Forrit CrankWheel í loftið: Leyfir notendum að deila skjám sín á milli

Annar stofnenda og forstjóri CrankWheel starfaði áður hjá Google í tíu ár.

CrankWheel
Auglýsing

Íslenska fyr­ir­tækið CrankWheel setti á dög­unum nýja vöru sína í loft­ið, for­rit sem gerir not­endum kleift að deila skjá eins tækis til ann­ars á ein­faldan hátt. Fyr­ir­tækið var stofnað í febr­úar á þessu ári af þeim Jóa Sig­urðs­syni og Þor­gils Má Sig­valds­syni en hug­myndin kvikn­aði í sept­em­ber 2014. 

„CrankWheel er nýstár­leg skjá­deili­lausn sem leyfir við­skipta­vini þínum að tengj­ast á innan við 10 sek­únd­um,“ segir Jói um for­rit­ið. „Í fyrsta skipti er hægt að bæta við mynd­rænni kynn­ingu í miðju sím­tali, frekar en að þurfa að und­ir­búa slíkt fyr­ir­fram. Það líða bók­staf­lega 10 sek­úndur frá því þú býður við­skipta­vin­inum að sýna þeim myndefni, þar til hann er far­inn að sjá upp­lýs­ingar af skjá þjón­ustu­að­ila. Þetta gerir manni kleift að loka sölu í gegnum sím­ann þegar ann­ars hefði þurft að bóka fund eftir sím­tal­ið, og bjóða betri þjón­ustu með því að kenna mynd­rænt hvernig leysa á vanda­mál eða til að fara mynd­rænt yfir reikn­inga eða til­boð.“

CrankWheel er fyrst og fremst hugsað fyrir sölu- og þjón­ustu­deild­ir. For­ritið hefur verið í próf­unum síð­ustu mán­uði en meðal við­skipta­vina eru Sím­inn, Iceland Tra­vel, Askja, Kóði, DoHop og Mið­i.­is. Þor­gils starf­aði áður við síma­sölu á flóknum vörum í meiran en 15 ár, hefur keyrt yfir milljón kíló­metra til að hitta við­skipta­vini í eigin per­sónu til að loka söl­um, og hefði vel hugsað sér að nýta heldur þá leið sem CrankWheel býður upp á. Sjálfur starf­aði Jói hjá Google í tíu ár. Síð­asta verk­efnið hans var að betrumbæta inn­viði WebTRC í Google Chrome. 

Auglýsing

Fyr­ir­tækið fékk hámarks­styrki frá Tækni­þró­un­ar­sjóði í maí síð­ast­liðn­um, þ.e. 15 millj­ónir króna á ári í 3 ár. Að öðru leyti er það fjár­magnað af stofn­end­um. Jói segir að þessa dag­ana safni þeir fjár­magni frá fjár­fest­um.

„Við höfum verið síð­ustu mán­uði í lok­aðri beta prufu, og höfum þegar fengið nokkur fram­sækin og metn­að­ar­full íslensk fyr­ir­tæki sem borg­andi við­skipta­vini. Við erum að klára beta tíma­bilið og gefa vör­una út á net­inu, en þá getur hver sem er skráð sig í notkun hvort heldur sem er sem ein­stak­ling­ur, en notkun þeirra er ókeypis, eða sem fyr­ir­tæki í mán­að­ar­legri áskrift, en fyr­ir­tæki fá marga gagn­lega fídusa. Í næstu viku verðum við í Helsinki í Finn­landi til að mæta á Slush ráð­stefn­una og fara á sölu- og fjár­festa­fundi sem við höfum bók­að,“ segir Jói, spurður um það sem helst sé um að vera í dag.

Framundan er vinna við fleiri eig­in­leika sem nýt­ast fyr­ir­tækj­um, segir hann. „Í dag höfum við svo­kallað co-brand­ing þar sem fyr­ir­tæki fá sitt eigið URL fyrir sína fundi og geta fengið sitt lógó inná það við­mót sem snýr að við­skipta­vini, en við erum að bæta við okkur svoköll­uðu "white label" sem við­bót­ar­fítus, þar sem þau geta alfarið ráðið útliti þess við­móts sem við­skipta­vinur sér. Einnig erum við að vinna í eig­in­leikum sem við köllum "audit log" þar sem fyr­ir­tæki geta farið yfir það hvað þeirra starfs­menn hafa verið að sýna, og "content filt­er" sem fyr­ir­tæki geta notað til að koma í veg fyrir að ákveðnar upp­lýs­ingar séu sýndar með CrankWheel kerf­in­u.“

Er CrankWheel fyr­ir­tæki sem gæti vaxið og dafnað á Íslandi?

„Við sjáum fyrir okkur að vöru­þróun og mark­aðs­setn­ing verði á Íslandi, en gerum ráð fyrir að byggja upp sölu­teymi á erlendum mörk­uð­um, í Banda­ríkj­unum til að byrja með og ef til vill einnig í Evr­ópu,“ segir Jói en CrankWheel stefnir að því að bæta við sig starfs­fólki við for­ritun og mark­aðs­setn­ingu á net­inu.

Hvað er það sem gerir íslenskt umhverfi eft­ir­sókn­ar­vert fyrir ykk­ur?

„Það er mikið af hæfi­leik­a­ríku fólki á Íslandi og kostn­að­ur­inn við að reka fyr­ir­tæki eins og okkar á Íslandi er ekki jafn stjarn­fræði­lega hár og hann væri t.d. í Kís­ildal, þó Ísland sé langt frá því að vera lág­launa­svæði í þekk­ing­ar­grein­um. Hér hefur einnig verið mjög gott að byrja og nýta teng­ingar í ýmis fyr­ir­tæki sem hafa getað sann­reynt vör­una, en á sama tíma höfum við passað okkur að byrja nógu snemma að líta til erlendra mark­aða og hefja sölu til erlendra fyr­ir­tækja, því það er margt öðru­vísi á Íslandi heldur en úti og ekki gott að eyða alltof miklum tíma áður en varan og mark­aðs­her­ferðin eru sann­reynd erlend­is. En að stóru leyti er fyr­ir­tækið á Íslandi fyrst og fremst vegna þess að stofn­endur þess vilja búa og starfa á Íslandi frekar en ann­ars­stað­ar.“

Vef­síða CrankWheel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None