­manna­vand­ann, en hundsa um leið harða gagn­rýni fjöl­margra mann­rétt­inda­sam­taka sem telja samn­ing­inn brjóta gegn grunn­rétt­indum flótta­manna. 

Flóttamaður í bráðabirgðabúðum á landamærum Grikklands og Makedóníu.  Mynd: Helping Refugees Lesvos Island Hver og einn getur haft bein áhrif, bæði með því að krefj­ast að rétt­indi flótta­manna séu virt og með því að styrkja þá sem vinna hörðum höndum að bættum lífs­gæðum þeirra. Human Rights Watch hvetur fólk meðal ann­ars til að beita sér gegn samn­ingnum með því að nota myllu­merkið #StopT­heDeal og hægt er að styrkja flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna með beinum fjár­fram­lögum. Þá er einnig hægt að styrkja íslensku sam­tökin Akk­eri en Þór­unn Ólafs­dótt­ir, for­maður sam­tak­anna, er á leið að landa­mærum Grikk­lands og Makedóníu til að aðstoða flótta­fólkið sem þar er fast. Og ef þessir val­kostir hugn­ast þér ekki má finna ótal aðrar leiðir á net­inu til að styðja flótta­menn. Þú þarft ekki einu sinni að líta upp úr snjall­sím­an­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None