Jakobína sigurðardóttir
Auglýsing

Ingibjörg Azima er að vinna að útgáfu tónlistar við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagaflokkurinn, sem hún nefnir Vorljóð á ýli, var saminn á árunum 2006 -2014 í útsetningu fyrir sópran, tenór, klarinett, harmónikku, fagott, selló og kontrabassa. 

Kjarninn hitti Ingibjörgu og tók hana tali.

Auglýsing

Hver er sagan á bakvið verkefnið? 

Þetta verkefni sér nokkuð langa sögu. Upphafið má rekja til haustsins 2006, þá var ég búsett í Stokkhólmi og var að upplifa einhverskonar kaflaskil í lífi mínu þar sem ég var að prófa nýja hluti sem tónlistarmaður, hafði áður verið að spila mikið og kenna en þarna var ég farin að stjórna kórum og var mikið að skoða íslenska og sænska kórtónlist á þessum tíma. Þá allt í einu eitthvert kvöldið kemur þetta lag fljúgandi við ljóð ömmu minnar, Vorljóð á ýli. 

Ég fann strax að þetta var einhverskonar sending frá ljóðinu, það vildi fá svona tregafullt lag þar sem það er svo fallegur íslenskur tregi í þessu ljóði ömmu minnar. Síðan nokkrum árum síðar kemst vinkona mín, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari að því að ég á þetta lag, hún er þá að vinna mikið með söngkonu, Margréti Hrafnsdóttur og þær hreinlega panta það af mér að semja fleiri lög við ljóð ömmu minnar. Ég tók þeirri áskorun með fiðrildi í maganum og komst fljótlega að því að það voru mörg fleiri ljóð en Vorljóð á ýli sem hreinlega sendu frá sér tóna þegar ég fór að skoða þau. Þannig að ég var ekki lengi að semja lögin í lagaflokknum Vorljóð á ýli, þau eru 9 á disknum en ég á fleiri tilbúin sem bíða seinna tíma. 

En það tók mörg ár að þróa tónlistina, finna réttu hljóðfæraskipan og að sífellt stækka og betrumbæta útsetningarnar á lögunum. Þar hefur maðurinn minn, Hörður Bragason verið mér ómetanleg aðstoð og samstarfsaðili af bestu gerð, alltaf hvatt mig til að gera meira og betur og ausið úr skálum þekkingar og listrænnar tilfinningar.

En þetta eru semsagt 9 ár frá því að fyrsta lagi að fullbúnum geisladiski."

Jakobína Sigurðardóttir

Eru fleiri sem standa að þessu verkefni með þér?

Þeir sem standa að verkefninu með mér eru í raun fjölmargir. Ég hef þegar nefnt Hörð, manninn minn, en hann hefur fyrir utan að útsetja með mér tónlistina einnig stjórnað upptökum. Stöllurnar Ólöf Sigursveinsdóttir og Margrét Hrafnsdóttir, sem eiga stóran þátt í að lagaflokkurinn varð til, eru meðal flytjenda ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni, tenór, Grími Helgasyni, klarinettleikara, Ave Kara Sillaots, harmónikkuleikara, Snorra Heimissyni, fagottleikara, Gunnhildi Höllu Guðmundsdóttur, sellóleikara og Richard Korn kontrabassaleikara. Þetta er tónlistardeildin, síðan eru það frábærir listamenn sem hafa hannað með mér umslagið en umslagið fyrir diskinn er óvenjulegt, það er lítil ljóðabók með öllum ljóðunum sem eru flutt á disknum og sjálfur diskurinn er framarlega í vasa. 

Það eru Margrét H. Blöndal listakona og Arnar Freyr Guðmundsson hönnuður sem eiga heiðurinn af þessu bókaumslagi og ég er alveg sérstaklega ánægð og stolt yfir þessari einstöku hönnun. Síðan eru það tæknimennirnir í stúdíó Sýrlandi sem eru orðnir miklir góðkunningjar mínir enda hófust upptökur í janúar 2014 og lauk tiltölulega nýverið. Þar fer fyrstur Páll Sveinn Guðmundsson upptökumeistari en hann hefur tekið langmestan hluta laganna upp auk þess að hljóðblanda með mér og Herði. Síðan hefur Sveinn Kjartansson einnig komið að upptökum og hann masteraði að lokum diskinn."

Hvers konar tónlist mun óma af plötunni?

Tónlistin sem ómar af disknum eru í eðli sínu íslensk sönglög, þetta er mjög lagræn tónlist og lögin eru hér innblásin af mögnuðum ljóðum og fyrst og fremst í þjónustu þeirra ef svo má að orði komast. Hljóðheimurinn er síðan að mörgu leyti óvenjulegur því það er t.d ekkert píanó með í hljómsveitinni en yfirleitt heyrum við sönglög flutt með píanói og rödd og kannski 1 - 2 hljóðfærum með til skreytingar. Hér er það harmónikkan sem setur mjög sérstakan blæ á alla tónlistina, hún er svo fjölhæft hljóðfæri - getur verið allt frá mýkstu strengjasveit yfir í miskunnarlausa sekkjarpípudeild þegar á þarf að halda - og allt þar á milli! Einnig ríkir ákveðið jafnræði milli söngvara og hljóðfæra, textinn er auðvitað alltaf mikilvægastur en hljóðfærin eru oft í hlutverki meðsöngvara frekar en undirleikara og pásuskreytara.

Þannig að þó að tónlistin flokkist eflaust sem klassísk þá er ýmislegt í hljóðfæraskipan og hljómaferlum sem er miklu meira innblásið úr þjóðlagatónlist og popptónlist. Ég held að tónlistin eigi að geta höfðað til mjög margra því hún fer ekki beint í eina skúffu."

Ljóð sem er á plötunni.

Verkefnið má finna, og styrkja, áKarolina Fund. Þar er hægt er að kaupa diskinn í einu eða fleiri eintökum og einnig miða á útgáfutónleika sem verða miðvikudagskvöldið 11. nóv kl 20.00 í Safnahúsinu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None