Jakobína sigurðardóttir
Auglýsing

Ingi­björg ­Azima er að vinna að útgáfu tón­listar við ljóð ömmu sinn­ar, Jak­obín­u ­Sig­urð­ar­dótt­ur. Laga­flokk­ur­inn, sem hún nefnir Vor­ljóð á ýli, var sam­inn á ár­unum 2006 -2014 í útsetn­ingu fyrir sópran, ten­ór, klar­inett, harm­ónikku, fagott, selló og kontra­bassa. 

Kjarn­inn hitti Ingi­björgu og tók hana tali.

Auglýsing

Hver er sagan á bak­við verk­efn­ið? 

Þetta verk­efni sér nokkuð langa sögu. Upp­hafið má rekja til hausts­ins 2006, þá var ég ­bú­sett í Stokk­hólmi og var að upp­lifa ein­hvers­konar kafla­skil í lífi mínu þar ­sem ég var að prófa nýja hluti sem tón­list­ar­mað­ur, hafði áður verið að spila ­mikið og kenna en þarna var ég farin að stjórna kórum og var mikið að skoða íslenska og sænska kór­tón­list á þessum tíma. Þá allt í einu eitt­hvert kvöldið kem­ur þetta lag fljúg­andi við ljóð ömmu minn­ar, Vor­ljóð á ýli. 

Ég fann strax að þetta var ein­hvers­konar send­ing frá ljóð­inu, það vildi fá svona trega­fullt lag þar ­sem það er svo fal­legur íslenskur tregi í þessu ljóði ömmu minn­ar. Síð­an nokkrum árum síðar kemst vin­kona mín, Ólöf Sig­ur­sveins­dóttir selló­leik­ari að því að ég á þetta lag, hún er þá að vinna mikið með söng­konu, Mar­grét­i Hrafns­dóttur og þær hrein­lega panta það af mér að semja fleiri lög við ljóð ömmu minn­ar. Ég tók þeirri áskorun með fiðr­ildi í mag­anum og komst fljót­lega að því að það voru mörg fleiri ljóð en Vor­ljóð á ýli sem hrein­lega sendu frá sér­ tóna þegar ég fór að skoða þau. Þannig að ég var ekki lengi að semja lögin í laga­flokknum Vor­ljóð á ýli, þau eru 9 á disknum en ég á fleiri til­búin sem bíða ­seinna tíma. 

En það tók mörg ár að þróa tón­list­ina, finna réttu hljóð­færa­skip­an og að sífellt stækka og betrumbæta útsetn­ing­arnar á lög­un­um. Þar hefur mað­ur­inn m­inn, Hörður Braga­son verið mér ómet­an­leg aðstoð og sam­starfs­að­ili af best­u ­gerð, alltaf hvatt mig til að gera meira og betur og ausið úr skálum þekk­ing­ar og list­rænnar til­finn­ing­ar.

En þetta eru sem­sagt 9 ár frá því að fyrsta lagi að full­búnum geisla­diski."

Jakobína Sigurðardóttir

Eru fleiri sem standa að þessu verk­efni með þér?

Þeir ­sem standa að verk­efn­inu með mér eru í raun fjöl­marg­ir. Ég hef þegar nefn­t Hörð, mann­inn minn, en hann hefur fyrir utan að útsetja með mér tón­list­ina einnig stjórnað upp­tök­um. Stöll­urnar Ólöf Sig­ur­sveins­dóttir og Mar­grét Hrafns­dótt­ir, sem eiga stóran þátt í að laga­flokk­ur­inn varð til, eru með­al­ flytj­enda ásamt Giss­uri Páli Giss­ur­ar­syni, ten­ór, Grími Helga­syn­i, klar­inett­leik­ara, Ave Kara Silla­ots, harm­ónikku­leik­ara, Snorra Heim­is­syn­i, fagott­leik­ara, Gunn­hildi Höllu Guð­munds­dótt­ur, selló­leik­ara og Ric­hard Korn ­kontra­bassa­leik­ara. Þetta er tón­list­ar­deild­in, síðan eru það frá­bærir lista­menn ­sem hafa hannað með mér umslagið en umslagið fyrir diskinn er óvenju­legt, það er lítil ljóða­bók með öllum ljóð­unum sem eru flutt á disknum og sjálf­ur disk­ur­inn er fram­ar­lega í vasa. 

Það eru Mar­grét H. Blön­dal lista­kona og Arn­ar Freyr Guð­munds­son hönn­uður sem eiga heið­ur­inn af þessu bókaumslagi og ég er al­veg sér­stak­lega ánægð og stolt yfir þess­ari ein­stöku hönn­un. Síðan eru það tækni­menn­irn­ir í stúdíó Sýr­landi sem eru orðnir miklir góð­kunn­ingjar mínir enda hófust ­upp­tökur í jan­úar 2014 og lauk til­tölu­lega nýver­ið. Þar fer fyrstur Páll Sveinn Guð­munds­son upp­töku­meist­ari en hann hefur tekið lang­mestan hluta lag­anna upp­ auk þess að hljóð­blanda með mér og Herði. Síðan hefur Sveinn Kjart­ans­son einnig komið að upp­tökum og hann master­aði að lokum diskinn."

Hvers konar tón­list mun óma af plöt­unni?

Tón­list­in ­sem ómar af disknum eru í eðli sínu íslensk sönglög, þetta er mjög lagræn tón­list og lögin eru hér inn­blásin af mögn­uðum ljóðum og fyrst og fremst í þjón­ust­u þeirra ef svo má að orði kom­ast. Hljóð­heim­ur­inn er síðan að mörgu leyt­i ó­venju­legur því það er t.d ekk­ert píanó með í hljóm­sveit­inni en yfir­leitt heyrum við sönglög flutt með píanói og rödd og kannski 1 - 2 hljóð­færum með til­ skreyt­ing­ar. Hér er það harm­ónikkan sem setur mjög sér­stakan blæ á alla tón­list­ina, hún er svo fjöl­hæft hljóð­færi - getur verið allt frá mýkst­u ­strengja­sveit yfir í mis­kunn­ar­lausa sekkj­ar­pípu­deild þegar á þarf að halda - og allt þar á milli! Einnig ríkir ákveðið jafn­ræði milli söngv­ara og hljóð­færa, text­inn er auð­vitað alltaf mik­il­vægastur en hljóð­færin eru oft í hlut­verki ­með­söngv­ara frekar en und­ir­leik­ara og pásu­skreyt­ara.

Þannig að þó að tón­listin flokk­ist eflaust sem klass­ísk þá er ýmis­legt í hljóð­færa­skipan og hljóma­ferlum sem er miklu meira inn­blásið úr þjóð­lagatón­list og popptón­list. Ég held að tón­listin eigi að geta höfðað til mjög margra því hún fer ekki beint í eina skúffu."

Ljóð sem er á plötunni.

Verk­efnið má finna, og styrkja, áKarol­ina Fund. Þar er hægt er að kaupa diskinn í einu eða fleiri ein­tökum og einnig miða á útgáfu­tón­leika sem verða mið­viku­dags­kvöldið 11. nóv kl 20.00 í Safna­hús­inu.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None