Karolina Fund: Teiknuð myndabók um Borgarfjörð eystri

Oneover
Auglýsing

Elín Elísa­bet Ein­ars­dóttir stendur þessa dag­ana að útgáfu ­bók­ar­innar Onyf­ir, sem er teiknuð mynda­bók um Borg­ar­fjörð eystri. Elín er að ljúka diplóma­námi við teikni­deild Mynd­lista­skól­ans í Reykja­vík og Onyfir er loka­verk­efni hennar það­an. Við gerð bók­ar­innar dvaldi Elín í nokkrar vikur á Borg­ar­firði eystri við að teikna og skrá­setja þannig hvers­dag­inn á staðn­um. Hún­ hefur sett teikn­ing­arnar saman í bók sem kemur út í maí og nú stendur því yfir hóp­fjár­öflun fyr­ir­ ­bók­inni á Karol­ina Fund.

Hvernig teng­ist þú Borg­ar­firði eystri?

Ég hafði engin tengsl þangað fyrr en haustið 2011. Mig og vin­konu mína vant­aði vinnu í smá tíma og eftir nokkur sím­töl í fisk­verk­an­ir um allt land fengum við vinnu í Fisk­verkun Kalla Sveins á Borg­ar­firði eystri. Við þekktum engan á staðnum fyrst um sinn en mættum mjög vina­legu og hlý­leg­u við­móti og ég hef farið aftur austur að vinna á hverju ári síð­an. Ég hef ­eign­ast góða vini og kunn­ingja þar og þykir vænna um stað­inn með hverju ­skipt­inu sem ég kem þang­að. 

Auglýsing

Hug­myndin að verk­efn­inu kvikn­aði þegar ég kom örstutt til­ ­Borg­ar­fjarðar síð­asta haust til þess að teikna fyrir kvik­mynd­ina Hjarta­stein ­sem var tekin upp þar. Ég var veð­ur­teppt í einn auka dag og nýtti tím­ann með­al­ ann­ars til þess að teikna í fisk­verk­un­inni. Það var um það leyti sem hug­mynd­in að bók­inni fædd­ist."

 Hvað er það sem heillar þig við hvers­dags­leik­ann í Borg­ar­firði eystri? 

Það er fyrst og fremst mann­líf­ið, sem er svo ein­stakt og ólíkt því sem ég á að venj­ast. Yfir vet­ur­inn eru bara u.þ.b. 100 manns á Borg­ar­firði svo allir vita allt um alla og það skilar sér oft í mjög langsótt­u­m einka­brönd­ur­um. Stundum þegar ég veit ekk­ert hvað fólk er að fara kemur upp úr dúrnum að  þau eru að vísa í sex ára gam­alt grín­at­riði frá þorra­blóti.  

Onyfir er teiknuð myndabók um Borgarfjörð eystri.Þetta er líka sam­heldið og hjálp­samt sam­fé­lag og ég upp­lifi það sterkt, hvort sem það er í formi aðstoðar þegar springur á bílnum eða þess að vera skyndi­lega boðið í fondú.

Það var virki­lega gef­andi að koma þarna sem teikn­ari og kynnast þessu þannig frá öðru sjón­ar­horni. Ég varð virkur áhorf­andi að fleiri þátt­u­m lífs­ins á Borg­ar­firði, t.d. með því að fara út í höfn að morgni til þess að ­fylgj­ast með löndun og að fá að vera fluga á vegg á fundi Félags eldri borg­ara - alltaf með skissu­bók­ina og vatns­lita­settið við hönd­ina."

Hvað stendur til með bók­ina eftir að hún kemur úr ­prent­un? (hér er ég t.d. að vísa í útskrift­ar­sýn­ingu Mynd­lista­skól­ans í Reykja­vík og sýn­ing­una á Borg­ar­firði eystri)

Næst á dag­skrá er að sýna afrakst­ur­inn! Ég mun sýna bók­ina og teikn­ingar úr henni, auk valdra verka úr nám­inu mínu, á útskrift­ar­sýn­ing­u ­Mynd­lista­skól­ans í Reykja­vík sem opnar í JL-­hús­inu þann 12. maí.

Í lok júlí kom­ast teikn­ing­arnar svo aftur heim - þá verð ég svo með einka­sýn­ingu í félags­heim­il­inu Fjarð­ar­borg á Borg­ar­firði eystri, um það ­leyti sem tón­list­ar­há­tíðin Bræðslan er haldin í þorp­inu.  Það verður gam­an að sjá við­brögð Borg­firð­inga við þessu öllu sam­an!"

Verk­efnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None