Auglýsing

Þegar þetta er skrifað hefur Sigmundur Davíð ekki enn sagt af sér. Það er þó bara tímaspursmál hvenær hann fer frá og sennilega ríkisstjórnin öll enda fleiri þar undir sömu sök seldir. Það gengur einfaldlega ekki að ráðherrar geymi eignir sínar í skattaskjólum þótt í þeirra tilfelli sé sennilega skynsamlegt hjá þeim að verja sig gegn eigin efnahagsstjórn, svona í ljósi sögunnar.  

Eftir ótrúlega afhjúpun sunnudagsins þar sem við fengum enn eina sönnun þess að alvöru fjölmiðlun skiptir máli vorum við flest hver slegin, sorgmædd, dofin og reið. Verst var þó skömmin. Þetta siðleysi er ekki einkamál Sigmundar, það er litið niður á okkur öll. Síðan þá erum við búin að mótmæla (næstum „öll“) þar sem ekki var deilt á hægri eða vinstri heldur bent á muninn á réttu og röngu. Skjálfti er kominn í Sjálfstæðisflokkinn sem um þessar mundir er í höndum Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu því allir aðrir sem gegna einhverju embætti eru í fríi. 

Ljóst er að á næstu dögum munu hlutirnir halda áfram að gerast hratt. Það er á okkar ábyrgð að þetta fari allt vel. Það er ekki nóg að kalla „vanhæf ríkisstjórn“, við þurfum að vita hvað við viljum í staðinn. Nú er nefnilega að skapast eitt stærsta tækifæri til breytinga sem við höfum séð á Íslandi. Breytinga til góðs. Við getum lagað Ísland. Síðast opnaðist svona gluggi í hruninu en þá voru vandamál okkar miklu stærri og erfiðari viðfangs. Góðu málin drukknuðu í flórmokstrinum. Núna erum við með lista yfir þá sem ekki hafa áhuga á að taka þátt í samfélaginu okkar. Og lista yfir það sem þarf að laga. Það auðveldar málin.  

Auglýsing

En nú er stundin okkar runnin upp. Stóra tækifærið. Nú sjáum við allt. Nú vitum við hvernig í hlutunum liggur. Ég var alltaf svo hissa á hversu hrædd Jóhanna og Steingrímur voru við kröfuhafana. Sigmundur og Bjarni virtust hins vegar ekkert hræddir. Nú vitum við hvers vegna. Annar þeirra var einmitt kröfuhafi. Það skýrir margt. 

Þann 20. október 2012 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá stjórnlagaráðs. Formlega hefur hún ekki tekið gildi en þjóðin er engu að síður farin að taka mið af henni enda samþykkti meirihluti kjósenda hana. Ný stjórnarskrá er ekki töfrasproti sem gerir allt gott en þar eru hins vegar mörg tæki sem myndu gagnast okkur og hefðu jafnvel komið í veg fyrir þá fordæmalausu skömm sem fylgir því að forsætisráðherra Íslands er kominn í sama flokk og Pútin, Poroshenko, Al Assad og ýmsir einræðisherrar í ríkjum sem við kærum okkur ekki um að bera okkur saman við. 

Í nýju stjórnarskránni eru sannarlega greinar sem kæmu að gagni. Sú 88. kveður til dæmis á um skyldu ráðherra til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. Í þeirri 93. er fjallað um upplýsinga- og sannleiksskyldu ráðherra. Þeim er ekki einungis skylt að veita upplýsingar heldur skulu þær vera réttar, viðeigandi og fullnægjandi. Ráðherra er sem sagt bannað að ljúga og eins og dæminn sanna bráðvantar okkur slíka grein. Hef ég þá ekkert minnst á jafnt vægi atkvæða, fullt gjald fyrir nýtingu auðlinda, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði almennings eða þann fallega samfélagssáttmála sem þar er að finna. 

Og einmitt núna erum við í dauðafæri. Þeir Sigmundur og Bjarni, ásamt forsvarsmönnum þriggja stjórnarandstöðuflokka voru nefnilega svo vitlausir að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt. Ákvæðið er bara hægt að nota til 30. apríl 2017.* Ef kosið verður fljótlega, eins og allt stefnir í verða það aðrir en þeir félagar sem fá tækifæri til að landa þessu mesta þjóðþrifamáli okkar tíma. Nú verður það nýr meirihluti sem allt stefnir í að verði leiddur af pírötum og öðrum umbótaöflum sem getur lagt fram frumvarpið okkar að nýrri stjórnarskrá og gefið þjóðinni færi á að staðfesta hana í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tækifærið er núna. Það er alls óvíst að það komi aftur. Grípum það. Stöðvum spillinguna varanlega. 

* Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 79. gr. er heimilt, fram til 30. apríl 2017, að breyta stjórnarskránni með eftirfarandi hætti: Samþykki Alþingi frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá með minnst 2/3 hlutum greiddra atkvæða skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi sex mánuðum og í síðasta lagi níu mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Til þess að frumvarpið teljist samþykkt þarf það að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þó minnst atkvæði 40 af hundraði allra kosningarbærra manna, og skal það staðfest af forseta lýðveldisins og telst þá gild stjórnarskipunarlög. Í heiti frumvarps til stjórnarskipunarlaga á þessum grundvelli skal koma fram tilvísun til ákvæðis þessa.

Um þjóðaratkvæðagreiðsluna fer samkvæmt lögum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiSleggjan
None