Landsfaðirinn reyndist ófrjór

Auglýsing

Um dag­inn lá ég and­vaka, ekki bug­aður af heims­ins böli og áhyggj­um, þó nóg sé nú af því í mínu lífi, heldur vegna fólks sem var á fyll­eríi sem vildi hafa hátt. Frekar en að verða fúll yfir misstum næt­ur­svefni, fór ég að velta mann­legu eðli fyrir mér. Það birt­ist nefni­lega sjaldan jafn ber­lega og þegar kemur að djamm­inu; þá verða þær reglur sem oft­ast ríkja um mann­leg sam­skipti óljós­ari og lof­orð gleym­ast. Stundum sér fólk eftir hegð­un­inni, biðst afsök­unar og hleypst ekki undan neinu, enda yfir­leitt ekki stór­mál á ferð. En svo eru þau sem vaða áfram, líta á það sem sinn heilaga rétt að hegða sér eins og þeim sýnist, þegar þeim sýnist, og aldrei þurfi að standa reikn­ings­skil á því.

Íslandi hefur löngum verið stjórnað af fólki sem fyllir síð­ast­talda flokk­inn. Hér hefur það verið lenska að æða áfram með hags­muni sína og sinna í huga, skítt með aðra. Í gegnum tíð­ina hafa orðið ein­hverjar til­færslur hjá þeim sem stjórna, þessi flokkur fer út úr rík­is­stjórn fyrir hinn, en heilt yfir hefur kerfið verið nokkuð óbreytt, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur með sinn nátt­úru­lega botn í fylgi sem þeir fara ekki und­ir.

Þetta hefur breyst, sem betur fer. Það er djúp­stæð und­ir­alda í sam­fé­lag­inu um fram­þróun í stjórn­mál­um. Gamla arga­þrasið, þar sem ósvífnin réð för og það þótti bara í lagi að ljúga sig til valda, hefur látið undan síga. Og nú gefst kjós­endum færi á að, tja ef ekki veita náð­ar­höggið þá rekja flótt­ann, í for­seta­kosn­ing­unum í sum­ar.

Auglýsing

Davíð Odds­son er nefni­lega hold­gerv­ingur þess­arar gömlu póli­tík­ur. Hann er mað­ur­inn sem svífst einskis til að fá sitt, sem hefur svo mikla sann­fær­ingu fyrir eigin lygum að ein­hverjir verða til að trúa hon­um. Af því að fyrir honum er eðli­legt að grípa til hvaða bragða sem er til að fá þá einu nið­ur­stöðu sem hann telur þjóð­inni til hags­bóta; að hann hljóti fram­gang.

Davíð hefur hins vegar ekki áttað sig á því að sam­fé­lagið hefur breyst frá því að hann var hrókur alls fagn­að­ar. Hann var einu sinni hipp og kúl gaur­inn í partý­i­inu, ósvífnin var töff og bara dæmi um sterka leið­tog­ann. Fátt eld­ist hins vegar jafn illa og töffara­stæl­ar. Davíð er í dag eins og fulli gamli frænd­inn sem hefur hæst, skiptir enda­laust um lag, segir hetju­sögur og tekur ekki eftir því að eng­inn hlust­ar. Af því að partýið sem hann mætti keikur í fyrir 30 árum er búið og við hin erum löngu farin að hreinsa til eftir það.

Alla þessa eig­in­leika Dav­íðs mátti sjá í sjón­varp­inu á sunnu­dag. Davíð mun sjálfur ekki átta sig á því, en hann gjörtap­aði kosn­ing­unum í umræddum þætti. Þegar hann til­kynnti um fram­boð sitt átt­aði hann sig á því að hann yrði að vera sam­ein­ing­ar­tákn, manna­sætt­ir. Til að verða for­seti þyrfti hann að fá atkvæði frá stuðn­ings­fólki allra flokka. Frammi­staðan á sunnu­dag sýndi að hann er hættur að reyna að fá stuðn­ing frá öðrum en hörð­ustu aðdá­endum í Sjálf­stæð­is- og Fram­sókn­ar­flokki. Það fylgi, þó hann fengi það allt, dugar honum aldrei til sig­urs.

Sátt­fýsin hélt í örfáa daga og gallið brast upp á yfir­borð­ið. Lands­fað­ir­inn reynd­ist ófrjór þegar allt kom til alls.

Ekki þarf að eyða orðum í margt sem fram kom í umræddum þætti, en við Davíð erum þó sam­mála um eitt: Menn eiga ekki að hlaupa frá orðum sínum og gjörð­um. Og það verður gaman þegar Davíð fer yfir eigin orð og gjörðir af sama smá­smygl­is­hætti og hann gerir gagn­vart öðr­um. 

Davíð getur þá farið yfir það þegar hann skrif­aði Ísland hróð­ugur á lista hinna vilj­ugu þjóða, í inn­rás Bush og Blair í Írak. Inn­rás sem aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna sagði ólög­lega. Inn­rás sem kost­aði á bil­inu 600 þús­und til 1,2 millj­ónir manns­lífa. Við­brögð Dav­íðs? Jú, þegar þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar kall­aði eftir því að Ísland yrði tekið af list­anum kall­aði Davíð flokk­inn „aft­ur­halds­komma­titts­flokk“. 

Davíð getur líka farið í róleg­heit­unum yfir einka­væð­ingu bank­anna og hvernig útrás­ar­vík­ing­unum knáu var fagn­að, jafn­vel með fer­földu húrra­hrópi.

Davíð getur farið yfir orð sín við frétta­mann Channel 4 þar sem hann full­yrti að Ísland mundi ábyrgj­ast allar inn­stæður Ices­ave og þær væru allar örugg­ar. Það má sjá hér:

Davíð getur líka farið yfir Kaup­þings­lán­ið, þegar allur gjald­eyr­is­forði íslensku þjóð­ar­innar var greiddur út áður en búið var að ganga frá papp­írum, lána­samn­ingum og veð­um, af því að Davíð er svo skjótur að taka ákvörð­un. Það var heppni að bank­inn var ekki far­inn á haus­inn áður en hægt var að ganga frá papp­ír­un­um.

Davíð má líka útskýra fyrir okkur af hverju hann lagði Þjóð­hags­stofnun niður eftir að hún kom fram með hag­spá sem reynd­ist honum ekki að skapi. Og jafn­vel hvort slík stofnun hefði ekki verið frekar til gagns en ógagns í brjál­æð­inu sem leiddi til hruns­ins.

En auð­vitað mun Davíð aldrei útskýra neitt af þessu, enda finnst honum hann ekki skulda neinar skýr­ing­ar. Fram­boð hans til for­seta Íslands veitir Íslend­ingum hins vegar ein­stakt færi á að segja sína skoðun á öllu ofan­greindu og miklu, miklu meiru til.

Við fáum tæki­færi til að segja skilið við það versta úr íslenskri stjórn­mála­sögu síð­ustu þrjá­tíu ára, hroka, ófyr­ir­leitni, útúr­snún­ing og ýmsan hroða. Við fáum færi til að halda áfram að þroskast og verða aðeins betri, ekki að velta okkur upp úr súr lið­ins tíma.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None