„Ég held að eðlisávísun Vladimir Pútins segi honum að til þess að halda völdum hafi hann komið af stað risa flóðbylgju. Þessar tilfinningar , að vera niðurlægður, stórveldisdraumar og minnimáttarkennd. Þetta var allt til staðar en sem undiralda og nú hefur Pútin með sínum stöðuga áróðri breytt því í risaflóðbylgju. Hann situr efst á henni og ég sé enga leið fyrir hann niður og held að hann geri það ekki heldur. Hann verður bara að sjá til þess að flóðbylgjan sé á hreyfingu því um leið og hún brotnar hrynur allt.”
Segir þýski blaðamaðurinn Boris Reitschuster höfundur „Leynistríðs Pútíns” auk fleiri bóka um Rússland.
Án tengsla við Rússland fór Reitschuster þangað sautján ára sem skiptinemi og heillaðist af landinu og tungumálinu. Frá 1999 til 2015 stýrði hann skrifstofu þýska fréttatímaritsins Focus í Moskvu. Síðustu árin frá Berlín, því eftir morðhótanir varð hann að yfirgefa Rússland ásamt fjölskyldu sinni árið 2012. Þá hafði hann skrifað bókina „Pútínokratie” sem fjallaði um viðskipti Pútíns og félaga. Nettröll birtu heimilisfang hans og hvöttu fólk til að fara og misþyrma honum. Einnig voru greinar gegn honum í stærstu ríkisblöðunum þar sem meðal annars var sagt: „Það hlýtur að vera afi hans sem sagði Hitler að fara í stríð við Stalín.” Um það bil á þessu plani og oft lægra fór og fer umræðan fram.
Reitschuster tileinkar vini sínum Boris Nemtsov og öðrum sem misst hafa lífið vegna andófs í Rússlandi, bókina. Hann telur sér þó ekki ógnað af stjórnvöldum í Kreml heldur af öfgahópum sem trúa áróðri ríkisfjölmiðla og taka lögin í eigin hendur.
Í dag býr Reitschuster í Berlín og starfar sem óháður höfundur og er tíður gestur í þýskum sjónvarpsþáttum vegna þekkingar sinnar um Rússland og er verðlaunaður fyrir skrif sín.
Ég fór að hlusta á hann kynna .....aber unsere Misere ist hauselan. Er ist taktiger kein Stratege dekadent hält, gnadenlos aus.....aber unsere Misere ist hausbókina „Putins Verdeckter Krieg” eða Leynistríð Pútíns á Múrsafninu í Berlín í apríl.
Hann byrjaði á því að kynna einn gestanna í troðfullum salnum. Marinu Litvinenko ekkju Alexanders Litvinenko fyrrum meðlim KGB sem gerðist helsti gagnrýnandi Vladimirs Pútíns.
Borist Reitschuster spurði yfir hópinn: „Í hvaða landi fær maður sem myrðir með pólóiníum sæti á þinginu og orðu frá forsetanum?”
Hann átti þar við að Pútin hafði veitt fyrrum KGB manninum Andrey Lugavoy orðu fyrir störf sín skömmu eftir að dómari í London sannaði sekt hans og sagði Pútín hafa fyrirskipað morðið.
Í bókinni segir Boris Reitschuster frá því hvernig Pútín noti gamlar aðferðir KGB og Stasi en nýti sér vestræna tækni og fjölmiðla og almannatengla. Nettröll starfa á vegum Kreml í Rússlandi og Þýskalandi og sjónvarpsstöðvar eins RT sjái um áróðurinn. Russia Today sendir út á fjölda tungumála til 600 milljóna áhorfenda um allan heim. Það þarf ekki kunnáttu í fjölmiðlafræðum til að sjá í gegnum „fréttamenn” og fjölda viðmælenda sem ýmist staðfesta stefnu RT eða rugla áhorfendur í ríminu kynda undir ótta og stýra tilfinningum í átt heimsmyndar sem hentar Kreml. Útgáfa þeirra af raunveruleikanum er nokkurn vegin þessi; að heimurinn vilji Rússlandi illt og að Pútín geri allt til að verja landið gegn hinum illu Bandaríkjum og Evrópu. Í bókinni má lesa að samkvæmt fréttum og athugasemdum rússneskra nettrölla þá er ekki hægt að fara lengur út á götu í Þýskalandi án þess að verða fyrir áreiti flóttamanna. Búið að setja ótrúlegustu lög og bráðum verði fólk að flytja úr íbúðum sínum á götuna til að rýma fyrir flóttafólki. Þegar lygum er póstað og sjónvarpið elur stöðugt á ótta og fordómum fólks hefur það áhrif.
Ég ræddi við Reitschuster í Berlín.
Af hverju skrifaðir þú þessa bók?
„Pútín og helmingur stjórnenda í kringum hann koma úr leyniþjónustunni KGB nú FSB. Hugmyndafræðin er að halda völdum. Allt eða ekkert. Hann á of marga óvini og hefur brotið of mikið af sér til þess að geta sest í helgan stein. Því skiptir máli að benda á hvernig mafíuríki Rússland er í dag og ástæðu fyrir öfgafullri utanríkisstefnu. Pútín þarf á utanaðkomandi óvini að halda. Til þess að leiða huga rússnesku þjóðarinnar frá: Spillingu, valdamisnotkun og vaxandi fátækt.
Árið 2012 varð ég að flytja frá Rússlandi vegna hótana . Eftir hernám Krimskagans sá ég öll þessi nettröll hérna í Þýskalandi og hugsaði að það var nákvæmlega þetta sem ég flúði frá en nú er það komið hingað. Þá fór ég skoða þetta og sjá samhengið. Þegar ég tók þetta saman fyrir bókina var ljóst að þetta getur ekki allt verið tilviljun. Svo margar tengingar í Þýskalandi. Elsesser Kremlarpredikari, Tímaritið Compakt, allar þessar Netsíður, Dugin, AFD og tengsl Rússlands við Pegida. Þetta er köngulóarvefur og maður þarf bara að skoða smáatriðin. Eftir fjölda samtala við fyrrum íbúa DDR Austurþýskalands og mannréttindasamtök kom mér nokkuð á óvart sem ég hafði ekki hugmynd um áður.“
Hvað var það?
„Að þetta eru nákvæmlega sömu áróðursaðferðir og á tímum DDR. Ég vissi þetta ekki þó ég hefði átt að gera það sem sérfræðingur um Rússland en við vorum búin að gleyma þessu. Það er ekkert nýtt að koma höggi á fjölmiðla. Nú eru það nettröll áður voru það lesendabréf. Að hafa áhrif á borgarahreyfingar. Að fjármagna stjórnmálaflokka. Að skemmdarverk eru unnin. Áður studdu austur þýsk stjórnvöld vesturþýska hryðjuverkamenn. Við vissum það ekki fyrr en múrinn féll. Ég er ekki að segja að þeir styðji hryðjuverkamenn en nauðsynlegt að skoða það í ljósi sögunnar.“
Hver eru viðbrögðin við bókinni?
„Fyrst var tölvupósthólfið hakkað. Heimasíðan lá niðri, og það berast mörg hatursbréf. Þessa dagana er mikið skrifað á þær áróðurssíður hér í Þýskalandi sem ég nefni í bókinni. Þar stendur að ég sé bilaður á geði og fleira í sígildum KGB stíl. Algerlega fjarstæðukennt en ég átti von á þessu, tölvupósti og ýmsu á Facebook. En ég er orðinn nokkuð rólegur því neikvæðu viðbrögðin sýna að ég hef rétt fyrir mér. Hluti af kerfinu sem ég nefni í bókinni eru árásir á gagnrýnendur bæði yfir og undir belti. Ég held að Pútín trúi því í alvöru að það sé plott í gangi gegn honum og heimssamráð . Angela Merkel orðaði það vel þegar hún sagði við hann: Vladimir Vlaidmirovitsch þú mátt ekki halda að allur heimurinn hugsi um það frá morgni til kvölds hvernig þeir getir skaðað Rússland.”
Hvers vegna heldur þú að Pútín reki áróður í Evrópu?
„Þetta fjallar um að koma Evrópu úr jafnvægi. Þýskaland er lykillinn. Takmarkið núna er að koma Merkel frá völdum eða veikja mjög. Því Merkel er sú sem ákveður hvort viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi verði haldið áfram. Til langs tíma litið vill Pútin eyðileggja Evrópusambandið eins og það er í dag og breyta í Evrópu-Asíu samtök undir forystu Rússlands. Því styður hann hægri öfgaflokka eins og National Front Marine Le Pen og fleiri í Evrópu.“
Í Þýskalandi búa um 3 milljónir rússneskumælandi og margir horfa á RT og aðrar rússneskar ríkisstöðvar. Eftir að stríð rússa í Úkraínu hófst hefur áróðurinn verið skrúfaður upp en fáir í Þýskalandi höfðu leitt hugann að því, fyrr en „Lisu-Atvikið” í febrúar 2016 varpaði ljósi á það. Skyndilega voru hópar fólks mættir með eins skilti að mótmæla. Í rússneska sjónvarpinu og RT var því haldið fram að ung stúlka af rússneskum ættum hefði verið numin á brott og nauðgað af innflytjendum. Sergei Lavrov utanríkisráðherrar Rússlands blandaði sér í málið áður en það kom í ljós að þessi „frétt” var lygi.
Í bókinni segir þú frá Systema hvað er það?
„Ég fékk að skoða umfangsmikil skjöl vestrænnar leyniþjónustu. Systema er klúbbur þar sem Rússnesk bardagatækni er stunduð. Slík íþróttafélög voru stofnuð á undanförnum árum í Vestur-Evrópu. Leiðbeinendur eru að mestu fyrrum bardagamenn rússneskra sérsveita. Þessi klúbbur dregur til sín fólk eins og lögreglumenn eða öryggisverði sem tengjast Rússlandi. Þeir eru sendir til Moskvu og læra þar á sprengiefni og vopn. Bara í Þýskalandi hafa 200 til 250 manns gengið í gegnum þessa þjálfun.
Ég var nýlega í Moskvu og hitti þar þingmann úr stjórnarandstöðu og hann sagði að í Rússlandi getur enginn ímyndað sér að Þjóðverjar eða íbúar annara landa þrái ekki nema ný landsvæði. Rússar gera sér ekki grein fyrir því að Þjóðverjar hafa engan áhuga á Kaliningrad og að meðal Þjóðverjinn vill bara alls ekki hernema land. Þetta eru tveir algerlega ólíkir hugsunarhættir. Eins og samtal á milli lambs og úlfs.”
Í nýlegu viðtali við í Deutschlandradio var sagt við þig : „En þetta gera Ameríkanar líka” algengur í Þýskalandi hvernig líkar þér hann?
„Hún er hræðileg þessi heimska og gleymska sögunnar. Ég er ekki neinn sérstakur Ameríkuvinur og lít mjög gagnrýnum augum á það sem gerist þar. En Bandaríkin gættu þess að Vesturþýskaland nyti lýðræðis í 50 ár. Moskvustjórnin aftur á móti sá til þess að Austurþýskaland varð 45 ára einræðisríki. Svo virðist sem fjöldi Þjóðverja hafi gleymt þessu eða afneiti . Ef við Þjóðverjar höfum lært eitthvað af fasismanum þá er það að styðja ekki einræðisríki heldur lýðræði sem byggir á lögum. En þegar maður skoðar það hversu mikið fylgi Pútín hefur hér.”
Bæði langt úti á vinstri og hægri kantinum?
„Einmitt hjá andstæðingum lýðræðisins og þegar ég sé fjöldann þá verð ég hræddur og spyr mig hversu árangursríkt uppgjörið við nasismann var í raun og veru. Það gerir mig í alvöru óttasleginn. Rök þeirra sýna að margir skilja einfaldlega ekki hvað einræði er. Það ætti vera það mikilvægasta sem við hefðum átt að hafa lært af nasismanum og frá DDR. En greinlega hafa margir ekki lært neitt og það hræðir mig. Þetta stefnir allt í þessa átt. 25 % prósent fylgja AFD (Alternativ für Deutschland öfgahægriflokkur) í Mecklenburg Vorpommern. Allir þessir „Pútinversteher” þeir sem skilja Pútín, er þróun sem ég tel mjög alvarlega. Þetta hljómar kannski illa en á einhvern hátt get ég skilið að NSA hafi hlerað þýska stjórnmálamenn. Að sjálfsögðu hafa þeir ekki allir átt það skilið en þegar ég skoða menn eins og Gerhard Schröder þá verð ég að segja að ég skil að Bandaríkjamenn vilji hlera hann.”
Í bókinni notar Reitschuster hugtakið „Schröderisierung” en þar vísar hann í undirgefni fyrrum Kanslara Þýskalands Gerhards Schröders og annara þýskra stjórnmálamanna gagnvart Kreml. Schröder er náinn vinur Pútíns og nokkrum vikum eftir að hann hvarf úr embætti sínu sem kanslari var hann kominn í feit laun frá Gazprom sem stjórnarformaður í Nord Stream sem byggði gasleiðslu í Eystrarsalti. Hann segir frá rússneskum „Hunangsgildrum” sem fleiri þýskir stjórnmálamenn eins og Horst Seehofer hafa gengið í og eru því háðir Kreml.
Þú hefur hitt Vladimir Pútín , hvernig virkaði hann á þig?
„Það var snemma á forsetaferli hans og hann var næstum því feiminn. Hann reyndi að grínast um að ég ætti rússneska konu og þær væru svo erfiðar en tók það svo aftur og bað mig um að skrifa það ekki. Þá vissi hann og aðrir að hann væri ekki með kímnigáfu. En eftir 16 ára setu á valdastóli eru allir að dásama og hlægja í kringum hann. Því er hann farinn að segja fleiri brandara ,mjög lélega sem eru alls ekki fyndnir, en allir hlægja og það er oft mjög vandræðalegt. Ég held burtséð frá Pútín þá væri þetta vandamál fyrir hvern sem er. Jafnvel í lýðræðisríkjum er þetta vandamál eins og hjá Helmut Kohl fyrrum kanslara sem var 16 ár við völd. Þá missir maður tengslin við raunveruleikann. Í einræðisríkjum auðvitað er það öfgafyllra því það er enginn sem gagnrýnir hann og ég held að Vladimir Pútín sem einfaldlega að fjarlægjast raunveruleikann og lifir í eigin heimi. “
Í bókinni gagnrýnir þú þýska stjórnmálamenn eftir fall Sovétríkjanna.
„Mistökin voru að loka augunum fyrir öllu því sem Boris Jeltzin gerði rangt og þegar hann braut lýðræðisreglur. Þannig studdu vesturlönd framvöxt þess sem við sjáum í dag. Ég tel að á þessum tíma hafi mörg tækifæri glatast. Ef leiðtogar vesturlanda væru klókir ættu þeir nú þegar að velta fyrir sér sameiginlegri stefnu gagnvart landinu eftir að Pútín hverfur frá völdum. Þannig að í þetta sinn verði einhverskonar Marshallaðstoð og ekki það sem rússar upplifa sem niðurlægingu. Þetta ætti í raun að vera á dagskránni núna. Hugsa þrjú skref fram í tímann og vera tilbúinn fyrir tímann eftir Pútín.”
Nú eru viðskiptahindranir, olíuverð lágt og efnahagskrísa en Vladimir Pútin mætir að sjá eldflaug skotið á loft.
„Já ég heyrði nýlega aftur gamla sovéska brandarinn . Barnið segir við pabba sinn. alkóhólistann:„Pabbi vodkinn er orðinn dýrari, ætlar þú þá að drekka minna?” Og pabbinn svarar: „Nei nei, en þú færð minna að borða.” Og nákvæmlega þannig er það í Rússlandi núna, meira sett í geimferðir, herinn og það en fólkið fær minna að borða. Hernaðarútgjöld og öryggismál og opinberir atburðir eru orðin 55% af fjárlögum. Framlög til menntamála fallið frá 4,7% niður í 3,6%. Heilbrigðismál frá 4.8% niður í 3%. Þetta er eiginlega þjóðar-sjálfsmorð. Menntun, heilbrigðismálum, félagsþjónustu, íþróttum og menningu er þrýst niður og æ meira fer til stjórnvalda og hermála, það getur ekki farið vel.”
Hvað heldur þú að sé framundan í Rússlandi?
„Enginn spáði falli DDR allir héldu að það myndi halda áfram árum saman, það sama nú. Þetta getur tekið mörg ár en er óstöðugt. Það mun brotna og ég held að Rússland muni einnig liðast sundur. Spurningin er bara hversu hratt og hversu blóðugt það verður. Því lengur sem því er haldið gangandi með valdi því meira hætta er á blóðsúthellingum þegar það hrynur saman. Þetta kerfi eins og það er á sér enga framtíð. Þetta er eins og skopmynd, absúrd . Blanda af sovéskum siðum, keisarahefðum, Stalínlofsöngvum og rússneska fánanum. Þetta er eiginlega eins og geðklofi þetta kerfi og því er haldið saman með ofbeldi og áróðri.
Það sem vinnur gegn andófsmönnum í Rússlandi eru
leiðtogar frá vesturlöndum sem velja að umgangast Pútín. Andófsmenn segja að
Pútín sé einræðisherra en þá eru sýndar myndir í sjónvarpinu af honum með þeim
vestrænu leiðtogum sem hann hitta . Þjóðarleiðtogar lýðræðisríkja eru í þessu
tilviki til mikils gagns fyrir Pútín. Þá er það bara spurningin eru þeir
nytsamir einfeldningar eða eru þeir að gæta annara hagsmuna eins og Gerhard
Schröder?”