Eini Íslendingurinn hjá herdeild NATO vinnur að betri heimi fyrir konur í stríði

Eini Íslendingurinn innan hermáladeildar NATO vinnur að kynjajafnrétti innan aðildarríkjanna. Hún var ráðin í starfsþjálfun fyrir ári en varð fljótt sérfræðingur á jafnréttisstofu NATO. Fimm ára dóttir hennar talar fjögur tungumál eftir flakk um heiminn.

Mynd: Aníta Eldjárn
Mynd: Aníta Eldjárn
Auglýsing

Guð­rún Ósk Þor­björns­dóttir hefur starfað sem sér­fræð­ingur á skrif­stofu jafn­rétt­is­mála hjá hern­að­ar­yf­ir­völdum NATO í tæpt ár. Hún lærði stjórn­mála­fræði og kynja­fræði við Háskóla Íslands og tók í kjöl­farið masters­nám við Háskól­ann í Árósum í Dan­mörku í umhverf­is- og átaka­fræði (e. Human Security). Hún vann masters­rann­sókn sína á Fiji eyj­um.

Guðrún er ein fárra starfsmanna sem mætir ekki í herbúningi í vinnuna. (Mynd: NATO)

„Ég fór sem skiptinemi til Nýja Sjá­lands þegar ég var í mennta­skóla og ákvað að fara þangað aftur þegar ég var komin með fjöl­skyldu til að sýna þeim land­ið. Við nýttum tæki­færið og fórum í raun hring­inn í kring um hnött­inn og vörðum tölu­verðum tíma á Fiji-eyj­um. Þar kynnt­ist Guð­rún sam­tökum sem unnu að vald­efl­ingu kvenna í dreif­býli í land­inu, sem varð síðar kveikjan að masters­rann­sókn henn­ar. Hún gerði eig­ind­lega rann­sókn með við­tölum við 20 konur þar sem hún reyndi að kom­ast að því hvernig vinnan með sam­tök­unum hefði haft áhrif á þeirra líf.

Auglýsing

Fimm ára dóttirin talar fjögur tungu­mál

„Þetta var ynd­is­legur tími. Vinnan með kon­unum gaf mér mjög mik­ið, enda er ég enn þann dag í dag að vinna að þessum mál­efn­um. Á Kyrra­hafs­svæð­inu er póli­tísk þátt­taka kvenna sú minnsta í heim­inum og heim­il­is­of­beldi gagn­vart konum er gríð­ar­lega stórt og mikið vanda­mál. Það var frá­bært að sjá þann árangur sem varð með starfi þess­ara sam­taka og fá að vera þátt­tak­andi í því,” segir Guð­rún. „Svo var þetta líka dýr­mætur tími fyrir fjöl­skyld­una mína og að fá að vera með þeim þarna var afskap­lega gott og mikið ævin­týri.”

Guðrún með dóttur sinni á Fiji eyjum. Sú litla er fimm ára í dag og talar fjögur tungumál.

Guð­rún var á Fiji-eyjum með manni sín­um, Hólmari Sig­munds­syni, og Ylfu, þriggja ára dóttur þeirra, í fjóra mán­uði árið 2014.

„Dóttir mín fór fljót­lega að tala ensku, sem er eitt þriggja tungu­mála talað á Fiji-eyj­um. En sem betur fer var hún ekki alveg búin að gleyma dönsk­unn­i.”

Dóttir Guð­rúnar er fimm ára í dag og talar fjögur tungu­mál: íslensku, dönsku, ensku og frönsku eftir að fjöl­skyldan flutti til Brus­sel. „Ég verð að við­ur­kenna að danskan fékk aðeins að víkja fyrir frönskunn­i,” segir Guð­rún.

Úr UN Women í NATO

Eftir dvöl­ina á Fiji-eyjum flutt­ist Guð­rún aftur til Dan­merk­ur, í þetta sinn til Kaup­manna­hafn­ar, hvar hún hóf störf hjá UN Women í starfs­þjálf­un. Guð­rún segir þann tíma hafa verið skemmti­legan og gef­andi.



Guðrún með Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýru UN Women„En mig lang­aði að vinna meira að þessum mál­efnum sem ég hafði kynnst hjá UN Women, sér­stak­lega þegar kemur að hern­að­ar­málum í stofnun eins og NATO þar sem umhverfið er mjög karllægt,” segir hún. „Ég vissi í raun lítið um þann heim og mig lang­aði til að fræð­ast meira um hann. Og það er svo sann­ar­lega áhuga­vert að vinna að þessum mál­efnum innan her­mála­sviðs­ins.”

Guð­rún sótti um starfs­þjálfun hjá NATO og hóf þar störf í byrjun síð­asta árs. Stuttu síðar var hún ráðin sem sér­fræð­ingur á jafn­rétt­is­skrif­stofu her­mála­yf­ir­valda stofn­un­ar­inn­ar. Maður Guð­rúnar vinnur sem for­rit­ari hjá íslensku fyr­ir­tæki og vinnur frá Brus­sel og dóttir þeirra gengur í skóla þar.

„Við erum rosa­lega heppin og það eru auð­vitað mikil for­rétt­indi fyrir mig að hann sé í þannig vinnu að hann geti fylgt mér í þetta,” segir Guð­rún.

Hún segir starfið afar fjöl­breytt og snúa fyrst og fremst að stöðu kynj­anna innan her­liða aðild­ar­ríkja NATO. Afar mis­jafnt getur verið eftir löndum hvort lagð­ar séu áherslur á slíkt innan her­liða ríkj­anna.

„Auk þess leggjum við mikla áherslu á almenn kynja­sjón­ar­mið í aðgerðum banda­lags­ins. Sam­starf og sam­skipti við aðild­ar­ríkin og fasta­nefndir þeirra er líka mik­il­vægur hluti af starf­inu, þar sem vinna okkar byggir á sam­stöðu þeirra,” segir hún.

Reglur sam­þykktar um kyn­bundið ofbeldi í stríði 

Í byrjun síð­asta árs, þegar Guð­rún hóf störf, lagði skrif­stofa jafn­rétt­is­mála NATO fram drög að hern­að­ar­legum við­mið­un­ar­reglum um hvernig megi fyr­ir­byggja og bregð­ast við kyn­bundnu ofbeldi í stríðs­á­tök­um. Þær reglur voru í kjöl­farið sam­þykktar af aðild­ar­ríkj­unum í sum­ar, sem var gríð­ar­lega jákvætt skref, að mati Guð­rún­ar.

Jafn­rétt­is­skrifs­stofa her­mála­sviðs NATO var stofnuð árið 1997 og starfar fyrir nefnd NATO um kynja­sjón­ar­mið, sem verður 40 ára á þessu ári. Sú nefnd byrj­aði sem sam­tök kvenna innan her­liða NATO og var síðar breytt í nefnd um kynja­sjón­ar­mið.

Skrif­stofan sam­anstendur af þremur starfs­mönn­um, allt kon­um; Guð­rúnu, yfir­manni henn­ar, sem er liðs­for­ingi úr tékk­neska flug­hern­um, og aðstoð­ar­konu liðs­for­ingj­ans sem kemur úr ítalska hern­um.

Mik­ill meiri­hluti starfs­manna her­mála­deildar NATO kemur úr her­liðum aðild­ar­ríkj­anna, en þó eru þar líka óbreyttir borg­ar­ar, eins og Guð­rún.

Safna gögnum um kyn­ferð­is­brot

„Við vinnum fyrst og fremst fyrir nefnd NATO um kynja­sjón­ar­mið. Við skipu­leggjum viku­laga ráð­stefnu á ári hverju fyrir nefnd­ina þar sem full­trúar frá aðild­ar- og sam­starfs­ríkjum NATO koma saman og og þróa til­lögur sem lagðar eru fram fyrir Her­mála­nefnd NATO. Á síð­asta ári fengum við Astrid Prinsessu af Belgíu sem sér­stakan gest á ráð­stefn­una," segir hún.  

Skrif­stofa Jafn­rétt­is­mála safnar einnig árlegum skýrslum aðilld­ar­ríkj­anna um stöðu kvenna innan hers­ins. 

„Núna er ég að taka saman þau gögn. Þá fáum við til dæmis yfir­sýn yfir verk­ferla í til­kynn­ingum um kyn­ferð­is­brot, sam­ræm­ingu vinnu og fjöl­skyldu­lífs, áherslur á kynja­sjón­ar­mið innan hers­ins og í aðgerð­um, og fleira," segir Guð­rún. „Það getur verið mjög mis­jafnt eftir ríkjum hvort lagðar séu áherslur á slíkt. En með því að safna þessum gögnum getum við að ein­hverju leyti séð hvar hindr­an­irnar liggja og hvað megi betur fara. Nú erum við aftur komin á fullt við að und­ir­búa næstu árlegu ráð­stefn­u." 

Her­bún­ingar í vinn­unni og mik­ill agi

„Það er mjög sér­stök upp­lifun að vinna í þessu umhverfi. Nær allir vinnu­fé­lagar mínir mæta til dæmis í her­bún­ingum í vinn­una á meðan ég er bara í venju­legum föt­u­m,” segir Guð­rún og bætir við að vinnu­brögðin séu sum­part ólík því sem hún átti að venj­ast. „Þau nota aðrar aðferðir en maður er van­ur, sem ég hef lært mjög mikið af. Þau eru praktísk í hugsun og vinna á mjög skil­virkan hátt. Þetta er afskap­lega agað umhverfi og það eru engar afsak­anir ef þú skilar ekki af þér verk­efnum á réttum tíma,” segir hún. „En stundum vantar líka að hugsa aðeins út fyrir kass­ann. Þess vegna held ég að það sé mjög gott að her­menn og óbreyttir borg­arar vinni saman til að við­halda jafn­væg­i.”

Guðrún í vinnunni með kollegum sínum og Astrid, prinsessu í Belgíu (fremst fyrir miðju)

Vinnu­dag­ur­inn er oft­ast nær frá 8:30 til 17:30 og skrif­stofan er í höf­uð­stöðvum NATO í Brus­sel. Guð­rúnu finnst gaman í vinn­unni og seg­ist læra eitt­hvað nýtt á hverjum degi.

„Þetta er mjög krefj­andi vinna og það eru ótrú­leg for­rétt­indi að fá að vinna að ein­hverju sem ég trúi á og hef brenn­andi áhuga fyr­ir,” segir hún. „Svo lengi sem ég fæ að gera það er ég ánægð.”

Guð­rún er eini Íslend­ing­ur­inn innan her­mála­deildar NATO, þar sem starfa rúm­lega 400 manns. Svo er hún kona, en mik­ill meiri­hluti starfs­manna eru karl­menn.

Vantar kraft í inn­leið­ingu jafn­rétt­is­mála  

Fólk rekur upp svo­lítið stór augu þegar það heyrir hvaðan ég er,” segir hún. „Og svo er ég oft eina konan á fund­um, sem var svo­lítið skrýtið fyrst. En hlut­fall kvenna í her­liðum aðild­ar­ríkj­anna er 10,3 pró­sent og það end­ur­spegl­ast að ein­hverju leyti hér. Þetta er mjög karllægt umhverf­i.”

Hún segir áherslur NATO í jafn­rétt­is­málum hafa auk­ist á und­an­förnum árum og finnur mik­inn stuðn­ing við mála­flokk­inn innan stofn­un­ar­inn­ar. Í raun er meiri áhersla á jafn­rétti kynj­anna heldur en hana grun­aði í fyrstu.

„En það er enn langt í land þó að áherslur hafi verið aukn­ar. Helsta áskor­unin í mál­flokknum er að þrátt fyrir margar mjög fínar stefnur og álykt­an­ir, þá hefur inn­leið­ing verið rosa­lega hæg og oft vantað mik­inn kraft í fram­kvæmd­irn­ar,” segir hún. „Í grunn­inn er þetta spurn­ing um for­gangs­röðun og það á við um allar alþjóða­stofn­anir sem vinna að þessum mál­um. Fólk þarf að átta sig á að þetta skipti máli og þá fyrst kemur vilji og fjár­magn til að hrinda hlutum í fram­kvæmd.”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None