Kæri Bjarni - He’s just not that into you

Auglýsing

Það má flokk­ast undir það að bera í bakka­fullan læk­inn að skrifa enn einn pistil­inn um Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son og fáheyrðan dóm­greind­ar­brest hans. Að gera það ekki væri hins vegar að taka þátt í því leik­riti sem hann og heila­þvegnir stuðn­ings­menn hans hafa sett á svið; nefni­lega að reyna að drepa umræð­una og bíða eftir að allt róist og ástandið verði eðli­legt. Þar er reyndar átt við skil­grein­ingu Sig­mundar Dav­íðs á því sem eðli­legt er, að hann sitji í sínum fíla­beinsturni og skammi fólk fyrir að hafa skoðun á sér sem honum er ekki þókn­an­leg og frétta­menn fyrir að spyrja sig spurn­inga. Þannig er eðli­legur dagur hjá for­sæt­is­ráð­herra íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Eitt af því sorg­lega við þetta mál er að það ætti í raun ekki að koma neinum á óvart. Fram­sókn­ar­mönnum hefur oft og tíðum reynst erfitt að aðskilja sig per­sónu­lega frá við­fangs­efn­un­um. Kannski horfði Sig­mundur Davíð til eins for­vera síns í emb­ætti, Hall­dórs Ásgríms­son­ar, sem var sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þegar fram­sali afla­heim­ilda var komið á, en um leið hluti af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem græddi á öllu sam­an. Eða vara­for­manns­ins fyrrum, Finns Ing­ólfs­son­ar, sem hætti ungur í stjórn­málum til að njóta ávaxt­anna af þeim góðu verkum sem flokkur hans hafði unn­ið, en hann er nú einn rík­asti maður lands­ins. Eða kannski horfði hann bara til föður síns, sem hætti á þingi eftir eitt kjör­tíma­bil til að græða skrilljónir á fyrrum rík­is­fyri­tæki. Kannski birt­ist upp­reisn Sig­mundar gegn föður sínum í því að hann átti skrilljónir áður en hann fór á þing.

Það eru hins vegar nógir til að benda á alla vinklana á þessu arfa­vit­lausa máli sem snúa að því hví­líkt rugl þetta er hjá Sig­mundi Dav­íð. Við skulum frekar skoða póli­tík­ina í mál­inu.

Auglýsing

Ef að Bjarni Bene­dikts­son væri klókur mundi hann nýta tæki­færið núna og slíta stjórn­ar­sam­starf­inu. Mýmörg eru til­efnin og hann þarf ekki einu sinni að horfa til millj­ón­anna í útland­inu. Það hvernig Sig­mundur Davíð hefur ítrekað brugðið fæti fyrir mál­efni Land­spít­al­ans er til dæmis nægt til­efni. Væri ég pr-­maður Bjarna mundi ég ráð­leggja honum það.

Nú ef hann vill slá sig til smá ridd­ara í þessu máli þá getur hann vísað til aug­ljóss trún­að­ar­brests sem í því felst að Sig­mundur Davíð sagði honum í engu frá þeim per­sónu­legu hags­munum sem hann átti undir í mál­inu. Það eitt og sér ætti að duga stjórn­mála­manni með bein í nef­inu til að þakka pent fyrir sam­starf­ið.

Og hvað tekur þá við? Jú, Bjarni gæti rætt við stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ana sem vilja ansi margt vinna til að losna við Sig­mund Davíð úr for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, enda þjóð­þrifa­mál. Þeir tækju mála­leitan Bjarna um stuðn­ing við minni­hluta­stjórn áreið­an­lega nokkuð vel. Slíkt fyr­ir­komu­lag mundi henta stjórn­ar­and­stöð­unni nokkuð vel, ekki síst Sam­fylk­ing­unni sem er í mol­um, frómt frá sagt. Það að hafa komið Fram­sókn frá völdum mundi gagn­ast Sam­fylk­ing­unni og stjórn­ar­and­stöð­unni nokkuð vel.

Bjarni þarf hins vegar að vera nógu hug­mynda­ríkur og áræð­inn stjórn­mála­maður til að henda slíka hug­mynd á lofti. Lík­leg­ast mun hann standa þétt með Fram­sókn­ar­flokknum og verja rík­is­stjórn­ina van­trausti. Hann mun þannig taka slag­inn fyrir Sig­mund Dav­íð, sem þarf ekki að óhreinka hendur sínar heldur getur setið í stjórn­ar­ráðs­hús­inu, þurrkað hendur sínar með pentu­dúk sem hann fann undir gólf­fjöl­unum og reynt að rifja það upp hvar hann var á týndu árunum sín­um, frá 2005 til 2009, sem hann hefur verið marg­saga um. Hvaða útgáfa hans af þeim tíma sé næst raun­veru­leik­anum og hann eigi að halda sig við. Bjarni mun taka slag­inn fyrir hann og verja vit­leys­una. Kannski hann geti líka tekið við­tal við sjálfan sig um ósann­girni umræð­unn­ar.

Því ef Bjarni gerir þetta ekki þá á hann ekki von á góðu og þar er ekki verið að vísa til stjórn­ar­and­stöð­unn­ar, sem mun gera sitt til að gera honum póli­tíska lífið leitt. Nei, þar er vísað til sam­starfs­flokks­ins, Fram­sóknar og Sig­mundar Dav­íð.

Ef Bjarni tekur núna slag­inn fyrir Sig­mund þá mun Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þurfa að sitja undir linnu­lausum árásum Fram­sókn­ar­flokks­ins fram að kosn­ing­um. Það verður Sjálf­stæð­is­flokknum að kenna að ekki er búið að afnema verð­trygg­ing­una, að það er ekki búið að gjör­bylta hús­næð­is­kerf­inu, að pen­ingar hafa ekki feng­ist í félags­lega kerfið og raunar allt sem Eygló hefur sett fram.

Því Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mun róa líf­róður fram að kosn­ing­um. Síð­ast komst hann til valda með því að lofa því að gefa fólki pen­inga. Fyrir næstu kosn­ingar mun hann lofa því að gefa fólki pen­inga og hús með, sam­hliða því sem hann mun berja á sam­starfs­flokknum fyrir að drepa öll hans góðu mál. Bara ef Fram­sókn fengi að ráða, þá drypi nú smjör af hverju strái í görðum okkar allra við ein­býl­is­húsin sem Fram­sókn hefði gefið okkur öll­um.

Sé Bjarni í vafa þá ætti að nægja honum að horfa til mál­flutn­ings Fram­sókn­ar­manna nú um mund­ir. Þeir hljóma eins og sann­færðir stuðn­ings­menn Vís­inda­kirkj­unnar sem úthrópa alla sem hafa rangar skoð­anir á þeim og ham­ast við að þurrka rykkornin af jakka­boð­ungi for­ingj­ans. Fólk sem talar svona er annað hvort heila­þveg­ið, eða að tala sér þvert um hug og þarf að grípa til gíf­ur­yrð­anna til að verja eitt­hvað sem það ekki sjálft trú­ir.

Svo, kæri Bjarni, bolt­inn er hjá þér. Sýndu nú smá djörf­ung og dug, hringdu í Kötu, Árna Pál, Helga Hrafn og Óttar frænda og komdu Sig­mundi Davíð frá. Þér mun líða miklu betur í minni­hluta­stjórn­inni þegar þú þarft ekki að eyða tím­anum í ótta við bommertur frá hon­um. Taktu á með­virkn­inni, það eru til sam­tök til þess. Og ekki halda að Sig­mundur Davíð sjái ekki sól­ina fyrir þér og sé heill í sam­band­inu. Svo ég tali hollí­vúdd­sku, sem þér ætti að vera töm: He’s just not that into you.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None