Auglýsing

Sadie. Mynd: Þórunn ÓlafsdóttirSadie fædd­ist í þennan heim með keis­ara­skurði fyrir rétt rúmum mán­uði síð­an. Myndin hér að ofan var tekin þegar Sadie kom „heim“ af fæð­ing­ar­deild­inni. En hennar biðu engar nýpress­aðar sam­fell­ur. Engin vagga sem fylgt hefur fjöl­skyld­unni í ára­tugi. Engar sótt­hreins­aðar snudd­ur. 

„Heim“ í til­felli Sadie voru nefni­lega flótta­manna­búðir í Idomeni í Grikk­landi. For­ar­svað þar sem yfir 14.000 manns haf­ast við í rökum tjöldum svo vikum og mán­uðum skipt­ir, þar á meðal yfir 4.000 börn. Sadie var þriðja barn ungra for­eldra og hennar fyrsta heim­ili var tjald sem hún deildi með for­eldrum sínum og stóru systk­in­um, eins og tveggja ára. Í þessum aðstæðum mátti móðir hennar jafna sig eftir keis­ara­skurð, með hvít­voð­ung og tvö önnur unga­börn. 

Brátt kom hins­vegar í ljós að eitt­hvað amaði að Sadie litlu. Hún fékk gulu. Í örvænt­ingu sinni reyndu for­eldrar hennar að nota eina ljósið sem þau höfðu, lítið vasa­ljós, til að veita henni þá umönnun sem hún þurfti. Það eru jú engir hita­kassar í hel­víti. Að lokum komst Sadie þó á spít­ala með móður sinni, 70 km í burtu frá Idomeni. Litla fjöl­skyldan var því slitin í sund­ur, fað­ir­inn með eldri systk­inin tvö í flótta­manna­búð­unum og móð­irin hjá Sadie.

Auglýsing

Í Aleppo er eng­inn óhultur

Hvað rekur ung hjón, með tvö lítil börn og það þriðja á leið­inni, af stað í slíka hættu­för frá Sýr­landi til Grikk­lands? Hvað þá þegar þau vita að fjöl­margir kom­ast aldrei aftur að landi, og óvíst er að þeim sem lifa af sjó­ferð­ina sé gert kleift að skapa sér mann­sæm­andi líf á meg­in­landi Evr­ópu? 

Yfir 400.000 manns hafa látið lífið í borg­ara­styrj­öld­inni í Sýr­landi. Algengt er að stjórn­völd loki öllum sam­göngu­leiðum til og frá svæðum sem eru á valdi upp­reisn­ar­manna. Almennir borg­arar eru þannig innikró­aðir og svelt­ir. Sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­unum búa yfir 4,5 millj­ónir manna í Sýr­landi á svæðum sem erfitt er flytja hjálp­ar­gögn til. Nærri 400.000 eru algjör­lega innikró­uð. Börn og full­orðnir eru svo aðfram­komin af hungri að þau borða gras til að reyna að halda í sér líf­inu og fjöl­margir svelta til dauða. Alþjóð­leg mann­úð­ar­lög eru skýr hvað þetta varð­ar: það er bannað að beita því hern­að­ar­bragði að svelta almenna borg­ara. 

Þrátt fyrir að nýlegt vopna­hlé haldi að mestu á afmörk­uðum svæðum Sýr­lands hafa stjórn­völd látið sprengjum rigna yfir hverfi á valdi upp­reisn­ar­manna í Aleppo, stærstu borg Sýr­lands, í nær tvær vik­ur. Þar á meðal hafa spít­alar og heilsu­gæslu­stöðvar verið sprengd í loft upp, sem er skýrt brot á alþjóð­legum mann­úð­ar­lögum en árásir á spít­ala telj­ast til stríðs­glæpa. Meðal þeirra sem lét­ust í árás­unum var Dr. Muhammad Waseem Maaz, eini barna­lækn­ir­inn sem eftir var á hinum hernumdu svæðum borg­ar­inn­ar. Muhammad var á næt­ur­vakt þegar Al Quds spít­al­inn varð fyrir spreng­ingu, en þangað kom hann af dag­vakt á öðru sjúkra­húsi í borg­inni. Rauði kross­inn sagði í kjöl­far loft­árásanna að borg­arar Aleppo séu hvergi óhultir, ekki einu sinni spít­alar geti skýlt þeim.  

Björgunaraðgerðir. Ísland á að vera næst

Um 50.000 flótta­menn eru fastir í Grikk­landi, þar af 22.000 börn. Flutn­ingur á flótta­fólki frá Grikk­landi til Tyrk­lands er haf­inn, í sam­ræmi við samn­ing Evr­ópu­sam­bands­ins við Tyrki. Fjöl­mörg mann­rétt­inda­sam­tök hafa mót­mælt samn­ingnum harð­lega, þar á meðal Human Rights Watch og Amnesty International. Í Tyrk­landi eru mann­rétt­inda­brot víð­tæk og til að mynda hafa tyrk­neskir landamæra­verðir skotið yfir tugi sýr­lenskra flótta­manna, þar á meðal börn, á unda­förnum mán­uð­um. Þá er ein­ungis átt við þá sem verð­irnir hafa bein­línis orðið upp­vísir af að drepa, en raun­veru­legur fjöldi lát­inna er lík­ast til mun hærri. Samt sem áður er ætlun Evr­ópu­sam­bands­ins að flokka Tyrk­land sem „ör­uggt þriðja ríki“ (e. safe third country), til að  geta sent flótta­menn umsvifa­laust til baka þang­að.

Með samn­ingnum hefur Evr­ópu­sam­bandið brotið gegn grunn­gildum sín­um. Í inn­gangi að mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu er virð­ing fyrir mann­rétt­indum sögð for­senda rétt­látra og frið­sam­legra sam­fé­laga. Samt sitja Evr­ópu­þjóðir þöglar hjá á meðan börn eins og Sadie haf­ast við í kúlu­tjaldi innan einnar rík­ustu álfu heims. 

En það sitja ekki allir aðgerða­laus­ir. Páf­inn var fyrstur leið­toga til að mót­mæla ómann­úð­legum samn­ingi ESB og Tyrk­lands þegar hann heim­sótti grísku eyj­una Les­bos fyrr í apr­íl­mán­uði. Eftir að hafa rætt við flótta­menn og séð þær aðstæður sem þeir búa við bauð hann tólf sýr­lenskum flótta­mönnum umsvifa­laust hæli í Vatík­an­inu. Allt voru þetta fjöl­skyld­ur, þar af sex börn. Með þessu setti páf­inn mik­il­vægt for­dæmi fyrir aðrar þjóð­ir. Veg­ur­inn hefur verið rudd­ur, nú þurfa bara fleiri að hafa þor til að fylgja hon­um. 

Ísland á að vera næst. Við höfum áður sýnt hug­rekki í utan­rík­is­stefnu okkar og riðið á vaðið þegar stærri þjóðir voru lamaðar af skrif­finnsku og póli­tík. Við höfum við­ur­kennt sjálf­stæði nýrra ríkja fyrst allra, þegar alþjóð­sam­fé­lagið hafði ekki dug til að standa með þeim sem mest þurftu á stuðn­ingi að halda. Nú þurfum við að sýna nýja teg­und hug­rekk­is. Við eigum að sækja fjöl­skyldur í Idomeni og ýta um leið við öðrum þjóðum að láta af sinnu­leys­inu. Evr­ópa má ekki sam­þykkja að þessi með­ferð á flótta­fólki við­gang­ist stund­inni leng­ur. 

Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu hefur þegar verið falið að úthluta hálfum millj­arði til aðstoðar við flótta­fólk frá Sýr­landi. Það er mik­il­vægt skref í rétta átt. Í fjár­lögum árs­ins 2016 er hins­vegar gert ráð fyrir að verja eigi allt að einum millj­arði króna til að bregð­ast við flótta­manna­vand­an­um. Það er því vel sam­rým­an­legt stefnu rík­is­stjórn­ar­innar að verja hluta þessa fjár­magns til að bjóða fleiri fjöl­skyldur flótta­manna vel­komnar til Íslands. 

Heim

 Eftir mánuð á sjúkra­hús­inu er Sadie aftur komin ,,heim“. Fjöl­skyldan er loks­ins sam­einuð á ný eftir erf­iðar vikur og Sadie orðin hraust­ari. Hún hefur stækkað og þyngst síðan pabbi hennar sá hana síð­ast. En hún er samt ennþá bara rúm­lega mán­aðar gam­alt korna­barn. Korna­barn sem býr í tjaldi með úrvinda móður og föður og tveimur systk­in­um. Í næsta tjaldi er tví­tug móð­ur­systir hennar með tvö unga­börn sem hún gekk í móð­ur­stað. 

Öll ríki Evr­ópu hafa full­gilt Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna og Ísland hefur inn­leitt sátt­mál­ann í íslensk lög. Sam­kvæmt 22 grein sátt­mál­ans ber aðild­ar­ríkjum að tryggja að barn sem leitar eftir rétt­ar­stöðu sem flótta­maður fái „við­eig­andi vernd og mann­úð­lega aðstoð“. Grikk­land er ófært um að tryggja þessi grund­vallar mann­rétt­indi þeirra 22.000 barna sem þar eru föst. Grund­vallar mann­rétt­indi sem íslensk stjórn­völd hafa lýst sig sér­stak­lega reiðu­búin að verja með því að festa Barna­sátt­mál­ann í lög. Með því að bjóð­ast til að taka við fjöl­skyldum frá Idomeni getur Ísland hjálpað til við að höggva á þann hnút sem mynd­ast hef­ur. 

Því við getum það. Við þurfum bara að sækja þau. #sækj­um­þau

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None