Karolina Fund: Smásögur, ljóð, örsögur og allt þar á milli

Tímaskekkjur
Auglýsing

Tíma­skekkjur er afrakst­ur ­nám­skeiðs innan Háskóla Íslands sem nefn­ist Á þrykk, þar sem rit­list­ar- og ­rit­stjórn­ar­nemar kynn­ast öllum hliðum bóka­út­gáfu, frá hug­mynd að prent­grip. Hóp­ur­inn sam­anstendur af tíu höf­undum og fimm rit­stjórum og starfar und­ir­ ­leið­sögn Sig­þrúðar Gunn­ars­dótt­ur, rit­stjóra hjá For­lag­inu, sem kennt hef­ur ­nám­skeiðið und­an­farin þrjú ár. Upp­skera þessa sam­starfs var útgáfa bókanna Hvísl (2013), Flæð­ar­mál (2014) og Upp­skrifta­bók – Skáld­verk (2015). Í ár lítur síðan bókin Tíma­skekkjur dags­ins ljós. 

Verk­efnið er í hóp­fjár­mögnun hjá Karol­ina FundÞar er hægt að velja úr ýmsum mögu­leik­um við fjár­mögn­un. Vin­sæl­ast er að kaupa árit­aða bók og per­sónu­lega hæku, en það ­kostar ein­ungis um 4500 kr. Kjarn­inn ræddi við Fjalar Sig­urð­ar­son og Jóhönnu Maríu Ein­ars­dóttur skáld sem eru á meðal þeirra sem standa að verk­efn­inu.

Auglýsing

Fjal­ar, hvað eru Tíma­skekkj­ur?

Tíma­skekkjur er íslenskt ­skáld­verk, unnið af tíu rit­höf­undum og fimm rit­stjórum sem sam­eina krafta sína ­með það að mark­miði að gefa út auð­uga bók sem inni­heldur smá­sög­ur, örsög­ur, ljóð og allt þar á milli. Þegar vinna við bók­ina hófst var ákveðið að þema ­bók­ar­innar væri tím­inn. Síðan fóru höf­und­arnir af stað að semja og fann hver s­inn vinkil á þem­að. Þegar afrakstur þeirrar vinnu var síðan skoð­aður var fljót­lega ljóst að Tíma­skekkjur væri nafn sem hæfði efni bók­ar­inn­ar. Bæð­i ­ger­ast sög­urnar og ljóðin á mis­mun­andi tímum auk þess sem sumar sög­urnar spanna löng tíma­bil innan síns söguramma."

 





Hverjir standa á bak­við bók­ina?

Höf­und­arnir eru af öllum stærðum og ­gerð­um, ef svo má segja, en það er einmitt einn af skemmti­leg­ustu þátt­u­m ­náms­ins okkar hvað hóp­ur­inn er fjöl­breytt­ur. Við erum með stjörnu­skoð­ar­a, nör­da, femínista sem þarf ekki að nota gler­augu, bylt­ing­ar­sinna, at­vinnu­mann­eskju í gúmmí­skóm, vík­ing, orða­grín­ara, Panama ferða­lang, ­tíma­ferða­lang og svo lengi mætti telja. En þessi marg­breyti­legi hópur höf­unda hefur gefið út eða er að vinna að skáld­verkum eða þýð­ingum á ljóðum og sög­um ­sam­hliða nám­inu.

Í ár er vænt­an­legt verk eftir Jóhönn­u Maríu Ein­ars­dóttur sem hún hefur unnið und­an­farið sem meist­ara­verk­efni sitt. Um er að ræða póst­módernískt skáld­verk án sögu­þráð­ar. Það hefur því miður ekki enn hlotið end­an­legt nafn en það er á döf­inni. Fyrr á þessu ári birt­ist smá­saga eftir hana í bók­mennta­tíma­rit­inu Stínu. Sagan heitir End­ur­tekin sæla.

Þóra Björk Þórð­ar­dóttir er einnig tón­list­ar­kona og gaf út geisla­plöt­una I Am a Tree Now með frum­sömdum lögum og textum árið 2009. Hún er með aðra ­plötu í smíð­um.

Tímaskekkjur.Sig­rún Elí­as­dóttir hefur þegar gefið út nokkur rit af ýmsum gerð­um; Sögu­leg ævi­saga alþýðu­manns­ins afa hennar með­ ­sjálfsævi­sögu­legu ívafi; Kallar hann mig, ­kallar hann þig - í leit að afa, gefin út af Upp­heim­um. Þar að auki hefur hún­ ­skrifað fyrir Mennta­stofn­un; létt­lestr­ar­bók­ina Kött­ur­inn sein­heppni um feita gula heim­il­is­kött­inn hennar sem hún­ ­mynd­skreytti sjálf; end­ur­sögn á Ódysseifs­kviðu sem Kristín Ragna mynd­list­ar­kona var fengin til að mynd­skreyta en það vill svo til að hún er líka rit­list­ar­nem­i. Við þetta má bæta tveimur þema­heftum í sam­fé­lags­fræði og það þriðja er á vænt­an­legt. Þetta pár varð til þess að hin góðu sam­tök Rit­höf­unda­sam­band Ís­lands buðu Sig­rúnu í faðm sinn.

Ásdís Ing­ólfs­dóttir hefur gefið út ­kennslu­efni í efna­fræði fyrir fram­halds­skóla, hún hefur birt ljóða­þýð­ingu í bók­mennta­tíma­rit­inu Stínu og stefnir að því að gefa út þýtt verk síðar á árin­u eftir sænska verð­launa­höf­und­inn Jonas Has­sen Khem­iri.

Einar Leif gaf út vís­inda­sög­una Hvítir múrar borg­ar­innar vorið 2013. Þetta er fram­tíð­ar­tryllir sem tekur á sam­fé­lags­vanda­málum sam­tím­ans. Hann hef­ur einnig gefið út nokkuð af smá sög­um, sem allar mætti flokka sem furðu­sög­u. Helstar af þeim eru Aldur sem kom út í Tíma­riti Máls og menn­ingar 2014, Kvið­dóm­and­inn sem kom út í Tíma­rit­inu Stínu 2015 og Hin langa nótt sem kom út í Skíð­blaðni 2016.

Ég (Fjal­ar), líkt og Einar Leif og fleiri rit­list­ar­nemar, fékk birta smá­sögu eftir mig í Tíma­riti Máls og ­menn­ingar 2014 sem heitir Hinn rétt­sýn­i ­for­ingi.

 

Á hverju ári í des­em­ber gef­ur Blek­fjelag­ið, nem­enda­fé­lag rit­list­ar­inn­ar, út jóla­bók með safni af textum eft­ir ­rit­list­ar­nema. Það skemmti­lega við bók­ina er að orða­fjöld­inn er ávallt ­tak­mark­að­ur. Í fyrra var fjöldi orða í hverjum texta tak­mark­aður við 97 orð og á hverju ári er tak­markið lækkar um eitt orð. Margir af höf­undum Tíma­skekkja hafa tekið þátt í þessu ­skemmti­lega verk­efni og ef fram­tíðin brosir björt þá mun síð­asta jóla­bók ­rit­list­ar­nema koma út eftir 95 ár og inni­halda sögur upp á eitt orð.

Svo við nefnum höf­undana nú, þá eru þetta; Ás­dís Ing­ólfs­dótt­ir, Birta Þór­halls­dótt­ir, Einar Leif Niel­sen, Fjal­ar ­Sig­urð­ar­son, Jóhanna María Ein­ars­dótt­ir, Jóhannes Ólafs­son, Sig­rún Elí­as­dótt­ir, ­Tryggvi Steinn Sturlu­son, Una Björk Kjer­úlf og Þóra Björk Þórð­ar­dóttir

Rit­stjór­arnir sem að sjá um að halda okkur á spor­inu eru Dýrfinna Guð­munds­dótt­ir, Erna Guð­munds­dótt­ir, Krist­inn Páls­son, Sandra Jóns­dóttir og Svan­hildur Sif Hall­dórs­dótt­ir."

 

Er ljóð­ið, örsagan og smá­sagan ávallt tengt höf­undi sín­um, og öfugt, eða verður ein­hvern tím­ann rof milli höf­undar og texta?

Jóhanna er til svara:

Fræði­lega séð þá já. Það er frekar erfitt að aftengja texta og höf­und þegar höf­undur er þekkt­ur. En það má vel, eins og snill­ing­ur­inn Rol­and Barthes seg­ir. Því sam­kvæmt honum er höf­und­ur­inn ­dauður og les­and­inn á bara að lesa texta eins og þeir séu ekki afurð höf­und­ar. ­Sem er samt kannski svo­lítið útópísk hugs­un, alla­vega út frá bók­mennta­fræði­leg­u ­sjón­ar­horni.

Ef spurn­ingin er hins vegar ekki fræði­legs eðlis heldur á við upp­setn­ingu bók­ar­inn­ar, þá já, text­arnir eru ­feðrað­ir/­mæðrað­ir. Einu text­arnir sem ekki eru sér­stak­lega höf­und­ar­merktir er ­tit­ill bók­ar­inn­ar, upp­lýs­inga­síða varð­andi útgáfu bók­ar­inn­ar, efn­is­yf­ir­lit, ­þakk­ar­texti og kápu­texti.

 

En Jóhanna, hvaða erindi á ljóð­ið, örsagan og (eða) smá­sagan við nútím­ann?

Klisju­kennd­ast en lík­lega sann­ast væri að segja að stuttir textar eins og ljóð, smá­sögur og örsögur eru hent­ugar fyr­ir­ nú­tímales­endur þar sem þeir þjást flestallir af áunnum athygl­is­bresti. Nútím­inn elskar Twitter af því að þar er bara hægt að tjá sig í ákveðið mörgum slög­um. Oft­ast lesum við bara fyr­ir­sagnir greina og stækk­aða text­ann í dag­blöð­unum af því að við erum alltaf að flýta okk­ur. Það er eig­in­lega full­kom­lega óskilj­an­legt að fólk lesi ennþá 300 síðna doðranta en svo sjaldan ljóða­bæk­ur.

Hins vegar er alltaf verið að spá fyr­ir­ dauða ákveð­inna bók­mennta­greina eða menn­ing­ar­miðla. Menn eru alltaf að bíða eftir dauða leik­húss­ins eða að óperan gefi upp önd­ina. En það ger­ist ekki. Svo ­lengi sem fólk hefur eitt­hvað að segja og þekk­ingu á notkun mis­mun­andi miðla þá deyja þeir ekki. Það er nefni­lega oft þannig að efni velur mið­il, og það sem hentar í leik­verki gerir það kannski alls ekki í kvik­mynda­húsi. Og það sem hentar sem stöðu­upp­færsla á Twitter er kannski lélegur efni­viður í ljóð, og öfugt.

Hvaða nútími er þetta ann­ars sem fólk er alltaf að nefna og hvaða fólk til­heyrir hon­um?"

 

Verk­efnið er að finna hér.



 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFólk
None