Júróvisíon, fyrsti berrassaði keppandinn stígur á svið

Þjóðarréttur Svía, Cappuchino og kanilbolla.
Þjóðarréttur Svía, Cappuchino og kanilbolla.
Auglýsing

Í kvöld hefst seinni und­ankeppni Júró­visíon þar sem átján lönd keppa um þau tíu sæti sem tryggja þátt­töku í úrslita­keppn­inni sem fram fer næst­kom­and­i laug­ar­dag. Ísland er úr leik, annað árið í röð, eins og flestir vita. Greta stóð sig vel. Flutn­ingur og fram­setn­ing var til fyr­ir­myndar en svona er þetta stund­um. Maður kemst yfir svona áföll hér­ ytra með því að skola niður þjóð­ar­rétti Svía, Cappuchino og kanil­bollu. Lækn­ar öll mein og lífið getur haldið áfram.

Í kvöld er það hins­vegar Lett­land sem byrjar keppn­ina með lag­inu Heart­beat”. Lagið er eftir Aminötu Savadogo en hún flutti einmitt lag Letta í fyrra. Lagið er ekki upp á marga fiska og það er óþarft að vera mættur fyr­ir­ framan imbann á slag­inu 19:00 í kvöld.

Sveinn Rúnar SigurðssonPól­verjar eru með lag sem virð­ist höfða mjög til sam­kyn­hneigðra hér­ ytra. Lagið heit­ir Color of your life” og ég ráð­legg áhorf­endum að hafa Para­seta­mól við hend­ina því lagið er ein­fald­lega ömur­legt.  

Sviss­lend­ingar eru næstir með lag­ið The last of our kind” í flutn­ing­i Rykku. Veik­burða lag og hún á svo­lítið erfitt með falsett­una í við­lag­inu. Nær aldrei flugi. Eurovision hækk­unin er á sínum stað en þrátt fyrir það og vind­vél­ina gerir þetta ekki nokkurn skap­aðan hlut.

Ísra­elar bjóða upp á lag­ið Made of star­s”. Stef­anía Svav­ars­dóttir söng­kona og full­trúi Íslend­inga í keppn­inni í náinni fram­tíð sendi mér skila­boð í gær og ­sagði lagið vera mögu­legan black hor­se” keppn­innar í ár. Lagið er svoköll­uð ­kraft-ball­aða að formi til. Söngv­ar­inn er feyki­lega öruggur og minnir mig svo­lítið á Sam Smith.

Þegar hér er komið við sögu þurfa lands­menn að vera búnir að koma sér vel ­fyr­ir, fyrir framan sjón­varps­skjá­inn, því næstur á svið er Ivan nokkur frá­ Hvíta-Rúss­landi. Ivan þessi ætlar sér að vera fyrsti flytj­and­inn í Eurovision ­sem syngur berrass­að­ur. Ég fagna þess­ari þróun því ekki eru nema örfá ár síð­an Tatu söng­hóp­ur­inn frá Rúss­landi gerði allt vit­laust er flytj­end­urnir sögðust ætla að fara í sleik meðan á flutn­ingi stæði. Nið­ur­staðan þá var mömmu­koss þegar upp var stað­ið, þannig að ég spái því að Ivan kom­ist ekki upp með­ nekt­ina og endi á því að flytja lagið í þveng. Með sama áfram­haldi spái ég því að ekki séu nema örfá ár í að ein­hver töffar­inn frá Aust­ur-­Evr­ópu mun­i verða fyrsti kepp­and­inn til að ristil­spegla sig meðan á flutn­ingi stend­ur. En aft­ur að Ivan, lagið er glys­kennt súlu­stað­arokk frá 9. ára­tug síð­ustu aldar og ger­ir ekki rass­gat. Ekki einu sinni þó að Ivan kunni að flagga því við flutn­ing.

Auglýsing

Serbar eru næstir með lag sitt Good­bye (Shelt­er)”. Serbar hafa oftar en ekki boðið upp á gull­fal­leg og ljóð­ræn lög með þjóð­legu ívafi. Þeir eru ansi fjarri slíku í ár og lag þeirra höfðar ekki til mín. Gam­al­dags rokk­ball­aða með­ veikri lag­línu og skelfi­legum texta sem að klár­lega er skrif­aður af ein­um af­kasta­mesta texta­höf­undi austur evr­ópu í Eurovision, google transla­te.

Nicky Byrne flytur síðan lag Íra, Sunlight”. Hann hefur lík­ast til ver­ið dug­legur að forð­ast kol­vetnin síð­ustu mán­uði því kapp­inn er í fanta­formi og hefur engu gleymt síðan hann stóð vakt­ina í stráka­band­inu Westli­fe. Það dug­ar þó ekki til því lagið er ein­stak­lega óeft­ir­minni­legt og ekki spáð góðu gengi.

Makedónía býður upp á Dona” með Kali­opi. Lagið er flutt á móð­ur­máli þeirra sem til­heyrir hópi slav­neskra mála. Ég skil orð á stangli hér­ og þar, ver­andi talandi á rúss­nesku, en það breytir ekki því að hér ætla ég að fara á sal­ern­ið.

Donny Montell flytur lag Lit­há­a, I’ve been wait­ing for this night”. Hér fá ung­ling­arnir á heim­il­inu eitt­hvað fyrir sinn smekk því lagið er gall­hart og þétt tán­ing­arokk sem höfðar til allra. Og þá meina ég allra á aldr­inum 11 – 12 ára, klárt mál.

Og svo er það Ástr­al­ía. Annað árið í röð sýna þeir okkur Evr­ópu­búum að ­maður þarf ekki að bera hall­æri á borð í Eurovision. Þeir áttu eitrað lag í fyrra og það er óhætt að mæla með því að taka eyrn­ar­tapp­ana úr eyr­un­um­þegar hér­ er komið við sögu.  Dami Im flytur lag­ið Sound of silence” sem að á eftir að hljóma um álf­una í sum­ar. Lagið er skot­helt. Flutn­ingur hennar er geggj­að­ur, útsetn­ingin ban­eitruð og hún á eft­ir að rústa þessu kvöldi.

Það er Taylor Swift klónin Manu­Ella sem fær það erf­iða hlut­skipti að fara á svið á eftir Áströl­um. Lag hennar er kán­trískotið popp með krútt­leg­um við­lags­húkk sem skilar henni í úrslit.

Búlgaría fylgir á eftir með lag­inu If love was a cri­me” í flutn­ingi Poli ­Genova. Lag Búlgara er eitt það allra besta í keppn­inni ár, elektrónísk d­ans­tón­list eins og hún ger­ist best. Útsetj­ari lags­ins er undir miklum áhrif­um frá  hinum sænska Galantis og hef­ur ­klár­lega haft lag hans “Runaway” til hlið­sjón­ar. Ban­eitrað stykki sem kem­ur ­jafn­vel hörð­ustu fýlu­púkum í stuð.

Frændir vor­ir, Dan­ir, stíga næstir á svið með lag­ið „Soldi­ers of love”. Þrír sætir strákir sem hafa verið dug­leg­ir að strauja sól­baðs­stofu­kortin sín und­an­farið flytja lag­ið. Og þeir virðast ein­fald­lega ekki geta hætt að tana því  míkró­fón­arnir sjálfir eru neon-lamp­ar. Það verða fá norð­ur­lönd í úr­slitum í ár.

Jamala frá Úkra­ínu flytur okk­ur lag­ið 1944”. Ég þekki hana ágæt­lega og finnst mikið til tón­listar hennar kom­a þó að lag hennar sé mjög ólíkt því sem hún hefur áður samið. Hún syngur um á­standið í austur Úkra­ínu og lagið er það dramat­ís­kasta í ár. Ég var staddur í Úkra­ínu rétt eftir app­el­sínu­gulu bylt­ing­unni og aftur er Eurom­ai­dan bylt­ing­in átti sér stað,  þegar íbú­ar höf­uð­borg­ar­innar hrökktu Viktor Yanu­kovych frá völd­um. For­veri hennar í E­urovision, Rusl­ana, sem sigr­aði keppn­ina eft­ir­minni­lega 2004 tók virkan þátt í E­urom­ai­dan mót­mæl­unum og hvatti mót­mæl­endur til dáða í söng og ræðu­höld­um, nær dag­lega meðan á þeim stóð.

Nor­egur teflir fram Agn­ete Johnsen og lag­inu Icebr­ea­ker”. Lagið er danslag og það truflar mig veru­lega að tempó lags­ins breyt­ist í við­lag­inu. Svo­lítil lumma en hugsa að Nor­egur nái að kom­ast í úrslit þrátt fyrir veika brú og léleg erindi.

Nika Kocharov og Young Georgi­an Lolitaz flytja lag Georg­íu Midnight Gold”. Lagið er pönskotið nýbylgju­popp með geggj­aðri bassa­línu. Lagið gæti allt eins verið úr smiðju Dr” Gunna. Fíla þetta.

Albanía ber á borð yfir­drifna drama­tík að hætti austur evr­ópu­þjóða. Glatað stöff og veð­bankar spá þessu ­botns­æt­inu.

Belgar enda kvöldið á lag­inu What’s the pressure”. Þetta er versta lag keppn­ina og ástæðan er ein­föld. Höf­und­ar not­ast við nán­ast óbreytta bassa­línu Another one bites the dust” eftir Queen. Það er eitt að vera undir áhrifum en það er ekki í lagi að taka einn þekktasta húkk allra tíma og gera að sínum eig­in. Það er ekki hægt annað en að taka undir með Dabba Grens­ás, for­seta­fram­bjóð­anda, „Svona gera menn ekki”.

Heilt yfir er þetta slappur rið­ill en Ástr­alía og Búlgaría redda kvöld­inu fyrir horn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None