Karolina Fund: Teiknuð myndabók um Borgarfjörð eystri

Oneover
Auglýsing

Elín Elísabet Einarsdóttir stendur þessa dagana að útgáfu bókarinnar Onyfir, sem er teiknuð myndabók um Borgarfjörð eystri. Elín er að ljúka diplómanámi við teiknideild Myndlistaskólans í Reykjavík og Onyfir er lokaverkefni hennar þaðan. Við gerð bókarinnar dvaldi Elín í nokkrar vikur á Borgarfirði eystri við að teikna og skrásetja þannig hversdaginn á staðnum. Hún hefur sett teikningarnar saman í bók sem kemur út í maí og nú stendur því yfir hópfjáröflun fyrir bókinni á Karolina Fund.

Hvernig tengist þú Borgarfirði eystri?

Ég hafði engin tengsl þangað fyrr en haustið 2011. Mig og vinkonu mína vantaði vinnu í smá tíma og eftir nokkur símtöl í fiskverkanir um allt land fengum við vinnu í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystri. Við þekktum engan á staðnum fyrst um sinn en mættum mjög vinalegu og hlýlegu viðmóti og ég hef farið aftur austur að vinna á hverju ári síðan. Ég hef eignast góða vini og kunningja þar og þykir vænna um staðinn með hverju skiptinu sem ég kem þangað. 

Auglýsing

Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar ég kom örstutt til Borgarfjarðar síðasta haust til þess að teikna fyrir kvikmyndina Hjartastein sem var tekin upp þar. Ég var veðurteppt í einn auka dag og nýtti tímann meðal annars til þess að teikna í fiskverkuninni. Það var um það leyti sem hugmyndin að bókinni fæddist."

 Hvað er það sem heillar þig við hversdagsleikann í Borgarfirði eystri? 

Það er fyrst og fremst mannlífið, sem er svo einstakt og ólíkt því sem ég á að venjast. Yfir veturinn eru bara u.þ.b. 100 manns á Borgarfirði svo allir vita allt um alla og það skilar sér oft í mjög langsóttum einkabröndurum. Stundum þegar ég veit ekkert hvað fólk er að fara kemur upp úr dúrnum að  þau eru að vísa í sex ára gamalt grínatriði frá þorrablóti.  

Onyfir er teiknuð myndabók um Borgarfjörð eystri.Þetta er líka samheldið og hjálpsamt samfélag og ég upplifi það sterkt, hvort sem það er í formi aðstoðar þegar springur á bílnum eða þess að vera skyndilega boðið í fondú.

Það var virkilega gefandi að koma þarna sem teiknari og kynnast þessu þannig frá öðru sjónarhorni. Ég varð virkur áhorfandi að fleiri þáttum lífsins á Borgarfirði, t.d. með því að fara út í höfn að morgni til þess að fylgjast með löndun og að fá að vera fluga á vegg á fundi Félags eldri borgara - alltaf með skissubókina og vatnslitasettið við höndina."

Hvað stendur til með bókina eftir að hún kemur úr prentun? (hér er ég t.d. að vísa í útskriftarsýningu Myndlistaskólans í Reykjavík og sýninguna á Borgarfirði eystri)

Næst á dagskrá er að sýna afraksturinn! Ég mun sýna bókina og teikningar úr henni, auk valdra verka úr náminu mínu, á útskriftarsýningu Myndlistaskólans í Reykjavík sem opnar í JL-húsinu þann 12. maí.

Í lok júlí komast teikningarnar svo aftur heim - þá verð ég svo með einkasýningu í félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystri, um það leyti sem tónlistarhátíðin Bræðslan er haldin í þorpinu.  Það verður gaman að sjá viðbrögð Borgfirðinga við þessu öllu saman!"

Verkefnið er að finna hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None