Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hefur Sig­mundur Davíð ekki enn sagt af sér. Það er þó bara tíma­spurs­mál hvenær hann fer frá og senni­lega rík­is­stjórnin öll enda fleiri þar undir sömu sök seld­ir. Það gengur ein­fald­lega ekki að ráð­herrar geymi eignir sínar í skatta­skjólum þótt í þeirra til­felli sé senni­lega skyn­sam­legt hjá þeim að verja sig gegn eigin efna­hags­stjórn, svona í ljósi sög­unn­ar.  

Eftir ótrú­lega afhjúpun sunnu­dags­ins þar sem við fengum enn eina sönnun þess að alvöru fjöl­miðlun skiptir máli vorum við flest hver sleg­in, sorg­mædd, dofin og reið. Verst var þó skömm­in. Þetta sið­leysi er ekki einka­mál Sig­mund­ar, það er litið niður á okkur öll. Síðan þá erum við búin að mót­mæla (næstum „öll“) þar sem ekki var deilt á hægri eða vinstri heldur bent á mun­inn á réttu og röngu. Skjálfti er kom­inn í Sjálf­stæð­is­flokk­inn sem um þessar mundir er í höndum Guð­laugs Þórs og Áslaugar Örnu því allir aðrir sem gegna ein­hverju emb­ætti eru í frí­i. 

Ljóst er að á næstu dögum munu hlut­irnir halda áfram að ger­ast hratt. Það er á okkar ábyrgð að þetta fari allt vel. Það er ekki nóg að kalla „van­hæf rík­is­stjórn“, við þurfum að vita hvað við viljum í stað­inn. Nú er nefni­lega að skap­ast eitt stærsta tæki­færi til breyt­inga sem við höfum séð á Íslandi. Breyt­inga til góðs. Við getum lagað Ísland. Síð­ast opn­að­ist svona gluggi í hrun­inu en þá voru vanda­mál okkar miklu stærri og erf­ið­ari við­fangs. Góðu málin drukkn­uðu í flór­mokstr­in­um. Núna erum við með lista yfir þá sem ekki hafa áhuga á að taka þátt í sam­fé­lag­inu okk­ar. Og lista ­yfir það sem þarf að laga. Það auð­veldar mál­in.  

Auglýsing

En nú er stundin okkar runnin upp. Stóra tæki­fær­ið. Nú sjáum við allt. Nú vitum við hvernig í hlut­unum ligg­ur. Ég var alltaf svo hissa á hversu hrædd Jóhanna og Stein­grímur voru við kröfu­haf­ana. Sig­mundur og Bjarni virt­ust hins vegar ekk­ert hrædd­ir. Nú vitum við hvers vegna. Annar þeirra var einmitt kröfu­hafi. Það skýrir marg­t. 

Þann 20. októ­ber 2012 fór fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um nýja stjórn­ar­skrá stjórn­laga­ráðs. Form­lega hefur hún ekki tekið gildi en þjóðin er engu að síður farin að taka mið af henni enda sam­þykkti meiri­hluti kjós­enda hana. Ný stjórn­ar­skrá er ekki töfra­sproti sem gerir allt gott en þar eru hins vegar mörg tæki sem myndu gagn­ast okkur og hefðu jafn­vel komið í veg fyrir þá for­dæma­lausu skömm sem fylgir því að for­sæt­is­ráð­herra Íslands er kom­inn í sama flokk og Pút­in, Poros­hen­ko, Al Assad og ýmsir ein­ræð­is­herrar í ríkjum sem við kærum okkur ekki um að bera okkur saman við. 

Í nýju stjórn­ar­skránni eru sann­ar­lega greinar sem kæmu að gagni. Sú 88. kveður til dæmis á um skyldu ráð­herra til að veita upp­lýs­ingar um fjár­hags­lega hags­muni sína. Í þeirri 93. er fjallað um upp­lýs­inga- og sann­leiks­skyldu ráð­herra. Þeim er ekki ein­ungis skylt að veita upp­lýs­ingar heldur skulu þær vera rétt­ar, við­eig­andi og full­nægj­andi. Ráð­herra er sem sagt bannað að ljúga og eins og dæm­inn sanna bráð­vantar okkur slíka grein. Hef ég þá ekk­ert minnst á jafnt vægi atkvæða, fullt gjald fyrir nýt­ingu auð­linda, þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að frum­kvæði almenn­ings eða þann fal­lega sam­fé­lags­sátt­mála sem þar er að finna. 

Og einmitt núna erum við í dauða­færi. Þeir Sig­mundur og Bjarni, ásamt for­svars­mönnum þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka voru nefni­lega svo vit­lausir að breyta því hvernig stjórn­ar­skránni er breytt. Ákvæðið er bara hægt að nota til 30. apríl 2017.* Ef kosið verður fljót­lega, eins og allt stefnir í verða það aðrir en þeir félagar sem fá tæki­færi til að landa þessu mesta þjóð­þrifa­máli okkar tíma. Nú verður það nýr meiri­hluti sem allt stefnir í að verði leiddur af pírötum og öðrum umbóta­öflum sem getur lagt fram frum­varpið okkar að nýrri stjórn­ar­skrá og gefið þjóð­inni færi á að stað­festa hana í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Tæki­færið er núna. Það er alls óvíst að það komi aft­ur. Grípum það. Stöðvum spill­ing­una var­an­lega. 

* Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heim­ilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórn­ar­skránni með eft­ir­far­andi hætti: Sam­þykki Alþingi frum­varp til laga um breyt­ingu á stjórn­ar­skrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosn­ing­ar­bærra manna í land­inu til sam­þykktar eða synj­un­ar. Atkvæða­greiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mán­uðum og í síð­asta lagi níu mán­uðum eftir sam­þykkt frum­varps­ins á Alþingi. Til þess að frum­varpið telj­ist sam­þykkt þarf það að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni, þó minnst atkvæði 40 af hundraði allra kosn­ing­ar­bærra manna, og skal það stað­fest af for­seta lýð­veld­is­ins og telst þá gild stjórn­ar­skip­un­ar­lög. Í heiti frum­varps til stjórn­ar­skip­un­ar­laga á þessum grund­velli skal koma fram til­vísun til ákvæðis þessa.

Um þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­una fer sam­kvæmt lög­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None