Auglýsing

Fyrir sléttu ári varð ég fyrir því láni að vera sendur á Eurovision. Sendur er kannski ekki rétta orðið því ég hafði nokkuð lengi suðað í yfir­mönnum mínum um að það væri ekki boð­legt að stærsti vef­mið­ill lands­ins, mbl.is, væri ekki með blaða­mann á vett­vangi á stærstu söngvakeppni, og reyndar stærsta sjón­varps­þætti, í heimi. Söluræðan mín var í sjálfu sér ein­föld: ég bjó í Vín og var því með fría gist­ingu, þess vegna var ég mað­ur­inn í starf­ið. Meira að segja stærsti vef­mið­ill á Íslandi þarf að fara vel með pen­ing­ana sína. Það var ekki fyrr en eft­irá sem ég ját­aði að vera eng­inn sér­stakur aðdá­andi keppn­innar - fyrr en ég sá hana með mínum eigin aug­um.

Flest við keppn­ina kom mér á óvart en nokkur atriði stóðu óneit­an­lega upp úr. Allt í kringum keppn­ina er óend­an­lega miklu stærra en smá­strákur frá Íslandi hafði nokkurn tíma gert sér grein fyr­ir. Kepp­endur eru í stans­lausum við­töl­um, æfingum og rennsl­um, starfs­fólk við keppn­ina hleypur á hund­ruðum og í kringum 1.700 blaða­menn halda til í blaða­manna­tjald­inu við hlið­ina á aðal­svið­inu. Til sam­an­burðar búa um 1.150 manns í Stykk­is­hólmi. Umfangið er því af annarri stærð­argráðu en maður hefði getað ímyndað sér.

Póli­tík virt­ist líka ekki skipta neinu máli. Þarna voru allir til að hafa gam­an. Póli­tík er eitt­hvað sem þeir, sem sjá ekki að keppni í tón­list er í eðli sínu keppni í engu, þurfa að troða inn á hana svo hún gangi upp í heimi þeirra sem sjá aust­an­tjalds­löndin slóttug og vest­ur­löndin góð. Ein­hverjir myndu benda á að sigur Úkra­ínu um helg­ina sé til marks um hið gagn­stæða, að póli­tík ráði öllu og að lögin séu forms­at­riði. Sama mætti segja um gengi Íslands í ár, sem komst ekki upp úr erf­iðum Aust­ur-­Evr­ópuriðli þar sem frænd­hygli réði meiru en laga­smíð. Gall­inn á kenn­ing­unni er auð­vitað sá að deilan í Úkra­ínu er löngu horfin af for­síðum blaða og vef­miðla. Það sem var frétt­næmt fyrir tveimur árum er raun­veru­leik­inn í dag. Geir­finnur er ennþá týndur og eng­inn veit hver drap Kenn­edy - það er bara ekki í umræð­unni leng­ur. Það sama á við um Úkra­ínu. Að vísu verður mjög athygl­is­vert að sjá hvernig EBU tæklar að halda Eurovision í stríðs­hrjáðu landi, en það er seinni tíma umræða.

Auglýsing

Póli­tíkin í Eurovision er á ári hverju síð­asti naglinn í kistu stjórn­mál­anna á hverju vori, og vor breyt­ist aldrei. Spak­mælið segir að þjóðin sé í raun öll í krónískum geð­hvörfum - þung­lynd á vet­urna og manísk á sumr­in. Þegar sól­ar­stundum fækkar til­finn­an­lega í lok októ­ber verður þjóð­fé­lags­um­ræðan rætn­ari með hverjum degi og nær hámarki í umræðu um fjár­lög þegar stjórn­ar­and­stað­an, sama hvaða flokki hún til­heyr­ir, kemur sér saman um að froðu­fella í kór yfir nokkur hund­ruð millj­ónum sem standa út af í fimm­hund­ruð­þús­und­millj­óna fjár­lög­um. Svona heldur þetta áfram, alveg fram að Eurovision, þegar sófa­skýrend­urnir varpa spakir ljósi sínu á alþjóða­stjórn­mál áður en þeir snúa sér á mag­ann í pott­inum í Vest­ur­bæj­ar­laug­inni til að jafna tanið á bak­inu. Engir nema hörð­ustu blogg­arar hafa úthald til að röfla af inn­lifun á fal­legum sum­ar­dög­um. Kvöldsólin hefur meira að segja svo góð áhrif að gamlir stjórn­mála­jálkar brosa við, draga djúpt and­ann og hætta við að hætta við að hætta við.

Við eigum nefni­lega öll skilið smá frið fyrir stjórn­mál­un­um. Ólíkt flestum dýr­unum í skóg­inum leggst stjórn­mála­mað­ur­inn í dvala yfir hásum­ar­ið, aðal­lega af til­lits­semi við öll hin dýr­in. Sum­ar­dval­inn verður reyndar óvenju­stuttur þetta árið vegna kosn­inga um valda­mesta vald­leys­ingja lands­ins, en stundum ber annan jan­úar líka upp á mánu­degi. Verst að það skuli fara svona saman í þetta skipt­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None