Auglýsing

Ólymp­íu­leik­arnir eru fyrir alla: Íþrótta­menn sem upp­skera loks ávöxt erf­iðis síns, áhorf­end­urna sem flykkj­ast til fram­andi landa til að hvetja kepp­endur áfram, og okkur sem heima sitj­um, með nammi­skál­ina á bumbunni, og fylgj­umst með helstu íþrótta­mönnum heims merja út sigur út á örfá sek­úndu­brot eða ful­kom­lega teygða rist.

Á sama tíma eru Ólymp­íu­leik­arnir meira en íþrótta­við­burð­ur. Þeir leiða saman þjóðir heims með heið­ar­leika og járnaga íþrótta­manns­ins að leið­ar­ljósi. Til­gangur leik­anna, sam­kvæmt Ólymp­íu­sátt­mál­anum, er meðal ann­ars að stuðla að mann­úð, friði og mann­legri reisn með íþrótta­iðkun og góðu for­dæmi. Í anda þessa mark­miðs keppir lið flótta­manna í fyrsta skipti á leik­unum í ár. 

Partí á kostnað bág­staddra

En að vissu leyti minna Ólymp­íu­leik­arnir nú fremur á hung­ur­leika en leika friðar og mann­úð­ar. Leika þar sem skemmtun hinna ríku fer fram á kostnað hinna fátæku og valda­minnstu. Þar sem íþrótta­menn og áhorf­endur koma saman í mann­virkjum byggðum á rústum fátækra­hverfa. Slíkir íþrótta­leik­vangar eru oft sér­byggðir fyrir Ólymp­íu­leik­ana og nýt­ast lítið sem ekk­ert að leik­unum loknum. Tveggja vikna partí á kostnað skatt­greið­enda og bág­staddra.

Auglýsing

Yfir 77.000 íbúar fátækra­hverfa í Ríó hafa misst heim­ili sín vegna fram­kvæmda við Ólymp­íu­leik­ana, sem líkja mætti við að allir íbúar Kópa­vogs, Sel­tjarness, Garða­bæjar og Hafna­fjarðar misstu heim­ili sín svo byggja mætti íþrótta­hall­ir. Kostn­aður Ríó hefur nú þegar farið fram úr áætl­unum og borgin er svo illa stödd fjár­hags­lega að fylk­is­stjóri Río de Jan­eiro fylkis lýsti nýlega yfir að það glímdi við „fjár­hags­lega neyð˝ og þyrfti stuðn­ing brasil­íska rík­is­ins til að koma í veg fyrir algjört hrun almanna­ör­ygg­is, heil­brigð­is­kerf­is, mennt­unar og sam­gangna. Á sama tíma full­vissuðu yfir­völd alþjóða­sam­fé­lagið um að fjár­hags­vand­inn myndi ekki bitna á Ólymp­íu­leik­un­um. Þannig hefur heilsu, menntun og öryggi íbúa Ríó verið ýtt til hliðar í nafni leik­anna.

Ríó er ekki eins­dæmi hvað þetta varð­ar. Þegar Ólymp­íu­leik­arnir voru haldnir í Pek­ing árið 2008 lögðu yfir­völd áherslu á að nútíma­væða borg­ina með nýjum háhýsum og bættu sam­göngu­kerfi. Leik­arnir voru enda liður í sókn Kína og áttu að heilla heims­byggð­ina. En til að koma nýjum leik­vöngum og lestar­teinum fyrir þurfti að rýma til og losa pláss. Fórn­ar­kostn­að­ur­inn var meðal ann­ars sá að 1,5 milljón íbúa borg­ar­innar missti heim­ili sín og leik­arnir kost­uðu kín­verska ríkið yfir 4800 millj­arða, sem er um þre­föld verg lands­fram­leiðsla Íslands.

Hver ber ábyrgð­ina?

Margt af þessu vitum við og ræðum jafn­vel opin­skátt árum, mán­uðum og vikum fyrir næstu Ólymp­íu­leika. En um leið og liðin ganga inn á (ný­byggð­an) Ólymp­íu­vett­vang­inn, víkur sið­ferðið fyrir keppn­isand­an­um. Þannig fer umræðan í sífellda hringi og leiðir ekki til neins. 

Að vissu leyti krist­alla Ólymp­íu­leik­arnir vanda alþjóða­sam­fé­lags­ins þegar kemur að ábyrgð. Hver skal ábyrgj­ast að mann­rétt­indi verði ekki fótum troð­in? Er það ábyrgð íþrótta­manna að snið­ganga leika, þegar vitað er að rétt­indum almenn­ings hefur verið fórnað við und­ir­bún­ing þeirra? Eða er það mögu­lega ábyrgð okk­ar, sem heima sitjum með nammi­skál­ina, að neita að horfa á keppni sem hefur fótum troðið grunn­hug­mynd leik­anna: bætta mannúð og  gott for­dæmi?

Meg­in­á­byrgðin hlýtur að liggja hjá Alþjóða­ólymp­íu­nefnd­inni sem ákveður hvaða borg heldur Ólymp­íu­leik­ana hverju sinni. Borgir skila inn umsóknum um að halda leik­ana þar sem gerð er grein fyrir áætl­uðum kostn­aði og færð rök fyrir kostum þess að halda leik­ana í við­kom­andi borg. Nefndin gerir marg­vís­legar kröfur um mann­virki, sam­göngur og fjölda hót­ela og veit­inga­staða. Í gegnum tíð­ina hefur iðu­lega ríkt hörð sam­keppni og nefndin því átt þess kost að velja þá borg sem setur fram hvað metn­að­ar­fyllsta áætl­un. Þetta leiðir til þess að umsóknir eru oft stór­lega ýktar og fram­kvæmdir fara langt fram úr kostn­að­ar­á­ætl­un. 

En hlut­verk nefnd­ar­innar er ekki ein­ungis að tryggja ágæti leik­anna, því sam­kvæmt sátt­mál­anum er henni ekki síst ætlað að fram­fylgja hug­mynda­fræði og hlut­verki Ólymp­íu­leik­anna. Með því að firra sig ábyrgð á sið­ferði­legum skyldum sínum þar sem mann­leg reisn og mannúð skulu ávallt vera í for­grunni er grunn­gildum Ólymp­íu­leik­anna fórn­að. 

Áhuga­leysi vest­rænna borga gæti knúið fram breyt­ingar

Mögu­lega er  breyt­inga að vænta á umsókn­ar­kerf­inu. Sívax­andi kostn­aður við leik­ana hefur dregið úr áhuga á að halda þá og hafa fjöl­margar borgir dregið umsóknir sínar til­baka, þeirra á meðal Osló og Stokk­hólmur fyrir vetr­ar­ólymp­íu­leik­ana 2022 og Boston fyrir sum­ar­leik­ana 2024, með þeim orðum að ómögu­legt sé að fram­selja fjár­hags­lega fram­tíð borg­ar­innar.

En áhuga­leysi vest­rænna borga gæti aukið vand­ann fremur en hitt. Kína og Brasilía sáu leik­ana sem tæki­færi til að stimpla sig inn hjá alþjóða­sam­fé­lag­inu. Að þessu leyti hafa þró­un­ar­ríki með vax­andi efna­hag rík­ari ástæðu til að halda leik­ana en margar vest­rænar borg­ir. Á sama tíma eru lýð­ræð­is­leg ferli og rétt­indi íbúa oft tak­mark­aðri í slíkum ríkjum og alþjóða­ólymp­íu­nefndin gerir enga kröfu um að íbúar borg­anna séu hafðir með í ráð­um. Eftir að Osló dró til­baka umsókn sína um að halda vetr­ar­leik­ana 2022 stóðu aðeins tvær umsóknir eft­ir, frá Pek­ing og Almaty í Kazakst­an. 

Áhuga­leysið hefur ýtt við for­seta alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, Thomas Bach, sem hefur boðað mögu­legar breyt­ingar á umsókn­ar­ferl­inu. Orð Bach vekja örlitla von í brjósti. En miðað við mátt­leysi nefnd­ar­innar við að taka á  rík­is­styrktri lyfja­mis­notkun rúss­neskra kepp­enda, þar sem nefndin varp­aði allri ábyrgð á sér­sam­bönd­in, er ekki ástæða til sér­legrar bjart­sýn­i. 

Það er ábyrgð lands­nefnda, íþrótta­manna og áhorf­enda að krefj­ast breyt­inga og vera til­búin til að gefa upp glans­mynd­ina. Ástæðu­laust er að tak­marka leik­ana við vest­rænar borgir en það hlýtur að vera rétt­mæt krafa að ólymp­íu­nefndin tryggi að mann­legri reisn íbúa sé ekki fórnað á alt­ari leik­anna. Lausnin gæti falist í því að leik­arnir yrðu haldnir nokkrum sinnum í sömu borg eða að umsókn­ar­ferlið og kröf­urnar væru ein­föld­uð. 

Lausnin getur verið erf­ið, flókin og kostað mála­miðl­an­ir, en líkt og kepp­endur Ólymp­íu­leik­anna vita manna best, þarf stað­festu og ákveðni til að ná settu mark­miði. Því glans­myndin er ekki nauð­syn­leg grunn­hug­mynd­inni: að skapa vett­vang þar sem íþrótta­menn heims­ins etja kappi á heið­ar­legan og upp­byggi­legan hátt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiSleggjan
None