Kínverski boltinn: Sveitapiltsins draumur

Kína
Auglýsing

Það er ekki hægt að segja annað en að fyr­ir­sagn­ir morg­un­blað­anna hér í Pek­ing hafi verið nokkuð brú­tal föstu­dag­inn 13. nóv­em­ber.

„Bhut­an lagt 12:0“

Svo­lítið í anda Ind­riða G. í 79  af stöð­inni „Annað hvort ert þú skyttan eða þú ert fugl­inn.“ Knappt, hnit­mið­að, grimmt.

Auglýsing

Já eða Hem­ingwa­ys.

Flestir tengja Ernest Hem­ingway senni­lega við bóhemlíf í París og stríðs­brölt á Ítalíu og Spáni. Sam­band hans við hinn kín­verska heim er síður þekkt, a.m.k. á Vest­ur­lönd­um.

Reyndar mun hann aldrei hafa verið sér­lega spennt­ur ­fyrir Kína. Segja má að hann hafi verið dreg­inn þangað hálf­nauð­ugur í upp­hafi árs 1941.

Kína 1941

Í upp­hafi árs 1941 hélt hinn fræg­i ­stríðs­frétta­rit­ari Marta Gell­horn í rann­sókn­ar­leið­angur til Aust­ur­landa fjær. Hún skrif­aði fyr­ir  banda­ríska tíma­ritið Coll­ier og átti nú að fjalla um ­stríðs­rekstur Jap­ana í Asíu. Marta var þá nýlega tekin saman við Hem­ingway og nauð­að­i í honum að koma með sér þar til hann lét það eftir henni.

Jap­an­ir  höfð­u ráð­ist inn í Masjúríu árið 1931. Á þeim tíma geis­aði borg­ara­stríð á meg­in­land­i Kína milli þjóð­ern­is­sinna (sem hrifsuðu til sín völdin árið 1927) og komm­ún­ista. Til­raunir þeirra til að sam­ein­ast í and­spyrnu gegn erlendri íhlutun fóru út um ­þúf­ur.

Tókst Japönum því að sölsa undir sig stór svæði í Norð­aust­ur-Kína og -- eftir alls­herj­ar­inn­rás árið 1937 -- einnig með­fram aust­ur­strönd­inni. Hrökt­ist ­þjóð­ern­is­sinnar þá með höf­uð­borg sína frá Nanj­ing til Chongqing langt inni í miðju landi. Þangað var för Hem­ingwa­y-hjón­anna heit­ið.

Í bresku kon­ungs­ný­lend­unni Hong Kong fékk skáldið að njóta lífs­ins lystisemda um stund. Skaut hann fas­hana, drakk frá sér ráð og rænu, sprengdi kín­verja o.s.frv. Loks stigu þau á skips­fjöl. Lá leiðin upp­ stór­fljót og mold­ar­skurði um fátækar sveit­ir, inn í hinstu myrkur Kína.

Ljóst er að Mörtu var tals­vert brugðið á þessu ­ferða­lagi. Ekki aðeins yfir algeru getu­leysi stjórn­valda að eiga við jap­anska inn­rás­ar­liðið heldur ekki hvað síst yfir land­lægri spill­ingu, sam­fé­lags­upp­lausn og „mið­ald­ar­daun­i“.

Í Chongqing færðu hún ástand lands og þjóðar í tal við leið­toga þjóð­ern­is­sinna Chi­ang Kai-s­hek og konu hans Soong Mei-l­ing. Væri ekki a.m.k. hægt að gera eitt­hvað fyrir hina holds­veiku -- þeir ganga um með­al­ al­menn­ings og betla?

En aðfinnsl­urnar fóru þvert ofan í gest­gjaf­ana. Mun and­rúms­loftið ekki hafa verið gott á fund­in­um. Það bætti heldur ekki úr skák að ­gen­aril­issimo Chi­ang mætti án gervi­tanna sinna og leit hræði­lega út.

Hem­ingway, sem ólíkt Mörtu hafði ekki gert sér nein­ar ­sér­stakar grillur um ástandið í land­inu, kímdi: „Nú veistu hvernig það er að ­móðga kín­versku keisa­drottn­ing­una.“

Amer­ík­a 2015

Sú bók Hem­ingways  sem mestrar hylli nýtur í Kína er senni­lega Gamli mað­ur­inn og hafið. Hún kom út 10 árum eftir Asíu­reisu þeirra hjóna og var þýdd á kín­versku árið 1952. Jap­anir voru þá sigr­aðar fyrir all nokkru og komm­ún­istar höfðu steypt Chi­ang Kai-s­hek af stalli.

Í anda öreiga­bylt­ing­ar­innar var sov­éskum raun­sæ­is­bók­menntum mjög haldið að þjóð­inni. Framan af átti Gamli mað­ur­inn og hafið því erfitt upp­dráttar í Kína. Á 7. ára­tugnum voru svo bækur Hem­ingways og margra ann­arra höf­uð­skálda bann­aðar og ­kerf­is­bundið hreins­aðar úr hill­um.

Leið­togi komm­ún­ista Maó Zedong sagði að bylt­ing­in ­þyrfti að „halda áfram“ en ekki stoppa og verða „skrif­finn­um“ að bráð. Bægja þurfti frá aft­ur­halds­sömum borg­ara­legum hug­myndum og ýta þess í stað undir stétta­á­tök.

Þeir sem fengu stimp­il­inn „stétta­ó­vin­ur“ voru nið­ur­lægð­ir, barðir og lim­lest­ir. Sumir máttu dúsa í stein­inum árum sam­an. Aðrir voru send­ir í end­ur­hæf­ingu. Fólst hún yfir­leitt í erf­ið­is­vinnu á afskekktum stað upp til­ fjalla eða inn til dala.

Nokkrir þeirra sem til­raun var gerð til að end­ur­hæf­a voru reyndar svo „óheppn­ir“ að kom­ast yfir upp­tæk söfn for­boð­inna bók­mennta er ­gerði þeim fært að næra í fylgsni hug­ans „hægri hentu­stefnu“ svo og ýmsa aðra „villu­trú“.

Xi litli var einn af þeim. Þegar hann var 10 ára féll fað­ir hans í ónáð. Eftir það sætti fjöl­skyldan ofsókn­um. Flúði strákur þá upp í sveit og sett­ist að í þorpi fjarri skarkala stétta­átak­anna. Stund­aði hann land­bún­að­ar­störf að deg­inum en stalst í Tol­stoy, Jack London og Hem­ingway á kvöld­in.

Hann sagði einmitt frá þessu í kvöld­verð­ar­boði á Westin hót­el­inu í mið­borg Seattle nú ­fyrir skemmstu. Meðal boðs­gesta voru Henry Kiss­in­ger, Bill Gates og Dennis Mui­len­burg for­stjóri Boeg­ing svo ein­hverjir séu nefnd­ir.

„Þetta var erfitt líf,“ við­ur­kenndi Xi, sem fullu ­nafni heitir Xi Jin­p­ing og er í dag for­seti Kína. En reynslan í sveit­inni fyllt­i hann eld­móði. Hann ól með sér draum: Kín­verska draum­inn, sem hann hefur sagt að ­feli í sér end­ur­nýjun þjóð­lífs, bætt kjör alþýðu, hag­sæld og öfl­ugri her.

Meðan elítan í banda­rískum stjórn­málum og við­skipta­lífi gæddi sér á safa­ríkri Was­hington steik og líf­rænu græn­meti  kom  Xi inn á kynni sín af Gamla mann­inum og haf­inu.

Sagð­ist hann hafa verið sem berg­num­inn af glímu Santi­agos við sverð­fisk­inn, leiftr­andi lýs­ing­unum á veð­urofsa, skopp­and­i ­fiski­bát­inum og hákörlun­um.

Í fyrstu ferð sinni til Havana gat hann víst ekki stillt sig um að skoða Cojimar, fyr­ir­mynd Hem­ingways að sögu­svið­inu. Í ann­ari ­ferð­inni skellti hann í sig mojito skáld­inu til heið­urs.

Rúss­land 2018

Já, hann Santi­ago. Hann hafði ekki dregið bein úr ­sjó í 84 daga. Sjálfs­traustið var ekki gott. Fólkið í þorp­inu snið­gekk hann. Eins og lán­leysið væri hættu­legur smit­sjúk­dóm­ur.

Hann þurfti eitt­hvað „stórt“ til að stimpla sig aftur inn. Svo hann mætti rísa undan helköldum hrammi elli og stirð­leika. Öðlast við­ur­kenn­ingu sam­borgar­anna. Lifa í goð­sögnum kom­andi kyn­slóða.

Hem­ingway á víst að hafa sagt að það sé eng­inn ­sym­bol­ismi í Gamla mann­inum og haf­inu. Hafið er bara hafið og gamli mað­ur­inn bara gamli mað­ur­inn.

En það er auð­velt að skilja afhverju Xi Jin­p­ing varð snort­inn af lestri sög­unnar í æsku. Ég býst við að í huga margra sam­landa hans ­gæti hún allt eins heitið Gamla Kína og hafið.

Og kannski er það svo, eftir þær hörm­ungar sem þjóð­in hefur gengið í gegn um síð­ustu 200 árin, að hún þarf á ein­hverju stóru að halda til að glata ekki sjálfs­virð­ingu sinni.

Ein­hverju til að vega á móti sárri minn­ing­unni um ­yf­ir­gang Vest­ur­veld­anna á 19. öld, fólsku­verk Jap­ana í seinni heim­styrj­öld­ini, öfga­stefn­ur Maós og sitt­hvað fleira.

Stór­sig­ur ­fót­boltalands­liðs­ins á Bhutan í und­ankeppn­inni fyr­ir­ HM í Rúss­landi 2018 er að sjálf­sögðu ekki það sem Kín­verjar hafa verið að bíða eftir árum sam­an.

Þeir hafa lagt færi sitt á ólgu­hafi „hins sós­íal­íska ­mark­aðs­hag­kerf­is“ (kap­ít­al­ismi án vest­ræns lýð­ræð­is). Þar er þeirra sverð­fisk­ur. Getur hann fætt þjóð­ina? Hve mikið verður upp­étið af hákörlum?

Eigi að síður er ljóst af stríðs­fyr­ir­sögn­un­inni Bútan lagt 12:0 að þetta var sæt­ur ­sig­ur. Marka­laust ­jafn­tefli gegn Hong Kong („litla bróð­ur“) fimm dög­um ­seinna  var hins vegar skelfi­legt áfall og hefur að mér virð­ist nán­ast gert út um Rúss­lands­æv­in­týr­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None