Auglýsing

Það hefur verið dásam­legt að vera Íslend­ingur nú í sum­ar. Dag­arnir eru bjartir og fagrir og sólin skín bæði dag og nótt. Lands­menn völdu sér for­seta úr góðum hópi fram­bjóð­enda sem flestir horfðu fram á veg­inn. Gamla Ísland tap­aði. Og EM, maður lif­andi! Eig­in­lega var eins gott að við komumst ekki enn lengra því þetta vík­inga­tal og fána­blæti var við það að verða vand­ræða­legt. Þetta voru þó guð­dóm­legar vikur og kannski í fyrsta sinn frá hruni sem við vorum öll í sama lið­inu. Öll sam­mála og það var svo gott að vera til. Okkur voru allir vegir fær­ir. Höldum í þá til­finn­ing­u.

Síð­ustu daga hefur stemn­ingin verið þyngri. Mis­heppnuð valda­ránstil­raun í Tyrk­landi og voða­verk við stönd­ina fal­legu í Nice, einmitt þar sem svo margir Íslend­ingar spók­uðu sig stoltir af lands­lið­inu, eru eins og lam­andi skuggi sem liggur yfir heims­byggð­inni. Og upp­gangur og lygi­legur fram­gangur hinna ýmsu popúlista sem ná að sann­færa venju­legt fólk um að einmitt þeir (sem oftar en ekki eru silf­ur­skeið­ungar sjálfir) séu einmitt þeir sem beri hag hinna verst settu fyrir brjósti og berj­ist fyrir litla mann­inn. Við þessar aðstæður þakkar maður þó líka fyrir að vera bara frá litla Íslandi þar sem aldrei hefur geisað stríð og þrátt fyrir allt þá höfum við það bara nokkuð gott hérna.

Þó vantar svo­lítið upp á að íslenskt sam­fé­lag geti talist til fyr­ir­mynd­ar. Þegar sólin skín og land­inn næstum nýbú­inn að vinna EM í fót­bolta er maður þó bjart­sýnn á að nú tak­ist okkur að laga þetta í eitt skipti fyrir öll. Sjö mögur ár og allt það. Árið 2016 verður ár upp­sker­unn­ar. Því hef ég leyft mér að taka saman lista yfir það helsta sem við þurfum að laga svo Ísland verði algjör­lega frá­bært land þar sem sann­ar­lega er gott að búa – alla­vega á meðan sólin skín.

Auglýsing

Fyrst það sem við verðum að ráða bót á strax. Sumt kostar en fjár­magnið er í aug­sýn.

  • Þegar maður verður veikur á maður ekki sjálf­krafa að verða gjald­þrota líka. Stefnum á gjald­frjálst heil­brigð­is­kerfi. Það er ekki góð hug­mynd að dreifa kostn­að­inum bara öðru­vísi á not­end­ur. Efna­m­inna fólk mun veigra sér við að leita læknis nema í neyð­ar­til­fellum og þá er hætt við að sjúk­dómar grein­ist á síð­ari stigum þegar þeir eru ekki eins við­ráð­an­leg­ir. Það er miklu dýr­ara fyrir okkur öll. Og talandi um heil­brigð­is­kerf­ið. Þar þarf ein­fald­lega meira fé.
  • Unga fólk­inu okkar líður ekki öllu vel í sál­inni. Það er fárán­lega dýrt að leita til sál­fræð­ings á Íslandi. Sál­fræð­ingar eiga að sjálf­sögðu að vera hluti af heil­brigð­is­kerf­inu. For­varnir og snemmtæk íhlutun er nefni­lega besta fjár­fest­ing sem eitt sam­fé­lag getur varið fé sínu í.
  • Það liggur auð­vitað í augum uppi að biðlistar vegna þjón­ustu fyrir börn og ung­menni eiga ekki að fyr­ir­finn­ast. Árs­bið eftir grein­ingu eða með­ferð er fimmt­ungur af ævi fimm ára barns. Þjón­usta við börn má ekki vera háð efna­hag eða getu for­eldr­anna. Því ættum við að reyna að veita sem mesta og besta þjón­ustu í gegnum skóla­kerf­ið. Og þar þarf líka meiri pen­inga.
  • Til þess að ungt fólk sjái fram­tíð á Íslandi þarf það að geta búið ein­hvers stað­ar. Það er ekki raunin nú. Í nágranna­löndum okkar eru víða rekin félags­leg hús­næð­is­kerfi fyrir almenn­ing, laus undan hagn­að­ar­kröfum verk­taka­væð­ing­ar­innar og hávaxta­stefn­unn­ar. Förum þá leið.
  • Líf­eyr­is­þegar eiga að geta lifað mann­sæm­andi lífi og þeim á ekki að vera refsað fyrir að vinna þegar þeir geta.
  • Við þurfum að leggja Útlend­inga­stofnun nið­ur. Þar með er ég ekki að leggja til landamæra­leysi (þótt per­sónu­lega fynd­ist mér það næs) heldur held ég að innan stofn­un­ar­innar hafi skap­ast und­ar­legur vinnu­staða­mórall sem von­laust sé að vinda ofan af. Laga­breyt­ingar munu því ekki ná að breyta því sem breyta þarf þegar lögin er túlkuð með jafn­und­ar­legum og ómann­úð­legum hætti og raun ber vitni.
  • Það er galið að vísa flestum hæl­is­leit­endum sjálf­krafa úr landi á sama tíma og verið er að flytja inn erlent vinnu­afl í stórum stíl. Í upp­gang­inum þessa dag­ana skortir vinnu­afl. Allt fólk er dýr­mætt og við eigum að taka vinnu­fúsum höndum fagn­andi. Mik­ill mannauður felst í ólíkum bak­grunni og reynslu þeirra sem hingað leita og við eig­um, líkt og önnur ríki, að axla ábyrgð á þeim mikla vanda sem orsakast hefur af stríði, ójöfn­uði og spill­ingu. Þetta eru efna­hags­legu rökin fyrir breyttri stefnu í þessum mál­um. Mann­úð­ar­rökin vega enn þyngra. Sum lönd heims­ins eru því miður utan hins byggi­lega heims þessa dag­anna en það er ekki flótta­fólk­inu að kenna. Sökin liggur ann­ars stað­ar.
  • Og svo er það stærsta málið og það sem senni­lega þarf mest átak til að laga. Á Íslandi þrífst óásætt­an­leg mis­skipt­ing sem á rót í órétt­látri skipt­ingu auð­linda lands­ins. Stóra verk­efnið er að auka jöfnuð í sam­fé­lag­inu. Það á ekki að greiða fólki lægri laun fyrir að hugsa um mann­eskj­ur; kenna þeim, hjúkra eða gæta, en að stýra flug­um­ferð eða reikna út burð­ar­þol. Reyndar er afar brýnt að auka jöfnuð á heims­vísu en við getum byrjað hér á landi.

Hér eru pen­ing­arn­ir. Það er nefni­lega nóg til:

  • Hættum að láta ræna okk­ur. Það er glóru­laust að lands­menn allir fái ekki fullt gjald fyrir auð­lind­irnar sínar til nota í sam­eig­in­legum sjóðum okk­ar. Alvöru auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá tekur á þessu. Látum ekki plata okkur til að sam­þykkja eitt­hvert mála­mynda­á­kvæði sem engu breyt­ir. Þjóðin er búin að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stjórn­völd í sið­mennt­uðum ríkjum virða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur. Í því felst eng­inn póli­tískur ómögu­leiki.
  • Veiði­heim­ildir á að selja hæst­bjóð­anda á frjálsum mark­aði. Þar með geta útgerð­ar­menn ákveðið sjálfir hvaða verð þeir vilja greiða þjóð­inni fyrir að fá að veiða fisk­inn í sjón­um.
  • Við eigum að hætta að gefa landið okk­ar. Þeir sem vilja nýta íslenska raf­orku eiga að greiða fullt gjald fyrir það. Þeir sem selja ferða­mönnum aðgang að nátt­úru lands­ins eiga líka að greiða þjóð­inni fullt gjald fyrir það. Þetta eru tækni­leg úrlausn­ar­efni og í öðrum löndum eru menn fyrir löngu búnir að finna við­eig­andi lausn­ir. Hér getum við ekki einu sinni komið upp kömrum skamm­laust.
  • Ýmsir landar okkar hafa ákveðið að greiða ekki skatta nema að litlu leyti og geyma auð sinn í skatta­skjól­um. Girðum fyrir þá leið og náum í þessa pen­inga. Breiðu bökin eiga að greiða meira til sam­fé­lags­ins en þeir sem minna hafa. Brauð­mola­kenn­ingin hefur verið afsönn­uð. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að var­ast ber að kjósa þá flokka sem flagga for­mönnum og ráð­herrum sem treysta eigin efna­hags­stjórn ekki betur en svo að þeir tryggja sig með því að geyma eigur sínar í útlönd­um. Slíkir lífs­kjara­þjófar eiga ekki heima í almanna­þjón­ustu.

Í lokin er hér smott­erí sem auð­velt er að kippa í lið­inn:

  • Hundar eru ekki mein­dýr og ættu ekki bara að fá að fara í strætó heldur líka í bank­ann, búðir og kaffi­hús.
  • Hjól­reiða­menn á göngu­stígum mættu hægja aðeins á sér og nota bjöll­una. Í stað­inn mættu öku­menn bíla sýna þeim meira umburð­ar­lyndi og til­lits­semi og þakka fyrir að þeir geri sitt til að draga úr umferð og meng­un.
  • Klukkan á Íslandi er rangt skráð, miðað við gang sól­ar. Lögum það, alla­vega á vet­urna.
  • Og er ekki hægt að laga þetta suð sem fylgir alltaf veð­ur­frétt­unum á Rás 1?

List­inn er ekki tæm­andi og ein­hverjir myndu örugg­lega vilja for­gangs­raða öðru­vísi. Það má líka alltaf bæta í. En drífum í þessu. Það er nefni­lega ekki eftir neinu að bíða. Við getum þetta. Það vantar bara herslumun­inn ... Koma svo!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None