Auglýsing

Enn er upp runn­inn sá tími að stjórn­mála­menn þurfa að treysta á almenn­ing, því loks­ins hafa stjórn­ar­flokk­arn­ir, eða að minnsta kosti hluti þeirra, gert sér grein fyrir því að kosn­ingar eru ekki einka­mál þeirra. Kosn­inga­bar­áttan er haf­in, lof­orðin eru farin að streyma, nú er allt í einu lag að gera allt fyrir alla, þó ekki hafi unn­ist tími til þess allt kjör­tíma­bil­ið.

Sam­skipti fólks geta verið flók­in, við erum jú öll mann­leg með okkar bresti og breysk­leika og öllum verður okkur ein­hvern tím­ann á. Við erum ekki full­komin og eigum ekki að sækj­ast eftir því að vera það, en við verðum að standa og falla með orðum okkar og, raunar fyrst og fremst, gjörð­um.

Á því byggir traust­ið, á þeim sam­skiptum sem hafa átt sér stað. Og þegar vega á og meta hvort ein­hver er trausts­ins verð­ur, þá skipta gjörðir meira máli en orð. Vissu­lega er best þegar orð og æði fara sam­an, en því er ekki alltaf að heilsa. Það þýðir með öðrum orðum lítið að treysta því í blindni þegar ein­hver lofar öllu fögru, nú sé sá tími aldeilis runn­inn upp að allt muni breytast, bót og betrun sé öruggt mál. Það er fal­legt að treysta, á því verður mann­legt sam­fé­lag að byggja, en þegar sá eða sú sem lofar öllu fögru í orði gerir svo eitt­hvað allt ann­að, þá verður að horfa á gjörð­irn­ar, frekar en orð­in.

Auglýsing

Maður talar ekki til sín traust, maður ávinnur sér það.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa verið í rík­is­stjórn síðan 23. maí 2013. Í 1.181 daga hafa ráð­herrar (sumir reyndar skem­ur) farið með mála­flokka sína, flokk­arnir tveir haft meiri­hluta á þingi og öll tæki­færi til að koma stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í fram­kvæmd.

Og hver er sú stefna? Hana er vissu­lega að finna í stjórn­ar­sátt­mál­anum og því væri kannski eðli­leg­ast að leita þang­að. En, líkt og áður var sagt, skipta orð afskap­lega litlu ef gjörðir sýna ann­að. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ætl­aði til dæmis að leiða rík­is­stjórn­ina í því að „virkja sam­taka­mátt þjóð­ar­innar og vinna gegn því sund­ur­lyndi og tor­tryggni sem ein­kennt hefur íslensk stjórn­mál og umræðu í sam­fé­lag­inu um nokk­urt skeið.“ Það fór vel hjá hon­um. 

Og stjórnin ætl­aði líka að vinna að lang­tíma­stefnu­mótun í ferða­þjón­ustu, vera í far­ar­broddi í umhverf­is­málum á heims­vísu og ýmis­legt annað smá­legt eins og t.d. að afnema gjald­eyr­is­höft. Það var hvorki meira né minna en eitt mik­il­væg­asta verk­efni henn­ar, sam­kvæmt stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Stærsta ein­staka verk­efni fjár­mála­ráð­herra, það sem hann og fleiri töl­uðu um sem for­sendu heil­brigðs efna­hags­lífs, hvernig stendur það? Jú, höftin eru á sínum stað og þrátt fyrir skraut­sýn­ingu í Hörpu þar sem 1.200 millj­örðum var reglu­lega veifað framan í við­stadda, aftur og aftur svo mantran fest­ist nú í koll­in­um, eru heimt­urnar eitt­hvað rýr­ari, svo ekki sé meira sagt.

Talandi um Hörpu, í gær var einmitt blaða­manna­fundur þar, önnur skraut­sýn­ing. Ráð­herrar upp­götv­uðu nefni­lega að kosn­ingar eru að bresta á og þeir hafa ekk­ert gert í hús­næð­is­mál­um, nema reyndar að gefa hluta þeirra sem eiga hús tölu­vert af pen­ing­um. Það var nefni­lega eitt af stóru lof­orð­unum í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, sem rann upp fyrir fólki að ætti svona rétt fyrir kosn­ingar að ætti eftir að efna, að umbylta hús­næð­is­mark­aðn­um.

Já og hvað ætl­aði stjórnin að gera með verð­trygg­ingu? Ekki að draga úr henni, ekki að minnka vægi henn­ar, ekki að fara úr 40 ára lánum í 25. Nei, stjórnin ætl­aði að gera þetta:

„Sér­fræði­nefnd um afnám verð­trygg­ingar af neyt­enda­lánum og end­ur­skipu­lagn­ingu hús­næð­is­lána­mark­að­ar­ins verður skipuð á fyrstu dögum nýrrar rík­is­stjórnar og mun skila af sér fyrir næstu ára­mót.“

Þessi ofur­nefnd átti bæði að finna leið til að afnema verð­trygg­ingu og end­ur­kipu­leggja hús­næð­is­mark­að­inn og það átti að liggja fyrir um ára­mótin 2013/14 hvernig það yrði gert. Í gær var svo kynnt að nið­ur­staðan af þeirri vinnu er að banna 40 ára verð­tryggð lán fyrir alla, ja nema flesta, og svo má fólk nota sinn eigin sparnað til að kaupa sér hús­næði. Fal­lega hugs­að.

En hvað hefur rík­is­stjórnin gert? Það er það sem skiptir máli, ekki hverju hún hefur lofað eða mun lofa fram að kosn­ingum eða hverju hún lof­aði í Hörpu í gær. Hvað hefur stjórn­ar­meiri­hluti Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks gert á þessum 1.181 degi sem þeir hafa eytt á valda­stól­um?

Jú, árið 2014 afnámu þeir auð­legð­ar­skatt og afsöl­uðu rík­inu sér þannig árlegum tekjum upp á 10,8 millj­arða. Þá lækk­uðu þeir veiði­gjöld­in, sem þýddi 11-13 tap­aða millj­arða, lækk­uðu tekju­skatt á tekju­háa um 5 millj­arða og féllu frá hækkun vasks á gist­ingu og afsöl­uðu rík­i­s­jóði þannig árlegum tekjum upp á 1,8 millj­arða.

Þetta eru 30,3 millj­arðar á hverju ein­asta ári sem rík­is­stjórnin ákvað að færa þeim sem best hafa það í sam­fé­lag­inu í stað þess að nýta í sam­neysl­una. Það eru 90,9 á þremur árum, lík­lega yfir 100 millj­arðar á þessum 1.181 degi síðan stjórnin tók við. Það hefði eflaust mátt nýta þessa fjár­muni til efl­ingar heil­brigð­is­kerf­is­ins, en rík­i­s­tjórnin vildi greini­lega frekar þyngja vasa þeirra auð­ug­ustu í sam­fé­lag­inu.

Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar- og Sjálf­stæð­is­flokks er rík­is­stjórn þeirra sem eiga. Hún hefur fyrst og fremst beint sjónum sínum að efri lögum sam­fé­lags­ins og kraftar hennar hafa farið í aðgerðir sem þeim koma vel. Bjarni og Sig­mundur Davíð bera ekki hag þeirra sem verst hafa það fyrir brjósti, þeirra fólk er fólkið sem á pen­inga, hefur það bara ansi fínt. Fólkið sem hefði haft það ansi fínt þó rík­is­stjórnin hefði ekki gert neitt, en hefur það bara aðeins betra núna. Þeir koma og fín­stilla plasmaskjá­inn og laga leið­in­lega brakið í gull­brydd­aða hæg­indasstólnum svo þú hafir það aðeins betra en þú hafðir áður.

Þegar kemur að því að kjósa, sem er víst bara núna í októ­ber, ætti að hafa þessar gjörðir rík­is­stjórn­ar­innar í huga. Ekki fögur fyr­ir­heit og fal­leg orð. Fólki sem er bara annt um þig þegar það man eftir því, eða þegar það þarf á þér að halda, er nefni­lega ekki annt um þig í raun.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiSleggjan
None