Engum ber að virða þína rasísku skoðun

Auglýsing

Ímynd­aðu þér Kringl­una fjórum dögum fyrir jól. Úti hring­sóla bílar í leit að stæði á meðan spennan liggur í loft­inu inn­an­húss. Sumir eru á þönum að leita að síð­ustu gjöf­un­um, aðrir að kaupa jólasteik­ina og örfáir sitja með yfir­læt­is­svip og njóta kaffi­boll­ans því á þeirra bæ er allt klárt. Versta martröðin er jú að ekki sé allt til­búið þegar RÚV klukk­urnar hringja inn jól­in. Allt þar til að bíl fullum af sprengi­efni er ekið upp að Kringl­unni og hún sprengd í loft upp.  

Þetta var atburð­ar­rásin í Bag­hdad, höf­uð­borg Íraks, á dög­unum þegar bíll var sprengdur í loft upp við versl­un­ar­mið­stöð, örfáum dögum fyrir Eid sem er stærsta hátíð múslima. Talið er að nærri 300 hafi lát­ist í árásinni, sem er sú mann­skæð­asta frá inn­rásinni í Írak 2003. Þeir sem lét­ust voru almennir borg­ar­ar. Fjöl­skyld­ur, vina­hópar, versl­un­ar­eig­endur og starfs­fólk. 

Á mið­viku­dag­inn kom út skýrsla um þátt Breta í inn­rásinni í Írak. Skýrslan er áfell­is­dómur yfir inn­rásinni og hverju því ríki sem studdi hana. Höf­undar segja ljóst að ráð­ist hafi verið inn í Írak án þess að frið­sam­ari leiðir hafi verið reyndar til fulln­ustu. Þá hafi ítrekað verið bent á þá hættu að borg­ara­styrj­öld bryt­ist út ef Saddam Hussein yrði sviptur völd­um, sem myndi valda óstöð­ug­leika á svæð­inu öllu með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um.

Auglýsing

Hat­rið tekur á sig ýmsar myndir

Fáeinum dögum áður en skýrslan kom út, leit­uðu tveir ungir hæl­is­leit­endur frá Írak griða í Laug­ar­nes­kirkju. Það átti að senda þá úr landi á grund­velli Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­innar án þess að mál þeirra væri svo mikið sem skoðað af yfir­völdum hér­lend­is. Stjórn­völdum ber engin skylda til að fylgja Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­inni og Mann­rétt­inda­full­trúi Evr­ópu­ráðs­ins sagði hana ónýta í nýlegri heim­sókn sinni til Íslands. Mynd­band, sem sýnir lög­reglu færa hæl­is­leit­end­urna úr kirkj­unni með valdi áður en þeir voru sendir til Nor­egs, fór víða á frétta-og sam­fé­lags­miðl­um. Þessir ungu menn, annar þeirra að öllum lík­indum ein­ungis 16 ára, verða nú lík­lega sendir aftur til Bag­hdad. Borgar þar sem hver gleði­stund getur breyst í skelf­ingu á auga­bragði. Skelf­ingu sem við Íslend­ingar áttum þátt í að skapa þegar við studdum inn­rás­ina í Írak, þrátt fyrir að hún nyti hvorki stuðn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna né NATO. 

Skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins, sem starfar í skjóli þess Íslend­ings sem ber mesta ábyrgð á ringul­reið­inni í Írak, var fljótur að bregð­ast við mót­mælum almenn­ings við atburð­unum í Laug­ar­nes­kirkju með því að ala á múslima­hatri og for­dóm­um. Ekki í fyrsta skipti sem svo­kall­aðar skop­myndir blaðs­ins afhjúpa lág­kúru af þessu tagi, og í kjöl­farið tók við kunn­ug­legt stef. Ras­ism­inn tók á sig ýmsar birt­ing­ar­mynd­ir. Sumir not­uðu slag­orð­ið: Íslensk kirkja fyrir Íslend­inga. Valda­meiri menn dul­bjuggu ras­is­mann laga­flækjum og aðrir sem umhyggju fyrir öðrum við­kvæmum hóp­um: Ætlar kirkjan nú að vernda útlend­inga á meðan íslenskir fátæk­lingar og öryrkjar svelta? 

Það er lýj­andi að svara í sífellu sama hat­ursá­róðr­in­um: Nei, kirkjan er ekki ein­ungis fyrir Íslend­inga, frekar en aðrar rík­is­stofn­an­ir. Nei, herra vara­rík­is­sak­sókn­ari, flótta­menn sem leita hjálpar eiga ekk­ert skylt við dæmdan glæpa­mann. Nei, það er óþol­andi að við­kvæm­ustu hópum sam­fé­lags­ins sé í sífellu egnt hverjum gegn öðrum, svo að eng­inn kom­ist á betri stað.  

Þeir sem telja sig mega spúa hatri í friði 

Og þegar allt annað þrýtur grípa ras­ist­arnir ævin­lega til kol­rangrar en lífseigrar tuggu: „Þetta er bara mín skoðun og þér ber að virða hana.˝ Frá­leitur útúr­snún­ingur á göf­ugri heim­speki. Mér ber ekki að virða þína rasísku skoð­un. Mál­frelsið gengur ekki út á að öll vit­ræn umræða skuli þögguð til að særa ekki þann sem elur á hatri. Þú mátt tjá þig en engum ber að hlust­a. 

Rétt­ur­inn til mál­frelsis felur ein­fald­lega í sér rétt til að tjá skoðun sína án þess að þurfa að ótt­ast um líf sitt eða frelsi. Ég skal berj­ast fyrir frelsi skop­mynda­teikn­ara Mogg­ans til að teikna sínar rasísku myndir án þess að hann endi í fang­elsi. En þar lýkur minni sið­ferði­legu skyldu. Um leið verður til önnur skylda, sú að berj­ast gegn því að hat­ursá­róð­ur­inn verði við­ur­kenndur sem eðli­legur hluti af umræð­unni. Hann á ekk­ert erindi í fjöl­miðil sem vill láta taka sig alvar­lega. Ekk­ert erindi í mál­flutn­ing vara­rík­is­sak­sókn­ara. Ekk­ert erindi sem stefnumið stjórn­mála­flokks.

Hat­rið baðar sig í dags­ljós­inu

Öfga­kenndir þjóð­ern­is-hægri­flokkar njóta nú síauk­ins stuðn­ings og hug­myndir þeirra fá aukið rými í allri umræðu. Og auk­inn hljóm­grunn. Útlend­inga­hatri er ekki lengur sáð í myrkri. Það hefur brotið sér leið út í dags­ljósið og hægt en bít­andi virð­umst við sam­þykkja að það sé fastur liður í þjóð­fé­lags­um­ræð­unni. Veðrið, verð­bólgan, og ras­ism­inn. 

Hat­ursá­róður gagn­vart ákveðnum trú­ar­brögð­um, þjóð­ernum eða kyn­þáttum er ekki bara rang­ur. Hann er hættu­leg­ur. Það er orku­frekt og óþol­andi að reyna að sann­færa ras­istana sem mæta okkur í hvers­deg­inum um skað­ann sem mál­flutn­ingur þeirra veldur sam­fé­lag­inu öllu. En okkur ber skylda til að taka rök­ræð­una í hvert ein­asta sinn, því jafn­vel þótt orð þeirra sann­færi okkur ekki, geta þau vel sann­fært næsta mann. Ef sama lygin er sögð nógu oft getur hún öðl­ast trú­verð­ug­leika í hugum ein­hverra.  

Martin Lúther King sagði mesta harm­leik­inn ekki fel­ast í grimmd þess illa heldur í þögn hins góða. Sá sem situr þög­ull hjá á meðan hat­rið nær fót­festu ger­ist sekur um sinnu­leysi. Og það veldur að lokum sama skaða og stans­laus áróður ras­ist­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None