Ég veit í rauninni ekki hvað ég á að segja

Auglýsing

Nei, í alvör­unni. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Þetta er ekki upp­hafið á heim­færðri bún­ings­klef­aræðu Al Pacino í Any Given Sunday þar sem hann lýgur að öllum að hann sé nú ekki alveg viss hvernig hann eigi að orða þetta og flytur svo þekkt­ustu pepp­ræðu allra tíma. Þessi vika verður ekki almenni­lega skýrð nema í átta tíma frétta­skýr­inga­þætti þar sem Bogi og Guðni renna hugum sínum saman í eitt. Helst berir að ofan með Ram­bók­lúta. Jafn­vel þá verður ekki öllu svarað því atburða­rásinni virð­ist hvergi nærri lok­ið. Miðað við takt­inn á frétta­flutn­ingi verður allt gjör­breytt nokkrum klukku­stundum eftir að þetta birt­ist á inter­net­un­um. Sig­urður Ingi er ennþá aðal, er það ekki?

Þegar ég sett­ist niður á sunnu­dags­kvöldið til að draga saman síð­ustu viku í sjö hund­ruð orðum eða svo sat ég drykk­langa stund og sötr­aði bjór í vor­birt­unni. Blikk­andi bend­ill­inn minnti mig á að á hverri sek­úndu gæti verið búið að mynda nýja rík­is­stjórn eða senda erlendum fjöl­miðlum aðra skýr­ingu á því sem raun­veru­lega gerð­ist eða kasta fram að Guð­rún Helga­dóttir væri í mjög nánu en algjör­lega platónsku sam­bandi við Elon Musk. Ég sakna þess þegar nýtt for­seta­fram­boð þóttu tíð­indi.

Ég kláraði bjór­inn og fór að sofa. Skjalið var jafn­tómt og það hafði verið þegar ég sett­ist niður tveimur bjórum fyrr. Svefn­inn vondur eins og und­an­farna daga. Morgnar sem byrja á fum­kenndum panikk­hring á alla helstu miðla í leit að því hvaða gusa er vænt­an­leg næst eru ekki beint góðir morgn­ar.

Auglýsing

John Oli­ver kom því eig­in­lega ekki á óvart heldur var bara rök­rétt fram­hald. Línan sem Dóri DNA hafði orð­rétt eftir frétta­mann­inum sænska í Vik­unni með Gísla Mart­eini var hryggjar­stykkið í innslag­inu þar sem Björk og álfar voru að sjálf­sögðu í auka­hlut­verk­um. Utan­rík­is­ráðu­neytið sagði svo að allt væri í himna­lagi. Ísland er ennþá svaka kúl í útlönd­um. Mínir pen­ingar fara samt á að Inspired by Iceland verði end­ur­tekið fyrr en síð­ar.

Ekk­ert af þessu skýrir samt almenni­lega hvers vegna mörg þús­und manns lögðu leið sína á Aust­ur­völl dag­inn eftir Kast­ljós­þátt­inn sem allir og frænkur þeirra sáu. Ísland hef­ur, alla­vega í rós­rauðum bjarma for­tíð­ar­birtunn­ar, virkað eins og sam­hent þorp. Við erum fá, hvert undan öðru og hjálp­umst að - án þess þó að halda hverju öðru niðri. Öll á sama báti. Þannig hefur það alla­vega ver­ið. Litla þorpið fékk aðeins á bauk­inn í kringum hið svo­kall­aða banka­hrun. Sumir virt­ust lúta öðrum lög­málum og lögum en aðr­ir. Alveg þangað til trommu­slátt­ur­inn hófst á Aust­ur­velli. Hann er byrj­aður aft­ur. Þeir sem sátu innan veggja þing­húss­ins fyrir tæpum átta árum segja hljóðin í tromm­unum vekja upp óþægi­legar minn­ing­ar.

Að líkja aðstæðum 2009 saman við nútím­ann er kannski ekki sann­gjarnt. Hér er ólg­andi upp­sveifla, KS hagn­ast um 1,8 millj­arða og fólk er löngu hætt að tala um að „kaupa gjald­eyr­inn sinn“ þegar það fer til útlanda. En við­brögð­in, þessi ónota­til­finn­ing sem rekur fólk upp úr sóf­anum og í mold­ina á Aust­ur­velli er af sömu rót runn­in. Sumir eiga ekki að vera jafn­ari en aðr­ir. Auður er engin synd, en auður á ekki að færa einum mögu­leik­ann á að leika leik­inn eftir öðrum reglum en þeim sem er snauð­ur.

Kannski á ræðan hans Al Pacino betur við en við fyrstu sýn. Þó svo við séum ekki í hel­víti akkúrat núna og notum metra­kerf­ið, sem gerir inch by inch lík­ing­una miklu erf­ið­ari, þá verðum við að vinna þetta, tommu fyrir tommu. Leik fyrir leik. Sem lið. Á Íslandi vísa allar hag­tölur þráð­beint upp en ekki allir hafa notið þess árang­urs. Stúd­entar og þús­ald­ar­kyn­slóðin fá ekki launa­hækk­anir í kjara­samn­ingum en geta inni­lega hlakkað til þess að kom­ast á eft­ir­laun til að nýta þennan spik­feita líf­eyr­is­sjóð sem við munum hafa safnað okkur upp - að vísu ekki í almenni­legu skjóli fyrir skött­um, en það er líka ekki í boði fyrir alla.

Ef við ætlum af alvöru að vinna okkur gegnum þá stöðu sem upp er komin þá þurfum við að gera það sem liðs­heild. Ekki þannig að regl­urnar kyndi undir eldi þeirra sem mikið eiga fyr­ir, en dragi heldur ekki úr þeim sem skara fram úr. Hvort það þýðir kosn­ingar í vor eða haust eða starfs­stjórn um til­tekin verk­efni þá er ljóst að síð­asti leik­ur­inn í þess­ari skák hefur ekki verið leik­inn. Og það er einmitt vand­inn. Ef full­trúum rík­is­stjórn­ar­innar er alvara með að vinna að þeim málum sem hún hefur lagt aðal­á­herslu á und­an­farin þrjú ár er fyrir öllu að þess­ari flottu fléttu ljúki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None