Hreppapólitík í alþjóðasamfélagi

Auglýsing

Við, sem eigum það sam­eig­in­legt að vera skil­greind sem hin svo­kall­aða íslenska þjóð, klúðruðum mál­unum all­ræki­lega í síð­ustu kosn­ingum og kusum af ein­stökum klaufa­skap yfir okkur trúð – sem náði á sínum stutta (en þó alltof langa) ferli í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu að gera sjálfan sig að athlægi út um allan heim og um leið sam­fé­lagið sem í útlend­ings­ins augum hafði kosið hann hæf­astan til að vera í for­svari fyrir fólkið í eyland­inu.

Sök sér ef trúð­ur­inn hefði verið fynd­inn. En þessi trúður var með ein­dæmum sorg­legur og undir lok stjórn­ar­tíðar hans virt­ust æ fleiri á því máli að hann væri hrað­lyg­inn í þokka­bót – nema þá að hann hefði þá afsökun að trúa eigin lygum sjálfur og hafa þannig, framan af, hljó­mað hættu­lega sann­fær­andi þegar hann reyndi að verja ýmsar umdeildar og glæfra­legar ákvarð­an­ir. 

Don Kíkóti hjó blint

Skiptir kannski engu hvort trúð­ur­inn trúði sér sjálfur eða ekki. Vanda­málið var að furðu margir í þessu sam­fé­lagi trúðu honum nógu vel til að styðja hann – og/eða bein­tengja hann sínum prí­vat hags­munum – og þannig fékk Don Kíkóti, ásamt með­reið­ar­svein­um- og meyjum sín­um, kjörað­stæður til að berj­ast gegn hinu og þessu sem honum fannst ógna sér, þó að það hafi ekk­ert endi­lega ógnað íslensku sam­fé­lagi, kannski þvert á móti – og öfugt. 

Auglýsing

Nú þorir maður loks að leyfa sér að trúa að íslenskir kjós­endur fái að kjósa í haust eftir lygi­lega kjána­legan farsa í anda The Office nú síð­ast­liðið vor. Og þá er um að gera að vanda til verka. En hvaða flokk á að kjós­a? 

Við stöndum frammi fyrir því að Don Kíkóti þessi náði að höggva blint í allar áttir á undra­skömmum tíma og um leið djúpt sár í þjóð­arsál­ina, svo umdeildur sem hann var, en sam­fé­lagið mátti svosem ekki við miklu eftir Hrunið og líf­legar eft­ir­öldur þess. 

Sárið ristir svo djúpt að manni finn­st, satt að segja, að það sé brýn þörf á því að und­ir­bún­ingur kosn­ing­anna stuðli að sam­tali milli ólíkra fylk­inga í sam­fé­lagi sem er átak­an­lega klof­ið, sam­tali þar sem fram­bjóð­endur leggi sig fram um að stuðla að gagn­kvæmum skiln­ing­i. 

Hagur barn­anna í stjórn­ar­ráðstösku

Nú segir lík­lega ein­hver að það sé hræsni að kalla téðan karl­mann trúð og fara um leið fram á sam­ræðu með mann­virð­ingu að leið­ar­ljósi. Við við­kom­andi vil ég segja: Þú hefur vissu­lega rétt fyrir þér. En þessi til­tekni karl­maður komst samt sem áður upp með það í furðu langan tíma að sólóa eins og trúður með hag barn­anna okkar í stjórn­ar­ráðstösk­unni og von­andi á hann nógu góðan vin sem reyn­ist honum betur en með­virku með­reið­ar­svein­arnir og ráð­leggur honum að hvíla sig svo dón­inn ég – sem und­ir­rituð er vita­skuld þegar hún skrifar svona lagað – haldi ekki áfram að herja á hann með stans­lausum loft­árás­um. 

Til­raun til skiln­ings

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá skipta hvorki ég né hann minnsta máli né hvað okkur kann að finn­ast. Það sem skiptir öllu máli er vonin um sam­vinnu og sam­tal. Að frá­skildu hjónin geti reynt að tala saman áður en þau skaða barnið sitt enn frek­ar. 

Ágrein­ings­efnin eru mörg og erf­ið; flók­in, mót­sagna­kennd, hags­muna­blandin og þrungin til­finn­ingum sem blinda besta fólk. Svo mörg reyndar að stundum fær maður á til­finn­ing­una að þrátt fyrir fólks­fæð­ina á Íslandi búi þar að minnsta kosti fimm þjóð­ir. Eðli máls­ins sam­kvæmt getur það ekki talist hag­kvæmt. Fyrst þó nokkuð mörg millj­óna­lönd í Evr­ópu sjá hag sinn í sam­vinnu og sam­ráði hljótum við sem deilum þessum kosn­inga­rétti að geta unnið saman upp að ein­hverju marki. Markið má kannski ekki vera of hátt en þó svo að hægt sé að stuðla að frjóu sam­spili ólíkra hug­mynda og hags­muna – og styrkja skynjun okkar á rétt­látri sam­búð. 

Ólíkir hlutir aðkallandi

Það er löngu tíma­bært að hlusta á ákall um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá því gaml­ar, gott ef ekki danskætt­aðar hug­myndir um innra stjórn­skipu­lag sam­fé­lags­ins eru hluti af ástæðu þess að við troðum mar­vað­ann í dragúldnum vanda­málum sem segja til sín aftur og aftur – og munu óhjá­kvæmi­lega gera það með ill­þyrmi­legum hætti þangað til grunn­stoðir kerf­is­ins verða lag­færðar og mót­aðar í anda nútíma sam­fé­lags. 

Ég skil því vel kröfu for­manna VG og Sam­fylk­ing­ar­innar sem og þing­flokks­for­manns Pírata þegar þeir (eða rétt­ara sagt þær) frá­biðja sér sam­starf með flokki sem á að heita andsnú­inn kerf­is­breyt­ingum – og sumir kalla, ekki að ástæðu­lausu, varð­hund hags­muna­afla. Það er rétt ályktað að fólk þarf að vita hvaða áherslur það kýs með atkvæði sínu og auk þess hefur verið erfitt að horfa fram­hjá yfir­gangi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna and­spænis stjórn­ar­and­stöð­unni (og um leið fjölda kjós­enda) síð­ustu miss­er­in, fyrir nú utan að það er jákvætt að skerpa á áherslum og senda þau skila­boð að eng­inn þess­ara áður­nefndu flokka stefni á að verða hækja Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn.  

Samt spyr maður sig hvort ólíkar raddir flokk­anna mættu ekki reyna að stuðla að ein­hvers konar þjóð­fundi í kosn­inga­bar­átt­unni, þó að það sé stuttur tími til stefnu; máta sig saman og ræða mik­il­væg mál af sam­stilltri rök­festu, frjórri leit og heið­ar­leika svo kjós­endur fái sem heil­leg­asta mynd og öðlist til­finn­ingu fyrir vali sínu – í kosn­inga­lands­lagi þar sem skugg­arnir flökta. 

Kannski, kannski...

Kannski þyrftu ólíkir flokkar einmitt að vinna um tíma saman í rík­is­stjórn til að eitt­hvað gott og upp­byggi­legt fái að fæð­ast í lág­marks sátt. Kannski myndi þá grynnka á pólarís­er­ing­unni í sam­fé­lag­inu, kannski ekki, kannski yrði spreng­ing.  

En kannski er, þrátt fyrir allt og allt, hægt að mynda rík­is­stjórn and­stæðra póla sem yrði kennd við sátt, að minnsta kosti til­raun til sátta og sam­tals. Það sakar ekki að velta mögu­leik­anum fyrir sér nú þegar það hvarflar jafn­vel að manni að eftir Hrunið hafi íslenskt sam­fé­lag lent í svipti­vindum rík­is­stjórna sem skipt­ast á að vera við völd með svo and­stæður stefnur að á end­anum verður ógjörn­ingur að móta upp­byggi­lega fram­tíð­ar­stefnu í einu né nein­u. 

For­dómar íbú­anna

Það er löngu tíma­bært að tals­menn flokk­anna blási saman til frjórrar umræðu í þágu fólks­ins í sam­fé­lag­inu sem er auð­vitað með ólíkar þarfir og raddir – en á samt ekki að þurfa að búa í marg­klofnu sam­fé­lagi sem ýtir undir for­dóma íbú­anna í hvers ann­ars garð. Slík umræða gæti rifjað upp göf­ug­ustu hug­sjónir og hug­myndir hvers flokks og leyft þeim að njóta sín á kostnað tæki­fær­is­mennsku og hreppapóli­tík­ur. 

Fram­bjóð­endur með ólíkar hug­myndir þurfa að velta fyrir sér í sam­ein­ingu og bróð­erni hvernig þjóð­fé­lag við viljum byggja og skapa afkom­endum okkar en biðja öfga­fólk innan sinna raða að æfa sig í að hugsa meira en tala og lesa frekar mann­kyns­sög­una en hlusta á Útvarp Sög­u. 

Auð­vitað dylst engum að það er furðu mikil og átak­an­leg stétta­skipt­ing í þessu fámenna landi sem gerir marga skilj­an­lega reiða en aukin sam­starfspóli­tík gæti samt verið skref í rétta átt og til bóta, við búum jú á sama bóli.

Við lifum jafn­framt á tímum þar sem allt er að breyt­ast og breyt­ingar á Íslandi og í alþjóða­sam­fé­lag­inu hald­ast í hend­ur; bæði hratt og bratt, á áður ófyr­ir­séðan hátt og þannig að það er strembið að spá nokkru um fram­hald­ið. Á svo flóknum tímum hlýtur að vera ráð­legt að til­einka sér stjórn­visku og sam­vinnu – og reyna að móta eitt­hvað í átt­ina að fram­tíð­ar­sýn sem rúmar okkur öll og þolir óvæntar bylt­ur. 

En okkar kjós­enda bíður ekki síður mikið ábyrgð­ar­verk: Að kjósa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None