„Það er engin opinber umræða eftir í Rússlandi“

irina
Auglýsing

Besta vopnið gegn áróðri og nettröllum eru stað­reyndir og fag­leg blaða­mennska,“ segir Irina Lag­un­ina, yfir­maður rúss­nesku­deildar Radio Liberty í Prag. Hún á að baki langan feril í blaða­mennsku í Rúss­landi en bjó fyrstu fimm ár ævi sinnar á Íslandi. „Faðir minn var njósn­ari KGB og vann hjá sov­éska sendi­ráð­inu í Reykja­vík. Það er ekk­ert leynd­ar­mál.“

Radio Free Europe/Radio Liberty (RFE/RL) sendir út útvarp, sjón­varps­þætti og net­miðla á 28 tungu­málum í 21 landi, þar á meðal Rúss­landi. RFL/RL er á banda­rískum fjár­lögum og var stofnuð árið 1949 til að útvarpa and­komm­ún­ískum áróðri. Stalín fyr­ir­skip­aði þá að allt yrði gert til að koma í veg fyrir að íbúar Sov­ét­ríkj­anna heyrðu Radio Svoboda, eins og hún heitir á rúss­nesku. 

Með tím­anum breytt­ust áherslur Radio Liberty og lögð var meiri áhersla á stað­reyndir og fag­lega frétta­mennsku. Leyni­þjón­ustur aust­an­tjalds­ríkja reyndu oft að hindra frétta­menn RFL/RL. Morð, speng­ingar og eitr­anir eru meðal þess sem búlgar­ska, rúm­enska og fleiri leyni­þjón­ustur bera ábygð á. KGB njósn­aði innan og utan frá og eyddi miklu fé í bar­áttu gegn útvarps­stöð­inn­i. 

Auglýsing

Margir leið­togar frá Aust­ur-­Evr­ópu og Rúss­landi hafa sagt frá mik­il­vægi útvarps­stöðv­ar­innar á tímum kalda stríðs­ins. Fyrrum for­seti Eist­lands, Lenn­art Meri, til­nefndi Radio Liberty til Frið­ar­verð­launa Nóbels árið 1991. Frið­ar­verð­launa­haf­inn Lech Walesa, sagði árið 1989 að ekki væri hægt að lýsa mik­il­vægi Radio Liberty í frels­is­bar­áttu pól­verja. Á níunda ára­tug Glasnost og Gor­batjovs var hætt að trufla útsend­ingar í Sov­ét­ríkj­un­um. Nú gátu and­ófs­menn mætt í útvarps­við­töl án þess að eiga það á hættu að vera ofsótt­ir. Við lok kalda stríðs­ins var send­ingum í Aust­ur-­Evr­ópu hætt og fé stöðv­ar­innar skorið nið­ur. Árið 1995 voru höf­uð­stöðv­arnar fluttar frá München til Prag með stuðn­ingi Vaclav Havels for­seta og fyrrum and­ófs­manns. Þar sendi stöðin út frá fyrrum aðal­stöðvum komm­ún­ista­flokks Tékkóslóvakíu en flutti árið 2009 í nýtt hús­næði.

Þegar ég hitti Irinu Lag­un­ina í aðal­stöðuvum Radio Liberty í Prag í des­em­ber bendir hún á skjal á veggn­um. 

„Hér er leyfið sem Boris Jeltzin veitti Radio Svoboda til útsend­inga í Rúss­landi. Hann gerði sér grein fyrir mik­il­vægi stöðv­ar­innar árið 1991 þegar fyrr­ver­andi ofurstar gerðu til­raun til valda­ráns og Radio Liberty var eina stöðin sem flutti frétt­ir.“

Síðan er Pútín búinn að taka af ykkur leyf­ið?

„Út­send­ingar okkar í Moskvu voru stöðv­aðar árið 2012 með lögum sem voru sett árið 2011 um að miðlar í Rúss­landi verði að vera 48% í eigu Rússa. Engin önnur útvarps­stöð var í okkar stöðu í Rúss­landi, við áttum okkar eigið send­ing­ar­leyfi í Moskvu og eigin útvarps­rás. Því litum svo á að þessum lögum hafi verið beint gegn okk­ur. Við misstum útvarps­rás­ina af því við höfðum ekki efni á því að fylgja lög­unum og verða rúss­nesk það gengur einnig gegn grunn­stefnu þess­arar stofn­un­ar. Þeir slökktu á útvarps­send­ing­unum en við héldum áfram á net­inu. Og töl­fræðin á net­inu er mjög opin, við felum ekk­ert sem við ger­um.“Hvað eruð þið mörg sem starfið innan rúss­nesku deild­ar­inn­ar?

„Ekki svo margir, hér hjá okkur starfa 15 blaða­menn, og í Moskvu 30. Síðan erum við með laus­ráðna frétta­rit­ara víða í Rúss­land­i.“

Maður hefði getað ímyndað sér að við lok kalda stríðs­ins myndi Radio Liberty eða Radio Svoboda þagna.

„Nei, þetta er mjög athygl­is­vert því ég var í Moskvu nýlega, og tvisvar sat ég í leigu­bíl og heyrði leigu­bíl­stjór­ana hlusta á okkur á Ipad. Leigu­bíla­fyr­ir­tækin láta bíl­stjór­ana hafa spjald­tölvur og þeir nota þær til að hlusta á fréttir af umferð, veðrið, hvað sem er. Og tvisvar voru þeir að hlusta á Radio Svoboda.“

Hvernig leið þér þá?

„Al­veg frá­bær­lega þó ég hafi ekki sagt hvaðan ég kæmi. En ég gerði það reyndar einu sinni þar í strætó. Þá sat kona við hlið mér að lesa eitt­hvað á spjald­tölvu og ég kíkti og hugs­aði, í fyrsta lagi fjall­aði það um Sýr­land, og síðan að þetta líkt­ist blogg­inu okk­ar. Hver er að kópí­era okk­ur? En svo sá ég nafnið okk­ar.  Ég sagði þá. Óh þú ert að lesa Radio Svoboda! Og hún snéri sér hratt að mér og spurði hvöss: „Og hvað annað á ég svosem að lesa hér í þessu land­i?“ Það var eins og hún ætl­aði að fara að verja sig. Svo ég sagði henni að ég styddi hana alger­lega í vali sín­u.“

Hvernig var að vinna sem blaða­maður í Rúss­landi á milli 1991 og 1993?

„Það var alveg frá­bært og þetta var hápunktur rúss­neskrar blaða­mennsku. Í fyrsta lagi vegna þess að það var engin póli­tísk stjórnun leng­ur. Og það var engin fjár­magns­stjórnun held­ur, enn. Fjár­magns­á­hrifin hófust í for­seta­kosn­ing­unum ´96 og seinna auð­vit­að.“

Sem­sagt tími frjálsrar rúss­neskrar blaða­mennsku?

„Já alger­lega við vorum mjög fátæk, við sem blaða­menn og einnig fjöl­miðla­fyr­ir­tækin í Moskvu, en þetta var frá­bær tími. Allt var mögu­legt. Það var mikið um rann­sókn­ar­blaða­mennsku um það sem var að ger­ast og um for­tíð­ina. Svo þetta var góður tím­i.“

Hvað gerð­ist svo?

„Eftir kosn­ingar til Dumunnar 1993 breytt­ist hið póli­tíska lands­lag og stemn­ingin í Rúss­landi varð önnur og dramat­ísk­ari., því þjóð­ern­is­sinnar fluttu í fyrsta sinn inn í þing­ið, Dumuna. Þá vant­aði súr­efni. Nú var litið á allt út frá hags­munum Rúss­lands og að vestrið væri hættu­legt eins og þessar áróð­urs­her­ferðir sem við sjáum núna. Allt þetta hófst árið 1994. Þá fór að verða erfitt að starfa eðli­lega án þess að vera þving­aður til að setja Rúss­land ævin­lega í for­grunn­inn. Því fór ég að velta því fyrir mér að fara til BBC eða Radio Liberty svo ég kaus Radio Liber­ty.“

Ef þú berð fjöl­miðla­árin 91-93 saman við tím­ann Moskvu í dag?

„Það er ekki einu sinni hægt að bera þetta sam­an. Til dæmis eru allir net­miðlar meira og minna núna undir stjórn rík­is­ins. Þeir sem ekki lúta beinni stjórn þurfa að aðlaga sig sem er synd, og þeir sem gera það ekki er lokað á. Net­miðlar eru sem­sagt nán­ast allir undir hæl rík­is­ins. Hvað varðar prent­miðla er það sveigj­an­legra en æ fleiri frétta­stöðvum er lok­að, meira að segja leit­ar­stöðvum er stjórn­að. Sjón­varps­veitur eru settar undir eft­ir­lit. Það er algert ofríki rík­is­ins nún­a.“

Hvert er hlut­verk ykkar hér gagn­vart Rúss­landi?

„Við lítum fyrst og fremst á okkur sem upp­lýs­inga­veitu en þar að auki sem stuðn­ing við frjálsa fjöl­miðlun í Rúss­landi. Það er ástæða þess að við leggju mikla áherslu á að gæði blaða­mennsk­unnar séu mikil og að við séum alger­lega traustur mið­ill. Aldrei að spek­úlera eða und­ir­byggja hat­urs­orð­ræðu eða nokk­urt af því tagi. Annað athygl­is­vert er að við erum með tvo sam­tals­þætti á dag. Svart stúd­íó, ekki raun­veru­legt sjón­varp. Í klukku­tíma í litlu stúd­íói í Moskvu. En þetta er þætt­irnir sem flestir horfa á eða lesa um. Ég get sagt þér af hverju, því fólk þyrstir í umræðu. Það er engin opin­ber umræða eftir í Rúss­landi. Og þetta eru þættir sem má hringja inn í. Fólk tekur þátt  all­staðar að úr Rúss­landi. Það er einnig tví­tað mikið fyrir þætt­ina. Við spyrjum fólk á göt­unni í Moskvu og það svar­ar. Við lítum einnig á okkur sem svið fyrir opin­bera umræð­u.“Þið voruð með þessa grein um dag­inn um rúss­nesk nettröll í St. Pét­urs­borg voru ein­hver við­brögð við henni?

„Ó já svo sann­ar­lega. Við höfum gert nokkrar rann­sóknir á trölla­verk­smiðjum í St. Pét­urs­borg. Og í kjöl­farið urðum við fyrir árás­um. Eftir þessar tvær greinar voru árás­irnar mjög slæm­ar.“

Hvernig mælið þið áhorf og við­brögð?

„Við erum með útbreidda sam­fé­lags­miðla. Um 400.000 á Face­book. Og 150.000 á Twitter sem er gott miðað við Rúss­land. Það sem gerð­ist þegar rúss­neska vélin hrap­aði í Egypta­landi, tveimur klukku­tímum eftir þennan hörmu­lega atburð komumst við að því að það var annað hvort nettröll eða bara skrýtin per­sóna, sem þótt­ist búa ein­hvers­staðar í Úkra­ínu, fótós­hopp­aði og setti merki Radio Liberty í Ukra­ínu fyrir aftan sig eins og hann stæði í stúd­íói þeirra. Og hann hélt því fram að hann væri að vinna fyrir Radio Svoboda. Og fór að tvíta hluti eins og „ein flug­vél er ekki nóg til að refsa Rúss­land­i,“ „þið ættuð að sprengja rúss­neskar borgir“. Hlutir eins og þetta.

Alger hat­urs­orð­ræða. Og nettrölla­stöðv­arnar í Rúss­landi gripu það á lofti og básún­uðu út, „Sjáið hvað þessir banda­rísku glæpa­menn eru að segja, sjáið hvað þeir eru á móti Rúss­landi og hvað þeir hata allt sem er rúss­neskt, og þetta voru þús­undir kommenta á hverri mín­útu. Þetta kom á Tvitt­er. Fólk fór að senda mér tölvu­pósta og spyrja hvort þessi náungi væri virki­lega að vinna fyrir okk­ur.

Hvernig brugð­ust þið við þessu?

„Ég ákvað að svara hverjum og einum og bað einnig kollega okkar í Úkra­ínu að senda út yfir­lýs­ingu að þetta er ekki við­horf okkar og þetta er ekki sá boð­skapur sem við sendum út. Við sendum út yfir­lýs­ingu um að þessi mann­eskja væri ekki að vinna fyrir Radio Free Europe. En ég sá hvernig fólk brást við. Og auð­vitað voru til­finn­ingar í spil­inu. Auð­vitað var þetta hörmu­legt slys. Og fólk vildi ekki athuga hvort þetta væri raun­veru­lega okkar frétta­maður eða ekki. Það fór bara að yfir­gefa okkur á Twitt­er. Og ég sá töl­urnar snar­lækka. Við misstum um 4000 þús­und rúss­neska fylgj­endur á nokkrum klukku­tím­um. En um kvöldið ákvað ég að við værum búin að fá nóg af þessu og að við þyrftum ekki að útskýra og afsaka okk­ur. Ég sendi út yfir­lýs­ingu á Twitt­er. Þar sem ég sagði að Radio Liberty segir að nettröll sem nýta sér mann­legar hörm­ungar eru svo sann­ar­lega sið­laus. Eftir það snéri fólk aft­ur. Við misstum 4000 en við fengum 5000 í stað­inn. Svo þetta var ein reynsla okkar af nettröll­un­um.“

Nú kemur RT, Russia Today og annar áróður frá rúss­neskum yfir­völd­um. 

„Þú talar núna út frá vest­rænum sjón­ar­hóli. Gagn­vart vestr­inu er það Russia Today og Sputnik. Þessar stöðvar snerta okkur ekki því við sendum út í Rúss­landi. Þar er það ekki RT eða Sputnik heldur kerfið allt. Það er allt. Upp­lýs­inga­kerfið er gjör­sam­lega skakkt. Þú ert með Russia 24 fyrstu og aðra rás og RTV og allar hinar rík­is­stöðv­arn­ar. Það var ein mjög góð stöð í Tom­sk, TV2, en henni var einnig bannað að senda út.

En eruð þið í sam­starfi við ein­hverjar stöðvar í Rúss­landi?

„Nei það er eng­inn sem myndi end­ur­varpa okkar efni lengur í Rúss­landi. Við vinnum í sam­starfi varð­andi end­ur­birt­ingu á efni og linkum. Við styðjum einnig og veitum upp­lýs­ingar um menn­ing­ar­at­burði eins og nýlega heim­ilda­mynda­há­tíð­ina Art­doc­fest í Moskvu.“

Nú eru margar krísur í Rúss­landi finnið þið fyrir auknum við­brögðum ?

„Já, sér­stak­lega á Face­book. Því ef maður skoðar töl­fræð­ina og ber saman við jafn­vel frjáls­lyndar síður í Rúss­landi er svör­un­ar­hlut­fall okkar mjög hátt. Í síð­ustu viku höfðum voru yfir 134.000 þús­und hreyf­ing­ar, like, deil­ing­ar, athuga­semd­ir. Það er mjög hátt með 400 000 áskrif­end­ur. Fólk er virkt og áhuga­samt um að taka þátt í umræðum um það sem er að ger­ast. Það þegir ekki leng­ur.“

Hverju spáir þú um fram­tíð­ina?

„Það er vanda­málið við ein­ræð­is­ríki það er ekki hægt að spá í fram­tíð­ina. Og þess vegna eru þau svo hættu­leg.“

Á leið út úr aðal­stöðvum Radio Liberty í Prag kom ég við hjá Brian Whit­more. Hann er meðal ann­ars með vid­eo­blogg á ensku þar sem hann tekur dag­lega saman það helsta í Rúss­landi á hressi­legan hátt. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
Kjarninn 3. desember 2021
Ásdís Halla Bragadóttir.
Ásdís Halla ráðin til að koma að mótun nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu
Ásdís Halla Bragadóttir fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ hefur verið ráðin sem verkefnastjóri við undirbúning nýs ráðuneytis vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.
Kjarninn 3. desember 2021
„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“
Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.
Kjarninn 3. desember 2021
Stúdentagarðar Háskóla Íslands á Sæmundargötu.
Fermetraverðið hæst á stúdentagörðunum
Ef tekið er tillit til stærðar íbúða eru dýrustu tegundir leiguíbúða hérlendis á stúdentagörðum, en fermetraverðið þar er 17 prósentum hærra en á almennum leigumarkaði.
Kjarninn 3. desember 2021
Inga Sæland er formaður Flokks fólksins, sem hefur dælt út þingmálum svo eftir er tekið á fyrstu dögum nýs þings.
Flokkur fólksins lætur sér ekki duga að dotta
Þrátt fyrir að það hafi vakið athygli á fyrsta þingfundi vetrarins að einn nýrra þingmanna Flokks fólksins dottaði í þingsal hafa þingmenn flokksins hreint ekki setið auðum höndum í upphafi nýs þings, heldur lagt fram mörg þingmál, alls 50 talsins.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None