Hvernig stuðlum við að velgengni barna?

Björn Rúnar Egilsson
paul tough
Auglýsing

How Children Succeed – G­rit, Curi­osity, and the Hidden Power of Character eftir Paul Tough er á­huga­verð og marg­slungin bók sem kastar les­endum beint ofan í djúpu laug ­upp­eld­is­fræði, þroska­sál­fræði og tauga­líf­eðl­is­fræði, en þar leit­ast höf­und­ur­inn við að benda á það sem mestu máli skiptir í upp­eldi barna og hvað hjálpi þeim að standa sig vel í námi. Paul tekur fyrir áhuga­verðar og mik­il­vægar kenn­ing­ar fræði­manna þar að lút­andi og lýsir umbóta­starfi hinna ýmsu mennta­fröm­uða í Banda­ríkj­un­um, nýjum áherslum og aðferðum í kennslu og skóla­starfi. Hann bein­ir ­sjónum sínum sér­stak­lega að sam­spili horm­óna, til­finn­inga og heila­starf­semi á meðan börn eru að vaxa úr grasi og þeim jákvæðu þáttum í skap­gerð barna sem hjálpa þeim að ná árangri og öðl­ast lífs­fyll­ingu. Bókin hefst á því að fjalla um börn frá brotnum heim­ilum og skólum í vanda og lýsir slökum náms­ár­angri sem ­mörgu vel­mein­andi og umbótasinn­uðu mennta­fólki hefur ekki tek­ist að afstýra og ekki er hægt útskýra með því að vísa ein­ungis til lélegrar kennslu eða fjár­skorts. Dæmi eru tekin af skólum í fátækum hverfum sem glíma við fjar­vist­ir, brott­falli, aga­leysi og ofbeldi, en sterk fylgni er á milli erf­iðra ­upp­eld­is­að­stæðna og slæ­legrar frammi­stöðu í skóla ásamt slakrar náms­fram­vindu. Alvar­leg skakka­föll snemma á lífs­leið­inni, skortur á tengslum við for­eldra og sú streita ­sem fylgir því að alast upp í fátækt og óreiðu hefur hamlandi áhrif á lyk­il­þætt­i þess að þrauka skóla­dag­inn og standa sig vel í námi sem krefst þess að börn­in ein­beiti sér, geti haldið kyrru fyrir og fylgt fyr­ir­mæl­um.

Ljónið og lánið

Rétt eins og hjá öðrum spen­dýrum þró­að­ist streitu­við­bragðs­kerf­i ­manns­lík­am­ans til þess að bregð­ast við skyndi­legri og alvar­legri hættu. Það kom ­sér afar vel þegar fólk komst í tæri við rán­dýr á gresj­unum og þurfti ann­að hvort að leggja til atlögu eða forða sér í snar­hasti. Þegar mögu­leg hætta er á ferðum seytir und­ir­stúka heil­ans (hún stjórnar ómeð­vit­uðum líf­fræði­legum ferlu­m eins lík­ams­hita, hungri og þorsta) efnum sem koma af stað keðju­verkun í horm­óna­kerfi lík­am­ans og virkja her­skara sér­tækra streitu­við­bragða til þess að ­mann­eskjan sé betur í stakk búin til að takast á við hana; tauga­sendar eru ­virkj­að­ir, magn glúkósa og bólgu­próteina eykst í blóð­inu á meðan hjarta- og æða­kerfið dælir því í vöðvana. Flestir kann­ast við lík­am­leg áhrif streit­unn­ar ­sem fylgja hættu­legum eða óþægi­legum aðstæðum (eins og þurfa að halda óund­ir­búna ræð­u): ótta­til­finn­ingu og kvíða, hröðum hjartslætti, þval­ri húð og munn­þurrki. Þrátt fyrir að við­bragðs­kerfi þetta, sem við höfum fengið í arf, sé afar marg­slungin smíð er það hvorki sér­sniðið að streitu­völdum nútíma­lífs né fært um að greina aðstæður þannig að lík­am­inn bregð­ist við í sam­ræmi við hætt­una. Paul leggur til að við sjáum það fyrir okkur eins og afar full­komna ­slökkvi­stöð sem sendi alla bíla á fleygi­ferð með síren­una í gangi í hvert ein­asta útkall. Það komi sér vel þegar um stór­bruna sé að ræða en valdi í meiri­hluta til­fella óþarfa álagi eða umferð­ar­slys­um. Streitu­við­bragðs­kerfi nútíma­fólks ­virkj­ast oftar en ekki af hug­rænum ferlum við að hafa áhyggjur af hlutum eins og afborg­unum lána, sam­bandserf­ið­leikum eða starfs­frama en ekki við að mæta ljóni á gresj­unni. Vís­inda­menn eru einnig byrj­aðir að átta sig á því að kerfið er ekki aðeins gagns­laust í slíkum til­fellum heldur getur auk þess haft skað­leg á­hrif á lík­amann sé það virkjað end­ur­tekið lang­tímum saman – sér­stak­lega á heila­þroska barna.  

AuglýsingHversu mik­il­vægt er að skilja tauga­líf­efna­fræði­leg áhrif streitu til þess að bregð­ast við námsörð­ug­leikum og hegð­un­ar­vanda barna sem al­ast upp í skugga fátæktar og óreiðu? „Það er dálítið und­ar­legt að þess­ar ­rann­sóknir eru bæði afar áhuga­verðar og hjálp­leg­ar, en þegar maður hefur sökkt ­sér í þær bjóða þær ekki upp á aug­ljósar lausn­ir. Við búum nú yfir nákvæm­um skiln­ingi á því hvernig upp­vöxtur í óreiðu­fullu umhverfi hefur áhrif á ákveð­inn hluta heila þeirra og sam­spili horm­óna, erfða­þátta og hegð­un­ar, en það hef­ur ekki leitt til upp­skriftar að lausn vand­ans eða mun leiða til henn­ar. Það er ekki þannig að við getum fengið pillu eða sprautu sem bregst við áhrif­um kortisóls á heila­þroska. Lausn­irnar sem hafa verið lagðar til lúta að breytt­u um­hverfi barn­anna, í skól­anum og heima fyr­ir. Jafn­vel þótt við skildum ekki þessa tauga­líf­eðl­is­fræði­legu þætti sem hafa áhrif á líf þess­ara barna mynd­um við eflaust bregð­ast við á svip­aðan hátt og við erum að gera. Samt sem áður eru þeir mjög gagn­legir að mínu mati, að því leyti að þeir breyta sýn manns hvort ­sem maður er vís­inda­mað­ur, for­eldri eða barna­lækn­ir. Manni verður ljóst að þetta er hvorki til­vilj­unum háð né vegna þess börn sem alast upp í erf­ið­u­m að­stæðum skorti góðar fyr­ir­myndir eða eitt­hvað slíkt. Umhverfi þeirra hef­ur þessi djúp­stæðu áhrif á þau.“

Gott atlæti: að sleikja og snyrta

Í How Children Succeed er fjallað um rann­sóknir sem benda til þess að áhrif góðs upp­eldis séu líf­efna­fræði­leg, hafi jákvæð áhrif að þroska heil­ans og geti dregið úr áhrif­um skað­legra þátta í umhverfi barna. Einnig eru líkur leiddar að því að fram­kom­a ­for­eldra hafi áhrif á gena­tján­ingu í mönnum og rott­um. Paul fjallar um ­vís­inda­menn, sem fylgd­ust náið með ólíku upp­eldi rottu­unga; ann­ars vega þeirra ­sem reglu­lega voru snyrtir og sleiktir í bak og fyrir af mæðrum sínum og hins ­vegar þeirra sem skorti slíkt atlæti. Fyrr­nefndu rottu­ung­unum vegn­aði almennt betur og voru heil­brigð­ari, áræðn­ari, félags­lynd­ari, for­vitn­ari og lunkn­ari að f­inna réttu leið­ina í gegn um völ­und­ar­hús á meðan margir hinna van­hirtu unga voru tauga­veikl­aðri, árás­ar­gjarn­ari og síður í stakk búnir til þess að leita ­sér að fæðu. Atlætið sem ung­arnir fengu í upp­hafi hafði afger­andi áhrif á heila­þroska þeirra og hegðun síðar á lífs­leið­inni. Eins eru til rannsókn­ar­gögn ­sem benda í sömu átt hvað mann­fólkið varðar og þar komum við niður að kjarna alls upp­eld­is, sem eru gömul sann­indi og ný: sú tengsla­myndun og gott atlæt­i ­sem hlýst af náinni sam­veru for­eldra og barna skiptir höf­uð­máli fyrir þroska þeirra og vel­ferð. Þetta er eitt­hvað sem ætti að vera á allra vit­orði en er það ­samt ekki eða virð­ist gleym­ast. Til er þver­fag­legur sam­starfs­hópur á Ísland­i ­sem heitir SAMAN hóp­ur­inn og hefur hann það meðal ann­ars að mark­miði að kom­a já­kvæðum skila­boðum til for­eldra sem beina athygli þeirra að ábyrgð­inni sem ­fylgir upp­eld­is­hlut­verk­inu og hvetja til jákvæðra sam­skipta inn­an­ ­fjöl­skyld­unn­ar. Hóp­ur­inn er skip­aður for­varna- og tóm­stunda­full­trúum og ­fé­lags­ráð­gjöfum auk verk­efna­stjóra hinna ýmsu félaga­sam­taka sem vinna á einn eða annan hátt að vel­ferð barna og ung­menna. Sam­vera skapar góð tengsl er eitt af slag­orðum hóps­ins og á ræt­ur sínar í nið­ur­stöður rann­sókna sem sýna að börn og ung­lingar sem verja tíma með­ ­for­eldrum sínum eru síður lík­legir til að sýna ýmis konar áhættu­hegð­un.

Í bók­inni fjallar höf­undur einnig stutt­lega um fræði­menn sem halda því fram að stuðn­ings­úr­ræði fyrir for­eldra séu bæði áhrifa­rík­ari og ó­dýr­ari fyrir sam­fé­lagið en að takast á við afleið­ingar slæmra upp­eld­is­skil­yrða ­síðar meir með upp­bót­ar­kennslu eða sér­stöku starfs­námsátaki og skili áþreif­an­leg­um efna­hags­legum ávinn­ingi til lengri tíma. Þar sem allt virð­ist benda til­ ótví­ræðs mik­il­vægis umhyggju­sams upp­eldis og for­eldra­færni liggur beint við að ­spyrja hvernig best sé að að styðja þá for­eldra sem ein­hverra hluta vegna valda ­börnum sínum kvíða og streitu eða sýna skort á umhyggju í upp­eld­is­hlut­verk­in­u. Paul segir marg­vís­leg stuðn­ings­úr­ræði vera í boði en að þau sem séu á­hrifa­rík­ust eigi það sam­eig­in­legt að fag­að­ilar vinni með for­eldrum í áhættu­hópi á beinan hátt og hjálpi þeim að mynda sterk til­finn­inga­tengsl á meðan börn­in eru ung. „Í stað þess að gefa þeim bæk­linga og fyr­ir­mæli eða gagnrýni fara þeir til þeirra og fylgj­ast með þeim eiga sam­skipti við börnin sín og benda þeim á upp­byggi­lega fram­komu sem er lík­leg til þess að stuðla að eðli­legum þroska heil­ans og streitu­við­bragðs­kerf­is­ins. Það að koma ein­fald­lega auga á þessa já­kvæðu þætti og segja: gerið meira af þessu! virð­ist hafa mikil áhrif á hegðun for­eldr­anna.“ 

Ókostir allsnægt­anna og efn­uðu þyrlu­for­eldr­arnir

Paul Tough Upp­eld­is­legur vandi í Banda­ríkj­unum ein­skorð­ast ekki við ­tekju­lægri þjóð­fé­lags­hópa eða for­eldra í helj­ar­g­reipum vímu­efna­neyslu eða heim­il­is­of­beld­is, heldur er hann einnig að finna í efstu lögum sam­fé­lags­ins. Upp­eld­is­að­stæð­ur­ margra barna í vel­meg­andi fjöl­skyldum ein­kenn­ast af til­finn­inga­legri fjar­lægð, skorti á sam­vistum og kröfum um vel­gengni í námi og íþrótt­um, sem erfitt er að standa und­ir. Saman geta þessir þættir myndað eitr­aðan kok­teil og kynt und­ir­ ­til­finn­ingar eins og skömm og van­mátt. Um er að ræða börn og ung­menni sem frá­ ­leik­skóla­aldri sækja virtar skóla­stofn­anir með háum skóla­gjöldum og þung­um inn­töku­próf­um. Í huga for­eldr­anna er þetta veg­ferð sem á að tryggja þeim ör­uggan starfs­frama en hefur gjarnan inni­halds­rýrt líf í för með sér og elur af ­sér börn sem eru frekar drifin áfram af ótt­anum við að mis­takast en nokk­urri heil­steyptri þrá. Í þessu sam­hengi verður Paul tíð­rætt um svo­kall­aða þyrlu­for­eldra og bið ég hann um að skil­greina það nán­ar. „Það er hug­tak sem er notað um for­eldra sem eru alltaf á sveimi yfir börnum sín­um. Þeir eru oft­ast vel stætt fólk sem vill ekki leyfa ­börnum sínum að leysa eigin vanda­mál og heyja eigin orr­ust­ur. Þannig taka þeir á­kvarð­anir fyrir þau og hjálpa í gegn um hverja ein­ustu krísu og vanda­mál. Þessi þrá er til staðar hjá hverju for­eldri þar sem eng­inn vill sjá barnið sitt í erf­ið­leikum en með því að greiða leið þess er maður að gefa þau skila­boð, oft ó­með­vit­að, að það geti ekki tek­ist á við eigin vanda­mál og geti ekki séð um sig ­sjálft.“

For­eldrar finna flestir hjá sér hvöt til þess að koma til­ ­móts við þarfir barna sinna, vernda þau fyrir hvers kyns hættum og óþæg­ind­um, en þar rek­umst við á þver­stæðu í for­eldra­hlut­verk­inu: að til­hneig­ingin til að vernda börnin getur hamlað þeim og gert þeim meira illt en gott. Dekur og of­vernd er dýru verði keypt með lágum þrös­k­uldi fyrir mót­læti og mögu­leg­um ­skap­gerð­ar­brest­um. Paul hefur kynnst sér rann­sóknir sem taka fyrir börn sem al­ast upp við allsnægtir en stríða við ýmis konar vanda eins og kvíða, árás­ar­hneigð og vímu­efna­mis­notk­un. Telur hann að það megi að mörgu leyti rekja til­ ­for­eldr­anna. Það geti verið flókið að takast á við vanda barna sem alast upp í vel­megun vegna þess að ekki er litið á hann á sama hátt og slakan árangur barna af litlum efn­um, þar sem þau njóta ýmissa for­rétt­inda og tæki­færa og því ligg­i ekki beint við að það sé hlut­verk rík­is­ins að stíga inn í aðstæð­urnar og aðstoða for­eld­rana. Hins vegar segir hann ákveðna vakn­ingu vera að eiga sér­ ­stað meðal efna­meiri for­eldra. „Það sem mér finnst hvetj­andi er, að margir þeirra eru með­vit­aðir um þennan vanda og hafa keypt bók­ina mína og aðrar bæk­ur og vita að umhverfi barna sinna valdi þeim streitu. Þeir hafa ekki alltaf fundið bestu leið­ina til þess að takast á við þetta og ég held að það sé alls ekki auð­velt þar sem sem krafan um árangur kemur frá for­eldr­unum sjálf­um, ­skól­un­um, vinnu­stöðum og sam­fé­lag­inu öllu.“   

Frá Aristótel­esi og Kon­fús­íusi til Poké­mon

Það er því ekki svo ein­falt að gáfna­far og efn­is­læg gæð­i ­feli í sér nægj­an­leg skil­yrði fyrir heil­brigðum upp­vexti og vel­gengni í námi. Á hinn bóg­inn eru dæmi um nem­endur sem alast upp við fátækt og erf­ið­ar­ heim­il­is­að­stæður en ná samt sem áður að yfir­stíga þær hindr­anir sem á veg­i þeirra verða og standa sig vel. Því er mennta­fólk í auknum mæli farið að skoða þætti í fari ein­stak­linga sem hægt er að kalla skap­gerð­ar­styrk­leika, dygðir eða ­mann­kosti (Character Strengths); ­kosti sem gera mann­eskj­una burð­ugri og lík­legri til þess að sigr­ast á erf­ið­leikum og standa sig vel í þeim verk­efnum sem hún fæst við. Tals­verð ­gerjun hefur átt sér stað und­an­farin ár í þessum málum og hefur hún hald­ist í hendur við auk­inn áhuga almenn­ings og fræði­manna á jákvæðri sál­fræði. Í þessu ­sam­hengi má nefna tvo ólíka grunn­skóla­skóla í New York til sög­unn­ar: KIPP Academy (Knowledge Is Power Program) í Bronx og River­dale Country School sem stað­settur í iða­grænu hverfi sem ber ­sama nafn og hefur verið heim­kynni auð­ug­ustu fjöl­skyldna borg­ar­innar um lang­t ­skeið. David Levin, stofn­andi KIPP, þótti sýna fram­úr­skar­andi árangur í því að ­taka á móti nem­endum af litlum efnum og gera þá að afbragðs náms­mönn­um. Áður en langt var liðið frá stofnun skól­ans árið 1994 voru ein­kunnir nem­enda hans að ­með­al­tali þær fimmtu hæstu í allri borg­inni. Nem­endur skól­ans stóðu sig að ­jafn­aði afar vel en Levin tók eftir því að það tók að fjara undan mörgum þeirra þegar fram­halds­skóla­námið tók við. Hann átt­aði sig á því, að þeir sem ekki helt­ust úr lest­inni voru ekki endi­lega þeir sem áður höfðu fengið hæst­u ­ein­kunn­irnar heldur þeir sem bjuggu yfir eig­in­leikum eins og bjart­sýn­i, ­þraut­seigju og félags­legri lip­urð; nem­endur sem gátu tek­ist á við slæmar ein­kunn­ir ­með því að spýta í lóf­ana og gera betur næst, jafnað sig á sam­bands­slitum eða ó­sætti við sína nán­ustu og stað­ist freist­ing­una að fara út á lífið í stað þess að sinna nám­inu. Levin og starfs­fólk hans hafði frá upp­hafi freistað þess að ­skapa góðan og hvetj­andi skóla­brag og hlúa að skap­gerð nem­enda með ýmsum­ að­ferðum eins og hvatn­ing­ar­fund­um, upp­örvandi vegg­spjöldum og slag­orð­um, en eitt­hvað meira þurfti til að þeir fengu sem bestan und­ir­bún­ing fyrir líf­ið eftir útskrift.  

David Levin hefur um þó nokkur skeið skegg­rætt þessi mál við ­skóla­stjór­ann í River­da­le, Breta á sex­tugs­aldri að nafni Dom­inic Randolp­h. Dom­inic telur það hlut­verk skól­ans að hlúa að og móta heil­brigða skap­gerð og er á þeirri skoðun að það sé ekki aðeins ósann­gjarnt að meta nem­endur aðeins eft­ir ­próf­nið­ur­stöðum og greind­ar­vísi­tölu þar sem þannig sé ekki ein­ungis horft fram hjá veiga­miklum þáttum í því að vera far­sæl mann­eskja, heldur sé einnig ver­ið að búa svo um hnút­ana að nem­endur öðlist ekki þá færni sem þarf til að standast á­skor­anir lífs­ins. Þeir félagar hafa kastað fram ýmsum hug­myndum á milli sín eins og um hvernig hægt sé að vinna með þessa þætti í skóla­starf­inu og hvort um­sögn um skap­gerð nem­enda eða ein­hvers konar ein­kunna­gjöf ætti að vera við lýði. Levin þótti hug­myndin um skap­gerð­ar­ein­kunnir nógu góð til þess að hefja vinnu við að þróa slíkt mat en Randolph ótt­ast að um leið og ein­hvers kon­ar skali sé búinn til sem komi fram á ein­kunna­spjald­inu muni metn­að­ar­full­ir ­nem­endur reyna að læra inn á kerfið til þess að fá sem hæstar ein­kunn­ir.

Þeir Randolph og Levin hafa sótt inn­blástur í bók sál­fræð­ing­anna Martin Selig­man og Christopher Pet­er­son Martin sem ber tit­il­inn Character Strengths and Virtu­es: A Hand­book and Classification. Við gerð bók­ar­innar leit­uðu sál­fræð­ing­arnir víða fanga; allt frá dygðasið­fræði Aristó­el­es­ar, verkum Kon­fús­í­usar og ind­verskum og ­gyð­ing­legum helgi­ritum til skáta­hand­bók­ar­innar og Poké­mon­spila til þess að ­setja saman lista tutt­ugu og fjög­urra skap­gerð­ar­kosta sem væru hafnir yfir­ landa­mæri menn­ing­ar­svæða og tíma­bila og myndu leiða til ham­ingju- og inni­halds­rík­s lífs. Randolph og Levin þótti list­inn of langur til þess að hann kæmi að gagn­i í skóla­starfi og báðu Pet­er­son um að skera list­ann niður í mann­kosti sem tengd­ust lífs­fyll­ingu og árangri sér­stak­lega. Nið­ur­staðan varð eft­ir­far­and­i: ­þraut­seigja, sjálf­stjórn, lífs­gleði, félags­greind, þakk­læti, bjart­sýni og ­for­vitn­i. 

Fín­stilltur kvik­ind­is­skapur

Mann­kost­ir, skap­gerð eða dygðir – sama hvaða nafni við ­nefnum þetta þá eru orðin vand­með­farin og geta haft ólíka merk­ingu milli fólks. ­Þrátt fyrir að flestir for­eldrar reyni að hafa jákvæð áhrif á skap­gerð­ar­þroska ­barna sinna og inn­ræti þeim bæði með­vitað og ómeð­vitað ein­hvers konar gildi er við­fangs­efnið eld­fimt í allri umræðu um mennta­mál. Í Banda­ríkj­unum hefur fólk verið ugg­andi yfir því að leggja áherslu á skap­gerð­ar­menntun eða dygðir í skóla­starfi og sumir ótt­ast móral­isma eða póli­tíska inn­ræt­ingu. Þrátt fyrir það hafa fleiri og fleiri kom­ist á þá skoðun að und­an­förnu að skap­gerð skipti máli í menntun en Paul bendir á að flestar til­raunir til að hlúa að mann­kostum og ­styrkja skap­gerð séu yfir­borðs­kenndar og ómark­viss­ar. En hvernig er hægt að ­gera þetta vel? Vel heppnuð skap­gerð­ar­menntun hlýtur að þurfa að fela eitt­hvað ­meira í sér en hvatn­ing­ar­fundi eða vegg­spjöld með slag­orð­um? „Eftir því sem ég ­les mig betur til og hugsa meira um þetta verð ég sann­færð­ari um að það sé ekk­ert vit í því að reyna að kenna ­skap­gerð á sama hátt og stærð­fræði eða sögu. Það er ekki til mikið af ­gögnum sem sýna að þessar aðferðir duga og margt sem bendir til þess að frum­kvöðla­verk­efni sem reyni að kenna það á þenn­an hátt virki ekki. Ég held að það sé heilla­væn­legra að hjálpa krökkum að þró­a ­styrk­leika sína í gegn um námsum­hverf­ið. Það getur aug­ljós­lega haft eitt­hvað að ­gera með sam­band full­orð­inna og barna með því að auka á sam­kennd meðal ungs ­fólks og tengsl þess við skól­ann en ég held að vinnan sem þau fáist við skipt­i ­meira máli og umgjörðin sem er sköpuð um hana innan skól­ans þar sem hægt er að læra af mis­tökum og skakka­föllum á meðan vinn­unni vindur fram.“

Les­endur kynn­ast mörgum áhuga­verðum mennta­frum­kvöðl­u­m, ­kenn­urum og vís­inda­mönnum á síðum bók­ar­innar en sá eft­ir­minni­leg­asti er ­skák­kenn­ar­inn Eliza­beth Spi­egel. Eliza­beth kennir skák í Intermedi­ate School 318 í Brook­lyn og hefur náð miklum árangri með nem­endur sína á lands­vísu en beitir jafn­framt óvenju­legri aðferða­fræði. Þegar hóp­ur­inn keppir á mótum kom­a krakk­arnir eftir hverja skák til hennar með leik­bók­ina (hvort sem þeir hafa unnið eða tap­að) og skoða fram­vindu leiks­ins lið fyrir lið. Til­gang­ur­inn er að hægja á hugs­ana­ferl­inu, stilla hvat­vís­ina af, grand­skoða afleik­ina og velta upp­ öðrum mögu­leikum í stöð­unni. Spi­egel er á þeirri skoðun að krakkar þurfi stund­um á því að halda að heyra að frammi­staða þeirra sé ófull­nægj­andi því ann­ars hafi þeir enga ástæðu til þess að bæta sig. Hún við­ur­kennir að hún geti verið hvöss (eitt sinn algjör tík að eigin sögn) þegar nem­endur hennar leiki af sér í óða­goti og tapi en ögr­anir hennar sýna að hún tekur þau alvar­lega og er annt um að þeim fari fram. Hún segir þeim ­jafn­framt að það að tapa sé eitt­hvað sem maður geri en skil­greini mann ekki sem ein­stak­ling. Paul segir að þegar krakkar hugsi að þau séu ein­fald­lega ekki nóg­u ­klár þegar á móti blási hamli það getu þeirra til að skila árangri: „Þeg­ar ­manni tekst að sann­færa þau um hið gagn­stæða, þegar maður hjálpar þeim að skilja, að við getum öll breyst og þróað ólíka færni með því að leggja okk­ur fram gengur þeim miklu bet­ur.“ Þrátt fyrir að flestum þyki óþægi­legt að dvelja við mis­tök sín og horfast í augu við eigin tak­mark­an­ir, er það óneit­an­lega lær­dóms­ríkt og veitir tæki­færi til fram­fara og þroska, sé það gert með rétt­u hug­ar­fari. Eftir að hafa skoðað fjöl­margar til­raunir til hlúa að styrk­leik­um ­nem­enda segir Paul að það sem hún sé að gera í skák­kennslu sinni kom­ist næst því að vera aðferð til þess að takast á við skap­gerð og megi nýta í kennslu ann­arra faga eins og stærð­fræði: „Það sem gerir þetta svo áhuga­vert er að Eliza­beth Spi­egel tal­aði aldrei um skap­gerð, hún setti ekki upp nein vegg­spjöld eða flutti fyr­ir­lestra um mann­kost­i.“

Er ein­kunna­spjaldið mæli­kvarði alls?

Ný aðal­námskrá leit dags­ins ljós á Íslandi árið 2011 sem ­byggir sex grunn­þáttum mennt­unar og ­boðar nýtt náms­mat sem byggir á hæfni­við­miðum og lyk­il­hæfni sem skil­greind eru í fimm þátt­um: tján­ing og miðl­un, skap­andi og gagn­rýn­in hugs­un, sjálf­stæði og sam­vinna, nýt­ing miðla og upp­lýs­inga og ábyrgð og mat á eigin námi. Lyk­il­hæfn­ina átti upp­haf­lega að meta til ein­kunnar þvert á náms­greinar en fallið var frá því eftir að Ill­ugi Gunn­ars­son tók við mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þar sem honum þótti lyk­il­hæfni­ein­kunn­irnar fela í sér­ ­dóma um mann­kosti barna. Um þetta eru einnig skiptar skoð­anir vest­an­hafs þar ­sem fólk hefur spurt sig, hvort skap­gerð eigi að koma fram á ein­kunna­spjald­in­u ef hún eigi erindi í form­legri mennt­un. Skóla­stjór­inn í River­dale vill ekki að þetta verði að eig­in­leikum sem hægt sé að gera sér upp eða læra utan að. Er hætta á því að þessir kostir eða dygðir verði óein­lægir eða upp­gerð við ­ein­kunna­gjöf eða ann­ars konar mat? „Ég held að hann hafi rétt fyrir sér að ­mörgu leyti. Ég held að ein­kunna­spjaldið í KIPP sé áhuga­verð tilraun og ­mögu­lega góð leið til þess að fá kenn­ara, for­eldra og nem­endur til þess að ræða ­mann­kosti sín á milli en það mun ekki endi­lega hjálpa þeim að þroskast. Ég hef á­hyggjur af því að það reyn­ist árang­urs­laust eða komi í bakið á nem­endum ef að þeir halda að um sé að ræða sér­staka eig­in­leika þau annað hvort hafi eða ekki. Hug­mynd­in um mann­kosti sem sér­stök fyr­ir­bæri, sem hægt sé að mæla, virð­ist mér ekki ver­a ­upp­byggi­leg, hvernig sem það yrði fram­kvæmt. Að mæla þraut­seigju eins barns í sam­an­burði við annað og kveða upp dóm yfir þeim er ekki gagn­legt. Ég held að það sé árang­urs­rík­ara að láta þau fást við krefj­andi verk­efni sem ýta þeim út ­fyrir þæg­ind­ara­mmann og fylgj­ast með sér bæta frammi­stöðu sína. Ég held að það sé mjög vald­efl­andi fyrir krakka,” segir Paul að lok­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None