Karolina Fund: Fjallageit kynnir Austurland sem fjallgöngusvæði

101 Austurland
Auglýsing

Bókin 101 Austurland – Tindar og toppar er nú á lokastigi vinnslu. Höfundur bókarinnar er Skúli Júlíusson. Skúli er Austfirðingum að góðu kunnur og er í rauninni „fjallageit,“ bæði að atvinnu og áhuga. Hann starfrækir fjallgönguklúbbinn Fjallhress auk þess sem hann hefur starfað sem fjallaleiðsögumaður undanfarin sjö ár. Kjarninn ræddi við Skúla.

Út á hvað gengur bókin 101 Austurland – Tindar og toppar?

Að kynna Austurland sem fjallgöngusvæði. Hér fyrir austan eru gífurlega mörg fjöll sem gaman er að ganga á en lýsingar á fjallgönguleiðum á Austurlandi hafa lítið birst í útgefnu efni.

Auglýsing

Hverjir eru kostirnir við að hafa gönguleiðabók með sér í stað þess að ana bara eitthvert út í buskann?

Bókin 101 Austurland – Tindar og toppar er nú á lokastigi vinnslu.Ekki er víst að þessi fjöll séu kleif eða aðgengileg hvaðan sem er. Með leiðarbókinni ertu með ýmsar upplýsingar, s.s. hæð, hækkun, vegalengdir, göngutíma o.fl. Einnig er aðkomunni lýst eftir vegakerfinu, gjarnan með vegnúmerum, og mælt með heppilegum stað til að hefja gönguna.  Hverri gönguleið er lýst og minnst á áhugaverða staði í næsta nágrenni. Hverri gönguleið fylgir kort með helstu örnefnum og er leiðin teiknuð gróflega inn á það. Hægt verður að skanna strikamerki hverrar gönguleiðar með snjallsíma eða spjaldtölvu til að nálgast gps ferilinn með auðveldum hætti.

Getur hver sem er nýtt sér gönguleiðirnar í bókinni?

Bókin ætti að koma göngufólki til góðs, sérstaklega þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref til fjalla og þeim sem minna þekkja til svæðisins.
Leiðirnar eru af öllum erfiðleikastigum, allt frá þægilegum „fjölskyldufjöllum“ yfir í krefjandi tinda fyrir reynslumeira fjallafólk. Erfiðleikastigin eru skilgreind svo fólk geti valið gönguleið við hæfi sem er mjög mikilvægt atriði.

Það er nýtt forlag á Egilsstöðum, Bókstafur, sem gefur bókina út og Perla Sigurðardóttir hjá sprotafyrirtækinu PES sem sér um útlitshönnun. Við erum mjög ánægð með útkomuna. Uppbyggingarsjóður Austurlands og Alcoa hafa lagt verkefninu lið.

Bókin er langt komin, umbrotsvinnu er lokið og nú á aðeins eftir prenta. Það er hins vegar ansi dýrt og þess vegna erum við með söfnun í gangi á Karolina Fund sem vonandi gerir okkur kleift að leysa bókina út þegar hún rennur úr prentvélunum í lok júní. Söfnunina er að finna hér og hún stendur til og með sunnudagsins 5. júní.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None