Rauð jól - sex andvökunætur

Auglýsing

Það koma engin jól án blóðs, morða, mis­þyrm­inga og sið­blindu í fal­legum umbúðum undir fag­ur­lega skreyttu tré. Til að öðl­ast hinn sanna jóla­frið í hjarta þarf að vaka fram á rauða jóla­nótt, skjálf­andi með hálf­melta Waldorfsal­at­sælu í háls­inum yfir­ nýj­ustu tíð­indum úr svörtu ímynd­un­ar­afli okkar víð­lesn­ustu höf­unda, eða þá ­djarfra frum­herja á hinum stóra alþjóð­lega krimma­mark­aði.

Hlýtur þessu hlý­skeið­i nor­rænna glæpa­sagna ekki bráðum að linna? Ég er kannski ekki að kalla eftir enda­lok­un­um, ­meira að búast við þeim. Tvær blikur má svo sem sjá á lofti: Þreytu­merkin sem komin eru á afurðir sumra fram­línu­mann­anna og svo geng­is­fell­ingu glæpanna sem ­lýsir sér í sífellt sadísk­ari morð­um, klikk­aðri raðmorð­ingjum og – að því virð­ist vera óhjá­kvæmi­legt – hroða­legri með­ferð á konum og börn­um. Allt til að ná áhrifum sem áður feng­ust með því einu að drepa ein­hvern. Jafn­vel með­ ­ar­seniki í bóka­her­berg­inu eins og hjá frú Christi­e-M­all­ow­an. Hlýtur ekki að vera ein­hver enda­stöð, og er hún kannski í sjón­máli?

Arn­aldur Ind­riða­son fellur ekki í síð­ar­i ­synda­flokk­inn, en því miður kemur hans nafn ansi hratt upp í leit að dæmum um þann fyrri. Fólk þarf að vera nokkuð ein­arðir aðdá­end­ur, sýn­ist mér, til að f­inn­ast afurðir síð­ustu ára vera mikið meira en skugga­myndir meist­ara­verk­anna. Alltaf langar mann samt í alvöru end­ur­komu.

Auglýsing

Þýska húsið.



Hún verður ekki núna. Þó er Þýska húsið svo sem alveg traust­lega smíðuð saga með áhuga­verð­u ­sögu­sviði í miðju her­námi og teng­ingum við bæði njósnir og mann­bóta­stefnu þýsku nas­ist­anna. Með ástum og afbrýði í bland. Þetta er bara ekki alveg nóg­u krassandi eða spenn­andi. Ekki bætir úr skák að nýja rann­sókn­arpar­ið, Fló­vent og T­hor­son, er heldur lit­laust og hið áhuga­verða við þann síð­ar­nefnda (­skápa­hommskan og vest­ur­ís­lenskan) klisju­legt (hið fyrra) og van­nýtt (það ­síð­ar­a). Eigum við í alvöru að trúa því að ekk­ert af sér­kennum mál­far­s Winnipeg-ís­lend­inga hafi ratað inn í mál­far Thor­sons? Sér Arn­aldur í alvöru enga mögu­leika á að gleðja okkur með slíkum árekstr­ar­mögu­leik­um?

Nýjasta bók Yrsu Sig­urð­ar­dótt­ur er síðan ágætt dæmi um síð­ari ógæfu­merkin í lífi norð­ur­slóða­krimmans. Hér­ seilist hún fjári langt í hroða­leg­heit­unum og lætur m.a. skipta einu

Sogið. fórn­ar­lambi í helm­inga með hjálp jepp­lings í bíla­kjall­ara. Rót atburða Sogs­ins er hroða­legur glæpur í for­tíð­inni og and­styggi­leg yfir­hilm­ing valda­kerfis og ­feðra­veld­is.

Þetta er hag­an­lega sam­an­ ­sett og býsna spenn­andi, allt að því and­vöku­kveikj­andi. Yrsu tekst líka hér að ­skrifa sig fram­hjá ann­mörkum sínum sem rit­höf­und­ar, t.d. með því að stilla sam­töl­u­m í hóf, en hún hefur að mínu mati aldrei náð tökum á list díalógs­ins. Á mót­i ­gefur hún sér full-­lausan taum­inn í að lýsa sál­ar­á­standi hinna held­ur ó­á­huga­verðu aðal­per­sóna. Eng­inn stendur henni samt á sporði við að fanga og halda athygli manns, jafn­vel í gegnum þykka snjó­skafla af óþörfum lýs­ing­um. Sogið er með því betra sem ég hef lesið af Yrsu­bók­um. Ein­hver hefði samt átt að beita neit­un­ar­valdi á nafn­ið.

Það er svo­lítið eins og Ágúst Borg­þór Sverr­is­son hafi ekki verið fylli­lega sann­færður um hvort Inn í myrkrið ætti að vera krimmi eða ekki. Reyndar voru bækur á gráa svæð­in­u við jaðar glæpa­sagn­anna áber­andi í fyrra en Ágúst er frekar ein­mana þar núna í þess­ari ágæt­lega skrif­uðu sögu sem nær kannski ekki fyllstu áhrif­um.



Inn í myrkrið.Sögu­efni Ágústs kallar að vissu leyti á þetta form. Vamm­laus maður (eða svo gott sem) sog­ast að ­sam­fé­lag­inu á jaðr­in­um, bæði vegna þeirra hlut­lægu ástæðna að ganga erinda smá­krimmans bróður síns og svo er hann rek­inn áfram af lífs­leiða og alkó­hólknú­inni sjálfseyð­ing­ar­hvöt. Fyrir mína parta hefði sögu­hetjan Ósk­ar­s mátt sog­ast af meiri krafti og dýpra niður í und­ir­heimanna, ekki síst vegna þess hve glæpa­kóng­ur­inn Sig­mar er mikil afburða­per­sóna í bók­inni. Inn í myrkrið ­lifnar á snerti­flötum Ósk­ars og Sig­mars, en hvunn­dags­bjástur Ósk­ars er held­ur dauft sögu­efni, sam­band hans við konu og dóttur ein­kenni­lega spennu­laust mið­að við fram­ferði hans og svo hefði ég kosið jafn­ari stíg­andi, og að Ágúst og Óskar ­gengju myrkr­inu og höfð­ingja þess afdrátt­ar­lausar á hönd.

Líkt og Ágúst glímir Lilja Sig­urð­ar­dótt­ir við eina af þrautum ákveð­innar teg­undar glæpa­sagnaplotta: að láta venju­legt fólk sog­ast inn í glæpa­heim­inn án þess að les­and­inn spyrj­i hinnar aug­ljósu spurn­ing­ar: Hvernig er það, hefur þessi sögu­hetja aldrei les­ið krimma?

Það er eina skýr­ingin á ýmsum af ákvörð­unum Sonju í Gildrunni. Bæði hvernig hún hefur fest í henni og furðu­legar áætl­anir um hvernig hún gæti sloppið án þess að hún og ­son­ur­inn ungi 

Gildran.bíði tjón. Svona í ljósi þess að allir í fíkni­efna­heim­inum sem hafa hana á valdi sínu eru nákvæm­lega eins og svo­leiðis karakt­erar eru í öll­u­m hinum bók­un­um. Og Sonja virð­ist hafa haft nógan tíma til að lesa meðan hún var ­gift sínum bankster, því ekki virð­ist hún eiga nokkurn náms- eða starfs­feril að baki áður en hún verður skyndi­lega feik­i­út­sjón­ar­samur og ver­ald­ar­van­ur dópsmygl­ari. Þar fyrir utan er Gildran bara þokka­lega spenn­andi og skart­ar lang­flottasta og óvæntasta plott-t­visti ver­tíð­ar­inn­ar. Nefni­lega … djók. Þið verðið bara að lesa hana sjálf. Þið sjáið það þegar það kem­ur.

Dimma er önnur bókin sem ég les eftir Ragnar Jón­as­son ­Siglu­fjarð­ar­goða og klár­lega betri en hin fyrri. Af­skap­lega dæmi­gerð en prýði­lega smíðuð flétta þar sem hinn klass­íski ein­fari ­rann­sakar mál sem aðrir hafa klúðr­að. Hér er það rúss­neskur hæl­is­leit­andi sem aug­ljós­lega hefur ekki framið sjálfs­morð og hin roskna lög­reglu­kona Hulda ­leitar morð­ingj­ans. Og finnur hann. Það ætti svo sem ekk­ert að koma á óvart, og varla neinni spennu spillt þó því sé ljóstrað upp. Þó verður að segj­ast að ­sögu­lokin eru 

Dimma.með þónokkuð öðru sniði en algeng­ast er. Sem er gott. Held ég.

Þrennt lýtir bók­ina nokk­uð ­fyrir minn smekk. Upp­runa­saga lög­reglu­kon­unnar er ótta­lega snerti­punkta­laus við efni bók­ar­innar og frekar óáhuga­verð í því rýra formi sem hún fær hér. Sagan af að­drag­anda glæps­ins er með öllu ótrú­verð­ug. Og upp­ljóstr­anir um skelfi­lega hluti í for­tíð Huldu hafa enga þá þýð­ingu sem rétt­lætir að hafa þá með. Sagan af Dimmu virkar á mig eins og höf­undi hafi ekki þótt bókin alveg nógu krassand­i og ákveðið að bæta einu barn­a­níði við til að auka hroll­inn. Það er tískan í dag.

Krimmar eru ­for­múlu­bók­mennt­ir. Gott ef sumir fremstu fram­leið­endur játa ekki kinn­roða­laust að skrifa fyrsta upp­kast í Excel. Bók­mennta­snobb­arar eins og ég eiga til að ­kalla eftir djarfari til­brigð­um, meiri ólík­ind­um. En verða oftar en ekki fyr­ir­ von­brigðum þegar þeim verður að ósk sinn­i. 

Ég verð að játa að ég vissi ekki al­veg hvað á mig stóð veðrið lengi vel við lestur nýj­ustu bókar Sól­veigar Páls­dótt­ur, sem ég hef reyndar ekk­ert lesið eftir áður. En þeg­ar heyrn­ar­laust sænskt 

Flekklaus.vöðva­búnt flytur inn á heim­ili lög­reglu­manns í bata eft­ir krabba­meins­með­ferð til að und­ir­strika kröfur systur sinnar um að löggan lát­i ­sönn­un­ar­gögn úr ára­tuga­gömlu saka­máli hverfa er les­and­inn nokkuð óviss um hvar hann er stadd­ur. Ger­ist Flekklaus í landi nor­ræna rökk­ur­krimmans eða kannski heima hjá Dario Fo? Jafn­vel í stáss­stof­unni hjá Ionesco gamla?

Senni­lega væri bók­in ­traust­ari ef Sól­veig hefði tekið skýr­ari afstöðu og und­ir­byggt hina ó­lík­inda­legu atburð­ar­rás bet­ur. Ekki síst það sem snýr að sál­ar- og ­fjöl­skyldu­lífi Guð­geirs lög­reglu­manns. Blá­þræð­irnir eru ansi mjóir og blá­ir. En ­samt. Þessi furðu­legi næst­u­m-farsi er fjári skemmti­leg­ur. Ætli Flekk­laus yrð­i ekki þrátt fyrir allt fyrir val­inu ef ég ætti að velja jólanæt­ur­lesn­ingu úr krimma­bunk­an­um. Ekk­ert barn­a­níð, engum kastað fyrir hungruð tígris­dýr, ekk­ert man­sal.

Og þjóð sem borð­ar­ ­syk­ur­brún­aðar kart­öflur kippir sér auð­vitað ekk­ert upp við rök­leysur á jóla­nótt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None